Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.01.1996, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Hálendi íslands skipulagt í REYKJAVÍKUR- BRÉPI Morgunblaðs- ins 14. janúar sl. er ijallað um eitt mikil- vægasta mál sem nú er til meðferðar hjá opinberum aðilum hér á landi, þ.e. svæðis- skipulag fyrir miðhá- lendi íslands. í hnot- skurn er hér um að ræða ákvarðanir um það hvernig heimilt skuli að nota miðhá- lendið næstu 20 ár og það svæði sem hér um ræðir er að flatarmáli um það bil helmingur- inn af öllu íslandi. í ofangreindu Reykjavíkurbréfi er réttilega á það bent að hér er um gífurleg verð- mæti að ræða þar sem Alþingi, ríkisstjóm og félagasamtök, sem hafa mesta þekkingu og reynslu á þessu sviði, þyrftu að hafa forystu um stefnumótun. Forsaga þessarar skipulags- vinnu er sú að í ársbyijun 1994 var ákveðið að leita tilboða í svæð- isskipulag þessa svæðis og að því loknu var ákveðið að^ taka lægsta gilda tilboði í verkið. í endanlegum útboðsgögnum var skýrt tekið fram að „lokaskil á fullfrágeng- inni, leiðréttri tillögu og öllum gögnum (skyldu vera) 1. mars 1996“. Síðan var þessi frestur framlengdur til 1. nóvember 1996. Þeir aðilar sem endanlega voru valdir til þess að bjóða í verkið reyndust hafa mjög mismunandi bakgrunn og reynslu af álíka verkum enda var sexfaldur munur á hæsta og lægsta til- boði. Þær áherslur sem þessir aðilar töldu rétt að lagðar væru á mismunandi þætti þessa verks vom líka mjög mismunandi. Nú er það í sjálfu sér virð- ingarvert að reyna að spara fyrir jafn skuld- setta þjóð og við ís- lendingar erum, en óneitanlega skiptir það okkur líka miklu að tekið sé á þeim málum sem þurfa úrlausnar við og þeim ráðið til lykta áður en í óefni er komið. Skipulagsstjóri ríkisirts á lof skilið fyrir að hafa ýtt þeirri hug- mynd úr vör^að skipuleggja þyrfti miðhálendi íslands, en óneitan- lega hlýtur það að vekja spurning- ar þegar það kemur fram í viðtali við hann (í ofangreindu tölublaði Mbl.) að eignarhald á hálendinu sé ekki til neinnar umjöllunar í því svæðisskipulagi af miðhálend- inu sem nú er unnið að. í ofan- greindu Reykjavíkurbréfi er það fullyrt að íslenska þjóðin eigi há- lendið og að mínu mati og margra annarra hlýtur það að vera eitt af grundvallaratriðum við skipu- Grundvallaratriði við skipulag' hálendisins * er, segir Gestur Olafs- son, að eignar-, notkun- ar- og umráðaréttur sé sem nákvæmast skilgreindur. lag þessa svæðis að eignar-, notk- unar- og umráðaréttur yfir því sé sem nákvæmast skilgreindur. Sama máli gegnir um það hveijir séu hér málsaðilar og hveijir hafi einungis rétt til ábendinga og at- hugasemda. Á sama hátt og varla er hægt að hugsa sér stefnu í sjáv- arútvegsmálum sem ekki tekur til veiðiheimilda og réttinda til að nytja sjávardýr er erfitt að ímynda sér skipulag miðhálendisins sem ekki tekur til eignar- og afnota- réttar, jafn miklir hagsmunir og hér eru í húfi. Sigurður Líndal prófessor hefur bent á það í ágætri grein um útilífsrétt, að umráð og afnotarétt- ur manna sé talsvert mismunandi eftir því hvort um er að ræða eign- arlönd, afrétti, almenninga eða al- gerlega eigendalaus svæði sem „liggja utan afrétta og almenn- inga, en enginn einstaklingur getur leitt heimildir að“. í þessari grein Gestur Ólafsson STÆRÐ miðhálendisins, eins og það er skilgreint, er um 48% af flatarmáli íslands. Hver á þetta land og hvernig viljum við nota það til frambúðar? bendir hann líka á að réttur manna til afréttar feli í sér „tiltekin afnot einkum beitarrétt“. Hér vakna margar spumingar. Ef miðhálendið er almenningseign er þá nokkur sanngirni í því að ein- ungis aðliggjandi héraðsnefndir greiði fýrir skipulagsvinnuna á móti ríkinu og séu beinir málsaðil- ar, en ekki allar héraðsnefndir landsins? Hver gætir þarna hags- muna t.d. Vestfirðinga og þess rösklega helmings þjóðarinnar sem býr á höfuðborgarsvæðiu. íbúar þessara svæða hafa notað miðhá- lendið mikið til útivistar um áratuga skeið þótt þau eigi ekki land að miðhálendinu? Verður notkun