Morgunblaðið - 23.01.1996, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 23.01.1996, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón Páll Is Út af Vestfjörðum FLUGVÉL Landhelgisgæsl- unnar, TF-SÝN, fór á sunnu- dag í eftirlits- og ískönnunar- flug á Dohm-banka og úti fyrir Vestfjörðum. Næst landi var ísbrúnin 63 sjó- mílur norðvestur af Kópa- nesi og 76 sjómílur norð- vestur af Kögri. Þéttleiki hafísjaðarins var talsvert mikill og víða lágu ísdreifar út frá ísjaðrinum og einnig nýmyndun eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var í leiðangrinum. Veður til ískönnunar var gott; hálfskýjað og ágætt skyggni. Hafís fyrir Vestfjörðum 21. janúar 1996L Nýr meirihluti tekinn við í Reykhólahreppi Meginverk að endur- skipuleggja fjármál NÝR meirihluti um stjóm hrepps- mála í Reykhólahreppi var staðfest- ur á laugardag. Á hreppsnefndar- fundinum var jafnframt gengið frá ráðningu Guðmundar H. Ingólfsson- ar úr Hnífsdal sem sveitarstjóra. Nýja meirihlutann skipa þrír full- trúar N-listans, sem voru í minni- hluta, og tveir fulltrúar af fjórum af L-listanum sem var 1 meirihluta og er Stefán Magnússon, oddviti gamla meirihlutans, annar þeirra. Stefán sagði af sér sem oddviti á hreppsnefndarfundinum og var einn fulltrúinn af N-listanum, Þórður Jónsson' í Árbæ, kosinn í embættið í hans stað og Sveinn Hallgrímsson á Skálanesi, af L-listanum, varaodd- viti. Nýi meirihlutinn óskaði ekki eftir áframhaldandi störfum Úlfars Thoroddsens, fyrrverandi sveitar- stjóra á Patreksfirði, en hann hefur verið hreppsnefndinni til aðstoðar undanfamar vikur. Þess í stað var Guðmundur H. Ingólfsson, fyrrver- andi forseti bæjarstjórnar ísafjarð- arkaupstaðar, ráðinn sveitarstjóri til þriggja mánaða. Eignir auglýstar Að sögn Stefáns Magnússonar er það meginverkefni nýja meirihlutans að vinna að endurskipulagningu á fjármálum Reykhólahrepps og fyrir- tækja hans og leita leiða til að leysa mikinn íjárhagsvanda sveitarfélags- ins. Á fundinum á laugardag var kynntur samningur sem gerður hef- ur verið við Orkubú Vestfjarða um sölu á hitaveitu Reykhóla. Segir Stefán að samningurinn hafi verið undirritaður með fyrirvörum og er unnið að því að koma honum í fram- kvæmd. Jafnframt er gert ráð fyrir sölu annarra eigna, svo sem eyja og jarðarhluta. Stefán segir að þegar hafí borist fyrirspurnir en býst við að eignirnar verði auglýstar til sölu á næstunni. í málefnasamningi meirihlutans er gert ráð fyrir að leitað verði eftir samningum við lánardrottna um lækkun lána sveitarfélagsins og fyr- irtækja hans. Loks verður unnið að gerð fjárhagsáætlunar til þriggja ára. Kæra þriggja íbúa Reykhóla- hrepps vegna ýmissa stjórnsýsluat- hafna stjórnenda sveitarfélagsins er enn til meðferðar í félagsmálaráðu- neytinu. Þar fengust þær upplýs- ingar að kæran yrði send hrepps- nefndinni til umsagnar á næstunni. Látnum manni var úrskurðað barn SÉRFRÆÐINGAR hafa komist að þeirri niðurstöðu að 99% líkur séu á að kona, sem lést fyrir ári, hafi ver- ið dóttir athafnamanns frá Höfn í Hornafirði. Þessi niðurstaða þykir auka mjög líkur á að erfðaskrá mannsins verði úrskurðuð ógild og að börn konunnar fá arf eftir mann- inn. Málsatvik eru þau að konan komst að því á árinu 1994 að hún væri að öllum líkindum ekki dóttir þess manns sem hún hafði allt sitt líf talið föður sinn. Við eftirgrennsl- an komst hún að því að faðir henn- ar væri að öllum