Morgunblaðið - 19.01.1996, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur. hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
EINKA VÆÐIN G
RÍKISB ANK ANN A
RÍKISSTJÓRNIN mun á kjörtímabilinu leggja áherzlu á
að breyta ríkisviðskiptabönkunum í hlutafélög, að því
er fram kemur í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar. Af hálfu
stjórnvalda hefur hins vegar ekki komið fram með skýrum
hætti, að stefnt sé að einkavæðingu bankanna. Vitnað hefur
verið til þeirrar greinar stjórnarsáttmálans, þar sem sagt er
að framkvæmdaáætlun um einkavæðingu verði lögð fram á
kjörtímabilinu og að unnið verði „að sölu ríkisfyrirtækja í
samræmi við ákvarðanir Alþingis".
Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, bendir á
í viðtali við viðskiptablað Morgunblaðsins í gær að markmið
stjórnvalda í málinu virðist vera óljós. Bankastjórinn segir
miklu máli skipta fyrir Landsbankann að engin óvissa ríki
um hver séu áform eigenda hans varðandi framtíðarfyrir-
komulag eignarhalds.
„Ég álít það vera alveg út í hött að hefja athugun þessa
vandaverks með því að láta sem aðeins sé verið að breyta
rekstrarformi ríkisbankanna," segir Sverrir í viðtalinu. „Sú
breyting er tilgangslaus nema þá að menn stefni að einkavæð-
ingu og auðvitað hefur það svo komið í ljós að það er mein-
ingin. Ég er mjög áhyggjufullur vegna þessara lausu taka á
þessu máli.“
Þessar ábendingar bankastjóra Landsbankans eru réttmæt-
ar. Ríkisstjórnin á að sjálfsögðu að ganga hreint til verks í
þessu máli. Morgunblaðið hefur fært rök fyrir því að rétt sé
að einkavæða ríkisbankana og að skynsamlegt sé að byija á
öðrum bankanum, Búnaðarbankanum.
Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur nú hafið störf
og er ætlunin að hún leggi á næstunni tillögu að fram-
kvæmdaáætlun einkavæðingar á kjörtímabilinu fyrir ríkis-
stjórnina. Ríkisstjórnin ætti að hraða þeirri vinnu og stefna
eindregið að einkavæðingu Búnaðarbankans.
Ríkisstjórnin hlýtur sjálf að taka af skarið í málinu. Al-
þingi hefur vissulega síðasta orðið um það hvort af einkavæð-
ingu ríkisfyrirtækja verður, en það er ríkisstjórnarinnar að
leggja tillögur um slíkt fyrir þingið og vinna að samþykkt
þeirra.
SLYS Á SJÓ
SLYSATÍÐNI meðal íslenzkra sjómanna er ein hin hæsta
sem þekkist í heiminum. Á tíu ára tímabili (1984-1993)
voru 467 slys á sjó tilkynnt árlega að meðaltali til Trygginga-
stofnunar ríkisins. Árið 1990 voru tilkynnt 600 slys sem
samsvarar því, að tíundi hver sjómaður hafi slasast það ár,
en ársverk á sjó eru talin um 6 þúsund. Á tuttugu ára tíma-
bili, 1973-1993, slösuðust 7.713 sjómenn, þar af voru 523
lagðir inn á spítala. Tíðust eru slysin um borð í frystitogur-
um, eða um 70% allra slysa á sjó, og er slysatíðnin um borð
í þeim 15%. Þetta eru hrikalegar tölur og má einskis láta
ófreistað til að að koma í veg fyrir þessi slys.
Brynjólfur Mogensen, forstöðumaður slysadeildar Sjúkra-
húss Reykjavíkur, og Sigurður Á. Kristinsson, læknir þar,
hafa komið fram með hugmynd um Heilbrigðisstofnun sjófar-
enda, sem staðsett verði hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Henni
verði falin fimm meginsvið heilbrigðismála sjómanna, grunn-
og endurmenntun, samræmda slysa- og sjúkdómaskráningu
sjófarenda, fjarskiptalæknisþjónustu, umsjón með lyfjakistum
og upplýsingamiðlun. Telja læknarnir að með því megi fækka
slysum og auka öryggi sjómanna. Þeir telja það hægt án
þess að kostnaður við heilbrigðisþjónustuna aukist. Slys á
sjó eru svo óhugnanlega tíð og mörg, að kostnaður á ekki
,að vera fyrirstaða í forvörnum. Ekki er hægt að una við
núverandi ástand.
