Morgunblaðið - 07.01.1996, Síða 18

Morgunblaðið - 07.01.1996, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 7. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Aukinn frítími stærsti kosturinn við Danmörku FYRIR rúmu ári flutti Sveinn Friðriksson til Hanstholm frá Eskifirði. Síðar flutti afgangur- inn af fjölskyldunni út, kona hans Kolbrún Sigurðardóttir og dæturnar þrjár, Harpa 13 ára, Valgerður 17 ára og Sigurlaug 22 ára. Um ástæður þess að fjölskyld- an flutti, segir Kolbrún að þau hafi einfaldlega langað að breyta til. „Við höfum svipaðar ráðstöfunartekjur og heima, en með miklu styttri vinnutíma," sepr Kolbrún. „Eg sakna einskis að heiman nema fólksins. Lífið hér er ekki ólíkt og heima, nema að það er miklu meiri frítími, en það er líka staersti kosturinn við að vera hér. Það er rosalega gott að sleppa við veðrið heima og geta hoppað út á morgnana án þess að þurfa að kappklæða sig. En hér vantar hins vegar landslagið. Fyrst fannst mér erf- itt að geta ekki horft út um gluggann og fylgst með bátaum- ferðinni eins og ég gerði á Eski- firði.“ Starfsmenn fylgjast með rekstrinum Harpa er i skóla og á danskar vinkonur í skólanum, en segist heldur fara heim með þeim ís- lensku. Valgerður er á nám- f 'fj wi í\ 1 wmS'' • - 'Æ SVEINN Friðriksson flutti með fjölskyldu til Hanstholm frá Eskifirði. F.v.: Valgerður Sveinsdóttir, Kolbrún Sigurðardótt- ir, Sigurlaug Sveinsdóttir, Sveinn og Harpa Sveinsdóttir. skeiði í fatasaumi og hönnun, sem verkalýðsfélagið stendur fyrir. Sigurlaug vinnur í fiski. Sveinn vinnur við suðuvinnu í vélaverksmiðju, sem smíðar skóflur fyrir Volvo og líkar vinn- an vel. Mesta muninn segir hann vera vinnutímann. Aður var hann viðgerðarmaður í loðnu- bræðslu, þar sem unnið var allt að 70-80 tíma á viku, aldrei und- ir 50 tímum og alltaf unnið á laugardögum. Sveinn segir að andrúmsloft- ið á vinnustaðnum sé gott. „Hér er unnið, þegar verið er í vinn- unni. Bæði forstjórinn og aðrir yfirmenn koma og tala við mann og samskiptin við þá eru góð. Þegar nýr starfsmaður byrjar fær hann möppu með upplýsing- um um fyrirtækið. Vikulega er starfsmönnum svo tilkynnt hver staða fyrirtækisins sé, um sam- keppni við önnur fyrirtæki og hvað sé á döfinni." Betra veður og afkoma HRAFNHILDUR Þorsteinsdóttir flutti frá Njarð- víkum til Hanstholm fyrir rúmu ári ásamt fimm ára dóttur sinni, Alexöndru. í Njarðvík vann hún bæði í fiski og í sjoppu, i Hansthoim starfar hún við fiskvinnslu. „Heima var ég alltaf í mínus, en hér get ég lagt fyrir og leyft mér ýmislegt,“ sagði Hrafnhild- ur þegarhún bar saman Iífið í Hanstholm og heima. „Eg hafði ekki tekið sumarfrí í sex ár fyrr en nú í sumar að ég leigði sumarbústað skammt frá Hanstholm ásamt frændfólki mínu. Það var æðislegt. Hér kaupa fáir á afborgunum, en heima gera það allir. Maður smitast strax af hvað Danir leggja lítið upp úr híbýlunum og fer að hafa það eins og þeir. Danir fara frekar í frí en að kaupa nýjan leðursófa á afborgunum. Heima átti ég bíl, sem setti mig alveg á hausinn. Hér dettur mér það ekki í hug. Hér hjóla allir, Iíka í roki og rigningu." Betri aðstæður fyrir börnin Alexandra litla hefur einnig aðlagast vel nýjum aðstæðum. „Hún talaði ekkert fyrstu 2-3 mánuð- ina, en þá kom danskan. Viðbrigðin voru örugg- lega mikil og fyrst var hún óörugg og mátti ekki af mér líta. Nú finnst mér líf okkar hér betra en heima, líka af því maður er sjálfur rólegri. Það er stór munur að vera búin að vinna kl. þijú og HRAFNHILDUR Þorsteinsdóttir flutti til Hanstholm fyrir rúmu ári ásamt fimm ára dóttur sinni, Alexöndru. ekki kl. fimm eða sjö. Og þó ég fari að sofa kl. tíu í stað þess á miðnætti þá virðist bæði dagurinn og kvöldið lengra." Hrafnhildur segist koma úr veðrarassi heima,. en í Hanstholm sé bæði minna rok og minnisnjór. „Golan er góð á sumrin. Veðrið er ekkert svipað og heima, miklu hlýrra. Og svo eru góðar bað- strendur við Hanstholm." Og