Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.01.1996, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ 4 MINNINGAR KJARTAN GUÐJÓNSSON + Kjartan Guð- jónsson fæddist í Heydal, Bæjar- hreppi, Stranda- sýslu, 2. desember 1911. Hann lést á heimili sínu aðfara- nótt gamlársdags. Foreldrar hans voru Guðjón Ólafur ÓI- afsson, bóndi í Heydal og síðar Miðhúsum í Bæjar- hreppi, Stranda- sýslu, f. 21.11. 1869, d. 1.4.1947, og Ingi- björg Sæmunds- dóttir húsfreyja, f. 1.10. 1869, d. 2.9. 1929. Kjartan kvæntist 12.10. 1939 Matthildi Pálsdóttur frá Staðarhóli, Akureyri, f. 6.12. 1914. Synir þeirra: 1) Halldór, f. 26.11. 1941, jarðfræðingur og kennari. Kona hans er Gyða Ólafsdóttir, verslunarkona, f. 7.7. 1946, og dætur hennar og fósturdætur hans Guðrún og Nanna. 2) Gunnar, f. 25.11. 1943, mjólkurfræð- ingur. Kona hans er Kristín Stefánsdótt- ir hússljórnarkenn- ari, f. 28.9. 1946. Börn þeirra eru Hildur, Stefán og Kjartan. Kjartan varð stúdent frá Mennta- skólanum á Akur- eyri 1935. Hann stundaði kennslu og ýmis verslunarstörf. Kaupfélagsstjóri var hann á Eskifirði og á Borðeyri. Árið 1947 gerðist hann skrifstofu- stióri hjá Ofnasmiðjunni hf. Við það starfaði hann til 75 ára ald- urs. Útför Kjartans fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. MIG langar að minnast tengdaföður míns, Kjartans Guðjónssonar, með nokkrum orðum. Ég kynntist honum fyrir 27 árum er hann var enn upp , á sitt besta. Frá fyrstu stundu var ég sem ein af fjölskyldunni. Kjartan fæddist í Heydal, Bæjar- hreppi í Strandasýslu árið 1911 og voru þau átta systkinin. Hugur hans stefndi til náms og lá leiðin til Akur- eyrar. Stúdentsprófí lauk hann 1935. Hann stundaði síðan kenrislu og ýmis störf. Verslunarstörf stund- aði hann á Eskifirði og á Borðeyri. Árið 1947 gerðist Kjartan skrif- stofustjóri hjá Ofnasmiðjuni hf. og starfaði þar þangað til hann varð 75 ára. Hann lagði mikinn metnað ' í störf sín og var vel metinn fyrir þau. Árið 1939 kvæntist Kjartan Matt- hildi Pálsdóttur frá Staðarhóli á Akureyri. Hún er mikil hannyrða- kona og búin að mála margt fallegt á postulín um dagana. Hvar sem þau hafa búið hafa þau átt fallegt heim- ili og ekki síst síðustu árin á Sel- fossi þar sem þau hafa unað sér vel. Sumarbústað byggðu þau sér í Þrastarskógi og áttu þau þar sínar bestu stundir í yndislegu umhverfi. Þau eignuðust tvo syni; Halldór, sem er jarðfræðingur og kennari við Menntaskólann við Sund, og Gunn- ar, sem er mjólkurfræðingur hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi. Það var mikið metnaðarmál hjá þeim að synirnir fengju menntun og þau studdu þá og hvöttu. Kjartan var vel lesinn, fróður og sagði skemmtilega frá. Hann hafði ákveðnar skoðanir og alltaf var gott að ráðfæra sig við hann. Hann hafði mikinn áhuga á menntun barnabarn- anna og upplifði hjá þeim það sem hann sjálfur hefði viljað gera. Síð- asta árið var Kjartani erfitt, hann var oft sárlasinn en alltaf bar hann sig eins og hetja. Helst af öllu vildi hann fá að deyja í rúminu sínu og honum varð að ósk sinni. Hann lést í svefni aðfaranótt 31. desember. Hjartans þökk fyrir samfylgdina. Kristín Stefánsdóttir. Kjartan Guðjónsson lauk dvöl sinni hér á jörð aðfaranótt gamlárs- dags, sem birtist okkur svo bjartur og fagur í hækkandi skammdegis- sól. Þar er genginn góður drengur. Hann fæddist í Heydal í Hrúta- firði í Strandasýslu, og ólst þar upp og í Miðhúsum. Hann var kominn til nokkurs þroska er hann hóf nám, og þakkað það sérstaklega Sigurði Stefánssyni vígslubiskupi og konu hans Maríu Ágústsdóttur, að það skyldi takast, og lauk hann stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri 1935. Það því loknu tók hann að sér ýmis störf, uns hann gerðist skrifstofustjóri hjá hf. Ofnasmiðj- unni 1947 og starfaði þar til starfs- loka, vegna aldurs. Hann og kona hans, Matthildur