mið- hálendisins og „veiðiréttur" þar gefinn algerlega fijáls? Fá núver- andi notendur úthlutað ókeypis „kvóta“ eða munu notendur þurfa að borga fyrir afnot af þessari auð- lind á komandi árum — og þá hveij- um? Jöklar landsins verða hugsan- lega líka mikils virði, en hver á þá og vatnsréttindin á þessu svæði? Við kjósum alþingismenn m.a. til þess að sjá um og hafa skoðun á meðferð sameiginlegra eigna okkar og við ætlumst til þess af ríkisstjórn að hún láti sig varða hvernig helmingurinn af íslandi er notaður næstu 20 ár. Auðvitað hefði afgerandi afstaða og stefna ríkisstjórnarinnar átt að liggja fyr- ir á sem flestum sviðum þessa máls áður en svæðisskipulags- vinnan hófst, en því verður ekki breytt héðan af. Niðurstaða af slíkri umræðu og pólitísk stefnu- mótun sem af henni leiddi gæti þó gerbreytt þeim grundvelli sem það skipulag sem nú er unnið að byggist á. Ennþá eru eftir níu mánuðir þangað til þessari skipulagsvinnu á að vera lokið. Þennan tíma ætt- um við öll að nota vel. Höfundur er arkitekt og skipu- lagsfræðingur. Þó að brimið sér bylti með gný DAG einn í desem- ber var Gunnlaugur bróðir minn á leið heim úr vinnunni. Jólaum- ferðin silaðist áfram, borgin glóði í ljósa- skiptunum og Rás 2 malaði í síbylju. Allt í einu sperrti hann eyr- un. Frá tækinu hljóm- aði eitthvað sem átti að vera útsetning unglingahljómsveit- arinnar Kósý á því elskaða lagi Oddgeirs Kristjánssonar við texta föður okkar Ása í Bæ: Ég veit þú kem- ur í kvöld til mín. Minn dagfarsprúði bróðir fékk nánast taugaáfall á Hringbrautinni. Adrenalínið spýttist út í blóðið og fóturinn herti á bensíngjöfinni. Hefðu slys getað hlotist af hjá skapmeiri mönnum. Þegar heim var komið settist hann við símann til að vekja athygli okkar erfingjanna í báðum fjölskyldum á ósköpunum, jafnframt því að fá umboð til að grípa til viðeigandi aðgerða sem hann fékk þegar í stað. Gunnlaug- ur kærði til STEFS sem gekk í málið. Útgáfufyrirtækið Smekk- leysa gekk í ábyrgð fyrir piltana, bætur voru greiddar og sætt- ir náðust varðandi hina lagalegu hlið. Eftir stendur misþyrming á laginu sem ekki verður aftur tekin. Gapastokkur og brenna Þegar desembe- rönnum lauk á Alþingi tóku jólaannir við hjá undirritaðri með þeyt- ingi um borg og bý. Þá komst ég að því að þungt hljóð var í aðdá- endaskara lagsins góða. í búðum, á veitingahúsum, i afmælum og jólaboðum, jafnvel á áramótaballinu (68- kynslóðarinn- ar að sjálfsögðu) var fólk að spyija mig um lyktir Kósýmálsins. Tón- skáldum með reiðiglampa í augum, unnendum lagsins á öllum aldri og æstum Vestmannaeyingum fannst við hafa sýnt allt of mikla linkind. Var helst að heyra að átt hefði að draga strákana fyrir dóm, setja þá í gapastokk á Lækjartorgi, ryðjast inn í verslanir til að gera diskinn upptækan og henda honum á ára- mótabrennuna á Ægissíðu þar sem Kristín Ástgeirsdóttir , SKIPAPLÖTUR - INNRETTINGAR PLÖTURí LESTAR SERVANT PLÖTUR SALERNISHÓLF BAÐÞILJUR ELDHÚS-BORÐPLÖTUR ' Á LAGER-NORSKHÁGÆÐAVARA p) ^l. elc ÞP &CO Þ. ÞORGRÍMSSON &CO ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SÍMI553 8640-568 6100 hann ætti best heima. Þar sem við rétthafar teljum okkur til húman- ista þessa lands var fólki vinsam- lega bent á að líkamsrefsingar væru löngu af lagðar hér á landi og bóka- og diskabrennur til lítils sóma enda einkum verkfæri fasista og bókstafstrúarmanna. Þegar væri búið að fara hina löglegu Ieið og bent var á að athyglin sem málið fékk yrði vonandi öðrum víti til varnaðar. Ef til vill væri þó ástæða til að skýra málið nánar. Það þarf leyfi Okkur sem eigum að gæta verka höfunda er nokkur vandi á höndum. Við viljum að verkin séu flutt og að þau séu öllum aðgengileg, en við viljum jafnframt að rétt sé far- ið með t.d. lag og texta. Svo virð- ist sem fjöldi fólks geri sér ekki grein fyrir því að í gildi eru lög um höfundarrétt nr. 73/1972. Sam- kvæmt þeim lögum eru ritverk, lög, textar og annað það sem fólk skapar eign höfunda eða erfingja þeirra og helst sá höfundarréttur í 50 ár eftir lát