Fram hjá því verður ekki horft, að íslendingar byggja lífsaf-
komu sína að langmestu leyti á sjávarfangi og flutningar á
sjó eru jafnmikilvægir sem fyrr. Þeir Brynjólfur og Sigurður
benda á, að íslenzkir sjómenn búi við lakari heilbrigðisþjón-
ustu, slasist þeir eða veikist á hafi úti, heldur en þeir sem í
landi búa. Þetta verður að hafa í huga, þegar kostnaður
vegna heilbrigðismála sjófarenda er metinn. Nýja þyrla Land-
helgisgæzlunnar, sem er eins konar fljúgandi gjörgæzlu-
sveit, hefur bætt verulega aðstoð og hjálp við sjómenn þegar
alvarleg slys verða. Það má hins vegar ekki verða til þess
að beina sjónum manna frá aðalatriðinu, sem er að koma í
veg fyrir slys á sjómönnum. Hugmyndir læknanna tveggja
verðskulda því stuðning allra, sem láta sig varða velferð sjó-
manna okkar.
4
Smugan: Hvorki hefur gengið né rekið í deilunni um veiðar íslenzkra skipa í Smugunni, eftir að Evrópusambandið krafðist þess af Norðmönnum að fá sama kvóta fyrir sín skip og samið yrði um við íslendinga. Lít'l von er um árangur á samningafundi í Moskvu í næstu viku.
Svaibarða- _ svæðið: ísland hefur byggt kröfur um veiðirétt í Barentshafi m.a. á aðild sinni að Svalbarðasamningnum. Norðmenn hafa hins vegar bannað veiðar á verndarsvæðinu við Svalbarða og hafa íslenzk skip ekki veitt þar um skeið. ísland hefur beðið með að vísa deilunni til Alþjóðadómstólsins.
Síldar- tsT' i: Eftir að norsk-íslenzki síldarstofninn byrjaði að ganga á ný út úr norsku lögsögunni, hafa íslendingar gert kröfur um hlutdeild í veiðum á grund- velli sögulegs réttar. Norðmenn og Rússar hafa ekki viljað koma til móts við þær kröfur. Rússar kunna nú að vera fúsari til samninga.
Breytt
staða í fisk-
veiðideilum
*
Tekst Islendingum að reka fleyg milli Noregs
og Rússlands í samningum um síldveiðar?
Hefur Evrópusambandið eyðilagt möguleika
á samkomulagi um veiðar í Smugunni? Olaf-
ur Þ. Stephensen flallar um breytta stöðu
í tveimur viðkvæmum fiskveiðideilum.
URSLITATILRAUN til að ná
samkomulagi Noregs,
Rússlands, íslands og
Færeyja um stjómun og
veiðar á norsk-íslenzka síldarstofnin-
um á þessu ári verður gerð á samn-
ingafundi landanna fjögurra, sem
hefst í Moskvu á þriðjudaginn í næstu
viku. Að loknum fundinum um síldina
taka við viðræður um veiðar íslend-
inga í Smugunni. Staðan í báðum
málum hefur breytzt talsvert frá því
að síðast var fundað í hvorri deilu
um sig.
í Moskvu verður byijað á tveggja
daga fundi um veiðar og stjórnun á
norsk-íslenzka síldarstofninum. Sjáv-
arútvegsráðherrar íslands og Fær-
eyja hafa lýst því yfir að á þeim fundi
verði gerð úrslitatilraun til að ná sam-
komulagi um síldarkvóta fyrir árið í
ár, ella muni löndin tvö gefa út ein-
hliða kvóta handa sjálfum sér.
Brestir í samstöðu Noregs og
Rússlands
Staðan í síldarviðræðunum hefur
orðið flóknari að undanförnu. í fyrra
stóðu _ Noregur og Rússland saman
gegn íslandi og Færeyjum, sem komu
sér þá saman um að gefa út einhliða
síldarkvóta. Nú bendir hins vegar
ýmislegt til að brestir séu að koma í
samstöðu ríkjanna. Fyrsta merkið um
það var tillaga Rússa um bráða-
birgðakvóta á síðasta samningafundi
landanna fjögurra í Færeyjum í des-
ember. Rússar lögðu þá til að skip
hvers lands fengju á þessu ári að
veiða ákveðið hlutfall af þeirri síld,
sem þau veiddu í fyrra, til dæmis 70%
eða 80%. Norðmenn hafa hins vegar
aukið eigin kvóta.