Pálsdóttir, fluttu til Selfoss 1982 og hafa búið þar síðan og notið þar aðstoðar Gunnars sonar síns og konu hans Kristínar Stefánsdóttur, og er það dásamlegt, að hjón skuli geta dvalið svo lengi á heimili sínu. Við nafni minn áttum saman ómældar samverustundir sém ekki gleymast, en skilja eftir minningar, birtu og gleði, undanfarin 33 ár. Matthildi, sonum hennar og fjöl- skyldum, votta ég samúð mína og virðingu. Röðulsbræður biðja fyrir kveðjur og þakka kynni sín af góðum vini og félaga í gegnum árin. Vertu sæll vinur. Kjartan T. Ólafsson. Kjartan Guðjónsson, til heimilis á Fossheiði 18, Selfossi, lést á heimili sínu aðfaranótt hins 31. desember síðastliðinn, 84 ára að aldri. Ég vil minnast hans í stuttu máli. Kjartan Guðjónsson útskrifaðist sem stúdent árið 1935 frá Mennta- skólanum á Akureyri. Hann kvænt- ist eftirlifandi konu sinni, Matthildi Pálsdóttur, árið 1939. Hann stund- aði kennslu fyrstu árin eftir stúd- entspróf, síðan vann hann við versl- unarstörf í nokkur ár, eða þar til hann gerðist skrifstofustjóri hjá Ofnasmiðjunni í Reykjavík árið 1947. Þar starfaði hann farsællega allt til 75 ára aldurs, en þá hætti hann störfum sökum aldurs. Um sjö- tugt fluttist hann til Selfoss til þess að búa í nágrenni við son sinn og fjölskyldu hans, þar sem hann vildi gjarnan fylgjast með framförum og framtíð barnabarna sinna, sem voru mjög hænd að honum. Ég kynntist Kjartani fyrst, er hann var fluttur til Selfoss. Við vor- um báðir félagar í bræðrafélagi og áttum það áhugamál að stuðla að bókasafni þess og ýta undir fróð- leiksfýsn bræðrafélaga okkar. Með okkur Kjartani tókst ágætt samstarf og féll aldrei skuggi þar á, enda urðum við hinir bestu vinir. Ég hafði gjarnan gaman af að semja eða taka saman fróðleik er varðaði félagsskap okkar, og Kjartan hvatti mig mikið til þeirra hluta, enda hafði hann gaman af og var ávallt reiðubúinn til þess að hlusta á erindin og leggja gott til, ef eitthvað þurfti að lagfæra. Kjartan var einlægur og ákveðinn í skoðunum og ófeiminn við að tjá sig, enda vel máli farinn. Síðustu árin átti hann við heilsu- leysi að stríða og var farinn að heyra og sjá illa og átti því erfitt um vik, þar sem hann gat ekki unað sér vð lestur eða föndur, þegar líðan hans var sæmileg. Hann undi hag sínum samt ekki illa, þar sem eiginkona hans var honum stoð og stytta, sem hann treysti á í hinu daglega amstri. Auk þess hafði hann mikla og fórn- fúsa hjálp frá tengdadóttur og syni á Selfossi. Þau Kjartan og Matthild- ur áttu tvo syni, Halldór og Gunnar, auk þess barnabörn, sem nú stunda nám erlendis. Ég vil færa sonum þeirra Kjartans og Matthildar og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur um leið og ég þakka kynni mín af heiðursmanninum Kjartani Guðjónssyni. Að lokum vil ég senda vinkonu minni frú Matthildi Pálsdóttur eftir- farandi samúðarkveðjur. Meira ljós, máttugra ljós. Gefðu oss guð glaðbjart ljós. Bræðralagsgleðinnar blessandi mátt, bjargandi, kveðandi heiminn í sátt, hjartnanna himneska ljós, heilaga kærleikans rós. Lyftu sál minni, sorgaralda, sökktu mér ekki í djúpið kalda. Sorg, vertu dögg, þá sólin hnípr, sársaukans tregamjúka bað. - Saknaðarminning þekkir það - Hjartansblóm mitt þar svölun sýgur, svo, þegar röðull aftur stígur, hugarörn flýgur hreiðri að. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum) Með vinar- og saknaðarkveðjum, Magnús Sigurðsson. Okkur langar að minnast afa okk- ar með þessum orðum. Nú þegar hann er ekki lengur á meðal okkar reikar hugurinn til baka og margar ljúfar og skemmtilegar minningar koma upp í hugann. Afí fylgdist með okkur og var mjög áhugasamur um nám okkar og allt það sem við vorum að gera. Alltaf gaf hann sér góðan tíma til að spjalla og hann hafði endalausa þolinmæði til að svala fróðleiksfýsn okkar systkinanna. Ein af bestu minning- um mínum (Hildur) var þegar ég var hjá þeim á Hjarðarhaganum og við afi sátum inni í stofu á meðan amma bakaði pönnukökur, þá var það uppáhald mitt að fá að leika rakara á meðan við spjölluðum saman um heima og geima. Þá kom það oftar fyrir en ekki að það var klippt skarð í hnakkann, en eitthvað varð ljósið hans (eins og hann nefndi mig oft) að fá að dunda sér við. Svo voru borðaðar bestu pönnukökur á eftir. Þar að auki lumaði afi alltaf á bláum ópal í vasanum og í bílnum, t.d. ef verið var að fara í ferðalög upp í bústað þar sem afi og amma áttu sína paradís. Þar settum við systkin- in oft á svið víkingaleiki og atriði úr íslendingasögum sem lifa skært í minningunni. Alltaf var afí nálæg- ur og gott að ræða einstök vafaatr- iði í uppfærslunum við hann. Afi var víðlesinn og sagði skemmtilega frá. Þannig var gaman að vera með honum og allt fannst honum þess virði að fjallað væri um. Hann hafði mjög mikinn áhuga á námi okkar og oft sóttum við gull- mola í kistu hans sem prýddu svo ritgerðir og verkefni okkar. ^ Afi hafði mikla ánægju áf að vera innan um ungt fólk og var ungur í anda. Ef vinir okkar erlend- is frá komu í heimsókn var það talinn hluti af landkynningunni að fara í heimsókn til afa og ömmu og fá ekta íslenskar pönnukökur og kaffi. Afi var ekki í vandræðum með að halda uppi samræðum á ensku, þýsku eða dönsku eftir að- stæðum hverju sinni. Hann var mik- ill málamaður og mest hans mála- kunnaátta var sjálflærð. Þessi tilvik eru aðeins brot af öll- um þeim minningum sem í hugann koma en sterkust í minningunni er hans mikla þolinmæði við okkur og áhugi á okkar högum. Honum fannst allt jafn merkilegt sem við vorum að gera og aldrei neitt tilgangslaust. Það sem eftir lifir er minning um yndislegan afa sem gaf mikið af sér og það gefur okkur mikinn styrk núna. Við erum viss um að hann heldur áfram að fylgjast með okkur hinum megin og það er notaleg tilhugsun. Megi hann hvíla í friði. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (¦ (V. Briem.) Guð gefi ömmu, pabba og Hall- dóri styrk því missir þeirra er mikill. Hildur, Stefán og Kjartan. BRAGI FINNSSON + Bragi Finnsson var fæddur á Ytri-Gunnólfsá í ÓI- afsfirði 3. janúar 1943. Hann lést í Keflavík fimmtu- daginn 28. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Finnur Björnsson og Mundína Freydís Þorláksdóttir. Bragi var næst- yngstur sextán systkina er upp komust og eru þrettán þeirra á lífi. Eftirlifandi eiginkona Braga er Sigríður H. Óskarsdóttir. Börn þeirra eru Ólafía Guðrún, f. 1964, Sigurbjörn Freyr, f. 1967, og Óskar Guðfinnur, f. 1981, og barnabörn eru tvö. Bragi verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. VIÐ ÞRÓNGAN fjörð við ysta haf stendur lítil byggð, flest húsin eru nú yfirgefin en fyllast lífi er sumar- gestir koma aftur. Á fyrri hluta ald- arinnar þróaðist þarna lítið samfélag og þar voru dugnaðarmenn sem sýndu áræði í framkvæmdum og atvinnurekstri. í svo fámennu samfélagi verður samheldni fólksins mikil og hver ein- staklingur dýrmætur hlekkur í keðju. Þess vegna er líka höggið þyngra í hvert sinn er einhver úr hópn- um hverfur okkur, hvort sem þar fer sá sem aldinn er og hefur skilað sínu lífsstarfi eða yngra fólk sem enn átti gjöfular stundir ólifað- ar við störf og leik. Það var því sár harmuV er andlátsfregn Braga Finnssonar barst okkur nú um jólin. Bragi var næst- yngstur í stórum og sterkum systk- inahópi f rá Ytri-Gunnólfsá á Kleifum í Ólafsfirði. Eins og svo margt ungt fólk af þessum slóðum leitaði hann ungur til starfa að heiman og settist að fjarri heimabyggð. Bragi var búsettur í Keflavík og stundaði lengst af sjómennsku. Hann var dugnaðarsjómaður og kom sér vel þar sem hann var í skiprúmi. Leiðir okkar skildu snemma og hann var lítið eitt yngri en ég. Ég kalla mynd hans fram í hugann og þá stendur skýrast í