Morgunblaðið - 19.01.1996, Qupperneq 2
J
2 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Umboðsmaður barna ritar samkeppnisráði
Auglýsingar ofbeldismynda
komi ekki fyrir sjónir bama
UMBOÐSMAÐUR bama hefur farið fram á að
samkeppnisráð banni birtingu auglýsinga frá
kvikmyndahúsum um ofbeldiskvikmyndir, ekki
ætlaðar bömum 12 ára og yngri, í sjónvarpi,
kvikmyndahúsum og á myndböndum. Þórhildur
Líndal, umboðsmaður barna, segir í bréfí til
samkeppnisráðs að fyrst og fremst sé vísað til
auglýsinga, sem birtar séu í sjónvarpi fyrir
klukkan 22 að kvöldi og auglýsinga í kvikmynda-
húsum, sein sýni brot úr væntanlegum kvik-
myndum á kvikmyndasýningum ekki ætlaðar
bömum yngri en 12, 14 eða 16 ára.
Þórhildur rekur að samkvæmt samkeppnislög-
um skuli auglýsinganefnd, sem sé samkeppnis-
ráði til ráðgjafar, fjalla um auglýsingar og gæta
þess að þær veiti ekki rangar, ófullnægjandi eða
villandi upplýsingar og bijóti ekki að öðm leyti
í bága við ákvæði 21. og 22. gr. nefndra laga.
Hinn 27. mars 1995 hafí Samkeppnisstofnun
sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segi m.a.
að auglýsinganefnd hafi hinn 21. sama mánaðar
vakið athygli Ríkisútvarpsins og kvikmyndahús-
anna á 22. gr. samkeppnislaga og beint þeim
tilmælum til þessara aðila að virða framangreint
lagaákvæði og gæta þess að ekki komi fram í
auglýsingum atriði sem brjóti í bága við það.
Tilmæli þverbrotin
„Eins og Samkeppnisráði má vera ljóst þá
hafa framangreind tilmæli auglýsinganefndar
verið þverbrotin, bæði af Ríkissjónvarpinu og
kvikmyndahúsunum, “ segir í Þórhildur í bréf-
inu. Hún fer í framhaldi af því fram á að Sam-
keppnisráð banni birtingu auglýsinga frá kvik-
myndahúsum um ofbeldismyndir, ekki ætlaðar
bömum 12 ára og yngri, í sjónvarpi, kvikmynda-
húsum og á myndböndum.
Hún segir að ekki þurfi að fara mörgum orð-
um um þau skaðvænlegu áhrif sem ofbeldi sé
talið hafa á viðkvæman barnshuga sem sé í
mótun. Skynjun og skilningur ungra barna sé
allt annar en fullorðinna. Auglýsingar um ofbeld-
ismyndir, hvort sem er í sjónvarpi, kvikmynda-
húsum eða á myndböndum, hafí því án nokkurs
vafa óheillavænleg áhrif á börn.
Þórhildur vekur að lokum athygli á ákvæði
1. mgr. 3. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna
um réttindi barna, sem tók gildi á íslandi, 27.
nóvember árið 1992 en það hljóði þannig: „Það
sem bami er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang
þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opin-
bera eða einkaðila, dómstólar, stjórnvöld eða
löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða
börn.“
KOSNINGABARÁTTU A-lista og B-lista um
forystu í Verkamannafélaginu Dagsbrún
lauk með fundi í Austurbæjarbíói í gær og
var áhersla lögð á kjarabaráttu. Ræðumenn
Stjórnarkjör í Dagsbrún
A-lista hömruðu á því að hans aðall væri
„reynsla og róttæk endurnýjun". Hjá B-lista
var viðkvæðið að kjör A-lista jafnaðist á við
kyrrstöðu. Kosningarnar hefjast í dag og
Morgunblaðið/RAX
lýkur á morgun. Hér sjást Dagsbrúnarmenn
fylgjast með málflutningi frambjóðenda.
Ábyrg/12
Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar
Rekstrarhall-
inn 500 millj-
ónir króna
Gjaldskrár veitufyrirtækja óbreyttar
FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykjavík-
urborgar fyrir árið 1996 var lögð
fram til fyrri umræðu á fundi borg-
arstjómar í gær. Þar kemur fram
að áætlaðar heildartekjur borgar-
sjóðs em tæpir 17,3 milljarðar en
þar af era skatttekjur rúmir 11,2
milljarðar og rekstrargjöld era
áætluð um 9,8 milljarðar. Rekstrar-
gjöld að frátöldum vöxtum, sem
hlutfall af skatttekjum, eru því 79%
og sagði Ingibjörg Sólrún Gísladótt-
ir borgarstjóri að það væri umtals-
verð breyting frá fyrri áram en
árið 1993 var hlutfallið 84% og 93%
árið 1994. Gert er ráð fyrir að
skuldir hækki um 500 milljónir á
árinu og hefur halli borgarsjóðs
ekki verið minni í fímm ár. Að sögn
borgarstjóra er ekki gert ráð fyrir
breytingum á gjaldskrám veitufyr-
irtækja á árinu.