Fyrir jólin gáfu Norðmenn út heild-
arkvóta fyrir síldarstofninn, eins og
þeir hafa gert undanfarin ár og höfðu
um það samráð við Rússa. Þegar
Norðmenn tóku sér einhliða 725.000
tonna kvóta af milljón tonna heildark-
vótanum gerðu þeir að öllum líkindum
ráð fyrir að með því væru þeir ekki
að styggja Rússa, þótt þeir gætu
gengið út frá að ísland og Færeyjar
myndu bregðast öndverð við slíkri
ákvörðun. Þar gætu Norðmenn hafa
misreiknað sig. Fréttir hafa borizt
af mikilli óánægju hagsmunaaðila í
Norðvestur-Rússlandi með þessa
gjörð Norðmanna. Þannig hótaði að-
stoðarframkvæmdastjóri sjávarút-
vegssamsteypunnar Sevryba í Mur-
mansk því fyrir nokkrum dögum að
Rússar myndu hefja veiðar á ungsíld
í eigin lögsögu til að þrýsta á Norð-
menn um að láta öðrum ríkjum í té
meira af kvótanum. Til þessa hefur
verið samkomulag um að Rússar létu
ungsíldina í friði en fengju þess í stað
kvóta í lögsögu Noregs.
Norðmenn að einangrast?
í norskum ijölmiðlum hafa undan-
fama daga birzt vangaveltur um að
Rússar séu að snúast gegn .Norð-
mönnum í síldarviðræðunum og að
Norðmenn kunni að einangrast. í leið-
ara nýjasta tölublaðs Fiskaren eru
norsk stjómvöld vöruð við að halda
fast við hina einstrengingslegu af-
stöðu sína í viðræðunum. Fiskaren
hvetur til þess að Noregur semji sem
fyrst um bráðabirgðakvóta fyrir árið
í ár, en geri samkomulag við hin rík-
in um að verða áfram ósammála um
kvótaskiptingu til lengri tíma.
Norðmenn hafa sagzt vera afar
sanngjarnir við hin strandríkin, þegar
þeir ætla þeim samtais 27,5% af heild-
arkvótanum. Norðmenn byggja í því
efni á nýlegum rannsóknum á út-
breiðslu síldarinnar, sem sýna að
undanfarin ár hafí 89% stofnsins
haldið sig innan norskrar lögsögu.
Kröfur íslendinga byggjast hins veg-
ar á sögulegum göngum síldarinnar
yfir hafið og inn í núverandi efna-
hagslögsögu íslands og vísbendingum
um að síldin sé að taka upp fyrra
göngumynztur. íslendingar vísa til
þess að á síldarárunum á sjöunda
áratugnum hafi íslendingar veitt um
27% af heildaraflanum úr síldarstofn-
inum og 27% stofnsins hafi þá haldið
sig á því svæði, sem íslenzka efna-
hagslögsagan nær nú til — eða álíka
stór hluti og Norðmenn ætla nú hin-
um strandríkjunum þremur að skipta
á milli sín.
Samkvæmt^ heimildum Morgun-
blaðsins hafa Islendingar sagzt sætta
sig við að fá ekki strax í sinn hlut
svo hátt hlutfall heildarkvótans, en
íslenzk stjórnvöld vilja að farin verði
millileið, sem komi svo til endurskoð-
unar ef hin sögulega skipting stofns-
ins endurtaki sig.
Betra samband við Rússa
íslenzku samningamennirnir í síld-
arviðræðunum hafa undanfarnar vik-
ur og mánuði markvisst reynt að
nýta sér óánægju Rússa með sam-
starfið við Norðmenn og reka fleyg
á milli þeirra með því að taka undir
tillögur Rússa, sem gengið hafa gegn
málflutningi Noregs. Utanríkisþjón-
ustan hefur lagt sig í framkróka að
ná sem beztu sambandi við Rússa og
telja margir að það sé nú mun nán-
ara en áður. Rússar hafa þó lítið lát-
ið uppi um væntanlega afstöðu sína
á 'fundunum í Moskvu í næstu viku.
