Morgunblaðið - 23.01.1996, Side 6

Morgunblaðið - 23.01.1996, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rekstur einkaskóla að Skutustöðum Framlag úr jöfnunar- sjóði styrki sveitar- félagið reksturinn FORMAÐUR stjómar jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur úrskurðað að ef Skútustaðahreppur í Mývatnssveit greiðir rekstrarstyrk til einkaskóla sem nú er rekinn á Skútustöðum þá heimili lög að sveitarfélagið geti sótt grunnskólaframlag úr jöfnunar- sjóði vegna bama í einkaskólanum, enda taki hreppurinn tilsvarandi eða meiri þátt í rekstri skólans. Sigurður Rúnar Ragnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, seg- ir að þetta þýði að sveitarstjómin verði að taka afstöðu til þess hvort hún vilji greiða rekstrarstyrk til einkaskólans og ljármagna þann styrk með framlögum úr jöfnunar- sjóði. Mál þetta verður væntanlega tekið fyrir á næsta fundi sveitar- stjómarinnar næstkomandi mánu- dag. Að sögn Sigurðar Rúnars óskaði sveitarstjóm Skútustaðahrepps eftir úrskurði um túlkun á lögum og reglugerð um jöfnunarsjóð, en sveit- arstjóm taldi ekki heimilt að hrepp- urinn sem slíkur gæti sótt fé í sjóð- inn til að afhenda í rekstur einka- skólans. Skólinn tók til starfa síðast- liðið haust og fékk hann rekstrar- styrk frá menntamálaráðuneytinu sem nema kennaralaunum, en í skól- anum em 20 af 70 grunnskólanem- um í hreppnum. Hreppurinn leigði skólanum húsnæði en að öðm leyti hafa foreldrar bamanna borið kostn- að af rekstrinum. Minna til skiptana „Þetta er athyglisverður úrskurð- ur að því leyti að ef einkareknir skólar geta vænst þess að fá rekstr- arframlög frá jöfnunarsjóði í gegn- um sveitarfélög þá hlýtur þetta að hafa áhrif á stöðu jöfnunarsjóðs og greiðslu til annarra grunnskóla. Það hlýtur að verða minna til skiptana fyrir þá grunnskóla sem reknir em af sveitarfélögum. Ef þetta er raun- in þá finnst mér líklegt að menn verði glaðari og bjartsýnni á að stofna einkaskóla og skilja þá sveit- arfélögin með lagaskylduna á rekstri grunnskóla eftir með óhag- stæðari og smærri rekstrareining- ar,“ sagði Sigurður Rúnar. Úrval/Útsýn Morgunblaðið/Ámi Sæberg Fjórir kátir ÞESSIR fjórir gerðu að gamni sínu þegar ljósmyndarinn fór til þess að láta hreinsa bílinn sinn á dögunum. Félagarnir heita Andri Hermannsson, Kjartan Á. Þórarinsson og Arnór Barkar- son. Og sá fjórðier Snæfinnur snjókarl. 10.000 á sumarkynningu FJÖLMENNI var á sumarkynningu Úrvals/Útsýnar á sunnudag. Að sögn Goða Sveinssonar, sölu- og markaðs- stjóra ferðaskrifstofunnar, mættu um tíu þúsund manns þá þijá tíma sem kynningin stóð. „Það var opið á öllum söluskrifstofum okkar og það var nánast öngþveiti allan tímann. Þetta er mikil flölgun frá síðasta ári þegar mættu um fímm þúsund manns á kynninguna." Töluvert meira var bókað á þessum fyrsta söludegi sumartilboða en áður. Að sögn Goða voru alls bókuð um Ijögur hundruð sæti, mest á Mallorka og Portúgal, eða samtals um 250 sæti. „Úrval/Útsýn bjóða viðskipta- vinum sem bóka og greiða staðfest- ingargjald fyrir 14. febrúar sjö þús- und króna afslátt á mann. Þar að auki fæst 5% afsláttur þegar ferðir eru staðgreiddar. Fólk getur því spar- að sér umtalsverðar flárhæðir," sagði Goði, og ennfremur að almennt væri lítil, breyting á verði