Morgunblaðið - 19.01.1996, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 43
ÞURÍÐUR SVAVA
ÁSBJÖRNSDÓTTIR
+ Þuríður Svava
Ásbjörnsdóttir
fæddist á Dísar-
stöðum í Sandvík-
urhreppi 30. mars
1933. Hún lést á
Borgarspítalanum
13. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Sigríð-
ur Guðmundsdóttir
frá Sólheimum í
Hrunamanna-
hreppi og Ásbjörn
Guðjónsson frá Dís-
arstöðum í Sand-
víkurhreppi. Þau
eru bæði látin. Hún
fluttist sex vikna gömul með
foreldrum sínum til Hafnar-
fjarðar, en síðar til Reykjavíkur.
Systkini hennar eru: Hrafnhild-
ur, hennar maður er Olafur
Ágústsson, og Guðmundur
Gunnar, hans kona er Guðbjörg
Jóna Magnúsdóttir. Hinn 9. októ-
ber 1954 giftist Þuríður Svava
eftirlifandi eiginmanni sínum
Gústav Adolf Bergmann, sem
er frá Hámundar-
stöðum í Vopnafirði.
Böm þeirra eru: 1)
Sigurbjörn Svavar,
f. 27.7. 1955, kona
hans er Laufey Auð-
ur Kristjánsdóttir og
eiga þau fjögur böm.
30.6.
1960, kona hans er
Margrét Þóra Ein-
arsdóttir og eiga þau
tvö böm. 3) Ásdís, f.
6.6. 1961, hennar
maður er Helgi
Bragason og eiga
þau tvö böm. Upp-
komin dóttir Ásdísar
er Svava Ingþórsdóttir, unnusti
hennar er Guðmundur Wemer
Emilsson. 4) Gunnar, f. 26.11.
1962, ókvæntur og bamlaus.
Þau hjón, Þuríður Svava og
Gústav, fluttu til Suðurnesja
1958 og settust að í Keflavík
1963.
Útför Svövu verður gerð frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
FALLIN er frá, langt um aldur
fram, aðeins 62 ára, ein elskuleg-
asta kona og nágranni sem hægt
er að hugsa sér, Svava Ásbjörns-
dóttir, Mávabraut 8d f Keflavík.
Við hjónin erum vitanlega harmi
slegin eftir þau tíðindi er okkur
bárust laugardaginn 13. janúar sl.,
að Svava væri látin. Þó kom þessi
harmafregn okkur ekki á óvart
fremur en ættingjum hennar, sem,
eins og við, reyndu að halda í þá
veiku von, að um einhvern bata
gæti orðið að ræða, er tímar liðu
fram.
Við hjónin höfum búið eins nærri
þeim Svövu og Gústav og hægt er
að komast, í orðsins fyllstu merk-
ingu, því einungis einn veggur skil-
ur íbúðir okkar að, þau í raðhúsinu
á Mávabraut 8d og við á 8c, og
geta má nærri, að nokkur samgang-
ur hafi verið okkar á milli, í meira
en 30 ár, sem við höfum búið þama.
Þó var hann mun meiri, þegar böm-
in okkar voru lítil ög léku sér sam-
an, oftast í mesta bróðerni. Er þau
uxu úr grasi hélst áfram mikil vin-
átta á milli þeirra og ríkir enn.
Það er margs að minnast frá
þeim tíma, sem við höfum verið
nágrannar, og er þá einungis um
góðar minningar að ræða, því það
bar aldrei skugga á samskipti okkar
við þau. Við Gústav vorum sam-
starfsmenn í lögreglunni á Keflavík-
urflugvelli í hartnær 40 ár eða þar
til ég hætti þar störfum sakir ald-
urs og má nærri geta, hvort slíkt
samstarf hafi ekki átt sinn þátt í
að efla sambandið og vináttuna.
Guðrún, konan mín, og Svava voru
einnig alla tíð, frá upphafi til enda,
einstaklega góðar vinkonur og vildu
allt fyrir hvor aðra gera sem þær
máttu. Aldrei gleymi ég því, þegar
Svava kom í kaffi til Gunnu með
einhveijar fréttir og umræðuefni
með sér og ég sat uppi, við tölvuna
eða lestur dagblaða, að ég heyri
oftar en einu sinni svo hvellan og
dillandi hlátur frá Svövu, sem virk-
aði á mig sem bjartur, heitur sólar-
geisli í skammdegi og yljaði mér
um hjartaræturnar í hvért sinn.
