Morgunblaðið - 19.01.1996, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR19. JANÚAR1996 37’
AÐSENDAR GREINAR
Enn um ríkisafskipti af
bifreiðainnflutningi
Guðmundur
Kjartansson
«
m
«
4
HINN 2. júlí sl. birti
Mbl. grein undirritaðs
þar sem hlutdræg og
hagsmunasýrð afskipti
ríkisins af verðlagn-
ingu bifreiða voru
harðlega gagnrýnd.
Undir þokukenndu
yfirvarpi umhverfis-
verndar og félagslegs
réttlætis reynir ríkið
að stýra innkaupum á
mikilvægasta heimilis-
og atvinnutæki lands-
manna. Af hveiju? Af-
leiðingarnar eru ófyrir-
séðar eins og alltaf
þegar ríkið reynir að
troða sér inn í einka-
mál neytenda. Mikils
tvískinnungs gætir hér í afskiptum
ríkisins. Klifað er á umferðarörygg-
ismálum, en með heiftarlegu tolla-
okri á ríkið beinan þátt í að gera
almenningi ókleift að aka í bifreiðum
sem telja má fyllilega öruggar,
stærðar sinnar vegna. Við þetta
bætist hátt í tuttugu milljarða árleg
skattheimta af bifreiðum lands-
manna.
Tvískinnung-urinn
Þverbrotin neyslustefna ríkisins
birtist á degi hverjum í því að tugir
þúsunda íslendinga aka til vinnu
sinnar eða ferðast eftir þjóðvegum
landsins í smábílum sem eru ágætir
til síns brúks en óhentugir til mik-
illa fólksflutninga. Leiða má rök að
því að fjöldi umferðarslysa með til-
heyrandi meiðslum á fólki verði að
nokkru rakinn til vanhugsaðra ríkis-
afskipta af innflutningi bifreiða. Um
það vísast til nýlegra yfirlýsinga
Umferðarráðs um sama málefni. Þar
kom fram sú skoðun að tollaokrið
Ieiði til þess að almenn bifreiðaeign
beinist í smábíla í miklu meiri mæli
en eðlilegt geti talist. Lítum á ástæð-
una. Hjá Vöruskoðunardeild Toll-
stjóraembættisins fengust þær upp-
lýsingar að bílar séu tollaðir stig-
hækkandi eftir vélarstærð skv. með-
fylgjandi skýringarmynd.
A myndinni sést vel hvernig vöru-
gjald margfaldast vegna vélarstærð-
ar eingöngu. Hér er þó ekki öll sag-
an sögð. Annar ofurskattur, virðis-
aukaskattur, er viðbótarhnykkur á
bak neytenda í þessu sambandi
vegna margfeldisáhrifa með vax-
andi skattstofni. Við skoðun kemur
í ljós að 24,5% álag hans er hlutfalis-
lega margfalt stærri krónutala á
bifreið sem lendir í 75% vörugjaldi
en á þeirri sem lendir í 40% flokki
þótt innkaupsverð sé hið sama.
Þannig er hlutfall hans 43% af CIF
verði bifreiðar sem lendir í 75%
vörugjaldi á meðan hlutfall hans er
34% af CIF verði bifreiðar sem lend-
ir í 40% vörugjaldi. Allt vegna þess
að einstaklingar hjá ríkinu vilja
stjórna neyslu almennings. Lítum á
krónutöluáhrif virðisaukaskatts
miðað við nokkur CIF-verð og eftir
vélarstærð (innkaupsverð, trygging
og flutningsgjald).
Með álagningu vörugjalds er að-
eins hálf sagan sögð. Virðisauka-
skatturinn sprengir upp verð á öllum
bifreiðum, m.a. vegna samspils við
ofurtollinn. Til hvers er þetta gert?
Engin marktæk skýring hefur verið
gefin á þessum hráskinnaleik með
almannahagsmuni.
Töluur.prentarar.
margmlðlun,lelkir,
minni, hlióðkort o.fl.:
stórlækkuðuverðil
GATT-
samningurinn
Með GATT samn-
ingnum sem Alþingi
hefur staðfest er toll-
stjóra gert skylt að fara
eftir vörureikningum
við tollafgreiðslu, m.a.
á bifreiðum. Möguleik-
inn á að óprúttnir menn
flytji til landsins dýrar
bifreiðar á fölsuðum
vörureikningum er til
staðar. Tollstjóri hefur
þá heimild til að meta
raunverulegt innkaups-
verð til hækkunar að-
flutningsgjalda. Hags-
munir ríkissjóðs sýnast
allvel tryggðir með þeirri ráðstöfun.
En sagan er ekki öll sögð með því.
