Morgunblaðið - 19.01.1996, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 29
Hverjir eiga
að virkja og hvar?
í UMRÆÐU undan-
farið hefur komið tölu-
vert rót á orkumál m.a.
vegna áhrifa nýgerðs
samnings um stækkun
áiversins í Straumsvík
og hugsanlega annarra
samninga um orkufrek-
an iðnað á íslandi sem
nú er unnið að.
I þeirri umræðu bein-
ast sjónir manna að
hagkvæmum virkjunar-
kostum raforku á Nesja-
völlum þar sem Hita-
veita Reykjavíkur getur
virkjað tæp 80 Mw og
hefur Ólafur Flóvents
jarðeðlisfræðingur bent
á að lækka megi orkureikning Reyk-
víkinga um 700 til 1.000 Mkr. á ári
með þeirri framkvæmd.
Þessi virkjun er einn þeirra val-
kosta sem rætt er um að ráðist verði
í og gæti 1. áfangi komið í rekstur
1997 ef þeir samningar sem unnið
er að ganga eftir. Einnig hefur Hita-
veita Suðurnesja sótt um leyfi til að
virkja 15-20 Mw í Svartsengi, og svo
hefur bæjarstjórn Seyðisfjarðar ósk-
að eftir því við Rafmagnsveitur ríkis-
ins að hrinda í framkvæmd virkjun
Fjarðarár í Seyðisfirði um 20 Mw
Myndi sú virkjun henta mjög vel
raforkukerfi Austurlands og 132
Kv.dreifikerfi landsins.
Það er því ljóst að nokkrir telja
hag af því að taka þátt í virkjun
orkunnar á íslandi. „En hver á að
virkja og hvar?“
Finnur Ingólfsson iðnararráðherra
hefur hrint í framkvæmd heildarend-
urskoðun á orkulögum, þ.m.t.
vinnslu, flutningi og dreifingu orku,
með það að markmiði að auka skil-
virkni og koma á samkeppni sem
stuðli samtímis að jöfnun orkuverðs,
tryggi gæði þjónustunnar, auki sjálf-
stæði orkufyrirtækja. og ábyrgð
stjómenda.
í þessu skyni hefur hann óskað
eftir tilnefningu í ráðgjafanefnd frá
stjómmálaflokkunum sem eiga full-
trúa á Alþingi, Sambandi ísl. sveitar-
félaga, Akureyrarbæ, Reykjavíkur-
borg, Alþýðusambandi íslands,
Vinnuveitendasambandi íslands, Sa-
morku, Orkustofnun, Landsvirkjun
og Rafmagnsveitum ríkisins. Það eru
því spennandi tímar framundan og
eflaust margir sem hafa skoðanir á
því hvernig þessum málum verði fyr-
ir komið í framtíðinni.
Vonandi verður starf ráðgjafa-
nefndarinnar happadijúgt og þeir nái
að koma með tillögur sem Alþingi
getur sett í lög sem við munum not-
ast við fram á næstu öld. Þeir ann-
markar sem við höfum búið við verði
lagfærðir og það skilgreint mun bet-
ur hvað verði hlutverk ríkisins í fram-
tíðinni og hvað verði ætlað öðrum.
Fyrstir tii að virkja raforku á Is-
landi voru einstaklingar og síðan
sveitarfélögin en með raforkulögum
1946 kom ríkið að þessum málum,
bæði með rannsóknir,
framkvæmdir og rekst-
ur. Sett voru lög um
Landsvirkjun og önnur
orkufyrirtæki svo sem
Orkubú Vestfjarða og
Hitaveitu Suðumesja
svo og virkjanir. Ekki
er óeðlilegt að þessi lög
komi einnig til skoðun-
ar í þessu samhengi því
vart er hægt að horfa
framhjá því að áfram
mun verða samvinna
og samstarf milli þess-
ara fýrirtækja allra
þótt á verði komið sam-
keppni.
