Morgunblaðið - 23.01.1996, Side 10

Morgunblaðið - 23.01.1996, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 555-1500 Garðabær Stórás Gott ca 200 fm einbhús auk 35 fm bílskúrs. Mögul. á tveimur íb. Ekkert áhv. Skipti mögul. á 3ja herb. íbúð. Reykjavík Baughús Glæsil. ca 90 fm 3ja herb. íb. í tvíbýli með góðu útsýni. Áhv. ca 2,8 millj. húsbr. Verð 8,5 millj. Kóngsbakki Mjög góð 3ja herb. íb. ca 80 fm á 3. hæð. Áhv. ca 3,1 millj. Verð 6,8 millj. Hafnarfjörður Miðvangur Gott raðhús ca 150 fm + 38 fm bílsk. Möguleiki á 4 svefnh. Skipti mögul. á minni eign. Flókagata Góð 5-6 herb. íb. ca 125 fm ásamt bílsk. Flókagata Einb. á fjórum pöllum, ca 190 fm, ásamt nýjum bílsk. og öðr- um eldri. Mikið endurn. Útsýni. Áhv. ca 2,5 millj. eldra byggsj- lán. Ath. skipti á minni eign. Álfaskeið Einb. á tveimur hæðum með hálfum kj., samtals 204 fm. Mikið endurn. Lítið áhv. Ath. skipti á lítilli íb. Vantar eignir á skrá. FASTEIGNASALA, jm■ Strandgötu 25, Hf]., Árnl Grétar Finnsson hrl., Stefán Bj. Gunnlaugsson hdl. FRETTIR Þórhildur Líndal umboðsmaður barna Sjónvarp og kvik- myndahús sjái að sér „EINS OG við var að búast er af- staða talsmanna sjónvarpsstöðvanna og kvikmyndahúsanna misjöfn en hún mótast greínilega af öðrum þátt- um en ég hef að leiðarljósi, sem eru velferð og vernd bama í þessu sam- félagi. Ég vona að þeir sjái að sér og ef hægt er að gera auglýsingar um ofbeldiskvikmyndir án ofbeldis myndi ég fagna slíku. Núna er geng- ið of langt í alltof mörgum auglýs- ingum,“ segir Þórhildur Líndal, um- boðsmaður barna, um viðbrögð tals- manna ríkissjónvarpsins, Stöðvar 2 og nokkurra kvikmyndahúsa við bréfi hennar til samkeppnisráðs. Þórhildur fer í bréfinu fram á að bannað verði að auglýsa ofbeldis- myndir, bannaðar 12 ára og yngri, í almennri sjónvarpsdagskrá fyrir kl. 22, í kvikmyndahúsum á sýning- um ætluðum öllum aldurshópum og á myndböndum. „Eg hef áður lýst því yfir að ég ætli að vinna gegn ofbeldi gagnvart bömum. Ofbeldi er alls staðar í sam- félaginu og ofbeldi í fjölmiðlum er einn hluti af því. Bréf mitt til sam- keppnisráðs er liður í þessari vinnu. Samkeppnisstofnun hefur í tvígang sent út tilmæli vegna auglýsing- anna. Fyrri tilmælin voru til Ríkis- Boðahlein - Hrafnista Nýkomið í einkasölu mjög fallegt 84,9 fm einnar hæðar endaraðhús á svæðinu næst Hrafnistu í Hafnarfirði. Um er að ræða verndaða þjónustuíbúð í tengslum við Hrafnistu, þ.e. stofa, svefnherb., eldhús, bað, þvotta- hús og garðskáli. Allt í ágætu ástandi. Laust strax. , Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, si'mi 555 0764. 552 1150-552 1370 LARUS Þ. VALOIMARSSON, fRAMKV/iMOASTjori KRISTJAN KRISTJANSSON, tOGGiUUR fasieigNASau Til sýnis og sölu m.a. eigna: Einbýlishús - stór lóð - fráb. útsýni Mikið endurn. með stórri 3ja herb. íb. á hæð og í kj. eru 2 herb. m.m. Ræktuð lóð um 1.000 fm með háum trjám á vinsælum stað við Digra- nesveg, Kóp. Skipti mögul. á góðum bíl. Skammt frá KR-heimilinu í lyftuhúsi mjög stór 4ra herb. íb. 3 rúmg. svefnherb. Frábært útsýni. Suðuríbúð 4ra herb. um 100 fm. 3 svefnherb. Sólsvalir. Langtímalán kr. 4,2 millj. Vinsæll staður. Eignaskipti mögul. á báöum íbúðum. Öli eins og ný - eignaskipti 4ra herb. íb. um 100 fm í Seljahverfi. Sér þvottahús. Mjög góð bíla- geymsla. Sameign ný klædd. Skipti æskil. á góðri 2ja herb. íb. 3ja herb. ódýrar íbúðir Meðal annars við: Njálsgötu, Hjallaveg og Vesturgötu. Vinsamlegast leitið nánari uppl. Ofanleiti - nágrenni Til kaups óskast góð 4ra herb. íb. á 1. eða 2. hæö. Bílsk. þarf að