Á það ber að líta að Rússar hafa
eftir sem áður mikla hagsmuni af
góðu sambandi við Norðmenn, þar
sem þeir hafa á undanförnum árum
veitt mest af síldarafla sínum í norsku
lögsögunni. Standi Norðmenn því
áfram fast á sínu — sem er allt eins
líklegt, í ljósi fyrri reynslu af viðræð-
um strandríkjanna. — má búast við
að ísland og Færeyjar muni bráðlega
gefa út eigin síldarkvóta, án þátttöku
Rússlands.
Evrópusambandið krefst
sambærilegs kvóta
Að loknum viðræðum landanna
fjögurra um síid, hefst fundur ís-
lands, Rússlands og Noregs um veið-
ar íslenzkra skipa í Barentshafi. Við-
ræður um þorskkvóta íslands í Smug-
unni hafa verið í sjálfheldu síðan í
október. Nýr kippur hafði komið í
viðræðurnar í september, eftir fund
Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráð-
herra og Bjorns Tores Godal, utanrík-
isráðherra Noregs, í New York. Þar
kom fram aukinn samningsvilji af
háifu Norðmanna og ráðherrarnir
lýstu því yfir að stefnt væri að lausn
Smugudeilunnar fyrir áramót. Emb-
ættismenn ríkjanna þriggja áttu með
sér samningafund í Moskvu í október
og þokaðist þá talsvert áleiðis í átt
til samkomulags. Samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins voru menn þá
sammála um að hægt væri að ná
samkomulagi um fyrirkomulag og
stjórnun veiðanna, að því gefnu að
nkin yrðu sammála um stærð kvóta
íslendinga. Bilið mjókkaði talsvert á
fundinum í Moskvu og voru aðeins
nokkur þúsund tonn á milli kröfu ís-
lendinga, sem var einhvers staðar á
milli 15 og 20 þúsund tonna af þorski,
og tilboðs Noregs og Rússlands, sem
nálgaðist líklega 15 þúsund tonnin.
Eftir fundinn voru menn áfram bjart-
sýnir og töldu hilla undir lausn.
1 kringum mánaðamót október og
nóvember hljóp hins vegar snurða á
þráðinn. Norðmenn skýrðu íslending-
um frá því að Evrópusambandið hefði
gert þeim grein fyrir því að ef samið
yrði við Isiand myndi ESB gera kröfu
um að skip sambandsins fengju sam-
bærilegar veiðiheimildir og íslenzk
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 31
skip, til viðbótar við það sem þau
hafa þegar í Barentshafinu. ísienzk
stjórnvöld hafa síðan fengið staðfest
af hálfu Evrópusambandsins að þessi
sé raunin.
Norðmenn skýrðu íslenzkum
stjórnvöldum frá því að hendur þeirra
væru nú bundnar og þeir treystu sér
ekki til að semja við ísland nema
þeim tækist að fá Evrópusambandið
til að fp.Ha frá þessari kröfu. Frá því
á viðræðufundinum í október hafa
engir viðræðufundir um Smuguna
verið haldnir.
Norðmenn óttast ESB
Velta má fyrir sér hvað liggi að
baki kröfu ESB. Sambandið hefur á
undanförnum árum fengið talsverðan
kvóta, allt að 30.000 tonn, af Bar-
entshafsþorski. Framkvæmdastjórnin
er dugleg að gæta hagsmuna aðildar-
ríkja sambandsins og knýr með reglu-
legu millibili á um að fá meiri kvóta,
en Norðmenn þráast við. Vel er hægt
að hugsa sér að embættismenn Evr-
ópusambandsins hugsi sem svo að sé
hægt að semja við íslendinga um á
annan tug þúsunda tonna kvóta, sé
greinilega meira til skiptanna en látið
hafi verið í veðri vaka og þeir vilji
því fá sinn skerf.
Það er einnig til í dæminu að Evr-
ópusambandið hafi áhyggjur af því
að kvóti íslendinga kæmi niður á
veiðiheimildum skipa aðildarríkja
þess og vilji því tryggja sig gegn því
að Norðmenn fari að krukka í ESB-
kvótann. Evrópusambandið getur
jafnframt vísað til þess að skip þess
hafi miklu meiri úthafsveiðireynslu
en íslenzk og að veiðireynsla þeirra
í Barentshafinu sé sömuleiðis langt-
um meiri en íslendinga, sem ekki
hafa veitt þar nema í þrjú ár.