Náttúra landsins býr
yfir mikilli orku sem við höfum nýtt
okkur til hagsbóta og er hún ein
aðalundirstaða þeirra lífsgæða og
mannlífs sem við búum við á land-
inu, samtímis að vera einn helsti
vaxtarbroddur í okkar verðmæta-
sköpun. Hvemig að er staðið fer eft-
ir aðstæðum á hveijum tíma og segja
má að öll mannanna verk séu börn
síns tíma. Ljóst er að nú þarf að
taka tillit til fjölmargra atriða sem
oft hefur ekki verið horft til þegar
ákvarðanir hafa verið teknar um
virkjanir og áhrif þeirra á næsta
umhverfi.
Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
sem haldin var í Ríó de Janeiro í
júní 1992 var m.a. beint til ríkis-
stjórna:
Að auka notkun endurnýjanlegra
orkugjafa sem valda lítilli sem
engri mengun, þar á meðal eru
jarðvarmi og vatnsorka. Að sam-
ræma orkuáætlanir svo auka
megi notkun slíkra orkugjafa og
draga með því úr notkun óæski-
_ Iegra orkugjafa.
í þessu felst m.a. ósk til ísland-
inga að þeir nýti sínar orkulindir til
að draga megi úr losun mengandi
úrgangsefna sem hlýst af brennslu
jarðefnaeldsneytis eða kjarnorku til
orkuvinnsiu í öðrum löndum. Við
þeirri ósk má verða m.a. með eftir-
töldum hætti:
Staðsetja mætti orkufrekan iðnað
á íslandi í auknum mæli. Vinna
mætti eldsneyti sem hefði í för
með sér litla mengun við bruna.
Nota mætti raforku til að knýja
samgöngutæki. Flytja mætti raf-
orku út um sæstreng.
Jafnframt verður að tryggja að
virkjun orkulindanna og sú starfsemi
sem henni fylgir valdi sem minnstum
spjöllum á umhverfi. Ný lög um mat
á umhverfisáhrifum framkvæmda
eiga að tryggja að ekki verði slík
röskun á umhverfi að eigi fáist rétt-
lætt miðað við þann ábata sem af
framkvæmdum leiðir og eru alla
nýjar vatnsaflsvirkjanir 10 Mw. og
stærri og framkvæmdir þeim tengdar
háðar slíku mati.
En hvað er framundan?
í vikunni komu fréttir af tillögum
um uppstokkun Orkustofnunar sem
Mikil eignamyndun hef-
ur orðið í Landsvirkjun,
segir Sverrir Sveinson,
sem borgin nýtur ekki
síður en ríkið.
er e.t.v. liður í endurskoðun á starf-
semi ríkisins í orkumálum. Þær til-
lögur samkvæmt frétt fjölmiðla
gerðu ráð fyrir að fækka starfsmönn-
um Orkustofnunar úr 100 manns í
20 sem ættu hafa á hendi sjórnsýslu
og ráðgjöf til ráðherra en rannsókn-
arverkefni sem stofnunin hefur haft
með höndum yrðu boðin út á fijálsum
markaði.
Ekki skal það dregið í efa að
eflaust finnast aðrir vísindamenn
sem geta unnið þessi störf en þeir
sem nú vinna hjá Orkustofnun, en
ég er þeirrar skoðunar eftir áratuga
reynslu af góðum samskiptum við
þessa starfsmenn, að varlega verði
að fara í svo róttækar breytingar
eins og þama er lagt til samkv. frétt-
um. Mér fínnst að ríkinu beri að
annast grundvallar frumrannsóknir,
úrvinnslu þeirra og varðveislu gagna,
þann þátt er erfitt að bjóða út á
fijálsum markaði eða ætlast til að
orkufyrirtækin sjái um þetta sjálf
þar sem sá kostnaður hlyti að koma
fram í hækkuðu orkuverði. Vonast
ég því til að ráðherra skoði þessar
tillögur um Orkustofnun samtímis
þeim tiliögum sem ráðgjafahópurinn
mun senda frá sér svo nátengdar sem
þær eru .
Auðvitað er sjálfsagt að endur-
skoða og endurmeta alla starfsemi
en ég tel eðlilegt að starfsmenn
stofnana fái að fylgjast með slíkum
endurskoðunum og var með í þeirri
vinnu.