Reyndar sá ég hana aldrei öðru vísi
en brosandi eða hlæjandi, enda var
hún einstaklega hláturmild og þurfti
lítið til að laða fram hlýtt bros á
varir hennar. Alla jafnan var hún
glettin og spaugsöm og sá oftast
björtu hliðarnar á tilverunni.
Ef ég ætti að telja upp alla kosti
Svövu þyrfti greinin að vera helm-
ingi lengri. Læt ég því nægja að
tilgreina nokkra, sem ég er viss um
að geta staðið við. Hún var einstak-
lega trygglynd gagnvart vinum sín-
um og vandamönnum, hlý í viðmóti
við alla, sem hún átti samskipti við,
með afbrigðum gjafmild, sem sann-
aðist best á því, að ef einhver í
okkar fjölskyldu (hvað þá hennar)
átti stórafmæli og ef barn fæddist
eða var skírt komu ætíð svo dýrar
gjafir frá Svövu, að lá við ofrausn
og gerði það að verkum, að við stóð-
um ætíð í ómældri þakkarskuld við
hana. Hún var fjarskalega bamgóð
og umgekkst börn með mikilli natni
og hlýju, enda hefði hún ekki getað
verið dagmamma í fjölmörg ár, ef
hún hefði ekki verið þeim kostum
búin. Oft gætti hún fimm til sex
barna samtímis fyrir vandalausa og
var ekki annað að sjá en bömin
kynnu vel að meta viðmót hennar
og hjartagæsku. Ekki er ósennilegt,
að blessuð bömin eigi eftir að sakna
hennar sárt. Telja mætti upp fleiri
kosti hennar, en þetta læt ég nægja.
Sjálfsagt hefur hún haft einhverja
ókosti, eins og við öll, annað væri
ekki mannlegt, en þá bar hún ekki
á borð fyrir óviðkomandi. Við urðum
aldrei vör við neitt annað en gott í
fari hennar og eru minningar okkar
tengdar því.
Svava átti mikinn þátt í að halda
fjölskyldu sinni vel saman og ekki
veit ég betur en hjónaband þeirra
Gústa hafi verið reist á traustum
gmnni, því þau voru samhent í öllu
og hann létti undir með henni, eins
og kostur var. Eins og börnin þeirra
kallaði hann hana oft „mömmu“ sem
sýnir best, hversu mikils hann mat
hana. Oft var gestkvæmt hjá þeim
Svövu og Gústa enda þau höfðingjar
heim að sækja, veittu öilum vel í
mat og drykk og ekki síður með
hlýju hugarfari og skemmtilegum
umræðum um allt milli himins og
jarðar. Þótt börnin þeirra væru flest
flutt að heiman komu þau oft í heim-
sókn með sín böm, því þar var gott
skjól að finna, sem Svava var.
Það verður tómlegt á Mávabraut
8, eftir að Svava er horfin þaðan.
Má helst líkja því við, að slokknað
hafi á sólinni um langa hríð. En í
dag kveðjum við Svövu, eina elsku-
legustu konu, sem við höfum kynnst
á lífsleiðinni, með sárum söknuði
og treystum því, að góður guð gefi
Gústa og ollum afkomendum þeirra
hjóna allan þann styrk, sem hann
hefur yfir að ráða til að létta þeim
lífið ný og í komandi framtið. Megi
minningin um ástríka eiginkonu og
móður búa um sig í hjarta þeirra
og veita þeim hugarró.
Við hjónin kveðjum Svöyu með
söknuði og sárum trega og þökkum
henni fyrir allar þær ánægjustundir,
sem hún veitti okkur með nærveru
sinni.
Sigurgeir og Guðrún.
Okkur systkinin langar í fáum
orðum að minnast hennar Svövu
sem okkur þótti alla tíð svo vænt
um.
Við sem vorum að alast upp á
Mávabraut í Keflavík fyrir tveim til
þrem áratugum eigum öll hlýjar og
góðar minningar um Svövu. Máva-
braut, sem á þeim tíma samanstóð
aðallega af þremur nýlega byggðum
raðhúsum, var mjög sérstakt samfé-
lag á þessum árum og þar skipaði
Svava alveg sérstakan sess. Hverfið
var fullt af krökkum sem léku sér
saman í móanum sem umlukti það
og öll vorum við heimagangar hvert
hjá öðru. Þetta var alveg sérstak-
lega skemmtilegt umhverfí að alast
upp í. Gekk oft mikið á í eldhúsinu
hjá Svövu þegar við vorum þar sam-
ankomin. Þá gekk kókómaltið og
ristaða brauðið ómælt ofan í
krakkaskarann og hló Svava þá oft
dátt yfír vitleysunni sem gat oltið
upp úr okkur krökkunum. Þarna
kom vel í ljós hversu stóran sess
bömin og þeirra hugarheimur skip-
aði í hjarta Svövu. Börnum leið allt-
af vel í hennar návist. Enda átti hún
síðar eftir að taka að sér dagvist
barna og passaði þá meðal annars
böm þeirra bama sem áður höfðu
setið hjá henni í eldhúsinu og notið
þess að vera í návist hennar.