Hver sem röksemdafærsla ESB er,
er ljóst að Norðmenn óttast samband-
ið, enda deila þeir við það á fleiri
sviðum og vilja væntanlega ekki bæta
við deilumálin. íslenzkum stjórnvöld-
um þykir sem Norðmenn hafi lítið
gert í því að reyna að sannfæra Evr-
ópusambandið um að samningarnir
við ísiand séu sérstakt tilfelli og ekki
fordæmisskapandi. Kröfugerð ESB
hefur sett íslenzka ráðamenn í nokk-
uð erfiða stöðu. Nú er ekki stífni
Norðmanna einni um það að kenna
að ekki semst í Smugudeilunni. Hins
vegar er erfitt að greina á milli þess
hvort Norðmenn eru vísvitandi að
kaupa sér tíma með því að leggja lít-
inn sannfæringarkraft í tilraunir sín-
ar til að róa ESB eða hvort þeir eru
í raun og sann að reyna að leysa
deiluna.
íslendingar í erfiðri stöðu
Á meðan pvona stendur á, eiga
íslenzk stjórnvöld þess vegna erfitt
um vik að beita Norðmenn auknum
þrýstingi, til dæmis með því að gera
alvöru úr hótun sinni um að láta reyna
á rétt Norðmanna til að banna veiðar
á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða
með því að vísa málinu til Alþjóða-
dómstólsins í Haag. Eitt af skilyrðum
Nörðmanna fyrir samningum um
Smuguveiðamar hefur verið að ísland
falli frá málssókn.
Það er erfitt matsatriði fyrir ís-
lenzk stjórnvöld hvenær sé nóg kom-
ið og ástæða til að sauma fastar að
Norðmönnum. Raunar má heyra ýms-
ar efasemdaraddir um að málssókn
fyrir Alþjóðadómstólnum á grundvelli
Svalbarðasamningsins muni borga
sig. Ein röksemd í þá átt er að þótt
dómstóllinn úrskurðaði að Norðmönn-
um væri óheimilt að banna aðildarríki
Svalbarðasáttmálans veiðar, myndi
það ekki endilega þýða að íslendingar
gætu náð samningum um þann kvóta,
sem þeir vildu. Annað hvort myndu
þá sömu reglur gilda um Svalbarða-
svæðið og úthafsveiðar eða kvóta
yrði skipt milji aðildarríkja Svalbarða-
sáttmálans. ísland gæti orðið í nokk-
uð veikri stöðu vegna lítillar veiði-
reynslu og kann að vera betur sett
með því að nota hótunina um máls-
sókn til að ná samningum en með
því að gera alvöru úr henni. í öðru
lagi er hins vegar bent á að Norð-
menn kunni að hafa ákveðna hags-
muni af því sjálfir að réttarstaðan á
Svalbarðasvæðinu yrði skýrð, þótt
það virðist ekki hafa verið skoðun
Norðmanna til þessa. Af þessum
ástæðum kann að vera skynsamlegra
fyrir íslendinga að hafa Svalbarða-
málið áfram í óvissu.
Þjóðverjar uppfylltu ekki Maastricht-skilyrðin 1995
Efnahagsleg niður-
sveifla veldur titringi
VINNUVIKAN er hvergi styttri í Evrópu en í Þýskalandi. Líklega
er hún þó hvergi styttri en í Wolkswagen-verksmiðjunum en þar
vinna menn að meðaltali fjóra daga í viku.
Teikn eru á lofti um að uppganginum í þýsku
efnahagslífi sé lokið í bili. Steingrímur Sigur-
geirsson gerir grein fyrír vaxandi áhyggjum
innan Evrópusambandsins og efasemdum
um að unnt reynist að tryggja efnahags- og
peningalegan samruna aðildarríkjanna.