minningunni góður og glaður drengur með spaugsyrði á vör og ljúft bros á andliti. Fundum okkar bar helst saman a sumrin heima á Kleifum og gleðin yfir því að vera aftur kominn á æskuslóð var barnsleg og fölskva- laus. Fjöllin traustu, sem halda byggð- inni okkar í fangi sér, voru óbreytt og eins og forðum var hægt að bregða sér á báti fram á fjörð og renna færi, hitta gömlu vinina, rifja upp ' minningarnar, gleðjast og treysta böndin. Tíminn hvarf, allt varð aftur eins og á æskutíð. Ég sendi eiginkonu og börnum, svo og systkinunum öllum, vanda- mönnum og yinum, innilegar sam- úðarkveðjur. Ég veit að Bragi verður með okkur þegar við hittumst næst heima á Kleifum. Ingi Viðar Árnason. Jólin eru hátíð ljóssins. Það eru tendruð ljós úti og inni hvar sem hægt er. Þó eru alltaf skuggar ein- hvers staðar. Kannski verða skugg- arnir aldrei umflúnir hversu vel sem við reynum að tendra ljósin. Einn af þessum skuggum féll ein- mitt á veg minn er ég frétti látið hans Braga. Þegar ég hugsa til baka man ég vel þennan brosmilda tíu ára gamla dreng vorið sem ég flutti í Syðri-Á. Man þegar hann kom og lék sér við litla frænda sinn sem átti dálítið meira af bílum og öðru dóti en frændur hans. Svo liðu árin. Litlir drengir urðu fullorðnir menn og fóru til sjós. Það var litla vinnu að hafa hér fyrir norðan á' þessum árum. Þess vegna varð Keflavík starfsvett- vangur hans eins og svo ótal margra annarra héðan. Sjómennskan áfram aðalstarfið, hestamennskan tóm- stundagamanið. Stofnaði heimili, kona, börn og seinna barnabörn. Það er ekki ætlun mín að rekja æviferil Braga, heldur að þakka honum góð kynni frá fyrstu tíð. Ég veit að það verða fleiri en ég, sem munu sakna hans, ekki síst á ókomn- um Kleifamótum. Með þessari örstuttu kveðju frá Kleifunum biðjum við góðan guð að leiða hann að strönd ljóss og friðar þar sem birtan er varanlegri en öll þau jólaljós sem við nú tendrum. Óllum ástvinum hans biðjum við blessunar og sendum samúðarkveðj- ur frá hjónunum á Syðri-Á. Ingibjörg Guðmundsdóttir. Mig langar með örfáum orðum að minnast Braga Finnssonar frá Ytri-Á í Ólafsfirði sem var næst yngstur 20 barna tengdaforeldra minna, Mund- ínu og Finns, en yngstur er Óskar er kvæntur er undirritaðri. Þegar ég kom inn í þessa fjöl- skyldu fyrir nær 30 árum tók ég strax eftir hvað systkinatengslin voru sterk og þá auðvitað sterkust á milli þeirra, sem bösluðu saman í leik og starfi. Það var alltaf mann- margt á Ytri-Á í þá daga þegar börnin voru að alast upp og þurftu þá allir bæði ungir og hinir eldri að ,taka þátt í lífsbaráttunni, og var Bragi ekki undantekning þar á. En svo fóru systkinin í burtu hvert af öðru, eins og gengur. Upp úr 1960 fór Bragi á vertíð til Keflavík- ur, eins og títt var í þá daga, og þar festi hann ráð sit. En það var með Braga eins og öll systkinin að ræturnar frá Ytri-A voru sterkar, og á hverju sumri kom hann norður á meðan foreldrar hans bjuggu á Ytri-Á og lagði þeim lið við bústörfin. Eftir að þeirra brasi lauk kom hann norður til að dvelja í rólegheitum á Ytri-Á með fjölskyld- una sína. Það eru búin að vera mörg ættarmót á Ytri-Á og víðar, að ógleymdum Kleifarmótunum, og þar var Bragi ætíð hrókur alls fagnaðar, einstaklega orðheppinn, ljúfur og skemmtilegur. Núna síðustu árin hefur hestamennskan verið mikið áhugamál hjá Braga í öllum frí- stundum og þegar þeir bræður ræddu málin, var umræðuefnið oft- ast hestar og skepnur. Elsku Diddý, Lóa, Freyr, Óskar og fjölskylda, missir ykkar er mik- ill. Við biðjum algóðan guð að styrkja ykkur í ykkar miklu sorg og sendum okkar innilegustu samúðar- kveðjur að norðan. Þau ljós sem skærast lýsa, . þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllu sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (E.G.Þ.) Júlíanna Ingvadóttir og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.