Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ &torQmM$faib STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HLUTABREFAMARK- AÐURÍÞRÓUN ÞAÐ ERorðinn árviss atburður að á milli jóla og nýárs eigi sér stað umfangsmikil verðbréfaviðskipti vegna skattaafsláttar til handa þeim er festa kaup á hlutabréfum upp að ákveðinni upphæð. Flestir einstaklingar, sem vilja nýta þennan afslátt, kjósa að kaupa hlut í hlutabréfasjóðum verðbréfafyrirtækjanna. Að þessu sinni jókst heildareign þeirra um 40% í desember eða sem nemur 1.230 milljónum króna. Hluthöfum í sjóðunum fjölgaði um 3.260 og er það um 30% aukning. Alls eru nú um 13.500 einstaklingar skráðir sem hluthafar í sex hluta- bréfasjóðum en í raun er eignaraðildin mun dreifðari þar sem í mörgum tilvikum er um hjón að ræða en einungis annar aðilinn skráður fyrir bréfunum. Það má vissulega segja að skattafsláttur þessi sé á góðri leið með að byggja upp hlutabréfamarkað hér á landi, sem almenningur á virka aðild að. Ör þróun hefur átt sér stað varðandi verðbréfaviðskipti og þau eru smám saman að fær- ast í fastara form. íslenzki verðbréfamarkaðurinn er hins vegar ennþá að mörgu leyti ófullkominn. Hlutabréfakaup einstakhnga eiga sér að mestu leyti stað á örfáum dögum í lok ársins og fram- boð á hlutabréfum er ennþá takmarkað þó að þeim fyrirtækj- um fjölgi stöðugt, ekki sízt vegna þessarar þróunar, sem kjósa fremur hlutafjárútboð en lántöku. Skattafslátturinn átti að þjóna þeim tilgangi að efla þátt- töku almennings í íslenzku atvinnulífi og ýta undir nýsköpun með auknu fjármagnsinnstreymi. Allt að helmingur fjármagns flestra hlutabréfasjóðanna er aftur á móti bundinn í skulda- bréfum og erlendum hlutabréfum. Þetta skekkir vissulega stöðu annarra ávöxtunarleiða í samkeppninni um sparifé. íslenzki verðbréfamarkaðurinn stendur á ákveðnum tíma- mótum og fjármálaráðherra segir í Morgunblaðinu í dag að hann telji æskilegt að endurskoða lögin um skattafslátt vegna hlutabréfakaupa. Allar slíkar breytingar verða þó að vera vel ígrundaðar og þær mega ekki raska því viðskiptalega um- hverfi, sem nú er að byggjast upp. Það er rétt, sem Agnar Jón Ágústsson, forstöðumaður Almenna hlutabréfasjóðsins, bendir á í Morgunblaðinu í gær að hlutabréfasjóðirnir hafa eytt löngum tíma í að byggja upp traust almennings. Það traust má ekki rýra. Hitt er svo annað mál að það kann að vera æskilegt að setja skýrari reglur um starfsemi hlutabréfasjóða; alltént er ljóst, að tilgangurinn með skattafslættinum var ekki sá að örva kaup á hlutabréfum í erlendum fyrirtækjum eða á skulda- bréfum. ERFÐIR HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMA DAUÐSFÖLLUM vegna kransæðasjúkdóma hefur fækkað um 150 til 200-á ári frá árinu 1970 vegna breyttra lifn- aðarhátta og fullkomnari heilsugæzlu, að því er fram kemur í viðtali Morgunblaðsins í gær við Nikulás Sigfússon yfir- lækni. Þetta er eftirtektarverður árangur. Rannsóknir á útbreiðslu og áhættuþáttum hjartasjúkdóma hér á landi, sem hófust fyrir 30 árum, eiga drjúgan þátt í þessum árangri. Þar koma ríkulega til sögunnar breyttir lifn- aðarhættir landsmanna í kjölfar meiri þekkingar á áhættuþátt- um á borð við blóðfitu, blóðþrýsting og reykingar. Og síðast en ekki sízt ný þekking og ný tækni í meðferð hjarta- og kransæðasjúkdóma. Hóprannsókir þessar náðu til um 30 þúsund einstaklinga. Nú hefur Hjartavernd ráðið dr. Vilmund Guðnason, sérfræð- ing í erfðafræði, til að stýra nýrri hóprannsókn á sviði erfða- fræði hjarta- og æðasjúkdóma - í beinu framhaldi af hinni fyrri. Rannsóknin kemur til með að ná til 2.500 afkomenda kransæðasjúklinga úr fyrri rannsókninni og 2.500 manna viðmiðunarhóps. Tilgangurinn er að finna erfðavísa hjarta- og æðasjúkdóma. „Við viljum komast að því," segir yfirlæknir- inn, „hvort