Morgunblaðið - 19.01.1996, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Mótun forms úr lit
MYNDLIST
Gallerí Sævars Karls
MÁLVERK
Guðrún Einarsdóttir. Opið virka
daga á verslunartíma til 13. febrúar.
Aðgangur ókeypis
GUÐRÚN Einarsdóttir hefur til
þessa markað sér þröngan ramma í
málverkinu; að kanna á hvem hátt
einn litur (svart eða hvítt) getur
mótað yfírborð málverks og gefíð því
þann kraft sem þarf til að skapa
gott myndverk.
Þetta hefur hún gert með fjöl-
breytilegu mynstri og öflugri hrynj-
andi í fletinum, sem vegna áferðar-
innar hefur einnig markast mjög af
því ljósi, sem endurkastast af yfír-
borðinu. Þannig hafa svörtu mynd-
imar verið afar ríkulegar hvað þetta
varðar, þar sem þær hafa reynst sí-
breytilegar eftir því sjónarhomi, sem
áhorfandinn velur sér, og dýpt og
yfírborð verið í sífelldri togstreitu í
fletinum. Hvítt yfírborðið hefur hins
vegar gleypt í sig Ijósið og þær mynd-
ir verið sem næst steyptar í endan-
legt mót frá upphafi.
Listakonan hefur þróað þessa
myndsýn smám saman lengra síð-
ustu ár, og hér heldur hún áfram á
þeirri braut, en með athyglisverðum
viðbótum. Annars vegar er hér að
fínna örlítið innskot annars litar
(rautt á svartan flöt) og hins vegar
aukin þrívíddarmótun olíulitarins í
eins konar lágmyndir eða högg-
myndaverk.
Þar sem þessi mótun er eingöngu
unnin með litnum, er hins vegar
spurning hvort skilgreiningin ætti
að vera sú að hér sé um að ræða
málverk (þar sem verkin em flest
unnin með lit á striga) eða högg-
myndir (þar sem verkin era í þremur
víddum, þ.e. lengd, breidd og hæð).
Liturinn gegnir þannig öðra og meira
hlutverki að þessu sinni en í fyrri
sýningum Guðrúnar, þó mótun yfír-
borðs og mynstur myndanna hafí
ætíð verið mikilvægur þáttur í list-
sköpun hennar.
Þessi þrívíddarmótun kemur m.a.
fram í tveimur litlum svörtum vegg-
myndum, þar sem bylgjur rísa
skyndiiega upp úr fletinum í takt við,
mynstrið; séð framan að er erfitt að
greina þetta ris, sem blasir greinilega
við frá nýju sjónarhorni. Hér gengur
listakonan lengra en áður, og því
hlýtur næsta skref að vera að móta
fjölþættari form með litnum einum
saman.
Þetta kemur skýrast fram í verk-
um sem hvíla hér á pöllum, en era
þó flest byggð á grunni strigans.
Fyrst ber að telja eins konar samloku
í svörtu; tveir litlir myndfletir með
þykkum svörtum lit á milli. Hvít verk
af þessu tagi eru m.a. hlaðin upp í
keilu, kúlu og odd, og hlýtur að hafa
verið mikið þolinmæðisverk að koma
þessu heim og saman úr olíumálning-
unni einni.
Umræðan um skilgreiningar fylgir
ætíð í kjölfar listarinnar sjálfrar, og
verður gjarna fjörlegust þegar mörk-
in reynast óviss. Þessi sýning Guð-
rúnar býður upp á kjörið tækifæri
til að auka þá umræðu, því það er
ekki á hverjum degi sem myndverk
era mótuð í fjölbreytt þrívíð form
úr litnum einum saman.
Eiríkur Þorláksson
Ekkí prentuð bók
í 200 ár í Dalasýslu
AFMÆLISRIT Búnaðarfélags Fells-
strandarhrepps er komið út, en það
er fyrsta bók sem prentuð er í Dala-
sýslu í tæp 200 ár, eða síðan Lög-
þingsbókin var prentuð í Hrappsey
1794. Fremst í ritinu er saga Búnað-
arfélagsins eftir Halldór Þ. Þórðarson
á Breiðabólsstað. Fyrstu tilraun til
að stofna búnaðarfélag á Fellsströnd
gerði séra Jón Bjamason „kerlingar-
draugur" 1885. Teija verður félagið
stofnað á Staðarfelli 7. maí 1887.
Einar G. Pétursson skrifar grein
um Fellsstrandarhrepp og um eyði-
byggðina á Flekkudal er fjallað í
löngu máli.
Skrá er um alla búendur á Fells-
strönd 1887-1992 og um félaga Bún-
aðarfélagsins frá upphafí og athygli
STAÐARFELL og inn eftir
Fellsströnd og Skoravíkurmúla.
vekur að konur og Skarðsstrendingar
gengu snemma í félagið. Loks era
töflur yfír bústofn og heyfang 1900,
1917, 1934 og 1987. Ritstjórar era
Einar G. Pétursson og Halldór Þ.
Þórðarson.
’íé'
\ "
LEIKARAR í „Hinn eini sanni Seppi“ sem Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýnir á laugardag.
99
Leikfélag
Hafnarfjarðar
Hinn eini
sanni
Seppi“
LEIKFÉLAG Hafnarfjarðar
frumsýnir gamanleikinn „Hinn
eini sanni Seppi“ eftir Tom
Stoppard á morgun, laugardag
20.j’anúar.
