Morgunblaðið - 23.01.1996, Side 11

Morgunblaðið - 23.01.1996, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 11 FRÉTTIR Verslunar- skólanemendur sýnaCats NEMENDUR Verslunarskóla ís- lands undirbúa nú sýningar á söngleiknum Cats, sem verður frumsýndur í Loftkastalanum í Héðinshúsinu 1. febrúar. Alls hafa um 100 nemendur komið að undirbúningi sýningarinnar þar af verða um 30 í söng- og danshlutverkum. Valgerður Guðnadóttir fer með aðalhlut- verkið. Að sögn Árna Vigfússonar, formanns nemendamótsnefndar Verslunarskólans, er söngleikur- inn Cats eftir Andrew Lloyd Webber vinsælasti söngleikur allra tíma og hefur gengið á sviði í London stanslaust frá árinu 1981. Magnea Matthíasdóttir hefur þýtt söngleikinn á íslensku en leikstjóri á sýningu nemenda Verslunarskólans er Ari Matt- híasson. Tónlistarstjóri er Þor- valdur Bjarni Þorvaldsson. Hann stjómar hljómsveit sem saman- stendur annars vegar af félögum hans í Tweety og hins vegar af fjórum hljóðfæraleikurum úr hópi nemenda Verslunarskólans. Danshöfundar eru Selma Björns- dóttir og Bima Bjömsdóttir. Nemendur Verslunarskólans hafa undanfarin ár fært á svið nokkra af vinsælustu söngleikjum sögunnar við góðar undirteknir. Ámi Vigfússon segir að almenn- ingur hafi jafnan sýnt sýningun- um mikinn áhuga og kveðst hann eiga von á að svo verði einnig nú enda hafí þessi söngleikur hlotið metaðsókn víða um heim. Hann sagði að þegar væri upp- selt á fýrstu tvær sýningarnar. Ámi sagði að i hópi nemenda Verslunarskólans væru margir sem þegar hefðu getið sér gott orð í söngleikjum á borð við Jesus Christ Superstar og Rocky Horror Picture Show, þótt Valgerður Guðnadóttir söngkona væri lang- þekktust þeirra. FRÁ búningaæfingu nemenda Verslunarskólans á söngleiknum Cats. Styrkur til tónlistarnáms Söngmenntasjóður Marinós Péturssonar mun á þessu ári veita íslenskum söngvurum styrki til framhaldsnáms erlendis. Einn eða fleiri styrkir verða veittir. Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform, sendist fyrir 10. febrúar nk. til: Söngmenntasjóðs Marinós Péturssonar, íslensku óperunni, Ingólfsstræti, 101 Reykjavík. Umsóknum íylgi hljóðritanir og/eða önnur gögn sem sýna hæftii umsækjanda. Endumýja skal eldri umsóknir. Snjókarlinn og hlákan UMHLEYPINGAR í veðri koma öllum í opna skjöldu og litla snjó- karlafjölskyldan sem varð til eftir seinustu snjókomu fór ekki var- hluta af hláku sem fylgdi í kjölfar- ið. Fjölskyldufaðirinn reyndi eftir megni að bera höfuðið hátt og sýna iskalda ró, en varð að lúta í lægra haldi fyrir hækkandi hita- stigi og þyngdarkraftinum. Ljós- myndari Morgunblaðsins var við- staddur þegar þessi glaðbeitti minnisvarði yfirstandandi vetrar hneig til jarðar einn dag fyrir skömmu. Vafalaust hefur þetta ótímabæra fráfall snjókarlsins valdið höfundi hans og fjölskyldu- meðlimum trega, en flestir fulltrú- ar mannheimsins vona sennilega að það marki upphaf að hlýrri árstíma og hækkandi sól. Morgunblaðið/Þorkell Nýtt íbúðarhverfi rís FRAMKVÆMDIR við nýtt íbúðar- hverfi á Kirkjutúni við Sæbraut og Kringlumýrarbraut, sem hófust í haust á vegum Álftáróss og ístaks, ganga vel og eru aðeins á undan áætlun, að sögn Þórunnar Pálsdóttur verkfræðings hjá ístaki. Nú er að rísa 8 hæða blokk með 30 íbúðum sem verða tilbúnar til afhendingar í september nk. Þegar hefur um helm- ingur þeirra íbúða selst. Gert er ráð fyrir um 400 íbúðum í heild á svæð- inu í blokkum og nokkrum raðhús- um. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Sundlaug í Grafarvogi VIÐ FYRRI umræðu um fjárhags- áætlun Reykjavíkurborgar kom fram í máli borgarstjóra, að áætlað er að vetja 50 milljónum til byggingar nýrrar aimennings- og kennslulaugar við íþróttamiðstöðina í Grafarvogi. Gert er ráð fyrir að Iaugin verði tekin í notkun í árslok 1997. Borgar- stjóri sagði að fjárveitingin væri sett fram með fyrirvara þar sem hún væri ennþá byggð á óljósum hug- myndum. Hvorki forsögn né teikning- ar væru fyrir hendi að lauginni. „Svo kann að fara að endurskoða verði þessa upphæð, en þó má ljóst vera, að á næsta ári þurfa til að koma umtalsvert hærri upphæðir, ef takast á að ljúka byggingunni á árinu 1997,“ sagði borgarstjóri. -----♦'•"» ♦-- Listamenn til Korpúlfsstaða GERÐUR hefur verið leigusamningur við Félag íslenskra myndlistarmanna um afnot af miðhluta hússins að Korpúlfsstöðum fyrir vinnustofur. Borgarstjóri sagði við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborg- ar að vonast væri til að húsnæðið bætti að nokkru úr því aðstöðuleysi, sem niargir listamenn í borginni búa við. í nýlegri könnun sem FÍM hafi gert meðal myndlistarmanna hafi komið fram að þeir telji að það vanti átakanlega vinnuaðstöðu fyrir lista- menn en hún sé forsenda þess að þeir geti sinnt listsköpun sinni. • Passamyndir • Portretmyndir • Barnaljósmyndir • Fermingarmyndir • Brúðkaupsmyndir • Stúdentamyndir PÉTUR PÉTURSSON L JÓSMYNDASTÚDÍÓ LAUGAVEGI 24 • 101 REYKJAVÍK • SÍMI 552 0624

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.