höfundarins. Vilji menn flytja eða birta á einhvern hátt verk eftir aðra en sjálfa sig þarf til þess leyfi viðkomandi rétt- hafa, en í fjölmörgum tilfellum fer STEF með þann rétt í umboði höf- unda eða erfingja þeirra þegar tón- list á í hlut. Samkvæmt 4. gr. lag- anna um höfundarrétt er óheimilt að „breyta verki höfundar eða birta það með þeim hætti eða í því sam- hengi að skert geti höfundarheiður hans eða höfundarsérkenni". Það sem Kósymönnum varð á var ann- ars vegar að flytja lag í leyfísleysi, hins vegar að fara þannig með það að varðar við 4. gr. laganna að okkar dómi. Því miður kemur það fyrir nán- ast árlega að jafnvel þeir sem bet- ur vita flytja verk í leyfísleysi, breyta textum eða fara rangt með bæði lag og texta. Nýleg dæmi eru annars vegar flutningur Kósý og hins vegar það uppátæki Magnúsar Kjartanssonar að „yrkja upp“ hluta Lögum samkvæmt, segir Kristín Astgeirs- dóttir, þarf leyfi til að flytja verk annarra. af texta Þorsteins Ö. Stephensen „Krakkar mínir komið þið sæl“. Það sem nú gerðist hjá okkur rétt- höfum Oddgeirs Kristjánssonar og Ása í Bæ var að mælirinn var full- ur svo út úr flóði. Við höfum lent í því hvað eftir annað að frétta af hinum og þessum útgáfum þar sem höfunda er ekki getið, verkin jafn- vel eignuð öðrum, textar eru vit- lausir og rangt farið með laglínur, auðvitað allt í leyfísleysi. Við höfum margkvartað en nú var svo langt gengið að kæra var óhjákvæmileg. Það er bara svo erfitt að bæta úr eftir á. Munur á báru og brimi í nokkur ár hef ég oftlega gníst tönnum yfir meinlegri villu sem komin er inn í textann „Vertu sæl mey“ eftir Loft Guðmundsson, en lagið er eftir föður minn. Textinn er vitlaus á að minnsta kosti tveim- ur diskum og nokkrum söngbókum. Þær eru orðnar nokkrar ferðir mín- ar að hljómsveitarpöllum í þeim tilgangi að reyna að leiðrétta vit- leysuna og ég brýni raustina hvað ég get innan um söngglaða Vest- mannaeyinga þegar kemur að þess- ari línu því villan breiðist út, jafn- vel meðal þeirra. Það er sungið: þó að báran sér bylti með gný, en á auðvitað að vera: þó að brimið sér bylti með gný. Þótt lífsafkoma þessarar þjóðar byggist enn að miklu leyti á sjósókn fjölgar þeim greinilega sem þekkja ekki mun á báru og brimi. Það er verst fyrir þá sjálfa (og íslenska tungu), en að gera Lofti Guðmundssyni upp slíka fávisku og að afbaka verk hans með þessum hætti er illþo- landi. Ef einhver efast má minna á ljóðið „Bára blá“ eftir Magnús Grímsson, sem sungið er við rólynd- islegt íslenskt þjóðlag: Bára blá að bjargi stígur, bjargi undir deyr. Bára blá. eða þá þetta brot úr textanum „Heima“ eftir Ása í Bæ: Er vorið lagði að landi, var líf í fjörusandi, þá ríkti unaðsandi í ætt við bárunið. Logn og bliða ráða ríkjum. Sá gnýr sem berst að eyrum er brimið lemur strendur og skellur á klettum í stormi og stórsjó er víðsfjarri. Ég hef lengi ætlað mér að leiðrétta þetta rugl og geri það hér með, en hvort það dugar er annað mál. Þarf meiri hörku? Sem betur fer eru þeir líka margir sem vinna verk sitt vel, leita uppi frumtexta, afla sér nótna og biðja um leyfí. Sem dæmi um slíkt má nefna tónlist Sigurðar Rúnars Jóns- sonar í myndaflokknum „Sigla him- infley“, en hann fékk skrifleg leyfi til að nota og útsetja „Eyjalögin“ í þágu myndarinnar. Einnig má nefna söngbók Máls og menningar þar sem allra tilskilinna leyfa var aflað. Mergurinn málsins er þessi: Lög- um samkvæmt þarf leyfi til að flytja verk annarra. Eigi að vera hægt að sjá til þess að verkin séu rétt verða þeir sem gæta höfundar- réttar að vita af væntanlegum flutningi. Það kann vel að vera að meiri hörku sé þörf til að sporna við frekari brotum á höfundarlög- um, þannig að þau verði mönnum dýrt spaug, líkt og gerðist í tilfelli Magnúsar Kjartanssonar. Einfald- ast er þó að virða sjálfsagðar regl- ur höfundarlaga og draga þannig úr leiðindum, mistökum og mis- þyrmingum á verkum sem eiga annað og betra skilið. Höfundur er þingkona Kvennalist- ans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.