Allmikill markaður er til staðar fyrir
bifreiðar af stærri gerðum en neyslu-
stjórar ríkisins leyfa. Til að mæta
þeirri eftirspum flytja nú dugandi
kaupmenn í stórum stíl til landsins
bifreiðar sem lenda í okurtollum. En
það kemur ekki að sök þar sem flest-
ar þessara bifreiða eiga það sameig-
inlegt að vera skemmdar eftir
árekstra og kosta því aðeins brot af
upprunalegu verði. Síðan er gert við
þær hér á landi, sjálfsagt misvel eins
og gengur. A markaði eru þær
eflaust seldar sem fyrsta flokks vara.
Hvað er ti! ráða? Svarið er einfalt.
Hætta neyslustýringunni og gera
fleirum en stórforstjórum, m.a. hjá
ríkinu, kleift að kaupa sér rúmbetri
bifreiðar án þess að setja sig í fjár-
hagslegt þrot.
Hvað á ríkið með að meina al-
menningi að aka í rúmbetri og þar
með öruggari bifreiðum? Hér er auð-
vitað á ferðinni rammsósíalískt gild-
ismat. Fjármálaráðherra virðist álíta
það óþarfa lúxus að leyfa almenningi
að kaupa sér bifreiðar eftir smekk
og þörfum. Þá er það órökstyðjanlegt
mat ráðuneytisins að bifreiðar sem
á einhvern hátt lenda utan þessarar
meðalhyggju „mengi agalega mikið“
og séu því umhverfinu hættulegar. -
Ekkert bendir til að þessi hentistefna
muni af leggjast. Þá bendir margt
til að einhver bifreiðaumboðanna vilji
viðhalda þessu afar ósanngjarna
kerfi til að þjónka eigin hagsmunum.
Það er algerlega óviðunandi. Hér er
á ferðinni undarlegt samspil milli
sósíalískrar öfundarhyggju og einka-
hagsmuna fólks sem við hátíðleg
tækifæri kennir sig við einstaklings-
framtak og athafnafrelsi. Bifreiða-
umboðin hafa öll möguleika á að
markaðssetja stærri og dýrari bif-
reiðar en þau gera í dag. Sjálfsagt
er að þau fái aðlögunartíma að
neyslustjóminni aflagðri.
Leiðrétting er
réttlætismál
Þar sem hér er um hreint réttlæt-
ismál að ræða gagnvart hinum breiða
fjölda, á ríkið einskis annars úrkosti
en að beita sér fyrir umbótum. Efna-
fólkið kaupir sér sína lúxusbíla
áfram, því meir sem öfundarhyggjan
ræður í skattheimtu, en almúginn
getur ekkert, má ekkert. Afnema ber
neyslustjóm sem felst í álagningu
vörugjalds á bifreiðar. Fyrir henni
eru engin haldbær rök, hvorki félags-
leg né hagfræðileg. Krafan er sú að
ein flöt prósenta verði tekin upp í
Afskipti ríkisins
af verðlagningu
bifreiða era, að mati
Guðmundar Kjartans-
sonar, hlutdræg og
hagsmunasýrð.
stað þess kerfis sem nú gildir. Virðis-
aukaskatturinn einn og sér dugir.
Stærð og gerð bifreiðar á að ráða
a.m.k. jafn miklu og verð við val
neytandans, en á engu að skipta
fyrir embættismenn. Það er ekki
þeirra mál. Eins og er nær ekkert
slíkt mat fram að ganga vegna tolla-
okurs. Réttlæting á þessu kerfí með
tilvísun til þess að Skandínavar eða
aðrir nágrannar okkar ástundi það
er marklaust tal. Þeir em að veija
bílaiðnað sinn eða eitthvað annað.
Þess þurfum við ekki, en bifreiðin
er hins vegar miklu mikilvægara
tæki þjóðhagslega fyrir okkur en
nokkra aðra Evrópuþjóð.
Bandarískar vörur:
óæskilegar
Ein ógæfulegasta hliðin á tolla-
stefnunni snýr að Bandaríkjunum.
Bandaríkjamenn aka almennt í
stærri bílum en Evrópubúar. Það er
engin tilviljun. Rannsóknir þarlendra
tryggingafélaga hafa leitt til lækk-
unar á iðgjöldum stórra og meðal-
stórra fólksbifreiða vegna þess að
færri hljóta varanleg örkuml af slys-
um í þeim. Það er harmleikur að ís-
lenska ríkið standi í vegi fyrir jafn
augljósri hagræðingu og almenning-
ur fengi af leiðréttingu þessa máls.
Um pólitískt kjarkleysi ráðandi
manna í viðskiptum við Norður-
Ameríku er það að segja að Banda-
ríkjamenn skynja af þessu andúð á
vörum sem framleiddar eru af þar-
lendum fyrirtækjum. Spurningin er:
Er það ásetningur ráðandi manna
nú um stundir að gefa Bandaríkja-
mönnum það í skyn að þeirra vörur
séu óæskilegar á okkar mörkuðum?