MARGT bendir til að
þriggja ára tímabil efna-
hagslegrar uppsveifiu í
Þýskalandi sé nú senn á
enda og innan Evrópusambandsins
hafa menn vaxandi áhyggjur af því
að Þjóðverjar muni ekki uppfylla hin
ströngu skilyrði Maastricht-sáttmál-
ans fyrir þátttöku i efnahagslegum
og peningalegum samruna Evrópu-
ríkja, EMU. Hagvöxtur stöðvaðist á
þriðja ársfjórðungi síðasta árs og
sumir efnahagssérfræðingar telja
jafnvel að hagvöxtur hafi verið nei-
kvæður á síðasta ársfjórðungi árs-
ins, hugsanlega um allt að 0,5%.
Endanlegar tölur liggja þó ekki fyrir
um það. Þó að hagvöxtúr hafi verið
1,9% í Þýskalandi á árinu -í heild
(2,9% árið 1994) fækkaði störfum í
efnahagslífinu. Atvinnuleysi mælist
nú 10% og er ekki búist við að sú
tala muni lækka á þessu ári. Þetta
jafngildir því að 3,8 milljónir Þjóð-
veija séu án atvinnu. Ékki hefur
mælst meira atvinnuleysi í desember
í Þýskalandi frá árinu 1945 og þetta
er í fyrsta skipti í þtjátíu ár sem
atvinnuleysi er meira í Þýskalandi
en Bretlandi.
Bjartsýnir fræðimenn, þeirra á
meðal sérfræðingar þýska seðla-
bankans, eru vongóðir um að hag-
vöxtur verði í kringum 2% á þessu
ári en aðrir telja líklegra að hann
verði í kringum 1% eða jafnvel nei-
kvæður. Margir eru þó þeirrar skoð-
unar að hagvaxtartímabilið sé ekki
á enda heldur sé einungis um tíma-
bundið hlé að ræða. Þeir eru jafnvel
til sem telja líklegt að botninum hafi
verið náð á íjórða ársfjórðungi síð-
asta árs og að hagkerfið verði komið
á fullt skrið síðari hluta ársins og að
hagvöxtur muni mælast allt að 2,9%
á fjórða ársfjórðungi þessa árs.
Allt ekki svart
Bent hefur verið á að kaupmáttur
Þjóðvetja muni aukast um 10-15
milljarða marka á árinu vegna
skattalækkana og þar sem það eru
fyrst og fremst efnaminni fjölskyldur
er njóta góðs af þeim er líklegt að
sú kaupmáttaraukning renni til
neyslu en ekki sparnaðar. Það gæti
leitt til allt að 2% aukningar heildar-
neyslu.
Á móti kemur að útflutningsspár
gera ráð fyrir að heildarheimsvið-
skipti muni aukast um 6% á árinu."
Færi svo að einnig hægði á hagvexti
í öðrum ríkjum er hætta á að heim-
sviðskipti dragist saman. Þá er ekki
útilokað að fólk kjósi að leggja fyrir
fyrrnefnda kaupmáttaraukningu
fremur en að nota hana til neyslu
vegna óvissu í atvinnumálum.
Samdrátturinn í efnahagslífinu
olli því að Þýskaland átti töluvert í
land með að uppfylla skilyrði Ma-
astricht-sáttmálans. Halli á útgjöld-
um hins opinbera nam 3,6% í fyrra
en má ekki fara yfir 3% samkvæmt
skilyrðum samningsins.
Hallinn árið 1994 var ein-
ungis 2,5%. Það kom flest-
um í opna skjöldu þegar
þessar tölur komu í ljós í
síðustu viku því fram til
þessa hafa stjórnmálamenn og sér-
fræðingar lýst því yfir að hallinn
yrði örugglega innan við 3%.
Þetta hefur leitt til vangaveltna
um hvort Þjóðverjum muni hugsan-
lega ekki takast að uppfylla skilyrð-
in fyrir árið 1997 án þess að grípa
til róttækra aðgerða. Þetta er nokk-
uð óþægilegt fyrir Theo Waigel fjár-
málaráðherra sem hefur beitt sam-
starfsríki Þjóðveija miklum þrýstingi
í þessum efnum. Nú er komið í ljós
að Þjóðvetjar hafa ekki uppfyllt sjálf-
ir þær ströngu kröfur er þeir gera
til annarra ríkja.