Ég tel mig geta sagt þetta af
nokkurri reynslu það var fyrir tæpum
fimm árum að Siglufjarðarkaupstað-
ur stóð svo illa ijárhagslega að talið
var að hann hefði ekki aðra útgöngu-
leið en að selja sín orkufyrirtæki,
þ.e. Rafveitu Siglufjarðar sem stofn-
uð var 1913, með Skeiðsfossvirkjun
sem byggð var 1945 ásamt jörðum
í Fljótum með vatnsréttindum og
virkjun við Þerá sem byggð var
1974,og Hitaveitu Siglufjarðar sem
tekin var í notkun 1975 með vatns-
réttindum í Skútudal og Skarðsdal í
Siglufirði.
Þrátt fyrir að Rafveita Siglufjarð-
ar greiddi afgjald til bæjarsjóðs þótti
bæjarfulltrúum rétt að jafna út
skuldir sveitarsjóðs með sölu þessara
eigna til Rafmagnsveitna ríkisins
sem sáu sér vissulega hag í því að
taka þessi mannvirki inn í sinn rekst-
ur.
Ég tók sem starfsmaður veitnanna
þátt í þeirri vinnu sem þurfti til að
koma þessari sölu á þótt ég hefði
aðra afstöðu til hennar. Siglfirðingar
Sverrir Sveinson
urðu fyrir smávægilegri breytingu á
gjaldskrá. Rafmagnsveiturnar gengu
í það að lagfæra það sem betur
mátti fara í virkjunum, breyttu sölu-
kerfi hitaveitunnar, styrktu Siglu-
Ijarðarlínu og á sl. ári var tekið í
notkun nýtt verkstæðis- og skrif-
stofuhús fyrir þá starfsemi sem fram
fer á Siglufirði.
Bæjarfulltrúar geta snúið sér að
öðrum verkefnum sem samfélagið
leggur þeim á herðar.
Þetta fangar huga minn þegar ég
sé að borgarstjórinn í Reykjavík
leggur það mat á eignarhlut borgar-
innar í Landsvirkjun að hann skili
ekki nógu í borgarsjóð og eftir meiru
kunni að vera að slægjast.
Eftir því sem mig minnir voru inni
á ríkisreikningi um 1980 8 eða 11
milljarða króna skuld vegna 132 KV.
hringtengingar um ísland sem hófst
með því að leggja línu milli Akur-
eyrar og Varmahlíðar upp úr 1970.
En þá sárvantaði raforku bæði á
Norðurlandi eystra og vestra og dfsil-
vélar keyrðar á báðum svæðum sök-
um ört vaxandi notunar raforku til
upphitunar af stórhækkuðu olíuverði
og því að ekki fékkst að ljúka við
Laxárvirkjun.
Mig minnir að Landsvirkjun hafi
yfírtekið þessi lán hjá ríkissjóði fyrir
þá upphæð sem svaraði til að raf-
orkuverð til almenningsnota hækkaði
einungis um 10%. Hvaða upphæð það
var veit ég ekki en ætli hún sé ekki
uppfærð í eignareikningi Landsvirkj-
unar eins og aðrar eignir og Reykja-
víkurborg á tæpan helming af.
Þótt ekki hafí tekist að greiða eig-
endum Landsvirkjunar arð af sínu
fjármagni öll rekstrarárin er ljóst að
f fyrirtækinu hefur orðið mikil eigna-
myndun sem borgin nýtur ekki síður
en ríkissjóður. Reykjavíkurborg hef-
ur alltaf átt sína fulltúa í stjóm
Landsvirkjunar og látið sér lynda að
fá einungis afgjald af eignum Raf-
veitu og Hitaveitu Reykjavíkur á
meðan hefur eignarhlutur eigenda í
Landsvirkjun vaxið ört.
í dag bárust fréttir af háhitasvæði
í Brennisteinsfjöllum rétt hjá Reykja-
vík,sem er talið að virkja megi um
100 Mw. til raforkuvinnslu.
Mikil umræða hefur verið um
virkjunarkosti norðan Vatnajökuls
og er unnið að umhverfísathugunum
á hinum ýmsu valkostum.
I riti iðnaðarráðuneytisins Inn-
landar orkulindir til vinnslu raforku
sem kom út 1994 er sagt frá ýmsum
kostum virkjana bæði vatnsafl og
jarðhita. Þar er sagt frá m.a. virkjun
Jökulsánna í Skagafírði við Villinga-
nes um 100 Mw. og orkuframleiðslu
570 Gwst.á ári.
Ég nefni þennan möguleika sem
hagstæða stærð virkjunar sem Raf-
magnsveitur ríkisins gætu tekist á
við ef það yrði raunin að Landsvirkj-
un yrði skipt upp á milli eiganda.
