Morgunblaðið - 19.01.1996, Side 22
22 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Sjö innflytjendur
farast í Þýskalandi
Reuter
SLÖKKVILIÐSMENN
reyna að ráða að niðurlög-
um elds í gistiheimili fyrir
innflytendur í Liibeck í
Þýskalandi. Sjö manns
fórust í eldsvoðanum.
Grun-
ur um
íkveikju
LUbeck. Reuter.
SJö manns, þar af tvö ung
böm, létu lífið í fyrrinótt í elds-
voða í gistiheimili fyrir útlend-
inga í þýsku borginni Liibeck.
Tveir menn hafa verið hand-
teknir grunaðir um að hafa
kveikt í húsinu en þeir sáust
við það fáeinum mínútum eftir
að eldur varð laus í því. Lög-
regla segir þó enn ekki fullvíst
að um íkveikju hafí verið að
ræða, þó að flest bendi til þess.
Flestir þeirra sem bjuggu á
gistiheimilinu voru frá Sýr-
landi, Líbanon, Zaire og Togo,
auk Þjóðverja frá Austur-Evr-
ópu. Um tuttugu manns slös-
uð'ust er þeir stukku út úr
brennandi húsinu og 35 til við-
bótar fengu reykeitrun.
Þyngdin
er ríkis-
leyndarmál
„ÞYNGD mín og rúmmál í þess-
um heimi eru ríkisleyndarmál,"
sagði Helmut Kohl, kanslari
Þýskalands, er hann kynnti nýja
matreiðslubók sína og konu sinn-
ar Hannelore, fyrr í þessari viku.
Kanslarinn, sem þykir ágætlega
skjólgóður, er annálaður sælkeri
en bókin er afrakstur ferða
þeirra um þýsk gnægtaborð á
undanförnum árum.
í bókinni, sem er 230 blaðsíð-
ur, er að finna 350 uppskriftir.
Hannelore hefur einkum fengist
við að skrifa þær niður en hver
kafli bókarinnar hefst með inn-
gangsorðum kanslarans. Upp-
skriftirnar eru af margvíslegum
toga en kanslarahjónin gættu
þess að hafa með leiðbeiningar
um hvernig laga má fljótlega og
einfalda rétti sem hæfa fjölskyld-
um á ferð og flugi. Hannlore
ljóstrar þvi upp að oft leiti hún
í frystikistuna eftir pakkamat og
réttum örbylgjunnar þegar
timinn er naumur.
ÞÝSKU kanslarahjónin með matreiðslubókina nýju.
Bókin geymir þverskurð af
þýskri matargerð. Frá því að
Helmut Kohl gerðist atvinnu-
stjórnmálamaður hafa þau hjón-
in verið á eilífum þeytingi um
fósturjörðina og því kynnst öllum
leyndarmálum matargerðarinn-
ar í hinum ýmsu og ólíku hlutum
Þýskalands. Ferðunum fjölgaði
siðan um allan helming er Kohl
var kjörinn kanslari þáverandi
Vestur-Þýskalands árið 1982.
Ekki undir 130 kílóum
Kohl þykir þungavigtarmaður
á stjórnmálasviðinu og kilóunum
hefur fjölgað í réttu hlutfalli við
pólitískan skriðþunga hans.
„Þyngd mín er ríkisleyndarmál,"
sagði kanslarinn stæðilegi er
hann stillti sér upp ásamt konu
sinni fyrir myndatöku. Lærðir
menn fullyrða þó að fallþungi
kanslarans sé ekki undir 130
kílóum en baðvigtin á heimili
þeirra hjóna mun lúta sérstakri
öryggisgæslu og þvi verða áætl-
anir einar að duga.
Kanslarinn segir að tilgangur-
inn með bókinni sé ekki síst sá
að breyta ímynd Þjóðveija er-
lendis. „Vitaskuld erum við nýtn-
ir, nákvæmir og stundvísir. En
það gleymist stundum að við
höfum einnig ánægju af því að
gera vel við okkur í mat og
drykk.“
Vilja bola Major
burt sem leiðtoga
London. Reuter.
