Morgunblaðið - 19.01.1996, Síða 6

Morgunblaðið - 19.01.1996, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996_____________________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Borffarstjóri um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, sem rædd var í borgarstjórn í gær ---------------------------------------------------—-------t--------- -----—---• Sjálfvirkur vöxtur útgjalda stöðvaður Morgunblaðið/Ásdís INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri ræðir við Árna Þór Sigfurðsson borgarfulltrúa á borgarstjórnarfundi í gær. Við hlið Árna er Steinunn V. Óskarsdóttir borgarfulltrúi. FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykjavík- urborgar var lögð fram til fyrri umræðu í borgarstjórn í gær. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri kynnti fréttamönnum helstu niðurstöður og þar kom meðal ann- ars fram að heildartekjur borgar- sjóðs eru tæpir 17,3 milljarðar. Þar af eru skatttekjur rúmir 11,2 millj- arðar og rekstrargjöld eru áætluð um 9,8 milljarðar en rekstrargjöld að frátöldum vöxtum, sem hlutfall af skatttekjum, eru 79%. Tekið á útgjöldum Borgarstjóri sagði meðal annars að rekstrargjöld borgarinnar að við- bættum kostnaði gatnamálastjóra vegna skrifstofuhalds og gatnavið- gerða væru áætluð rúmir 9,4 millj- arðar en það væri 60 milljóna króna hækkun miðað við árið 1995 eða um 0,6%. „Af þessu má sjá að veru- lega hefur verið tekið á rekstrarút- gjöldunum og stöðvaður þessi sjálf- virki vöxtur sem þar hefur verið á undanfömum árum,“ sagði borgar- stjóri. Rekstrarafgangur er um 1,4 milljarðar og er það 214 millajón króna hækkun miðað við síðasta ár. Fram kemur að gert sé ráð fyr- ir að um 2,1 milljarði verði varið til byggingaframkvæmda á árinu. Borgarstjóri sagði að gert væri ráð fyrir að teknir yrðu rúmir 1,6 milljarðar að láni en þar af væri um 1,1 milljarður skuldbreytingar. Ný lán yrðu 500 milljónir. Sagði Ingibjörg Sólrún að upphæðin hefði lækkað verulega síðustu ár og nefndi til samanburðar að árið 1992 hefðu heildarskuldir borgarsjóðs aukist um 2,3 milljarða, árið 1993 um 2,2 milljarða, árið 1994 um 2,6 milljarða en árið 1995 um 800 millj- ónir. Borgarstjóri sagði að þessa breytingu mætti að hluta til rekja til þess að fjármálastjórnin hefði verið tekin fastari tökum og sjálf- virk hækkun rekstrarútgjalda stöðvuð. Þriggja ára rekstraráætlun Rekstrargjöld sem hlutfall af skatttekjum hækkuðu verulega á árunum 1992 og 1994 en síðan hafa þau lækkað niður í 87% árið 1995. Sagði Ingibjörg að gert væri ráð fyrir að þau yrðu 84% árið 1996. „Þetta gefur ekki alveg rétta mynd af rekstrarumfangi borgar- innar, þar sem inn í þessari upphæð eru vaxtagreiðslur sem hafa hækk- að verulega,“ sagði borgarstjóri. Rekstrargjöld án vaxta sem hlut- fall af skatttekjum voru .84% árið 1993, 93% árið 1994, 82% árið 1995 og áætlað að þau verði 79% árið 1996. „Við stefnum að því að ná þessu niður í 75% á næstu árum,“ sagði Ingibjörg Sólrún. „Skipuð hefur verið verkefnisstjóm embættismanna til að vinna að gerð þriggja ára áætlunar um rekstur, framkvæmdir og fjármál borgarinn- ar. Er vonast til að á fyrrihluta þessa árs verði hægt að leggja fram slíka áætlun í borgarstjórn og yrði það í fyrsta skipti sem slík áætlun yrði gerð hjá Reykjavíkurborg en sveitarstjórnarlög kveða á um að það skuli gert.