frá síðasta ári. Úrval/Útsýn kynnti tvo bæklinga á sunnudag. Annars vegar bækling- inn Sumarsól með fjölbreyttum ferð- um, nýjungum jafnt sem hefðbundn- um ferðum. Meðal nýjunga má nefna Marbella á Costa dei Sol, Fort Myers í Flórída, frönsku Rivieruna, sumar- húsa- og skemmtigarðinn Duinrell í Hollandi, fjölbreyttar Ítalíuferðir, íbúðir í London og París og skemmti- siglingar um Miðjarðarhaf og Karíba- haf. I hinum bæklingi Úrvals/Útsýn- ar eru kynntar sérferðir ferðaskrif- stofunnar á þessu ári og kennir þar ýmissa grasa. Um er að ræða 15 ferðir, jafn fjölbreyttar og þær eru margar. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 145 míUjónir í þágxi aldraðra 160 aldraðir í brýnni þörf á biðlista í SKÝRSLU borgarstjóra með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborg- ar fyrir árið 1996 kemur fram að áætlað er að veita 145 milljón- um króna til framkvæmda í þágu aldraðra á árinu. Helstu fram- kvæmdir er bygging hjúkrunar- heimilis fyrir aldraða í Suður- Mjódd en þar er gert ráð fyrir 79 hjúkrunarrýmum og verða fyrstu rýmin tekin í notkun um mitt ár 1997. Á biðlistum eftir hjúkrunarrými eru 160 aldraðir sem eru í brýnni þörf að sögn borgarstjóra. Góð eignastaða aldraðra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði við fyrri um- ræðu um fjárhagsáætlun borgár- innar að ýmsar þversagnir væru í málefnum aldraðra. Benti hún á að eignastaða þeirra sem eru 67 ára og eldri væri að jafnaði mjög góð, en að sá uppsafnaði sparnað- ur sem lægi í eignunum nýttist fólki að óverulegu leyti. „Þannig nam eignaskattsstofn 65 ára og eldri í Reykjavík árið 1994 68 milljörðum króna,“ sagði borgar- stjóri. „95% allra hjóna og 72,3% allra einstaklinga áttu fasteign. Meðaleign hjóna var um 11 millj- ónir króna og meðaleign einstakl- inga 5,8 milljónir króna. Dreifing eigna er auðvitað misjöfn, en tæplega eitt þúsund hjón áttu eign yfir 12 milljónum króna.“ Erfitt að viðhalda eignum Borgarstjóri sagði að margir í þessum hópi ættu því góðar og verðmætar fasteignir en ættu fullt í fangi með að viðhalda eign- inni eða greiða af henni skatta og skyldur, þar sem tekjur væru óverulegar. Áðrir hafi misst heils- una og gætu í raun ekki búið leng- ur heima en kæmust ekki með nokkru móti í ,þá þjónustu, sem þeir þyrftu á að halda, þar sem opinberir aðilar hafi hvorki fjár- magn til að byggja né reka hjúkr- unarheimili. Nýrri og sann- gjamari leiðir Önnur þversögn væri að mati borgarstjóra að þegar aldraður sjúklingur legðist inn á hjúkr- unarheimili tæki sá þátt í kostn- aði við þjónustuna, sem hefði ein- hveijar tekjur úr lífeyrissjóði, en hinn ekki, sem engar slíkar tekjur hefði, þó hann ætti umtalsverðar eignir. Þannig væri gengið á ævi- sparnað annars en ekki hins. „Á komandi árum mun fjölga veru- lega í hópi aldraðra og einna mest í hópi háaldraðra, sem helst þurfa á þjónustu að halda,“ sagði borgarstjóri. „Ef okkur á að tak- ast að tryggja þeim áhyggjulaust ævikvöld og öryggi um sinn hag þegar og ef heilsa gefur sig, verð- um við að þróa nýjar, réttlátar og sanngjarnar leiðir í öldrunar- þjónustunni sem taka mið af því að aldraðir fái þjónustu við sitt hæfi og greiði í samræmi við getu. Með öðrum orðum, uppsafnaður sparnaður aldraðra nýtist í þeirra þágu, en