Hinar nýju upplýsingar um efna-
hagsástandið og stöðu ríkisijármála
í Þýskalandi hafa vakið upp vanga-
veltur um hvort að Þjóðverjum tak-
ist að koma málum sínum á hreint
fyrir árið 1999, en þá stendur til að
taka upp sameiginlegu myntina. Það
eru hins vegar hagtölur ársins 1997,
sem lagðar verða til grundvallar,
þegar metið verður hvaða ríki upp-
fylla kröfur Maastricht. Til þessa
hafa Þjóðverjar verið eitt örfárra
ríkja er uppfylla öll skilyrðin. Verði
breytingar þar á er nær óhugsandi
að áformin geti orðið að veruleika,
ekki síst þar sem að Þjóðverjar hafa
lagt mesta áherslu á að skilyrði
Maastricht verði túlkuð með ströng-
um hætti og ekki veittar neinar
undanþágur.
Spáð auknum halla
Hagfræðingar spá því að fjárlaga-
halli muni aukast á yfirstandandi
ári en lækka síðan aftur árið 1997.
Halli áranna 1995 og 1996 gæti
hins vegar valdið því að opinberar
skuldir fari yfir 60% hlutfallið af
vergri landsframleiðslu, sem kveðið
er á um í skilyrðum EMU.
Sameiginleg mynt án þátttöku
Þjóðveija er óhugsandi af efnahags-
legum ástæðum rétt eins og útilokað
er af pólitískum ástæðum að Frakk-
ar taki ekki þátt. Það er
því ekki nema von að nýj-
ustu þýsku hágtölurnar
hafi valdið ótta innan Evr-
ópusambandsins. Ma-
astricht-samkomulagið
kveður á um að efnahagslegi og
peningalegi samruninn skuli eiga sér
stað í síðasta lagi árið 1999 og ef
gera á breytingar á því verður að
semja um samkomulagið upp á nýtt.
Það gæti haft ófyrirsjáardegar af-
leiðingar í för með sér og enginn
leiðandi stjórnmálamaður innan Evr-
ópusambandsins treystir sér til að
leggja í þann slag.
Atvinnleysi áhyggjuefni
Það er líka ekki síður hið mikla
atvinnuleysi sem veldur áhyggjum.
Fjöldi atvinnulausra jókst um tæp
212 þúsund í desember og voru
3,791 milljónir Þjóðvetja án atvinnu.
Sérfræðingar telja að þessi tala
eigi enn eftir að hækka í janúar,
jafnvel um allt að 300 þúsund
manns.
Bernard Jagoda, yfirmaður þýsku
vinnumálastofnunarinnar, varar hins
vegar í Frankfurter Allgemeine Zeit-
ung við því að menn túlki þessar
tölur of neikvætt. Árstíðabundnar
ástæður liggi að baki um 70 þúsund
uppsögnum í desember og ekki síst
hafi mjög slæmt veður haft mikil
áhrif. Éf litið er á árið í heild sinni
var atvinnuleysi nokkru minna en
árið á undan eða 9,4% borið saman
við 9,6%. í vesturhluta Þýskalands
var atvinnuleysi að meðaltali 8,3%
en 14,0% í austurhluta landsins.
Þrátt fyrir það verður ekki hjá því
litið að atvinnuleysi jókst úr 9,2% í
9,9% í desember en var til saman-
burðar 9,4% í desember 1994. Að
auki er ljóst að draga mun úr efna-
hagslegum stuðningsaðgerðum við
austurhlutann á næstu misserum og
umfangsmikii verkefni á sviði upp-
byggingar, er hafa verið mjög at-
vinnuskapandi, eru senn á þrotum.
Þessi þróun hefur vakið upp mikla
umræðu í Þýskalandi um hvernig
hægt sé að fjölga atvinnutækifær-
um. Jagoda segir að alla kosti beri
að kanna í því sambandi.
Upplýsingar um aukið
atvinnuleysi, aukinn fjár-
lagahalla og samdrátt í
efnahagslífinu hafa valdið
verulegum titringi í Þýska-
landi og vakið upp umræðu um hvort
stefnubreyting sé nauðsynleg. Leið-
andi stjórnmálamenn, jafnvel í flokki
Kohls kanslara, er farnir að ræða
opinskátt um að fresta áformunum
um peningalegan samruna.