hvað segja krakkamir? Á TÓMSTUNDAHEIMILINU í Hanstholm ber starfsfólkinu saman um að íslensku krakkarn- ir séu fljótir að læra málið og séu yfirleitt sjálfstæðir og dug- miklir. Það hefur tekið bæði fóstrur og kennara smátíma að átta sig á því hvað íslensku for- eldrarnir eru vanir að láta börn- in ganga sjálfala. Um það hvað helst sé öðru vísi í Danmörku koma ýmsar uppástungur hjá krökkunum. Það er ekki lest á Islandi og heldur ekki myllur. Dönsku krakkarnir eru ágætir, segja þau, nema að þeir leika sér ekki úti. - Ef þið sjáið krakka að leik úti í Hanstholm eru þeir örugg- lega íslenskir. Umjþað hvort þau vilji heldur búa á Islandi verða svörin ógreinileg. Sumir vilja búa í Danmörku, en fara í heimsókn til íslands. Aðrir kjósa ísland af því afi er á íslandi... Þetta með afa og ömmu á Islandi er svolít- ið erfitt mál... og allir afarnir og ömmurnar þar fá kærar kveðjur og kossa. Morgunblaðið/Sigrún ÍSLENSKU börnin á tómstundaheimilinu voru að gera gifs- grímur sem þau síðan máluðu. í efri röð, f.v.: Helga, Alex- andra, Sif, Bergþór. í neðri röð, f.v.: Eygló, Stefán, Eydís og Óli. íslenska munna, en úrvalið er fjöl- breytt. íslenska fiskvinnslufólkið þykir nú ekki allur fiskurinn eins nýr og skyldi. í mörgum fisk- vinnsluhúsum tíðkast að starfsfólk fái tvö kíló af fiski að eigin vali aðra hveija viku. í stærri húsum getur það keypt fisk á kostnaðar- verði. En flestum kom saman um að þeir borðuðu nú samt sem áður heldur minni fisk hér en heima. Þegar einn Vestfirðingurinn fór að finna til óviðráðanlegrar löng- unar í skötu var hún útveguð. Samstarfsfólk hans í fiskvinnslu- húsinu skildi reyndar ekki af hveiju hann lét þetta dýrmæti bara liggja og liggja og fólkið á rannsóknarstofunni var farið að sýna áhuga á að kanna gerlagróð- ur skötunnar. Þá var hún komin á rétt stig og hann hvarf sæll og glaður með hana heim. Þegar hann kom í vinnuna með skötustöppuna og ætlaði að gæða samstarfsfólk- inu á lostætinu fékk hann að heyra að annaðhvort yfirgæfi hann og skötustappan matstofuna, eða allir hinir færu fram. Danir fúlsuðu við hnossgætinu. Engin skuldasöfnun, því bankinn stjórnar ferðinni íslendingunum kemur saman um að læra megi nýtni og sparsemi af Dönum. „Þeir þurfa ekki allir að eiga flott hús og húsgögn og nýja bíla, heldur kunna að lifa líf- inu,“ segir einn íslendingurinn. Af Dönum megi læra ýmislegt í list- inni að lifa lífinu. „Og þessi afstaða þeirra dregur líka úr stressinu héma.“ Vissulega séu flottari bílar og hús á íslandi, „en þá má heldur ekki gleyma gluggapóstsdeildinni. Hún er miklu stærri þar en hér“. „íslendingar kaupa allt á af- borgunum. Það gera Danir ekki og maður hættir því líka. Hér er ekki auðvelt að steypa sér í skuld- ir, því bankinn hefur yfirsýn yfir fjármál manns og hefur einfald- lega stjórn á skuldasöfnuninni. Bankinn ræður ferðinni og ég er ánægð með það,“ segir íslensk kona. Aðrir taka undir það. „Það er æðislega þægilegt að skulda engum neitt... ekki einu sinni skattinum.“ Bankinn stýrir einnig húsakaupunum. „Bankinn lagði nákvæmlega niður fyrir okkur hveiju við hefðum efni á og þá var ekki miðað við tekjur okkar, heldur að við gætum líka ráðið við afborganirnar ef við værum á at- vinnuleysisbótum.“ En það er kannski líka auðveld- ara að leggja sig fram um að lifa lífinu, þegar loftslagið er milt og vinnutíminn aðeins sjö tímar á dag fimm daga vikunnar í stað tíu-tólf tíma sex daga vikunnar. Yfirvinna þekkist ekki, sumarfríið er fimm vikur og ekki hægt að vinna það af sér. „Og börnin fínna fyrir þessu. Þau eru rólegri, því við for- eldrarnir erum svo miklu meira með þeim en við gátum verið heima á íslandi." Riddaralegir danskir herramenn í Hanstholm eru nokkrar krár, þar sem hægt er að hittast og svo er diskótek. En aðrar venjur tíðk- ast hér en á íslandi. Miðaldra og ráðsettum Dönum í Hanstholm finnst andrúmsloftið á kránum heldur gróft, en undir það taka íslensku ungmennin