fylgja. Skipti mögul. á úrvals sérhæð um 160 fm. Nánari upplýsingar aðeins á skrifst. Höfum kaupanda að Góðu einbýlis eða raðh. í Seljahverfi eða nágrenni. Góðum eignum í vesturborginni og nágrenni. íbúðum og stærri eignum í gamla bænum og nágrenni. Mega þarfn- ast endurb. Traustir kaupendur, margskonar hagkvæm makaskipti. Viðskiptum hjá okkur fylgir ráðgjöf og traustar upplýsingar. Margskonar eignaskipti. ALMENNA FASTEIGNASALAN UU6IVE6I H S. 552 1151-552 137» sjónvarpsins og kvikmyndahúsanna. Hin voru send til allra sjónvarps- stöðva, kvikmyndahúsa og samtaka myndbandaleiga. Þar sem augljóst er að tilmæli þessi hafa ekki borið tilætlaðan árangur taldi ég brýna þörf á að samkeppnisráð gripi tii þeirra úrræða sem því eru tiltæk,“ sagði Þórhildur. Boltinn hjá Samkeppnisráði Hún sagðist hafa sent tilmælin til samkeppnisráðs því auglýsingar á ofbeldiskvikmyndum héldu áfram. „Samkeppnisráð getur sett bann við brotum gegn ákvæði 22. greinar samkeppnislaganna um að miða skuli við að böm sjái og heyri auglýs- ingar. Auglýsingar megi ekki mis- bjóða börnum og sýna verði sérstaka varkárni vegna trúgirni barna og unglinga. Ef banninu er ekki fylgt er heimild fyrir því í lögunum að dagsektum sé beitt,“ sagði hún. Hún sagðist myndi fylgja bréfinu eftir af fremsta megni enda væri henni mikið í mun að ofbeldi kæmi ekk fyrir sjónir óþroskaðra bama. Nú væri boltinn hins vegar í 'höndum samkeppnisráð og myndi ráðið vænt- anlega taka bréf hennar fyrir á næsta fundi sínum. Þórhildur minntist á að í viðbrögð- um frá talsmönnum kvikmyndahús- anna hefði komið fram að allt eins væri ástæða til að banna fréttatíma sjónvarps. „Oft er verið að sýna grimman raunveruleika í fréttatím- um sjónvarps. Hins vegar finnst mér að gera verði foreldra ábyrga fyrir því að útskýra fyrir börnum sínum hvað þar býr að baki. Ekki má held- ur gleyma því að fréttamenn hafa verið duglegir við að vara áhorfend- ur við ofbeldi í fréttum," sagði Þór- hildur og hún minnti á að í Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna segði að hagsmunir barna skyldu ávallt hafa forgang, t.d. þegar stjórnvöld gerðu ráðstafanir varðandi börn. Samkeppnisráð er stjórnsýslunefnd eða stjórnvald í þessu tilfelli. Mogrunblaðið/Guðlaugur Tryggvi Vilja stækka golfvöll í Mosfellsbæ BÆJARSTJÓRN Mosfellsbæjar hefur samþykkt deiiiskipulag í Mosfellsdal sem gerir ráð fyrir 18 holu golfvelli í landi Minna- Mosfells. Þar er í dag 9 holu völl- ur. Magnús Steinarsson, fram- kvæmdastjóri golfklúbbsins Bakkakots í Mosfellsbæ, sagði að talsverður áhugi væri á að stækka völlinn, en ekkert lægi fyrir um hvenær það yrði gert. Golfklúbb- urinn gæti ekki staðið að svo stórri framkvæmd nema að til kæmi fjárhagslegur stuðningur frá bæjarsjóði eða öðrum aðilum. í vor verður golfskálinn við völlinn stækkaður um 80 fer- metra. Við það batnar aðstaða kylfinga í Mosfellsbæ verulega. Á myndinni eru frá vinstri Magnús Steinarsson, Steinar Guð- mundsson, brautryðjandi í golf- íþróttinni í Mosfellsbæ, Guðmund- ur T. Magnússon, formaður golf- klúbbsins, og Gísli Snorrason vall- arstjóri. Nokkur frábær fyrirtæki Sælgætisgerð, sem framleiðir þrjóstsykur. Staðsett úti á landi en flytjanleg hvert sem er. Góðar uþpskriftir og starfsþjálfun fylgja. Verð 4 millj. Sólþaðsstofa með tveimur nýjum 10 mín. þekkjum og fjórum eldri. Vaxandi viðskipti. Verð 6,2 millj., en 2,2 millj. áhv. Barnafataverslun á einum besta stað í Kringl- unni. Gott verð. Góð söluumboð fylgja. Laus strax. Lítil heildverslun með gjafavörur o.