líkindum athafna- maður frá Höfn í Hornafirði. Hann mun hafa viðurkennt fyrir henni að hann væri faðir hennar. Þegar kon- an var fimmtug sendi maðurinn henni afmæliskort sem hann undir- ritar „þinn faðir“. Konan lést snemma á síðasta ári og mánuði síðar féll meintur faðir hennar einn- ig frá. Maðurinn hafði látið gera erfða- skrá nokkrum árum áður, þar sem hann arfleiðir ættingja sína að öllum eigum sínum, en þær voru allmiklar. Börn konunnar lögðu þá fram kröfu um að arfurinn gengi til þeirra með þeim rökum að maðurinn hefði verið afi þeirra. Aldrei gengið formlega frá faðerninu Jón Oddsson, lögmaður barna konunnar, sagði að maðurinn hefði verið búinn að viðurkenna fyrir kon- unni skömmu áður en hún lést að hann væri faðir hennar. Hann sagði að við jarðarför konunnar hefði hann heimilað að sín væri getið í líkræðu sem föður konunnar. Aldrei hefði þó verið gengið formlega frá viður- kenningu á réttu faðerni hennar meðan bæði lifðu. Á síðasta ári gerði Jón kröfu um að lík mannsins yrði grafið upp svo að hægt væri að komast að faðemi konunnar með DNA-rannsókn. Til þess kom ekki vegna þess að í ljós kom að bæði maðurinn og konan höfðu verið krufin og til voru sýni úr þeim. Sýnin voru send í rannsókn ásamt sýnum úr börnunum og móð- ur konunnar. Jón sagði að eftir ítar- lega rannsókn sérfræðinga hefði komið sú niðurstaða að 99% líkur væru á að hinn hornfirski athafna- maður væri faðir konunnar. Meint barnsmóðir mannsins hefur höfðað faðernismál til þess að fá faðerni dóttur sinnar viðurkennt. Niðurstöðu er að vænta í næsta mánuði. í kjölfarið mun sýslumaður á Höfn í Hornafirði taka afstöðu til kröfu um að erfðaskrá mannsins verði úrskurðuð ógild. Jón sagði að í henni hefði maðurinn skrifað að þar sem hann ætti enga lögerfingja gengju eigur sínar til annarra ætt- ingja. Krafa um ógildingu erfða- skrárinnar væri lögð fram á grund- velli þess að manninum hefði ekki verið ljóst þegar hann gerði erfða- skrána að hann ætti dóttur og barna- börn. A-listinn sigraði með níu prósentustigum í stjórnarkjöri í Yerkamannafélaginu Dagsbrún Fyrsta verk að kanna afstöðu til stjómar A-LISTINN sigraði B-listann naum- Iega í stjórnarkjöri í Verkamannafé- lagiúu Dagsbrún um helgina og tek- ur Halldór Björnsson, núverandi varaformaður, við formannsstarfinu af Guðmundi J. Guðmundssyni á næsta aðalfundirfélagsins. A-listinn fékk tæplega 54% atkvæða, en fylgi B-Iista var rétt rúm 45%. „Það hlýt- ur að verða mitt fyrsta verk að kanna ástandið hjá félagsmönnum gagnvart stjórninni," sagði Halldór í gær. „Það þýðir ekki að undirbúa kjarasamninga í haust án þess að vita hvernig ég stend og ef ástandið er eins og Sigurður Rúnar [Magnús- son, varaformannsefni B-listans] lýsir því þá er talsverð vinna fram- undan.“ Tveir listar voru í framboði, A- listi stjórnar og mótframboð B-lista, sem bauð fram undir einkunnarorð- unum ný Dagsbrún. „Vissi að þetta yrði erfitt“ „Ég vissi alltaf að þetta yrði erf- itt, en var alltaf vongóður um að við myndum hafa þetta,“ sagði Hall- dór Björnsson í gær. „Þessi úrslit sýna manni að auðvitað þarf að taka til í sínum heimagarði." Halldór sagði að engin stjórn gæti starfað án sambands við sína félagsmenn og því þyrfti að fara út á vinnustaðina til að kanna hvort íjarlægðin væri jafnmikil og af væri látið, „Ég er í sjálfu sér ósköp hress yfir úrslitunum, en ég hefði kosið sigur,“ sagði Kristján