öldungis ekki. Andrúmsloftið sé mun fágaðra en á íslenskum skemmtistöðum. Stelp- unum kemur saman um að dönsku strákarnir séu riddaralegri og kurt- eisari en þeir íslensku. Ef einhver abbast upp á stúlku á krá, eru óðfluga komnir að karlmenn, til- búnir til að varpa dónaum á dyr. Þeir dönsku bjóða dömunum í glas, án þess að ætlast til nokkurs í stað- inn. Annað en þeir íslensku. Dönsku strákarnir þykja nú svo- lítið hallærislegir, allavega við fyrstu sýn, þrátt fyrir riddara- mennskuna. „Ég get bara ekki vanist þessu yfirskeggi sem þeir eru allir með, bæði ungir og gaml- ir,“ hefur íslensk kona á orði. „Og þeir mættu nú aðeins klæða sig upp, svona stöku sinnum, þó það sé gott að vera afslappaður." Hins vegar álíti dönsku strákarnir að þeir séu komnir á fast, ef þeir hafa eytt nóttinni með stelpu. „Það er meira lauslæti á íslandi,“ segir ein íslenska stelpan - eða ættum við kannski að segja að á íslandi sé brugðist við hormónaáreitum eins og gert var í aldingarðinum Eden, áður en syndin hélt þar inn- reið sína. „Á íslandi er maður er hálf mislukkaður, ef maður kemst ekki á séns.“ Sér til undrunar sjá ís- lensku krakkarnir að danskir jafn- aldrar þeirra fara bara út til að dansa og fá sér í glas og svo ekk- ert meira með það. Ekkert fyllerí eða vesen, bara notalegt. Dönsku strákarnir kvarta reyndar yfir því að íslensku stelpurnar séu svo samanspyrtar að þeir komist varla að. Dönsku stelpurnar koma svolít- ið dömulega fyrir „og þær drekka minna en við gerum“, eru íslensku stelpurnar sammála um. „Þær dönsku eru ekki eins villtar, en þær eru hressar og segja skoðun sína hreint út.“ Að vera eða fara Svörin við því hvort fólk ætli að dveljast lengur eða skemur í Hanstholm eru mismunandi. Sum- ir huga á að fara annað og jafn- vel til anarra landa. En fæstir ætla að flytja aftur til íslands. Það dugi að fara þangað í frí og fá foreldra og vini í heimsókn, þó það freisti kannski ekki að verða gam- all erlendis. Vilja koma fótunum undir sig og fara svo heim með sjóð. Hingað til hefur engin fjöl- skylda flutt aftur heim. Allir eru sammála um að helst sé fjölskyldu og vina saknað. „Ég sakna fólksins, bæði fólksins míns og vinanna,“ segir kona, sem ekki hefur átt auðvelt með að aðlagst nýjum aðstæðum og ná tökum á málinu. Maður hennar vonast til að þetta lagist hjá henni, þegar hún læri málið til hlítar. Sjálfur er hann hæstánægður með danska lífið og langar sannarlega ekki að flytja aftur. Ekki síst af því að honum finnst vinna hans einhvers metin hér. íslendingunum í Hanstholm finnst yfirleitt óþægilegt að vera spurðir ráða af löndum í flutninga- hug. „Það halda svo margir heima að hér sé allt svo ódýrt og bara hægt að lifa á styrkjum. En það er alls ekki þannig. Það fer enginn inn á styrkjakerfið bara sisona,“ segir kona, sem nú er á sjúkrapen- ingum og fær um hundrað þúsund íslenskar krónur á mánuði eftir að læknir úrskurðaði að hún gæti ekki unnið. „Og læknisvottorðið var ekki tekið gilt strax, heldur athugað vandlega hvort það væri í raun eitthvað að mér.“ Vinnutíminn er styttri en á ís- landi en það er líka unnið, meðan unnið er. „Hér er ekki rúm fyrir aðra en þá sem vilja taka duglega til höndunum." Danirnir eru kannski afslappaðir á yfirborðinu, en þeir vinna af hörku á meðan þeir eru í vinnunni. „Og skattarn- ir eru ekki eins slæmir og þeir halda heima. Ég held eftir sextíu prósentum af tekjum mínum, þeg- ar allt er reiknað með,“ segir ánægður Islendingur. Hanstholm tekur ekki endalaust við, ekki einu sinni við vinnuglöð- um Islendingum. Danskir íbúar bæjarins eru sammála um að að- flutningur íslendinganna hafi ver- ið mikil lyftistöng fyrir bæinn. Það eru fá hús til sölu og lítið um vinnu. En tækifærin eru víða fyrir þá sem vilja í raun vinna og það er skýr- ingin á því hvers vegna hægt er að flytja til lands með tíu prósent atvinnuleysi og fá samt vinnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.