Ekki er hægt að sleppa því að
minnast á barnaafmælin fjörugu á
Mávabraut 8D, því þau voru alltaf
alveg einstaklega vel heppnuð. Það
var líka alveg sérstakt tilhlökkunar-
efni að fá sneið af marglitu, rönd-
óttu lagtertunni sem engan sveik.
Fyrir þremur áram fékk heimilis-
fólkið á Mávabaut 8D þá frábæra
hugmynd að bjóða heim „krökkun-
um“ úr hverfinu og endurnýja göm-
ul kynni. Var mikið hlegið þegar
riijuð vora upp gömul prakkarastrik
og ævintýri. Það var eins og við
hyrfum öll aftur til uppvaxtarár-
anna í því sérstaka andrúmslofti
sem þama myndaðist. Það var okk-
ur öllum mikils virði að hittast aftur
í þessum góða félagsskap þar sem
Svava var eins og ævinlega hrókur
alls fagnaðar. Þó að leiðir skilji nú
munum við alltaf eiga góðar minn-
ingar um Svövu.
Með þessum orðum viljum við
fyrir hönd fjölskyldu okkar votta
ykkur öllum sem um sárt eigið að
binda okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Megi góður Guð styrkja ykkur.
Guðbjörg, Jón Örn og Magnús.
Elsku „amma“ Svava.
Ég mun alltaf sakna þín í hjarta
mínu því þú varst mér alltaf svo
kær á meðan ég var í pössun hjá
þér. Þú varst eins og mín þriðja
amma og hjá þér var alltaf gott að
vera í þau fimm ár sem þú passaðir
mig. Þakka þér fyrir það og allar
ógleymanlegu stundirnar.
Hvíl þú í friði.
Þín,
Bergný Ösp.
Tárin leka hægt og rólega niður
kinnamar, hugurinn er að melta það
sem erfitt er að skilja. Hjartað minn-
ist og líkaminn titrar. Hún amma
Svava er farin af okkar tilverustigi.
Af hveiju?
Þó var þessi yndislega manneskja
ekki skyld mér. Hún var dagmamm-
an mín á yngri árum en ég var
ekki lengi að tileinka mér hana sem
ömmu.
Þegar ég hóf skólagöngu hélt ég
heimsóknum mínum áfram og hélt
vinskap við elstu barnabörn hennar.
Þegar ég heimsótti hana eða hringdi
fannst mér ég vera að tala við jafn-
aldra vinkonu mína. Hún var svo
skilningsrík ög skemmtileg.
Við unglingarnir pælum mörg í
því hvort það sé líf eftir dauðann.
Á meðan við erum í vafa getum við
verið sannfærð um eitt andlegt til-
verustig. Það eru minningar í hjarta
okkar eftirlifandi.
A meðan við minnumst hennar
lifir hún' í huga okkar og hjarta.
Ég sendi afa Gústa, Asdísi, Sig-
urbirni, Gunnari, Hjalta og fjöl-
skyldum þeirra mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Megi minning
ömmu Svövu lifa um eilífð.
Þórdís Þórhallsdóttir.
Ég var búinn að vera á þönum
um allan bæ á Þorláksmessu, glaður
í bragði og hlakkaði óvenju mikið
til jólanna miðað við undanfarin ár.
Þegar komið var undir kvöld og ég
að búa mig undir brottför til Kefla-
víkur, þar sem ég ætlaði að dvelja
hjá foreldrum mínum á Mávabraut
8c yfír hátíðimar bárust mér þær
þau válegu tíðindi að hún Svava á
Mávabraut 8d, móðir míns besta
æskuvinar, hefði veikst alvarlega
og væri vart hugað líf. I einu vet-
fangi dofnuðu jólaljósin og tilhlökk-
unin eftir jólunum breyttist í gremju
og kvíða. Það varð ekkert við neitt
ráðið og nú þegar nýtt ár hefur
göngu sína er Svava látin og ljóst
að við fáum ekki notið návistar
hennar framar í þessu lífi.
