Morgunblaðið - 19.01.1996, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 23
ERLENT
STUTT
Iðnjöfur
eftirmaður
Tsjúbaís?
EINN af helstu iðnjöfrum
Rússa, Vladimír Kadanníkov,
er talinn líklegasti eftirmaður
Anatólíjs Tsjúbaís, sem sagði
af sér embætti fyrsta aðstoð-
arforsætisráðherra Rússa fyrr
í vikunni. Kadanníkov er for-
stjóri stærsta bílaframleið-
anda landsins, AvtoVAZ.
*
Ovænt vaxta-
lækkun í
Bretlandi
BRESKA stjórnin fyrirskipaði
í gær óvænta vaxtalækkun,
úr 6,5% í 6,25%. Var ástæðan
sögð sú að minnka yrði hættu
á verðbólgu og hægja á hag-
vexti. Lækkunin kom mjög á
óvart og eru uppi getgátur
um að fjármálaráðherrann
Kenneth Clarke hafi ákveðið
hækkunina til að bæta ímynd
stjórnar íhaldsmanna.
Fjármálaráð-
herra Finna
á útleið
IIROViinanen, fjármálaráð-
herra Finnlands, tilkynnti í
gær að hann hygðist segja
af sér á næstunni. Sagði hann
að líklega myndi dómsmála-
ráðherrann Sauli Niinisto
taka við af honum. Viinanen
hefur ekki farið dult með
löngun sína að draga sig út
úr amstri stjórnmálanna og
hefur gefið í skyn að hann
hyggist hefja störf hjá trygg-
ingafyrirtæki.
Klerkur fær
lífstíðardóm
SHEIKH Omar Abdel-
Rahman var á miðvikudag
dæmdur í lífstíðarfangelsi í
Bandaríkj-
unum fyrir
að hafa lagt
á ráðin um
hi-yðjuverk
sem hefði
getað lagt
miðborg
New York í
rúst og orðið
þúsundum að aldurtila. Abd-
el-Rahman er egypskur klerk-
ur múslima en auk hans voru
níu fylgismanna hans dæmd-
ir, einn í lífstíðarfangelsi, hin-
ir til 25-28 ára fangavistar.
Þeir voru m.a. fundnir sekir
um að hafa ætlað að sprengja
upp byggingu Sameinuðu
þjóðanna, brýr og undirgöng,
auk þess sem þeir hefðu lagt
á ráðin um morð á stjórnmála-
mönnum og trúarleiðtogum.
Dæmdur
fyrir njósnir
MAÐUR sem sem staðinn var
að gagnnjósnum á tímum
kalda stríðsins, var í gær
fundinn sekur um að hafa
selt óvinum Vestur-Þýska-
lands, sem þá var, ríkisleynd-
armál. Var maðurinn, Hans-
Joachim Amborst, dæmdur í
sjö ára fangelsi fyrir að hafa
njósnað fyrir Stasi frá 1981-
1989.
Abdel-Rahmán
Reuter
Giftusamleg björgun
ÞYRLA, sem var á leið frá Stafangri í Noregi út
í borpall á Gyda-olíusvæðinu, hrapaði eða nauð-
lenti í Norðursjó í gær, í um 40 mílna fjarlægð frá
borginni. Flaut hún nokkra stund og tókst mönnun-
um að komast ómeiddum í tvo björgunarbáta.
Myndin var tekin er komið var með þá til Sola.
Lögbann á
bókum
Mitterrand
París. Reuter.
DÓMSTÓLL í París ákvað í
gær að setja lögbann á bók
læknisins Claude Gubler þar
sem fjallað er um hvernig
Framjois Mitterrand, fyrrver-
andi Frakklandsforseti,
leyndi því í rúman áratug að
hann væri haldinn krabba-
meini. Gubler heldur því með-
al annars fram í bókinni að
forsetinn hafi verið ófær um
að stjórna landinu vegna
veikinda hluta síðara kjör-
tímabilsins.
Fjölskylda Mitterrands
krafðist þess að lögbann yrði
sett á bókina „Leyndarmálið
mikla“ á þeirri forsendu að
læknirínn hefði rofíð trúnað
sinn við sjúklinginn og birt
upplýsingar um einkahagi
forsetans í heimildarleysi.
Georges Kiejman, lögfræð-
ingur Mitterrand-fjölskyld-
unnar, sagði að með bókinni
væri verið að „henda gijóti í
grugguga tjörn“. Lögfræð-
ingur Gublers færði á móti
rök fyrir því að almenningur
ætti rétt á að vita hið sanna
um veikindi forsetans. Segir
læknirinn að forsetinn hafí
viljað láta hið sanna koma í
ljós.
sem pií
- kjarni málsins!
hn. viit!