ákveðnir einstaklingar eigi fremur en aðrir á hættu að fá hjarta- og æðasjúkdóma síðar á ævinni... Sá möguleiki myndast smám saman að við getum sett saman áhættukort með upplýsingum fyrir hvern og einn um ákjósan- lega lifnaðarhætti með tillititil áhættunnar af sjúkdómunum." Rekja má um 50% allra dauðsfalla hér á landi til hjarta- og æðasjúkdóma. Sú staðreynd undirstrikar mikilvægi þess- ara rannsókna. Fámennið og staðbundnar aðstæður gera þær auðveldari hér en hjá fjölmennari þjóðum. Enginn vafi er á því að þær leiða til markvissari fyrirbyggjandi aðgerða - og árangursríkari meðferðar sjúkra. SVEITARSTJORAMAL A REYl BJARNI P. Magnússon sagði upp störfum sveitarstjóra Reykhólahrepps um miðjan nóvember og hætti sam- dægurs. í tengslum við uppsögnina var skýrt frá miklum skuldum sveitar- félagsins og greiðsluerfiðleikum. Bjarni vildi þá ekkert annað segja um málið en að full sátt væri um starfslok hans. Nokkrum dögum síðar fór hreppsnefndin fram á opinbera rannsókn á embættisfærslu og fjár- málaumsýslu sveitarstjórans fyrrver- andi og um miðjan desember gaf hreppsnefndin út fréttabréf þar sem greint var frá ástæðum rannsóknar- innar og uppsögn Bjarna. Stefán Magnússon, oddviti Reyk- hólahrepps, staðfestir að Bjarna hafí verið gefinn kostur á að segja sjálfur upp störfum vegna atriða sem fram komu í skýrslu endurskoðenda Reyk- hólahrepps vegna reikninga ársins 1994 og beiðni um opinbera rannsókn sé grundvölluð á sömu gögnum. Láni ráðstafað í eigin þágu Það er einkum eitt atriði í skýrslu endurskoðendanna sem valdið hefur trúnaðarbresti milli sveitarstjóra og hreppsnefndar, það er ráðstöfun láns sem Reykhólahreppur fékk út á íbúð í elliheimilinu Barmahlíð en sveitar- stjóri notaði í eigin þágu. í skýrslu endurskoðendanna kemur fram að við uppgjörsvinnu þeirra vegna ársins 1994 hafí þeir rekist á greiðslutil- kynningar í bókhaldsgögnum hrepps- ins vegna tveggja lána frá Bygginga- sjóði verkamanna. Reykhólahreppur var tilgreindur skuldari og lánin höfðu verið tekin í lok ársins 1993 en pen- ingarnir ekki skilað sér í hreppssjóð. Athuganir endurskoðendanna leiddu í ljós að lánunum hafði verið ráðstaf- að í einkaþágu sveitarstjórans, aðal- lega til að greiða skuldir vegna íbúð- arhúss sem hann keypti af hreppnum en einnig til að lækka skuld hans við sveitarsjóð. Samtals námu lánin tæp- lega 5,8 milljónum kr. og voru þau í vanskilum í árslok 1994. Endurskoð- endurnir dráttarvaxtareiknuðu lánin og komust að þeirri niðurstöðu að Bjarni skuldaði hreppnum tæplega 7,2 milljónir kr. í árslok 1994. Hreppsnefndin fjallaði um þessi atriði og alvarlega fjárhagsstöðu sveitarfélagsins á lokuðum fundum, meðal annars með með endurskoð- endum og lögmanni hreppsins, þegar upplýsingarnar lágu fyrir í nóvember og var sveitarstjórinn ekki boðaður á fundina. „Hann braut trúnað gagn- vart sveitarstjórn og naut ekki lengur stuðnings. Honum var gefinn kostur á því að segja upp," segir Stefán oddviti. Eiginkona Bjarna vann með honum á skrifstofunni og gekk hún út með honum. Þriðji skrifstofumað- urinn, Bergljót Bjarnadóttir, hætti einnig pg sagði jafnframt af sér í hreppsnefnd og var varamaður kall- aður inn fyrir hana. Hvorug treysti sér til að vinna með oddvitanum. Bjarni fékk ekki að sjá skýrslu endurskoðendanna eða skýra mál sitt VAÐALFJÖLL við austanverðan Þorskafjörð selja svip sinn ; Súpa sey af fran kvæmdag íbúar Reykhólahrepps skiptast í tvær fylkinga] vegna ákvörðunar hreppsnefndar uni að láta sveitarstjórann hætta störfum og kæra hann ti Rannsóknarlögreglu ríkisins. Skuldir sveitarfé lagsins eru gríðarlegar vegna framkvæmdagle< undanfarinna ára og engin samstaða um það í héraði hvernig leysa eigi vandann. Helgi Bjarn son kannaði málið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.