Morgunblaðið - 23.01.1996, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 23.01.1996, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 555-1500 Garðabær Stórás Gott ca 200 fm einbhús auk 35 fm bílskúrs. Mögul. á tveimur íb. Ekkert áhv. Skipti mögul. á 3ja herb. íbúð. Reykjavík Baughús Glæsil. ca 90 fm 3ja herb. íb. í tvíbýli með góðu útsýni. Áhv. ca 2,8 millj. húsbr. Verð 8,5 millj. Kóngsbakki Mjög góð 3ja herb. íb. ca 80 fm á 3. hæð. Áhv. ca 3,1 millj. Verð 6,8 millj. Hafnarfjörður Miðvangur Gott raðhús ca 150 fm + 38 fm bílsk. Möguleiki á 4 svefnh. Skipti mögul. á minni eign. Flókagata Góð 5-6 herb. íb. ca 125 fm ásamt bílsk. Flókagata Einb. á fjórum pöllum, ca 190 fm, ásamt nýjum bílsk. og öðr- um eldri. Mikið endurn. Útsýni. Áhv. ca 2,5 millj. eldra byggsj- lán. Ath. skipti á minni eign. Álfaskeið Einb. á tveimur hæðum með hálfum kj., samtals 204 fm. Mikið endurn. Lítið áhv. Ath. skipti á lítilli íb. Vantar eignir á skrá. FASTEIGNASALA, jm■ Strandgötu 25, Hf]., Árnl Grétar Finnsson hrl., Stefán Bj. Gunnlaugsson hdl. FRETTIR Þórhildur Líndal umboðsmaður barna Sjónvarp og kvik- myndahús sjái að sér „EINS OG við var að búast er af- staða talsmanna sjónvarpsstöðvanna og kvikmyndahúsanna misjöfn en hún mótast greínilega af öðrum þátt- um en ég hef að leiðarljósi, sem eru velferð og vernd bama í þessu sam- félagi. Ég vona að þeir sjái að sér og ef hægt er að gera auglýsingar um ofbeldiskvikmyndir án ofbeldis myndi ég fagna slíku. Núna er geng- ið of langt í alltof mörgum auglýs- ingum,“ segir Þórhildur Líndal, um- boðsmaður barna, um viðbrögð tals- manna ríkissjónvarpsins, Stöðvar 2 og nokkurra kvikmyndahúsa við bréfi hennar til samkeppnisráðs. Þórhildur fer í bréfinu fram á að bannað verði að auglýsa ofbeldis- myndir, bannaðar 12 ára og yngri, í almennri sjónvarpsdagskrá fyrir kl. 22, í kvikmyndahúsum á sýning- um ætluðum öllum aldurshópum og á myndböndum. „Eg hef áður lýst því yfir að ég ætli að vinna gegn ofbeldi gagnvart bömum. Ofbeldi er alls staðar í sam- félaginu og ofbeldi í fjölmiðlum er einn hluti af því. Bréf mitt til sam- keppnisráðs er liður í þessari vinnu. Samkeppnisstofnun hefur í tvígang sent út tilmæli vegna auglýsing- anna. Fyrri tilmælin voru til Ríkis- Boðahlein - Hrafnista Nýkomið í einkasölu mjög fallegt 84,9 fm einnar hæðar endaraðhús á svæðinu næst Hrafnistu í Hafnarfirði. Um er að ræða verndaða þjónustuíbúð í tengslum við Hrafnistu, þ.e. stofa, svefnherb., eldhús, bað, þvotta- hús og garðskáli. Allt í ágætu ástandi. Laust strax. , Árni Gunnlaugsson hrl., Austurgötu 10, si'mi 555 0764. 552 1150-552 1370 LARUS Þ. VALOIMARSSON, fRAMKV/iMOASTjori KRISTJAN KRISTJANSSON, tOGGiUUR fasieigNASau Til sýnis og sölu m.a. eigna: Einbýlishús - stór lóð - fráb. útsýni Mikið endurn. með stórri 3ja herb. íb. á hæð og í kj. eru 2 herb. m.m. Ræktuð lóð um 1.000 fm með háum trjám á vinsælum stað við Digra- nesveg, Kóp. Skipti mögul. á góðum bíl. Skammt frá KR-heimilinu í lyftuhúsi mjög stór 4ra herb. íb. 3 rúmg. svefnherb. Frábært útsýni. Suðuríbúð 4ra herb. um 100 fm. 3 svefnherb. Sólsvalir. Langtímalán kr. 4,2 millj. Vinsæll staður. Eignaskipti mögul. á báöum íbúðum. Öli eins og ný - eignaskipti 4ra herb. íb. um 100 fm í Seljahverfi. Sér þvottahús. Mjög góð bíla- geymsla. Sameign ný klædd. Skipti æskil. á góðri 2ja herb. íb. 3ja herb. ódýrar íbúðir Meðal annars við: Njálsgötu, Hjallaveg og Vesturgötu. Vinsamlegast leitið nánari uppl. Ofanleiti - nágrenni Til kaups óskast góð 4ra herb. íb. á 1. eða 2. hæö. Bílsk. þarf að