Árnason, for- mannsefni B-listans. „Nú er búið að hrista það mikið upp í Dagsbrún að þeir komast ekki hjá því að taka til- lit til vilja okkar. Þeir verða að breyta lögum Dagsbrúnar í lýðræðisátt." „Ekki fengið sííka lexíu í hálfa öld“ Kristján sagði að stjórnin hefði „ekki fengið slíka lexíu í hálfa öld“ og kvaðst „reikna fastlega með ann- arri atlögu“ að stjórninni, þótt ekki væri víst að hann yrði í forsvari. „Það er búið að brýna vopnið með þessum ungu mönnum," sagði Krist- ján. „Þetta var ströng barátta og við börðumst eins og hetjur nánast hvern einasta dag. Það verður ör- ugglega farið aftur fram að ári og þá verður örugglega sigur.“ Kristján var þeirrar hyggju að kosningasmölun Á-listans hefði ráð- ið úrslitum í stjórnarkjörinu. Mikinn fjölda ellilífeyris- og örorkuþega hefði drifið að, sérstaklega fyrri dag kosninganna, sem fóru fram föstu- dag og laugardag, og bæri það því vitni að A-listinn hefði smalað af kappi. „Er það eitthvað nýtt í kosningum að fá fólk á kjörstað?" sagði Halldór þegar hann var spurður um þessa gagnrýni. „Ætli menn að fá kosn- ingaþátttöku verður að leggja í það vinnu. Ég held að menn þurfi ekki að hneykslast á því þótt reynt sé að hvetja fólk til að koma á kjör- stað.“ Halldór sagði að A-listinn hefði hafið kosningabaráttu seinna en B-listinn. „Þeir byijuðu fyrr en við úti á vinnustöðurn," sagði Halldór. „Ég tel að sú vinna, sem við lögðum af mörkum, hafi skilað sér.“ Sigurður Rúnar Magnússon, vara- formannsefni B-listans, sagði í sam- tali við fjölmiðla um helgina að þessi úrslit gæfu til kynna að kominn væri fram klofningur í Dagsbrún. Morgunblaðið náði ekki tali af Sig- urði Rúnari vegna þessara ummæla. Kristján Árnason kvaðst aðeins hafa rætt þetta lítillega við Sigurð og sagðist „persónulega" telja „betra að vera sameinaðir, en sundraðir" til að ná árangri. „Ég tel að við getum náð vit- rænni árangri með því að standa saman," sagði Kristján. „Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér. Það sést á landsmálapólitíkinni.“ „Við verðum að vinna að því að koma á einingu," sagði Halldór um ummæli Sigurðar Rúnars. „Ég hef alltaf átt gott með að vinna með fólki. Það þarf að ná sáttum innan Dagsbrúnar. Ég hitti mótframbjóð- endur okkar og fann ekki annað en að þeir væru tilbúnir til að vinna með okkur.“ A-listi fékk 939 atkvæði eða 53,84% í kosningunum, sem haldnar voru föstudag og laugardag, og B- listinn 785 atkvæði eða 45,01%. Tæplega 50% þátttaka 3.595 voru á kjörskrá og kjörsókn var 1.744 eða 48,57%. 16 seðlar voru auðir og fjórir ógildir. Ný stjórn er kjörin til eins árs, en hún hefur iðulega verið sjálfkjörin. Síðast barst mótframboð árið 1991 og þar áður 1972. Árið 1991 var kosningaþátt- taka um 10 prósentustigum minni en nú, eða 38,91%. Þá var leikurinn sýnu ójafnari. A-listinn vann með 62% fylgi gegn 35% fylgi B-lista. Kosningunum lauk klukkan níu á laugardagskvöld og sagði Snær Karlsson, formaður kjörstjórnar, að talningu hefði verið lokið klukkan hálftólf. Hins vegar hefði verið ljóst hvert stefndi meðan á talningu stóð, enda munurinn 9 prósentustig. Snær hafði orð á því að kosningaþátttaka hefði ekki náð 50% og taldi það vera til marks um það áhugaleysi, sem einkenndi félagastarf á Islandi. Síð- ast hefði þátttaka farið yfir 50% i stjórnarkjörinu árið 1972. ( i ( < ( I ( ( < I fe I I I l I L
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.