Deilt um lækkun skatta
Gúnther Rexrodt efnahagsmála-
ráðherra hyggst síðar i mánuðinum
kynna aðgerðapakka en hann hefur
sjálfur átt í hörðum deilum við aðra
ráðherra undanfarna daga. Sakaði
Kohl kanslari Rexrodt og flokk
fijálsra demókrata um það í síðustu
viku að bera ábyrgð á óvinsældum
ríkisstjórnarinnar samkvæmt skoð-..
anakönnunum.
Rexrodt hefur hvatt til að þýski
„samstöðuskatturinn“ verði lækkað-
ur sem allra fyrst. Sá skattur var
lagður á til að mæta kostnaði við
enduruppbyggingu í austurhluta
Þýskalands og nemur nú 7,5%.
Kohl kanslari og Waigei Ijármála-
ráðherra hyggjast kynna aðgerðir
er miði að því að auka hagvöxt og
atvinnu en hafa báðir lagst gegn
öllum frekari skattalækkunum ekki
síst vegna þess að skatttekjur ríkis-
ins hafa dregist töluvert saman að
undanförnu.
Tekjusamdráttur ríkisins er ein
helsta skýring aukins fjárlagahalla
en þar sem talið er útilokað að
hækka skatta að ráði beinast augu
manna í auknum mæli að opinberum
útgjöldum.
Samkvæmt tölum þýsku hagstof-
unnar nam fjárlagahallinn 123,6
milljörðum þýskra marka. Þar af
voru 55 milljarðar vegna sambands-
stjórnarinnar, 53,8 milljarðar vegna
ríkisstjórna sambandslanda og sveit-
arstjórna og 15,8 milljarðar vegna
velferðarútgj alda.
Eftir því sem atvinnuleysi eykst
greiða færri launþegar í félagslega
sjóði og sjúkratryggingar. Til þessa
hefur verið brugðist við því með
hækkun skyldugreiðslna. Það hefur
hins vegar getið af sér vítahring.
Þar sem auknar félagslegar greiðslur
auka kostnaðinn við að hafa starfs-
fólk í vinnu hafa fyrirtæki brugðist
við með því að fækka starfsfólki enn
frekar.
Atvinnulífið í Þýskalandi er að
bugast undan skattbyrðinni og ein
helsta krafa vinnuveitenda er að
launatengdur kostnaður verði lækk-
aður. Það sé áhrifaríkasta leiðin til
að draga úr atvinnuleysi.
Vilja róttækar aðgerðir
Oháð því hvort að hagvaxtarskeið-"
ið í Þýskalandi sé á enda eður ei er
ljóst að róttækra aðgerða er þörf.
Hið mikla atvinnuleysi og 18% aukn-
ing gjaldþrota milli ára eru skýr vís-
bending um hinn mikla innri vanda.
Þær raddir gerast sífellt háværari
sem krefjast þess að Þjóðveijar af-
sali sér einhverju af þeim félagslega
munaði er þeir hafa vanist á síðustu
árum og áratugum. Þjóðin hafi ein-
faldlega ekki lengur efni á í ljósi
sívaxandi samkeppni að leyfa sér að
vinna stysta vinnudag Evrópu og
hærri skatta og meiri ríkisafskipti
en helstu samkeppnisríkin og
ósveigjanlegar og strangar reglur
er hefta framtak og fyrirtækjarekst-*
ur.
Hans-Olaf Henkel, formaður sam-
taka þýskra vinnuveitenda, telur
jafnvel nauðsynlegt að gera eins
konar Thatcher-byltingu í
þýsku efnahagslífi og
bendir á að Bretar hafi náð
til sín níu sinnum meiri
erlendri fjárfestingu en
Þjóðveijar upp á síðkastið.
Það verður þó erfitt að semja um
slíkt við þýsku verkalýðshreyfinguna
þó eflaust-verði niðurstaðan einhvers
konar málamiðlun. Allir hafa þó ekki-
gefíð upp vonina um að Þjóðveijar
muni þrátt fyrir allt verða reiðubún-
ir að taka þátt í EMU eftir þrjú ár
og benda á að þrátt fyrir ákveðna
veikleika í efnahagslífinu sé fram-
leiðni að meðaltali þó enn mun meiri
en gengur og gerist í öðrum Evrópu-
ríkjum, til að mynda 40% meiri en
í Bretlandi.
„Vinnuveit-
endur vilja
aðgerðir
„Mesta at-
vinnuleysi
frá 1945“