Orkukaup Rafmagnsveitnanna
eru um 150 Mw. og milli 800 og 900
Gwst. á ári, fyrirtækið fengi allt
aðra samningsstöðu um þá viðbótar-
orku sem það keypti af örðum ef
eigin orkuframleiðsla væri orðin um
70% af heildamotkuninni. Rafmagn-
sveiturnar hafa orðið að taka þátt í
þeim félagslegu verkefnum að end-
umýja og styrkja dreifílínur landsins
og dreifa raforku til upphitunar í
dreifbýlinu.
Ríkissjóður hefur greitt niður raf-
orku til upphitunar um 400 Mkr. á
ári og þarf að takast á við endumýj-
Athugasemd frá læknum á röntgen- og myndgreiningardeild Landspítalans:
Ahrif röntg’entæknadeilunnar
FYRSTA desember 1995 hættu
15 röntgentæknar störfum við röntg-
en- og myndgreiningardeild Land-
spítalans af ástæðum, sem mjög
hafa verið til umræðu í fjölmiðlum.
Við læknar deildarinnar erum veru-
lega uggandi vegna ástands þess sem
skapast hefur vegna þessa. í byijun
töldum við í bjartsýni okkar að deilan
yrði fljótlega leyst, en sú hefur ekki
orðið raunin. Afkastageta deildarinn-
ar hefur dregist verulega saman og
er engan veginn hægt að sinna sjúkl-
ingum sem skyldi. Það starfsfólk,
sem enn er í vinnu, hefur verið und-
ir miklu álagi við að reyna að halda
uppi nauðsynlegri þjónustu við inni-
liggjandi sjúklinga spítalans. Þetta
fólk er nú að vonum orðið lang-
þreytt af mikilli vinnu og gífurlega
auknu vaktaálagi, þar sem sex
manneskjur hafa orðið að sinna bak-
vöktum og meðfylgjandi vinnu, oft
sleitulaust Iangt fram á nótt í kjölfar
erfiðs vinnudags. Áður en deila þessi
hófst deildust þessar vaktir niður á
a.m.k. 18 manns. 1. mars nk. er
fyrirsjáanlegt, að a.m.k. þrír rön-
tengtæknar í viðbót láti af störfum
af sömu ásætðu og þeir 15, sem
hurfu á bort 1. desember síðastlið-
inn. Það er geigvænlegt- að hugsa
til þess ástands sem þá mun taka
við. Engan veginn mun verða unnt
að sinna nema bi'áðnauðsynlegustu
rannsóknum á þeim sjúklingum sem
veikastir eru. Leita mun þurfa til
annarra stofnana í borginni með
rannsókn á öllum öðrum sjúklingum.
Ekki mun verða hægt að halda uppi
vaktþjónustu. Miðað við að núver-
andi ástand vegna deilunnar milli
röntgentækna og stjómenda spítal-
ans hefur nú staðið yfir 40 daga,
án þess að lausn sé í sjónmáli, virð-
ist 1. mars ótrúlega skammt undan.
Landspítalinn er háskólaspítali og
stjórnendur spítalans verða að gera
upp við sig hvort þeir vilji í raun og
veru starfrækja við hann röntgen-
deild sem rís undir nafni. Við undir-
rituð skorum hér með á stjómendur
spítalans að leggja sitt ítrasta af
mörkum til að ráða bót á þessu
ástandi áður en hagmsunum sjúkl-
inga verður alvarleg hætta búin.
Anna Björg Halldórsdóttir,
Ágústa Andrésdóttir,
Einar Jónmundsson,
Kolbrún Benediktsdóttir,
Olafur Eyjólfsson,
Pétur Hannesson og
Sigurður V. Sigurjónsson.
un og styrkingar dreifílína sem Or-
kuráð hefur áætlað að kosti um 150
Mkr. á ári næstu 8 ár ef vel á að vera.
Ef Rafmagnsveitur ríkisins
byggðu þessa virkjun yrði fyrirtækið
mun betur í stakk búið til að takast
á við þessi félagslegu verkefni sem
það tekur nú þátt í með ríkissjóði.