I kynningu segir: „Þetta er
gamanleikur byggður á saka-
málastefi breskra bókmennta a
la Agatha Cristie og Sherlock
Holmes og gerist á dularfullum
herragarði á óþekktum stað. Af-
brýði, ást og morð hrinda af stað
spennandi og fyndinni atburða-
rás og gagnrýnendur hrífast óaf-
vitandi með straumnum.
Leikritið fjallar einnig um
samskipti leikhúss og gagnrýn-
andans og ætti að vera gott inn-
legg í gagnrýnisfælni atvinnu-
leikhúsanna og gagnrýnisleysi
áhugaleikfélaganna,“ segir enn-
fremur í kynningu.
Alls taka níu leikarar þátt í
uppsetningu Leikfélagsins að
þessu sinni ásamt fjölda aðstoð-
arfólks. Leiksljóri er Lárus Vil-
hjálmsson.
ÞINGFLOKKUR KVENNALISTANS
LEGGUR LAND UNDIR FOT
Kvennalistinn heldur opna fundi í öllum kjördæmum
Fundarefni: Stjórnmál dagsins og starfið framundan
20.30 í Zontahúsinu á Akureyri
20.30 í Kaffi Króki á Sauðárkróki
20.30 á Laugavegi 17, Reykjavík
20.30 á Hótel ísafirði
20.30 í Gafl-inum, Hafnarfirði
15.00 í Kvennalistahúsinu, Borgarnesi
20.30 á Kaffi Krús, Selfossi
Kristín Ástgeirsdóltir
■ kl.
•kl.
•kl.
kl.
Fundur með konum á Austurlandi verður auglýstur síðar
KONUR UM LAND ALLT: - GEYMIÐ AUGLYSINGUNA!
Guðný Guðbjörnsdóttir
Orgel- og söngtónleik-
ar í Akureyrarkirkju
Helgi Pétursson
HJÓNIN Natalia Chow
sópransöngkona og
Helgi Pétursson orgel-
leikari munu halda org-
el- og söngtónleika í
Akureyrarkirkju
sunnudaginn 21. janúar
næstkomandi kl. 17 og
í Háteigskirkju 4. febr-
úar kl. 17. Á efnisskrá
tónleikanna verða með-
al annars verk eftir J.S.
Bach, Buxtehude, Bizet
og Gounoud.
Natalia hlaut sína
fyrstu píanókennslu frá
fímm ára aldri hjá móð-
ur sinni sem einnig var
atvinnusöngkona. Hún
nam tónlist við tónlistardeild „Hong
Kong Babtisti Collage“, en þar var
henni veittur styrkur frá prófessor
Sze yi Kwei (Professor Sze Yi Kwei
Scolarship). Hún stundaði söngnám
hjá Barbara Fei Antonio Ang og
píanó hjá Nancy Li og Vivian Choi.
Hún útskrifaðist með masters-próf
(MA) í tónmenntakennslu frá háskól-
anum í Reading í Englandi árið 1989.
Þar sótti hún einkatíma í söng hjá
Morin Lehane.
Áður en Natalia koma til íslands
var hún starfandi í heilli stöðu sem
tónlistarkennari við „Intemational
Institute of Music“ í Hong Kong.
Jafnframt þeirri kennslu sótti hún
einkatíma í söng hjá Yung Ho Do,
en hann er þekktur söngkennari í
Hong Kong.
Natalia hefur haldið einsöngstón-
leika bæði í Hong Kong og á ís-
landi. Hún starfar nú sem söng- og
píanókennari við Tónlistarskóla
Natalia Chow
Húsavíkur og Tónlistarskólann að
Laugum og er organisti og kórstjóri
við Húsavíkurkirkju.
Helgi stundaði nám við Tónlistar-
skólann í Reykjavík þar sem hann
nam meðal annars orgelleik hjá Mar-
teini H. Friðrikssyni. Helgi lauk 8.
stigi í orgelleik frá Tónlistarskól-
anum í Reykjavík auk lokaprófs frá
Tónmenntakennaradeild og Tón-
fræðadeild sama skóla.
Árið 1989 lauk hann MA-prófi í
örtölvutækni í tónlistarkennslu (Mic-
rotechnology in Music Education) frá
háskólanum í Reading í Englandi.
Helgi hefur komið fram sem org-
elleikari við ýmis tækifæri bæði sem
þátttakandi í tónleikum og á einleiks-
tónleikum. Hann hefur um árabil
starfað sem organisti bæði fastráðinn
og í afleysingum. Hann starfar nú
sem organisti við Húsavíkurkirkju og
sem orgel-, píanó- og tónfræðikenn-
ari við Tónlistarskóla Húsavíkur.
„Ég hef aldrei
iðjulaus verið“
SÝNING á verkum Maríu
M. Ásmundsdóttur, mynd-
listarkonu frá Krossum í
Staðarsveit, sem stendur nú
yfir í Risinu, Hverfísgötu
105, lýkur á sunnudag. Yfír-
skrift sýningarinnar er „Ég
hef aldrei iðjulaus verið“.
María verður 98 ára í
mars og hefur hún fengist
við ýmsa listvinnu og málað
myndir allt frá unga aldri.
Hún eignaðist ung mynda-
vél og notaði síðan mynd-
irnar til að mála eftir. Hef-
EITT verkanna á sýningunni.
ur hún því getað sótt myndefni víða að, jafnvel frá Danmörku og
Noregi. Þá hefur hún málað á gler og útsaum hefur hún lagt mikið í.
María sýndi verk sín fyrir nokkrum árum í félags- og þjónustumið-
stöðinni í Bólstaðarhlíð, en hefur nú safnað saman stærra safni af
ýmsum listmunum, sem líka verða til sýnis.
Sýningin er opin frá kl. 14 til 17.