Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 11 FRÉTTIR Verslunar- skólanemendur sýnaCats NEMENDUR Verslunarskóla ís- lands undirbúa nú sýningar á söngleiknum Cats, sem verður frumsýndur í Loftkastalanum í Héðinshúsinu 1. febrúar. Alls hafa um 100 nemendur komið að undirbúningi sýningarinnar þar af verða um 30 í söng- og danshlutverkum. Valgerður Guðnadóttir fer með aðalhlut- verkið. Að sögn Árna Vigfússonar, formanns nemendamótsnefndar Verslunarskólans, er söngleikur- inn Cats eftir Andrew Lloyd Webber vinsælasti söngleikur allra tíma og hefur gengið á sviði í London stanslaust frá árinu 1981. Magnea Matthíasdóttir hefur þýtt söngleikinn á íslensku en leikstjóri á sýningu nemenda Verslunarskólans er Ari Matt- híasson. Tónlistarstjóri er Þor- valdur Bjarni Þorvaldsson. Hann stjómar hljómsveit sem saman- stendur annars vegar af félögum hans í Tweety og hins vegar af fjórum hljóðfæraleikurum úr hópi nemenda Verslunarskólans. Danshöfundar eru Selma Björns- dóttir og Bima Bjömsdóttir. Nemendur Verslunarskólans hafa undanfarin ár fært á svið nokkra af vinsælustu söngleikjum sögunnar við góðar undirteknir. Ámi Vigfússon segir að almenn- ingur hafi jafnan sýnt sýningun- um mikinn áhuga og kveðst hann eiga von á að svo verði einnig nú enda hafí þessi söngleikur hlotið metaðsókn víða um heim. Hann sagði að þegar væri upp- selt á fýrstu tvær sýningarnar. Ámi sagði að i hópi nemenda Verslunarskólans væru margir sem þegar hefðu getið sér gott orð í söngleikjum á borð við Jesus Christ Superstar og Rocky Horror Picture Show, þótt Valgerður Guðnadóttir söngkona væri lang- þekktust þeirra. FRÁ búningaæfingu nemenda Verslunarskólans á söngleiknum Cats. Styrkur til tónlistarnáms Söngmenntasjóður Marinós Péturssonar mun á þessu ári veita íslenskum söngvurum styrki til framhaldsnáms erlendis. Einn eða fleiri styrkir verða veittir. Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform, sendist fyrir 10. febrúar nk. til: Söngmenntasjóðs Marinós Péturssonar, íslensku óperunni, Ingólfsstræti, 101 Reykjavík. Umsóknum íylgi hljóðritanir og/eða önnur gögn sem sýna hæftii umsækjanda. Endumýja skal eldri umsóknir. Snjókarlinn og hlákan UMHLEYPINGAR í veðri koma öllum í opna skjöldu og litla snjó- karlafjölskyldan sem varð til eftir seinustu snjókomu fór ekki var- hluta af hláku sem fylgdi í kjölfar- ið. Fjölskyldufaðirinn reyndi eftir megni að bera höfuðið hátt og sýna iskalda ró, en varð að lúta í lægra haldi fyrir hækkandi hita- stigi og þyngdarkraftinum. Ljós- myndari Morgunblaðsins var við- staddur þegar þessi glaðbeitti minnisvarði yfirstandandi vetrar hneig til jarðar einn dag fyrir skömmu. Vafalaust hefur þetta ótímabæra fráfall snjókarlsins valdið höfundi hans og fjölskyldu- meðlimum trega, en flestir fulltrú- ar mannheimsins vona sennilega að það marki upphaf að hlýrri árstíma og hækkandi sól. Morgunblaðið/Þorkell Nýtt íbúðarhverfi rís FRAMKVÆMDIR við nýtt íbúðar- hverfi á Kirkjutúni við Sæbraut og Kringlumýrarbraut, sem hófust í haust á vegum Álftáróss og ístaks, ganga vel og eru aðeins á undan áætlun, að sögn Þórunnar Pálsdóttur verkfræðings hjá ístaki. Nú er að rísa 8 hæða blokk með 30 íbúðum sem verða tilbúnar til afhendingar í september nk. Þegar hefur um helm- ingur þeirra íbúða selst. Gert er ráð fyrir um 400 íbúðum í heild á svæð- inu í blokkum og nokkrum raðhús- um. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Sundlaug í Grafarvogi VIÐ FYRRI umræðu um fjárhags- áætlun Reykjavíkurborgar kom fram í máli borgarstjóra, að áætlað er að vetja 50 milljónum til byggingar nýrrar aimennings- og kennslulaugar við íþróttamiðstöðina í Grafarvogi. Gert er ráð fyrir að Iaugin verði tekin í notkun í árslok 1997. Borgar- stjóri sagði að fjárveitingin væri sett fram með fyrirvara þar sem hún væri ennþá byggð á óljósum hug- myndum. Hvorki forsögn né teikning- ar væru fyrir hendi að lauginni. „Svo kann að fara að endurskoða verði þessa upphæð, en þó má ljóst vera, að á næsta ári þurfa til að koma umtalsvert hærri upphæðir, ef takast á að ljúka byggingunni á árinu 1997,“ sagði borgarstjóri. -----♦'•"» ♦-- Listamenn til Korpúlfsstaða GERÐUR hefur verið leigusamningur við Félag íslenskra myndlistarmanna um afnot af miðhluta hússins að Korpúlfsstöðum fyrir vinnustofur. Borgarstjóri sagði við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborg- ar að vonast væri til að húsnæðið bætti að nokkru úr því aðstöðuleysi, sem niargir listamenn í borginni búa við. í nýlegri könnun sem FÍM hafi gert meðal myndlistarmanna hafi komið fram að þeir telji að það vanti átakanlega vinnuaðstöðu fyrir lista- menn en hún sé forsenda þess að þeir geti sinnt listsköpun sinni. • Passamyndir • Portretmyndir • Barnaljósmyndir • Fermingarmyndir • Brúðkaupsmyndir • Stúdentamyndir PÉTUR PÉTURSSON L JÓSMYNDASTÚDÍÓ LAUGAVEGI 24 • 101 REYKJAVÍK • SÍMI 552 0624
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.