fylgja. Skipti mögul. á úrvals sérhæð um 160 fm. Nánari upplýsingar aðeins á skrifst. Höfum kaupanda að Góðu einbýlis eða raðh. í Seljahverfi eða nágrenni. Góðum eignum í vesturborginni og nágrenni. íbúðum og stærri eignum í gamla bænum og nágrenni. Mega þarfn- ast endurb. Traustir kaupendur, margskonar hagkvæm makaskipti. Viðskiptum hjá okkur fylgir ráðgjöf og traustar upplýsingar. Margskonar eignaskipti. ALMENNA FASTEIGNASALAN UU6IVE6I H S. 552 1151-552 137» sjónvarpsins og kvikmyndahúsanna. Hin voru send til allra sjónvarps- stöðva, kvikmyndahúsa og samtaka myndbandaleiga. Þar sem augljóst er að tilmæli þessi hafa ekki borið tilætlaðan árangur taldi ég brýna þörf á að samkeppnisráð gripi tii þeirra úrræða sem því eru tiltæk,“ sagði Þórhildur. Boltinn hjá Samkeppnisráði Hún sagðist hafa sent tilmælin til samkeppnisráðs því auglýsingar á ofbeldiskvikmyndum héldu áfram. „Samkeppnisráð getur sett bann við brotum gegn ákvæði 22. greinar samkeppnislaganna um að miða skuli við að böm sjái og heyri auglýs- ingar. Auglýsingar megi ekki mis- bjóða börnum og sýna verði sérstaka varkárni vegna trúgirni barna og unglinga. Ef banninu er ekki fylgt er heimild fyrir því í lögunum að dagsektum sé beitt,“ sagði hún. Hún sagðist myndi fylgja bréfinu eftir af fremsta megni enda væri henni mikið í mun að ofbeldi kæmi ekk fyrir sjónir óþroskaðra bama. Nú væri boltinn hins vegar í 'höndum samkeppnisráð og myndi ráðið vænt- anlega taka bréf hennar fyrir á næsta fundi sínum. Þórhildur minntist á að í viðbrögð- um frá talsmönnum kvikmyndahús- anna hefði komið fram að allt eins væri ástæða til að banna fréttatíma sjónvarps. „Oft er verið að sýna grimman raunveruleika í fréttatím- um sjónvarps. Hins vegar finnst mér að gera verði foreldra ábyrga fyrir því að útskýra fyrir börnum sínum hvað þar býr að baki. Ekki má held- ur gleyma því að fréttamenn hafa verið duglegir við að vara áhorfend- ur við ofbeldi í fréttum," sagði Þór- hildur og hún minnti á að í Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna segði að hagsmunir barna skyldu ávallt hafa forgang, t.d. þegar stjórnvöld gerðu ráðstafanir varðandi börn. Samkeppnisráð er stjórnsýslunefnd eða stjórnvald í þessu tilfelli. Mogrunblaðið/Guðlaugur Tryggvi Vilja stækka golfvöll í Mosfellsbæ BÆJARSTJÓRN Mosfellsbæjar hefur samþykkt deiiiskipulag í Mosfellsdal sem gerir ráð fyrir 18 holu golfvelli í landi Minna- Mosfells. Þar er í dag 9 holu völl- ur. Magnús Steinarsson, fram- kvæmdastjóri golfklúbbsins Bakkakots í Mosfellsbæ, sagði að talsverður áhugi væri á að stækka völlinn, en ekkert lægi fyrir um hvenær það yrði gert. Golfklúbb- urinn gæti ekki staðið að svo stórri framkvæmd nema að til kæmi fjárhagslegur stuðningur frá bæjarsjóði eða öðrum aðilum. í vor verður golfskálinn við völlinn stækkaður um 80 fer- metra. Við það batnar aðstaða kylfinga í Mosfellsbæ verulega. Á myndinni eru frá vinstri Magnús Steinarsson, Steinar Guð- mundsson, brautryðjandi í golf- íþróttinni í Mosfellsbæ, Guðmund- ur T. Magnússon, formaður golf- klúbbsins, og Gísli Snorrason vall- arstjóri. Nokkur frábær fyrirtæki Sælgætisgerð, sem framleiðir þrjóstsykur. Staðsett úti á landi en flytjanleg hvert sem er. Góðar uþpskriftir og starfsþjálfun fylgja. Verð 4 millj. Sólþaðsstofa með tveimur nýjum 10 mín. þekkjum og fjórum eldri. Vaxandi viðskipti. Verð 6,2 millj., en 2,2 millj. áhv. Barnafataverslun á einum besta stað í Kringl- unni. Gott verð. Góð söluumboð fylgja. Laus strax. Lítil heildverslun með gjafavörur o.