um leið verði búið þann- ig um hnútana, að þeir sem búa við bágan efnahag gjaldi þess í engu. Hef ég hug á að Reykjavík- urborg taki upp viðræður við hagsmunasamtök aldraðra um framtíðarsýn og markmið og leið- ir í þjónustu aldraðra." Eiríkur Tómasson hefur skilað biskupi íslands niðurstöðu sinni um deilur í Langholtssöfnuði Biskup hefur úrskurðarvald í deilunni EIRÍKUR Tómasson, hæsta- réttarlögmaður og lagaprófessor, hefur skilað herra Olafi Skúla- syni, biskupi íslands, tveimur skýrslum um deilurnar í Lang- holtssöfnuði. Hann kemst að því að biskup hafi ótvírætt vald til að úrskurða í deilunni. Jón Stef- ánsson, organisti, leitaði til Fé- lags íslenskra hljómlistarmanna, FIH, eftir að sr. Flóki Kristins- son, sóknarprestur, fékk Ragnar Jónsson, tónlistarkennara, til að leika á orgelið í Langholtskirkju við messu á sunnudaginn. Eiríkur kom að deilunni úr tveimur áttum. Fyrst skoðaði hann lagalegu hliðina og skilaði áliti vegna hennar í síðustu viku. Heimildir Morgunblaðsins herma að Eiríkur komist að því að bisk- up hafi ótvírætt vald til að úr- skurða í deilunni. Starfsmönnum kirkjunnar, þ.m.t. presti, organ- ista, sóknarnefnd, 'beri að hlíta þeim úrskurði. Eftir að hafa talað við deiluað- ila skilaði Eiríkur annarri skýrslu um deiluna í gær. Næsta skrefið er að biskup tilkynni deiluaðilum að honum hafi borist niðurstaða Eiríks. Hann býður þeim að koma á framfæri athugasemdum eða leita sátta. Ef ekki verður hægt að leysa deiluna með þeim hætti úrskurðar biskup í deilunni. Ekki er búist við að líði á löngu áður en niðurstaða fæst. Samningsbrot Jón Stefánsson, organisti, leit- aði til FÍH eftir að sr. Flóki fékk Ragnar Jónsson, tónlistarkenn- ara, til að leika á orgelið í Lang- holtskirkju á sunnudaginn. Hann fundar með Birni Th. Árnasyni, formanni FIH, Láru V. Júlíusdótt- ur, iögfræðingi FÍH, og Kjartani Morgunblaðið/Þorkdl SR. FLÓKI Kristinsson við messu í Langholtskirkju á sunnudag- inn. Ragnar Jónsson, tónlistarkennari, lék á orgelið. Siguijónssyni formanni Félags organista. Jón sagði að sr. Flóki hefði ekki haft umboð til að fá annan organista til starfa. „Samkvæmt lögum um sóknarnefndir og starfssvið sóknarnefnda ræður sóknarnefnd starfsfólk og þ.m.t. organista. Presturinn hefur hvorki leyfi né umboð til að ráða starfsmenn og allra síst í stöðu manns sem er í starfi," sagði Jón og tók fram að gengið hefði verið í verk hans þvert ofan í starfs- samning, ráðningarsamning og kjarasamnning. Hann sagði að kórinn ætti orgel kirkjunnar, þó söfnuðurinn hefði afnot af því, en sóknarpresturinn hefði ekki beðið leyfis að fá að nota hljóð- færið. Björn Th. Árnason sagði að hér væri ktárlega á ferðinni brot á ráðningarsamningi og honum sýndist í fljótu bragði að prestur- inn hefði farið út fyrir verksvið sitt. Hann sagði að koma yrði í Ijós hvernig brugðist yrði við en félagið styddi Jón á allan þann hátt sem hann óskaði eftir. Atkvæðagreiðsla fór fram um ósk sr. Flóka um að Jón yrði leyst- ur frá störfum á sóknarnefndar- fundi í Langholtskirkju fyrir helgi. Fjórtán aðal- og varamenn sóttu fundinn. Atta voru á móti, fjórir úr varastjórn með, einn sat hjá og Ólöf Kolbrún Harðardóttir, eiginkona Jóns, vék af fundi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.