“ Borgarstjóri benti á að þegar litið væri á rekstrar- gjöld sem hlutfall af skatttekjum þá skipti máli hveijar skatttekjurn- ar væru. Þær hafí verið talsvert hærri árið 1991 og árið 1992. Ingibjörg Sólrún nefndi að unnið hefði verið að því að breyta dýrum skammtímalánum í langtímalán. Það hafí nánast verið lenska að vera með umtalsverð lán í formi yfirdráttar, sem stóð í 1,4 milljörð- um í árslok á undanförnum árum. í árslok 1995 var hann hins vegar 700 milljónir. Minnsti halli frá 1990 Borgarstjóri sagði að halli borg- arsjóðs árið 1996 yrði minni en nokkru sinni síðan 1990. „Það þýð- ir að við verðum að halda fast á málunum til að ekkert fari úr skorð- um,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Benti hún á að útsvar væri í lágmarki í Reykjavík og að einungis í þremup öðrum sveitarfélögum væri útsvar 8,4%. Þegar litið væri til fasteigna- gjalda og útsvars á höfuðborgar- svæðinu þá væri Reykjavík næst- lægst. Nefndi borgarstjóri sem dæmi að hjón með svipaðar fast- eignir og með 2,6 millj. í tekjur greiddu 27 þús. krónum hærri skatta í Kópavogi á ári en til borgar- sjóðs. Umbætur þrátt fyrir sparnað Ingibjörg Sólrún sagði að þrátt fyrir sparnað hefði verið unnið að umbótum í mörgum málaflokkum og mikil uppbygging átt sér stað, sem haldið yrði áfram á næsta ári. Sagði hún að á árinu 1995 hefði heilsdagsrýmum á leikskólum borg- arinnar fjölgað um 400. Ef miðað væri við árslok 1994 og 1995 þá hefði' fækkað um 150 til 200 börn á biðlistum en ástæðan fyrir því að ekki fækkaði sem næmi fjölgun rýma væri að talsvert hefði verið um tilflutninga úr hálfsdagsrými í heilsdagsrými. Á árinu 1996 er gert ráð fyrir að leikskólarýmum fjölgi um 350-400 til viðbótar og mætti búast við að um næstu ára- mót yrðu fyrst og fremst eins árs börn á biðiistum eftir dagvist. „Þetta tel ég vera umtalsverðan árangur," sagði borgarstjóri. Þá væri mikilvægt að nú ættu öll börn án tillits til hjúskaparstöðu foreldra rétt á heilsdagsrými. Gert er ráð fyrir að verja um 393 milljónum til byggingar leikskóla árið 1996 en 415 milljónum var varið til þeirra árið 1995. Á árinu munu hefjast framkvæmdir við tvo nýja leikskóla og byggt við eldri leikskóla. Ekkert lát á útgjöldum vegna skóla Til stofnkostnaðar skólamála er áætlað að veija 830 milljónum árið 1996 en 769 milljónum var varið til þeirra árið 1995. Sagði borgar- stjóri að ekki væri fyrirséð að lát yrði á fjárveitingum til skólamála þar sem mikil verkefni væru fram- undan í nýbyggingum auk þess sem stefnt er að einsetningu í skólum. Þegar eru ellefu skólar einsetnir og er vonast til að þrír bætist við næsta haust af 28 skólum í borg- inni. „Stærsta einstaka verkefni á árinu er bygging Engjaskóla í Engjahverfi og er gert ráð fyrir að veija 230 milljónum til hans,“ sagði borgarstjóri. Rekstur verður lækkaður um 6,5% Borgarstjóri sagði að búið væri að fara mjög vel yfír einstaka rekstrarliði hjá borginni. „Það eru ýmis nýmæli í rekstrinum hvað varðar hagræðingu,“ sagði Ingi- björg Sólrún. „Leikskólar og skólar borgarinnar fengu úthlutað ákveð- inni fjárveitingu til reksturs, það er annars en launakostnaðar og reksturs á húsnæði, sém þeir geta ráðstafað. Forstöðumenn eða skóla- stjórar geta ráðstafað þessum fjár- munum en jafnframt tóku þeir að sér að lækka kostnaðinn um 6,5%.