íkveikja mistekst
Að sögn lögreglu breiddist
eldurinn óvenjuhratt út, sem
bendi til þess að kveikt hafí
verið í húsinu. Borgarstjórinn
í Liibeck harmaði atburðinn í
gær og kvaðst óttast að um
íkveikju hefði verið að ræða.
Þá var gerð tilraun til að
kveikja í öðru gistiheimili í
Grossburgwedel nærri Hanno-
ver. Tókst íbúum þess að
slökkva í kassa með teppaaf-
göngum sem settur hafði verið
inn á gang hússins og kveikt í.
50.000 ára
gamall bú-
staður
SKÝRT var frá því í fyrradag,
að fomleifafræðingar hefðu
fundið 50.000 ára gamlar mann-
vistarleifar í þessum helli í Suð-
vestur-Frakklandi. Hafa þeir
verið að rannsaka hann í fimm
ár og meðal annars fundið brunn-
ar beinleifar úr bjaradýrsfæti.
HÁTTSETTIR menn í breska
íhaldsflokknum hafa lagt á ráðin
um að steypa John Major forsætis-
ráðherra af stóli bíði flokkurinn
mikinn ósigur í sveitarstjómar-
kosningum í maí næstkomandi.
Var þessu haldið fram í tveimur
breskum dagblöðum í gær.
Dagblöðin Times og Financial
Times höfðu eftir nokkrum þing-
mönnum íhaldsflokksins, að
ónefndir frammámenn í flokknum
væru reiðubúnir að láta til skarar
skríða ef Verkamannaflokkurinn
ynni mikinn sigur í kosningunum
í maí eins og raunar er búist við.
„Þetta fólk einblínir aðeins á
eitt — völdin. Það telur, að íhalds-
flokkurinn hafí guðlegan rétt til
að stjórna og það vill ekki hætta
á að þurfa að greiða hærri skatta
komist Verkamannaflokkurinn
að,“ hafði Times eftir einum þing-
manni.
Ekki átakalaust
Sagt er, að ýmsir, sem stutt
hafa Major, vilji nú losna við hann
vegna þess, að hann hafi reynst
ófær um að setja niður deilurnar
í flokknum um Evrópumálin. Segja
sumir, að hugsar.lega verði Major
hvattur til að víkja fyrir Michael
Heseltine en ónefndur ráðherra og
stuðningsmaður Majors segir, að
forsætisráðherrann muni ekki fara
frá átakalaust.
„Hann er baráttumaður og vilji
þeir í raun losna við hann, þá má
búast við miklu blóðbaði,“ er haft
eftir ráðherranum í Financial Times.
Heseltine nýtur allmikils stuðn-
ings í íhaldsflokknum en óvíst er,
að hann geti tekið við sem leiðtogi
án hatrammra innanflokksátaka.
Enginn verri en Major
„Sumum okkar er orðið sama
um hvort leiðtogaskiptin gangi
ljúflega fyrir sig eða endi með blóð-
ugum slagsmálum. Ástæðan er
einfaldlega sú, að enginn hugsan-
legra eftirmanna Majors getur
staðið sig verr,“ sagði einn þing-
maður íhaldsflokksins við Financ-
ial Times.
Þessar fréttir hafa ýtt undir
vangaveltur um, að aftur komi til
leiðtogakjörs innan íhaldsflokksins
síðar á árinu milli Majors og ein-
hvers úr hægriarminum en í kosn-
ingunum í júní á síðasta ári sigraði
Major John Redwood örugglega.
regn/snjógallar
St. 92-116 kr. 3.390.- St. 122-152 kr. 3.570.-
Gott úrval af fóðruðum gúmmískóm og
stígvélum fyrlr börn og fullorðna.
15% afsláttur
Regnfatabúðin
Laugavegi 21 s. 552 6606.
Sendum út á land.