Ef ráðist yrði í þessa framkvæmd
væri hún dæmi þess að stjómvöld
ætluðu að beita sér fyrir uppbygg-
ingu á landsbyggðinni með þeim
væntingum sem því fýlgir.
Þeir kostir sem kæmu á eftir væra
að Skagafjörður væri orðinn fýsileg-
ur til að setja niður meðalstórt fyrir-
tæki sem notaði raforku að verulegu
marki til sinnar framleiðslu.
Það er því alls ekki sama „hveijir
virkja og hvar“.
Höfundur er veitustjóri í Siglu-
firði.
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut.
Kopavogi, simi 4Í-j|
567-1800 ^
Löggild bílasala
Opið laugard. kl. 10-17
sunnudag kl. 13-18
Nissan Sunny 1.6 SLX 4x4 station '93,
blár, 5 g., ek. aðeins 28 þ. km., rafm. í
öllu, 2 dekkjag., álfelgur. V. 1.290 þús.
Willys Koranda 2.3 diesil (langur) '88, 5
g., ek. aðeins 30 þ. km. V. 980 þús.
Cherokee Laredo 4.0L '91, vínrauður,
sjálfsk., ek. 77 þ. km., rafm. í rúðum, cru-
iscontrol, álfelgur o.fl. Gott ástand. V.
1.980 þús.
Nýr bfll. Hyundai Pony GSi '94, sjálfsk.,
ek. 1. þ. km. 2 dekkjagangar. V. 890 þús.
Nissan Sunny SKX 4x4 '91, rauður, 5 g.,
ek. aðeins 35 þ. km., rafm. í rúðum, spoil-
er o.fl. V. 1.030 þús.
MMC L-300 Minibus 4x4 ’88, grásans.,
5 g., ek. 120 þ. km., vél yfirfarin (tímareim
o.fl. Nótur fylgja). V. 1.050 þús. Mjög góð
lánakjör.
Audi 80 1.8 S '88, 5 g., ek. 130 þ. km.
Gott eintak. V. 690 þús.
Grand Cherokee LTD 8 cyl. '94, ek. að-
eins 16 þ. km. Einn með ölllu. V. 3,9 millj.
MMC Galant GLSi '90, sjálfsk., ek. 140
þ. km., spoiler o.fl. aukahl. V. 850 þús.
(Ýmis skipti möguleg).
Nissan King Cap P. up '91, 2.4 bensín,
ek. 70 þ. km. Gott eintak. V. 1.100 þús.
Toyota Hilux D. Cap m/húsi '94, 2.4 bens-
ín, 5 g., ek. 30 þ. km., 33" dekk, bretta-
kantar o.fl. V. 2,2 millj.
V.W Vento GL 2000 '93, blár, 5 g., ek.
40 þ. km. V. 1.380 þús.
Nýr jeppi: Suzuki Sidekick JX Sport '96,
sjálfsk., óekinn, ýmsir aukahlutir. V. 2.350
þús.
Nissan Terrano SE V-6 '90, 5 dyra,
sjálfsk., ek. 85 þ. km., sóllúga, rafm. í
rúðum, hiti í sætum, ólfelgur o.fl. Fallegur
jeppi. V. 1.950 þús.
MMC Lancer EXE '91, 5 dyra, blár,
sjálfsk., ek. aðeins 11 þ. km., rafm. í rúð-
um, samlitir stuðarar o.fl. V. 980 þús.
Peugout 106 XN '92, 3ja dyra, rauður, 4
g., ek. 66 þ. km. V. 580 þús.
VW Golf CL station '95, 5 dyra, 5 g., ek.
8 þ. km. V. 1.290 þús.
Nissan Primera SLX 2000 '92, 5 dyra, 5
g., ek 61 þ.km., rafm. í rúðum o.fl. Gott
eintak. V. 1.160 þús. stgr. Sk. ód.
Ford Explorer XLT '91, rauður, sjálsk.,
ek. 98 þ. km., óvenju gott eintak. V. 2.350
þús.
Toyota Corolla XL Sedan '91, rauöur,
sjálfsk., ek. 76 þ. km. V. 740 þús.