“ Engin sátt um hærri skatta Ingibjörg Sólrún sagðist leggja mikla áherslu á að leitað yrði nýrra leiða í rekstri borgarinnar og til að fjármagna ýmsa félagslega þjón- ustu. „Það virðist ekki vera nein sátt um það að hækka skatta,“ sagði borgarstjóri. „Fólk er almennt ekki reiðubúið til að taka á sig auknar skattaálögur. Það eru hins vegar sífellt að koma upp nýjar þarfir í borgarkerfínu sem við verð- um með einhveijum ráðum að mæta. Þess vegna þurfum við sí- fellt að skoða reksturinn sem fyrir er og kanna hvort hægt er að haga honum með öðrum hætti.“ Borgarstjóri benti á að borgar- sjóður keypti á hvetju ári nokkurn fjölda leiguíbúða og eigi nú 1.170 leiguíbúður. Samt sem áður gengi mjög illa að mæta þörfum þess fólks sem væri í algeru húsnæðishraki og stundum efnalega og félagslega illa sett. Um 450 manns væru á skrá eft- ir íbúð hjá félagsmálastofnun og biðtíminn gæti verið tvö til þijú ár. „Það er mjög sárt til þess að vita að jafnvel skuli ekki vera hægt að fínna úrræði fyrir fólk sem er í al- gjörum nauðum en vera engu að síður með allar þessar leiguíbúðir sem mjög lítil hreyfíng er á,“ sagði Ingibjörg. „Það er einu sinni þannig að þegar fólk er komið inn í hús- næði borgarinnar fer það ekki út aftur enda er húsaleiga fyrir 80 fermetra íbúð innan við 16 þúsund. krónur á mánuði. Auðvitað geta tekjur og félagslegar aðstæður breyst eftir að komið er inn i þess- ar íbúðir. Það sem við þurfum að huga að er hvernig hægt er að skapa hreyfingu í þessu kerfi þann- ig að það þurfi ekki sífellt að bæta við íbúðum til að mæta því fólki sem er á biðlistum." Borgarstjóri sagði að átak hefði verið gert á þessu ári. Leigusamn- ingum, sem voru ótímabundnir, hafi öllum verið sagt upp. Leigu- samningar væru nú til þriggja ára og staða fólks þá endurmetin, með; al annars með tilliti til -tekna. Á síðasta ári losnuðu 15 íbúðir vegna þess að fólk var í raun með tekju- stuðul sem var langt yfir því sem eðlilegt gat talist í borgarhúsnæði. Bókun Sjálfstæðisflokksins við fyrri umræðu um fj ár hagsáætlun Reykjavíkurborgar Uppsveifla skili hag- ræðingii og spamaði í BÓKUN sjálfstæðismanna við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar segir: „Eftir sérstakt átak Reykjavíkurborgar 1992-1994 til að mæta stórauknu atvinnuleysi hafa sjálfstæðismenn lagt áherslu á að nýta beri uppsveifluna í efnahags- lífínu til hagræðingar og spamaðar í borgarrekstri. Þetta ber að gera með þeim inarkmiðum að skattar verði lækkaðir og skuldir greiddar." Skattar verði lækkaðir Þá segir að sjálfstæðismenn telji það vera úrslitaatriði fyrir borgarbúa að við fjárhagsáætlun Reykjavíkur 1996 verði markvisst stefnt að lækk- un skatta og skulda borgarbúa. Yfír- stjórn borgarinnar þurfí að ganga á undan með góðu fordæmi í sparn- aði, vinna að grundvallarbreytingum á rekstri stofnana þar sem þjónustu- samningar verði teknir upp og skipu- leggja þurfí eignamál borgarinnar svo skilvirkni og hagkvæmni verði betur gætt. Sú fjárhagsáætlun sem R-listinn leggi fram vinni gegn þeirri stefnu sem sjálfstæðismenn boði. Skuldir eru auknar, skattheimta vex og eng- ar tillögur eru um grundvallarbreyt- ingar í rekstri borgarinnar. Skattahækkanir R-listinn hefur ákveðið að við- halda þeirri 26% hækkun fasteigna- gjalda sem sett var í fyrra vegna holræsaskatts. Á þessu ári þýði þessi hækkun því áfram 10-30 þús- und króna kostnaðarauka á hvert heimili í Reykjavík árið 1996. Þá segir: „Hafinn er feluleikur með holræsaskattinn þar sem hann er nú tekinn út úr yfirliti skatttekna borgarinnar og settur í tekjulið hjá gatnamálastjóraembættinu. Þessi aðgerð er enn frekari sönnun þess að R-listinn hyggist festa skattinn í sessi á meðan hann er við völd. 35,6 milljóna króna heilbrigðis- skattur er innheimtur af fyrirtækj- um án þess að sýnt sé að heilbrigðis- eftirlitið veiti viðkomandi fyrirtækj- um þjónustu í öllum tilvikum. Þetta er skattur sem kemur að fullu til innheimtu á þessu ári.