þ.h. Velta árið 1995 var um 22 millj. Verð 4 millj. -+ lager. Söluturn og skyndibitastaður. Mikili hluti söl- unnar eigin framleiðsla. Gott eldhús. Stólar og borð. Spilakassar gefa góðar tekjur. Næt- ursöluleyfi. Góð velta. Verð 6 millj. Skipti á sólbaðsstofu. Söluturn í miðbænum sem opinn er allar helgarnætur. Vel staðsettur. Mikil íssala á sumrin. Góð velta. Verð 5,5 millj. 7. Áhugavert fyrirtæki einmitt fyrir þig. Fyrirsætu- skrifstofa með góð erlend sambönd í fullum rekstri. Vantar eiganda, sem getur verið starf- andi framkvæmdastjóri. Verð 1,2 millj. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASAlAIM SUÐURVE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. 2. 3. 5. 6. MORGUNBLAÐIÐ Fólk Viðar Egg- ertsson leikhús- stjóri LR •VIÐAR Eggertsson hefur sem kunnugt er verið ráðinn leikhús- stjóri Leikfélags Reykjavíkur frá leikári sem hefst 1. september nk. Viðar hefur hafið störf við undir- búning næsta leikárs. Viðar er fædd- ur í Reykjavík 18. júní 1954. Hann hóf á unglingsár- um að starfa með Leikfélagi Akureyrar á þeim tíma þegar það var að þróast yfir í atvinnuleik- hús. Hann lék á fyrstu sýningu sinni með LA í ársbyrjun 1970 og hefur síðan komið víða við í íslensku leiklistarlífi. Hann var einn af stofnendum Leikfrumunn- ar í Reykjavík 1971 ogvar fremstur í flokki þeirra sem stofn- uðu Samtök áhugafólks um leik- listarnám og stóðu síðan að stofn- un Leiklistarskóla SÁL, 1972, en hann varð til þess að Leikiistar- skóli íslands var síðan stofnaður. Viðar stundaði leiklistarnám í SÁL-skólanum og lauk því við Leiklistarskóla íslands í hópi fyrstu nemendanna sem þaðan brautskráðust 1976. Hann var meðal stofnenda Sunnandeildar Alþýðuleikhússins 1978 og sat um árabil í stjórn og varastjórn Al- þýðuleikhússins. Viðar hefur kennt leiklist á mörgum námskeiðum fyrir áhugamenn og í Leiklistarskóla Islands sem og útvarsþáttagerð í Háskóla íslands. Hann hefur sótt fjölda námskeiða í leiklist hér- lendis sem erlendis. Hann var fulltrúi íslands í leiksmiðju Menn- ingarstofnunar Sameinuðu þjóð- anna undir stjórn Eugine Barba í Bergamo á Italíu 1977, leik- smiðju Alþjóða leikhússtofnunar- innar í Helsinki í Finnlandi 1989 og Norrænni leiksmiðju leikhús- listamanna undir stjórn Erland Josephson í Sisimiut á Grænlandi 1992. Viðar var fastráðinn leikari hjá LA 1978-80 og hjá Þjóðleikhús- inu 1986-87. Hann hefur sett á svið 18 leiksýningar hjá áhuga- leikfélögum og með atvinnu- mönnum og hefur leikið yfir 60 hlutverk á sviði með ýmsum leik- félögum, þar á meðal íjóðleikhús- inu, LR og LA, auk hlutverka í útvarpi, sjónvarpi og kvikmynd- um. Viðar hefur einnig leikstýrt fyrir útvarp og sjónvarp. Hann stofnaði EGG-leikhúsið 1981 og starfrækti það til ársins 1993, þar sem hann var leikhússtjóri og framkvæmdastjóri en við leikhús- ið hafa starfað yfir 100 manns, leikarar, leikstjórar, þýðendur, tónskáld, ljósahönnuðir, höfund- ar, tónlistarmenn o.fl. Viðari var boðið með sýningar EGG-leik- hússins á listahátíðir víða um heim. Hann hefur gegnt ýmsum trún- aðarstörfum fyrir íslenskt leik- húsfólk. Hann hefur setið í stjórn Félags íslenskra leikara, verið formaður og varaformaður Félags leikstjóra á Islandi, ritari í stjórn Bandalags íslenskra listamanna og setið um árabil í Leiklistarráði svo eitthvað sé nefnt. Viðar var ráðinn leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar í apríllok 1993 og gegndi því starfi allt til ársloka 1995 þegar hann hóf störf fyrir Leikfélag Reykjavíkur. og með næsta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.