þ.h. Velta árið 1995 var um 22 millj. Verð 4 millj. -+ lager. Söluturn og skyndibitastaður. Mikili hluti söl- unnar eigin framleiðsla. Gott eldhús. Stólar og borð. Spilakassar gefa góðar tekjur. Næt- ursöluleyfi. Góð velta. Verð 6 millj. Skipti á sólbaðsstofu. Söluturn í miðbænum sem opinn er allar helgarnætur. Vel staðsettur. Mikil íssala á sumrin. Góð velta. Verð 5,5 millj. 7. Áhugavert fyrirtæki einmitt fyrir þig. Fyrirsætu- skrifstofa með góð erlend sambönd í fullum rekstri. Vantar eiganda, sem getur verið starf- andi framkvæmdastjóri. Verð 1,2 millj. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. F.YRIRTÆKIASAlAIM SUÐURVE R I SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. 2. 3. 5. 6. MORGUNBLAÐIÐ Fólk Viðar Egg- ertsson leikhús- stjóri LR •VIÐAR Eggertsson hefur sem kunnugt er verið ráðinn leikhús- stjóri Leikfélags Reykjavíkur frá leikári sem hefst 1. september nk. Viðar hefur hafið störf við undir- búning næsta leikárs. Viðar er fædd- ur í Reykjavík 18. júní 1954. Hann hóf á unglingsár- um að starfa með Leikfélagi Akureyrar á þeim tíma þegar það var að þróast yfir í atvinnuleik- hús. Hann lék á fyrstu sýningu sinni með LA í ársbyrjun 1970 og hefur síðan komið víða við í íslensku leiklistarlífi. Hann var einn af stofnendum Leikfrumunn- ar í Reykjavík 1971 ogvar fremstur í flokki þeirra sem stofn- uðu Samtök áhugafólks um leik- listarnám og stóðu síðan að stofn- un Leiklistarskóla SÁL, 1972, en hann varð til þess að Leikiistar- skóli íslands var síðan stofnaður. Viðar stundaði leiklistarnám í SÁL-skólanum og lauk því við Leiklistarskóla íslands í hópi fyrstu nemendanna sem þaðan brautskráðust 1976. Hann var meðal stofnenda Sunnandeildar Alþýðuleikhússins 1978 og sat um árabil í stjórn og varastjórn Al- þýðuleikhússins. Viðar hefur kennt leiklist á mörgum námskeiðum fyrir áhugamenn og í Leiklistarskóla Islands sem og útvarsþáttagerð í Háskóla íslands. Hann hefur sótt fjölda námskeiða í leiklist hér- lendis sem erlendis. Hann var fulltrúi íslands í leiksmiðju Menn- ingarstofnunar Sameinuðu þjóð- anna undir stjórn Eugine Barba í Bergamo á Italíu 1977, leik- smiðju Alþjóða leikhússtofnunar- innar í Helsinki í Finnlandi 1989 og Norrænni leiksmiðju leikhús- listamanna undir stjórn Erland Josephson í Sisimiut á Grænlandi 1992. Viðar var fastráðinn leikari hjá LA 1978-80 og hjá Þjóðleikhús- inu 1986-87. Hann hefur sett á svið 18 leiksýningar hjá áhuga- leikfélögum og með atvinnu- mönnum og hefur leikið yfir 60 hlutverk á sviði með ýmsum leik- félögum, þar á meðal íjóðleikhús- inu, LR og LA, auk hlutverka í útvarpi, sjónvarpi og kvikmynd- um. Viðar hefur einnig leikstýrt fyrir útvarp og sjónvarp. Hann stofnaði EGG-leikhúsið 1981 og starfrækti það til ársins 1993, þar sem hann var leikhússtjóri og framkvæmdastjóri en við leikhús- ið hafa starfað yfir 100 manns, leikarar, leikstjórar, þýðendur, tónskáld, ljósahönnuðir, höfund- ar, tónlistarmenn o.fl. Viðari var boðið með sýningar EGG-leik- hússins á listahátíðir víða um heim. Hann hefur gegnt ýmsum trún- aðarstörfum fyrir íslenskt leik- húsfólk. Hann hefur setið í stjórn Félags íslenskra leikara, verið formaður og varaformaður Félags leikstjóra á Islandi, ritari í stjórn Bandalags íslenskra listamanna og setið um árabil í Leiklistarráði svo eitthvað sé nefnt. Viðar var ráðinn leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar í apríllok 1993 og gegndi því starfi allt til ársloka 1995 þegar hann hóf störf fyrir Leikfélag Reykjavíkur. og með næsta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.