Það er erfítt að hugsa sér Máva-
brautina án Svövu, því þau era vel
á fjórða tug árin sem Svava og
Gústi hafa búið á Mávabraut 8d.
Æskuárin verða ekki rifjuð upp
öðruvísi en Svava komi þar við sögu
því við Gunni, yngsti sonur hennar,
voram óaðskiljanlegir fram á ungl-
ingsár. Þeir vora ófáir dagarnir sem
ég dvaldi heima hjá Gunna þar sem
við lékum okkur daginn út og inn
með tindáta, söfnuðum leikara-
myndum, teiknuðum, skoðuðum
hasarblöð, horfðum á kanasjónvarp-
ið og sigraðum heiminn í huganum.
í öllum hamagangnum og tillitsleysi
æskunnar var Svava stæðileg og
góð kona sem sá um að fullnægja
framþörfum okkar svo við gætum
haidið áfram að vera hasarblaða-
hetjur í okkar eigin ímyndaða hug-
arheimi. Þegar klukkan sló fjögur
kallaði hún okkur í drekkutíma, eins
og við kölluðum það, og á meðan
við Gunni skoðuðum hvor sitt hasar-
blaðið og þömbuðum kókómaltið
stóð Svava við brauðristina og rist-
aði hveija brauðsneiðina á fætur
annarri handa okkur. Hún eins og
leit á það sem sitt hlutskipti í lífínu
að næra og passa börn, ekki bara
sín eigin, heldur hvert það bam er
rataði inn á hennar heimili. Fyrir
meira en tuttugu áram gerði hún
það að fullu starfi að passa böm
og hélt því áfram allt til enda. Svava
var mjög eftirsótt dagmóðir og kom-
ust jafnan færri foreldrar að með
börn sín en vildu. Það gat verið
hávaðasamt, enda börnin flest mjög
ung en Svava hafði einstakt lag á
þeim og kölluðu þau flest, ef ekki
öll, hana Svövu ömmu.
Svava var einstaklega glaðlynd
kona og hafði hvellan og smitandi
hlátur sem kom manni ávallt í gott
skap. Þótt heimsóknunum á Máva-
brautina hafi fækkað eftir að ungl-
ingsáranum sleppti fann maður
ávallt fyrir hlýhugnum. f hvert sinn
er tímamót hafa orðið í mínu lífi
hafa mér verið færðar gjafír frá
Svövu. f hennar augum var ég
eflaust eins og einn af hennar son-
um, enda varði ég stóram hluta
æsku minnar inni á eða kringum
hennar heimili. Hin síðari ár var það
fastur liður að fá þéttingsfast faðm-
lag frá Svövu á miðnætti á gamlárs-
kvöld sem gaf manni kraft og trú
á nýja árið. Það er sárt til þess að
vita að fá ekki þetta faðmlag oftar
sem svo fuilt var af ástúð og hlýju.
Nú ertu horfín úr þessari jarð-
vist, elsku Svava. Ég vil þakka þér
þær stundir sem ég hef átt í návist
þinni. Ég veit að ef til er Guð þá
ert þú hjá honum. Ég veit að ef til
era englar þá ert þú einn af þeim
og ef til era lítil englaböm þá era
þau nú í pössun hjá þér.
Þinn Þorri.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærrar
eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
ÞÓRUNNAR JÓNU ÞÓRÐARDÓTTUR,
Hringbraut 50.
Sigurmundur Guðnason,
Guðni Sigurmundsson, Edda Sveinbjörnsdóttir,
Garöar Guðnason,
Karólfna Þórunn Guðnadóttir.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur hlýhug og vináttu við and-
lát og útför móður minnar, tengdamóö-
ur, ömmu, langömmu og langa-
langömmu,
ULLU BENDIXEN,
Utterslev Torv 20,
Kaupmannahöfn.
Inger Guðmundsson,
Engilbert Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim,
sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við
andlát og útför eiginmanns míns og
bróður okkar,
SIGURPÁLS MARINÓS
ÞORKELSSONAR,
Aflagranda 40,
Reykjavfk.
Svava Aradóttir
og systkini.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
SIGRÍÐAR EIRÍKSDÓTTUR
frá Túnsbergi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkra-
húss Suðurlands og dvalarheimilisins á
Blesastöðum.
Jóhanna M. Þorgeirsdóttir,
Eiríkur Þorgeirsson,
Sigrfður Ó. Þorgeirsdóttir, Óttar Gunnlaugsson,
Siggeír Þorgeirsson,
Kjartan J. Þorgeirsson, Sólborg Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.