Það er einmitt raunin. Svo segir
a.m.k. David Wagner, deildarstjóri
viðskiptaskrifstofu bandaríska sendi-
ráðsins í Reykjavík í nýlegu blaðavið-
tali. Hann segir bandarískar vörur
„tollaðar út af markaði hér“. Wagner
hlýtur hér að tala máli Bandaríkja-
stjórnar. Gera menn sér grein fyr*r
alvöru þess máls?
Ástæðan er að nokkru EES samn-
ingurinn sem ísland er aðili að. Með
honum slæddist inn hræðsla Evrópu-
sambandsins við fijálsa samkeppni.
Evrópusambandið setur upp hindran-
ir í milliríkjaviðskiptum til að vernda
eigin verslun og iðnað vegna þess
að Evrópa er undir í samkeppninni
við Asíulönd og Norður-Ameríku.
Gjalda ber varhug við því að íslend-
ingar láti teyma sig út í kalt stríð
við Bandaríkin eða aðra út af heim-
óttarskap í tollamálum.
Sá dagur rennur upp að Ameríku-
ríki munu krefja Evrópu um jafn-
ræði í verslun. Bandaríkjamenn hafa
í áratugi liðið Evrópuríkjum alveg
ótrúlega bíræfni í tollamálum og
markaðsvernd. Athygli skal vakin á
deilu Bandaríkjamanna og Japana á
sl. sumri um opnun japanska mark-
aðarins fyrir vörum tengdum bif-
reiðaiðnaði. Japanir streittust á móti
en urðu að lokum að gefa eftir og
breyta út af áratuga gamalli reglu
sem segir að ef þeir ekki geti etið
eða flutt vöruna út aftur, þá sé henni
ekki hleypt inn í landið. Á sama tíma
og Japanir selja Bandaríkjamönnum
á þriðju milljón bifreiða, sem fram-
leiddar eru af japönskum fyrirtækj-
um, „fá“ bandarísk fyrirtæki að selja
35-50.000 bifreiðar af eigin fram-
leiðslu í Japan.
Evrópskir stórframsóknarmenn
hafa staðið í vegi fyrir umbótum í
heimsversluninni m.a. af því að þeir
vilja halda landbúnaði sínum áfram
í gjörgæslu ríkisins. GATT- viðræð-
urnar drógust nokkur ár á langinn
vegna þrefs um niðurgreiðslur til
ýmissa atvinnugreina. Frakkar fóru
þar fyrir vegna þess að þeir reka
sumar atvinnugreinar eins og minja-
SVIMANDI tollálagning eftir
vélarstærð. Vörugjald í % af
CÍF-verði.
söfn. íslendingar geta ýmislegt af
þessu lært. Það á sérstaklega við um
samskipti stórþjóðanna og deilur -
þeirra um aðgang að mörkuðum.
Svívirðan í bifreiðatollum hér á
landi bitnar á viðskiptunum við
Bandaríkin vegna þess að bifreiðar
framleiddar þar eru almennt með
stærri vélar en gerist í Evrópu. Þar
til annað fæst staðfest opinberlega
telst það hreinn ásetningur yfírvalda
á Islandi að hér skuli ekki seldar
amerískar bifreiðar. Hér með er skor-
að á íslenska embættismenn að reka
af sér slyðruorðið og koma hreint til
dyranna með það atriði. Milljarðavið-
skipti geta verið í húfi er Bandaríkja-
menn láta til skarar skríða gegn fleiri
ríkjum er stunda einhliða fríverslun
við þá.
Það er með ólíkindum að íslend-
ingar láti þvílíka ofurskammsýni
ráða í tiltölulega smáu máli, þjóð-
hagslega séð, að þeir tefli í tvísýnu
tuga milljarða útflutningi. Á sama
tíma er Evrópusambandið að beita
okkur þvingunum; heimta veiðikvóta,
loka hér fiskvinnslustöðvum og setja
eftirlitstæki í mikilvægustu atvinnu-
tæki okkar á þurru landi.
Höfundur er rekstrarhagfræð-
ingur.
HÚÐKREM DR. GUTTORM HERNES
Húðkrem dr. Guttorm Hernes frá Bod í Noregi
hefur vakið verskuldaða athygli á Norðurlöndunum
og á íslandi fyrir frábæran árangur við meðhöndlun
ýmissa húðvandamála.
Húðkrem dr. Guttorms Hernes er nú fáanlegt á:
Sendum í póstkröfu um land allt.
Borgarkringlunni, 2 hæð,
símar 854 2117 & 566 8593.
allnn
laugardaginn!
Opiö virka daga
12.00-20.00 og
á laugardögum
10.00-16.00.
Grensásvegi 3 • Sími 588-5900 • Fax 588-5905
Verslunin á Internetinu: http://www.mmedia.is/bttolvur
Staögreiösla er
ódýrast fyrir þig.
Bjóöum einnig:
zwmm4
TtL ALLT AÐ 36 MÁNADA
Opiðlaugardagfrá
10.00 til 16.00.
Allt að 60% afsláttur.
Veriðvelkomin.
doroayu / nhnnqh uvrNÆa