Auknar skuldir
- hærri skattar
Borgarstjóri sagði að fjárhags-
áætlunin markaði áframhald þeirr-
ar stefnu sem framkvæmd hefði
verið á síðasta ári, sem einkenndist
af aðhaldi og spamaði í borgar-
rekstri. Reynt yrði að ná tökum á
fjármálastjórn borgarinnar og
draga úr skuldasöfnun. „Þetta hef-
ur tekist nokkuð vel,“ sagði Ingi-
björg Sólrún. „Bæði árið 1995 og
væntanlega í framhaldi árið 1996
þó að ekki hafi verið unnt að stöðva
algerlega þessa skuldasöfnun."
Heildar-
skuldir
1990-95
borgJAVÍKUR' Rekstrargjöld
sem hlutfall af skatttekjum
uw—™* 1988-96 97%
1990 '91 '92 '93 '94 '95
1988 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96
Fram kemur að heildartekjur era
17,3 milljarðar, þar af eru skatttekj-
ur 11,2 milljarðar og hækka um
liðlega 400 milljónir króna árið
1996 frá áætlaðri útkomu ársins
1995. „Þá verður að reikna með
að tekjur af holræsagjaldi koma til
frádráttar á kostnaði vegna hol-
ræsaframkvæmda en eru ekki
reiknaðar sem skatttekjur enda
kemur fram í álitsgerð félagsmál-
ráðuneytisins að þetta séu þjónustu-
gjöld en ekki skattar," sagði borg-
arstjóri.
í bókun sjálfstæðismanna, sem
lögð var fram á fundinum í gær,
segir að sjálfstæðismenn telji það
úrlitaatriði að við fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar verði markvisst
stefnt að lækkun skatta og skulda
borgarbúa.
Sú fjárhagssáætlun, sem R-list-
inn leggi fram, vinni gegn þessari
stefnu. Meirihlutinn hyggist auka
skuldir um 500 milljónir króna,
þrátt fyrir hækkun þjónustugjalda
og 1,5 milljarða króna greiðslu fyr-
irtækja borgarinnar í borgarsjóð.
■ Sjálfvirkur vöxtur/6
Sérfræðing-
ur vill koma
frá Banda-
ríkjunum
BANDARÍSKUR sérfræðingur
í hjartasjúkdómum bama við
Children’s Hospital í Boston
hefur boðist til að gera hjartaað-
gerð á Marín Hafsteinsdóttur, 8
mánaða frá Eskifirði, á Land-
spítalanum. Hróðmar Helgason,
sérfræðingur í hjartasjúkdómum
bama, segir ódýrara og ákjósan-
legra fyrir Marín og foreldra
hennar að aðgerðin sé gerð hér
en í Boston.
Stanton var læknir Marínar
þegar hún gekkst undir langa
skurðaðgerð vegna hjartagalla
í Boston í nóvember sl. „Endan-
leg ákvörðun verður tekin fljót-
lega og hægt yrði að gera að-
gerðina í lok febrúar eða byijun
mars,“ sagði Hróðmar.
„Sjúkrahúsdvöl erlendis
myndi aldrei fara niður fyrir
1 '/2 millj. á meðan kostnaður
vegna aðgerðarinnar hér færi
af fjárframlagi til spítalans,"
sagði Hróðmar. Hann áætlaði
að annar kostiiaður vegna
komu Perry, færi ekki upp fyr-
ir 150.000 kr.
Jafnréttisfulltrúi
Uppsögn
vegna
óánægju
JÓHANNA Magnúsdóttir, jafn-
réttisfulltrúi Reykjavíkur, hefur
sagt starfí sínu lausu.
I uppsagnarbréfi til borgar-
ráðs og borgarstjóra segir Jó-
hanna, sem tók við starfinu 1.
maí 1994, að frá byijun hafi
skort mjög á að jafnréttisnefnd
markaði stefnu og tæki af skar-
ið um verkefni sem vinna þyrfti
að. Hún hafí fengið fá tækifæri
til að vinna að stefnumörkun.
Við gerð nýrrar jafnréttisáætl-
unar hafi hún t.d. verið áheyrn-
arfulltrúi í starfshópi. Ýmsar
hugmyndir hennar hafí sömu-
leiðis verið kæfðar í fæðingu.
„Formaður nefndarinnar hef-
ur iðulega gert mér erfitt fyrir,
ýkt og jafnvel sagt ósatt um
meintar misfellur í störfum mín-
um,“ segir Jóhanna í bréfinu.
Upplagseftirlit
Verslunarráðs
Upplag
Morgunblaðs-
ins 52.482
eintök
í SAMRÆMI við reglur upp-
lagseftirlits Verslunarráðs Is-
lands hefur trúnaðarmaður
þess, Reynir Vignir, lögg. end-
urskoðandi, sannreynt upplag
Morgunblaðsins í mánuðunum
júlí-desember 1995.
Að meðaltali voru seld
52.482 eintök á dag. Á sama
tímabili 1994 var salan 51.586
eintök daglega að meðaltali.
Söluaukningin á tímabilinu er
896 eintök á dag að meðaltali.
Upplagseftirlit VÍ annast eft-
irlit fyrir þá útgefendur sem
óska eftir staðfestingu hlut-
lauss aðila á upplagi viðkom-
andi blaða og rita. Morgunblað-
ið er eina dagblaðið sem nýtir
sér þessa þjónustu nú, en þar
að auki nokkur tímarit og all-
mörg kynningarrit.