“ Skuldir munu halda áfram að aukast á árinu Eitt af kosningaloforðum R-list- ans var: „Gerð verður langtímaáætl- un um að greiða niður gömlu skuld- imar.“ R-listinn jók skuldir borgar- innar á síðasta ári um 1.000 milljón- ir króna. Hann gerði einnig áætlun um skuldaaukningu upp á 183 millj- ónir króna. Þarna fór R-listinn 546% fram úr áætlun. Nú hyggst R-listihn auka skuldir enn frekar á þessu ári um 500 millj- ónir króna, þrátt fyrir hækkun þjón- ustugjalda og 1,5 milljarða kr. greiðslu fyrirtækja borgarinnar í borgarsjóð. Með tilliti til verðlagsþróunar, skuldastöðu borgarinnar nú og auk- innar skuldasöfnunar R-listans á þessu ári þurfa Reykvíkingar að búa sig undir að skulda nær 14 milljarða króna í árslok. Yfirbyggingin þenst. út í fjárhagsáætlun síðasta árs hafi R-listinn gert ráð fyrir að yfírstjórn borgarinnar kostaði 340,8 milljónir það ár. Nú væri lögð fram áætlun sem nemur 386,2 milljónum króna sem er 45 milljóna króna hækkun (13,3%). Þessi kostnaður kæmi til af útþenslustefnu borgarstjóra, en undir hennar stjórn hafí embættis- mönnum í ráðhúsinu fjölgar ört. Kostnaðarauki vegna nýrra staða yfirmanna og millistjórnenda væri um 53 milljónir króna. Það sem einkenndi stjórnunar- hætti R-listans væri skýrslugerð á öllum sviðum, en minna er aðhafst. í fjárhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir 20 milljónum króna í ótil- greindar skýrslugerðir. Svikin loforð R-listinn hét því að gera atvinnu- málin að forgangsverkefni. í kosn- ingaloforði R-listans sagði: „Reykja- víkurlistinn sættir sig ekki við at- vinnuleysi. Því er það helsta verk- efni nýrrar borgarstjórnar að tryggja atvinnu í borginni, efla fyrir- tækin og nýsköpun í atvinnurekstri með því að hlúa að nýjum hugmynd- um og þróunarstarfi." Staðan í dag væri sú að atvinnu- leysi hafi aldrei verið meira í Reykja- vík. Þrátt fyrir að aukna hagsæld í atvinnulífinu væri 5,97% vinnuafls í Reykjavík. Engin merki væru um aðgðerðir R-listans til þess að sporna gegn þessari þróun. Fyrirtæki flyttu úr borginni án þess að hugað væri að aðgerðum til að halda þeim og íbúafjölgun og atvinnutækifæri væru fleiri víða annars staðar en í Reykjavík. Uthlutun nýrra lóða til almenn- ings fækkaði verulega á síðasta ári, hafa veirð á milli 300-600 íbúðir árlega síðasta áratug en voru nú 151 á síðasta ári. Þar af voru 102 til félagslegs húsnæðis. Þetta væru al- varleg merki um þróun Reykjavíkur minni tekna og aukinna skatta. Öfugþróuní stjórnun borgarinnar Þrátt fyrir föpir fyrirheit bæri stóraukinn yfirstjórnarkostnaður og skýrslugerðir merki um úrræðaleysi R-listans. Sjálfstæðismenn hafí haft forgöngu um tillögur um þjónustu- samninga og mundu áfram gera til- lögur um aðgerðir sem gætu stuðlað að mikilvægum leiðum til áherslu- breytinga, lægri kostnaðar og auk- inna gæða í þjónustu. Fjárhagsáætlun sú sem R-listinn leggði fram bæri með sér alvarlegan skort á leiðum til að mæta útgjalda- aukningu. Sparnaðaraðgerðir væru mjög handahófskenndar og án nýrrar stefnumótunar og forgangsröðunar. I > 1 i I 5

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.