Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU FRÉTTIR: EVRÓPA Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Loðnufrysting í Neskaupstað Neskaupstað. Morgunblaðið. UM 6.000 tonn af loðnu hafa borizt hingað það, sem af er þessu ári og er hún öll af skip- um, sem veiða í flottroll. Loðnan fer nánast öll í bræðslu, en þó hefur dálítið verið fryst fyrir Rússlandsmarkað. Ekki þarf að flokka loðnuna fyrir Rússa, því þeir kaupa jafnt hæng og hrygnu, öfugt við Japani, sem vilja eingöngu hrygnuna með hrognum. Frestur til að laga sig að stöðlum ESB runninn út Engin fiskvinnsla hefur misst vinnsluleyfi sitt FRESTUR íslenskra fiskvinnslu- fyrirtækja til að aðlaga sig stöðlum ESB rann út um áramót. I forkönn- un Fiskistofu sem fram fór í desem- ber kom í ljós að 57 fyrirtæki myndu ekki uppfylla kröfur ESB. Að sögn Þórðar Ásgeirssonar hefur samt engu fyrirtæki verið lokað af þessum sökum. Kerfisbundin skoðun „Þannig gengur það ekki fyrir sig,“ segir hann. „Samkvæmt okk- ar lögum getum við ekki tekið vinnsluleyfi af neinum án þess að gefa honum kost á að tjá sig fyrir það fyrsta og í öðru lagi verðum við að gefa honum sanngjarnan frest til úrbóta." „Hann segir að eftir áramótin hafi verið byijað á kerfisbundinni skoðun á þeim 57 fyrirtækjum sem álitið var að myndu ekki uppfylla kröfur ESB. „Sú skoðun mun taka fimm vikur,“ segir Þórður. „Við verðum ekki búnir að fara í öll fyrir- tækin fyrr en um miðjan febrúar." Formleg aðvörun Að sögn Þórðar munu þeir fá vinnsluleyfi til frambúðar sem hafa komið öllu í lag í þeirri umferð. Hinum verði gert grein fyrir því hvaða atriði þurfi að laga og siðan gefinn 30 daga frestur til að kippa því í liðinn. „Þegar við komum aft- ur eftir 30 daga eiga þau atriði sem við fundum að að vera komin í lag,“ segir hann. „Ef við teljum ástæðu til að ætla að tvísýnt verði um að menn verði búnir að koma hlutunum í lag skiljum við eftir formlega aðvörun um það að þeir megi búast við vinnsluleyfísmissi án frekari við- vörunar eftir þessa 30 daga. Af þessu leiðir að ekki kemur til álita að taka vinnsluleyfí af neinum fyrr en upp úr miðjum febrúar.“ Þórður segir að þessi seinni umferð muni taka eitthvað styttri tíma eða um mánuð, þannig að um miðjan mars verði búið að gera öllum þessum 57 fyrirtækjum skil. Hann segir að síðan eigi Fiskistofa eftir að fara í öll önnur fyrirtæki: „Það verður stöðugt um það að ræða að skoða fyrirtæki með tilliti til þess hvort þau uppfylli sett skil- yrði.“ Þorskveiðibann framlengt STJÓRNVÖLD í Kanada hafa ákveðið að framlengja þorskveiði- bannið út þetta ár að minnsta kosti. Þess sjást þó- merki, að þorskurinn sé eitthvað að hjarna við en ekki er talið rétt að veiða neitt strax. „Hefðum við leyft veiðar nú, hefðum við gert að engu þann árangur, sem náðst hefur sl. þrjú ár,“ sagði Brian Tobin, sjávarút- vegráðherra Kanada, og tilkynnti jafnframt, að tilraunaveiðar og rannsóknir á þorskstofnunum þremur yrðu auknar verulega. Bannið við veiði á þorski og mörgum öðrum nytjafíski hefur valdið aukinni sókn í aðrar tegund- ir en Tobin sagði, að eftirlit með þeim veiðum yrði hert. Grálúðu- kvótinn innan kanadískrar lögsögu verður 7.000 tonn á þessu ári eins og í fyrra og leyft verður að veiða 47.545 tonn af loðnu. Hún stendur enn illa en er að öllu jöfnu uppistað- an í fæðu þorsksins. Selveiðikvótinn verður 250.000 dýr á þessu ári en rannsóknir benda til, að selurinn éti Í42.000 tonn af þorski árlega eða meira en einn milljarð einstaklinga. Það er því talið eitt brýnasta verkefnið að fækka selnum. w ■■ —■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ mm . ■■ ■■ ■■ Námskeið í vörustjórnun verður haldið á Iðntæknistofnun 30. - 31. janúar og er ætlað þeim sem fást við innkaup, birgðahald, framleiðslu eða vörudreifingu. Meðal efnisþátta eru: vöru-, birgða-, lager og framleiðslustjórnun, vörudreifing, upplýsingatækni, strikamerkingar, pappírslaus viðskipti og vandamálagreining. Innritun og nánari upplýsingar í síma 587 7000. ■■ ■■ ■■ ■■ ■■ wm wm ' * lóntæknistof nun 11 ■ wm mm n ■■ . mm mm Kanna leiðir til að fresta EMU Brussel. The Daily Telegraph. ÞÓ SVO að Jacques Santer, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segi að ekki verði hvikað frá þeirri ákvörðun að taka upp sameiginlega mynt aðild- arríkjanna árið 1999 herma heimild- ir að embættismenn framkvæmda- stjómarinnar séu farnir að leita ieiða til að fresta gildistökunni. Ákvæðin um gildistöku hins efna- hagslega og peningalega samruna er að finna í Maastricht-samkomu- laginu og er nú verið að kanna lög- fræðihlið málsins. Er það gert í framhaldi þess að sífellt verður ólíklegra að mikilvæg aðildarríki muni uppfylla skilyrði Maastricht fyrir efnahagslegum og peningalegum samruna (EMU) í tæka tíð. Fjárlagahalli í Þýskalandi er kominn út fyrir tilskilin mörk og atvinnuleysi heldur stöðugt áfram að aukast í Frakklandi, sem þrýstir enn frekar á ríkisfjármál landsins. Nú er svo komið að einungis Lúxem- borg, minnsta aðildarríki sambands- ins, uppfyllir öll skilyrðin. Vandi aðildarríkja Ríkisstjórn Lambertos Dinis á ítal- íu, sem hafði það að meginmarkmiði að ná tökum á ríkisfjármálunum, fér væntanlega frá innan skamms og í Portúgal var á dögunum kosin sósíal- isti í embætti forseta, sem búist er við að muni leggja meiri áherslu á atvinnumál en peningastjórnun. Peningalegur samruni er tilgangs- laus án þátttöku Frakka og Þjóð- veija og því telja embættismenn framkvæmdastjórnarinnar nauðsyn- Iegt að hafa varaáætlun í handraðan- um. Vandinn er hins vegar sá að samkvæmt Maastricht verður pen- ingalegi samruninn að eiga sér stað árið 1999 nema meirihluti aðildar- ríkja uppfylli skilyrðin fyrir þann tíma. Þetta eru lagalegar skyldur sem aðildarríkin hafa samþykkt og staðfest á öllum þjóðþingum. Sérstök ríkjaráðstefna Lögmenn framkvæmdastjórnar- innar telja nauðsynlegt að endur- semja viðkomandi greinar sáttmál- ans en það er líklega einungis hægt að gera á ríkjaráðstefnu. Líklega yrði að boða til sérstakrar ríkjaráð- stefnu um málið þar sem ekki gefst tími til að taka málið upp á þeirri ríkjaráðstefnu er á að hefjast síðar á jþessu ári. Hún hefur önnur mál til umfjöllunar og mun líklega standa það lengi að ekki myndi nást að stað- festa breytingar á EMU-kafla Ma- astricht í tæka tíð. Það eru hins vegar margar hættur samfara því að boða til sérstakrar ríkjaráðstefnu um peningamálin og segja heimildarmenn innan fram- kvæmdastjórnarinnar að þá sé jafn- vel hætta á því að málið í heild sinni renni út í sandinn. Ríki á borð við Ítalíu, Spán og Grikkland, sem ljóst er að munu ekki uppfylla skilyrði fyrir þátttöku á næstu árum, gætu reynt að nýta sér tækifærið til að láta slaka á hin- um efnahaglegu kröfum sem gerðar eru. Sósíalistaflokkar í aðildarríkjun- um myndu væntanlega vilja aukna áherslu á baráttu gegn atvinnuleysi. Bretar gætu reynt að stöðva málið í heild sinni. Enginn, hvorki stjórnmálamenn né embættismenn, í Brussel vill byija að róta í ákvæðum Maastricht upp á nýtt. Ef ekki kemur til efnahagsleg uppsveifla á allra næstu mánuðum gæti það hins vegar reynst óhjá- kvæmilegt. FIMMTI hver Finni á farsíma og er farsímaeign óviða meiri. Frjáls símasamkeppni í Finnlandi Eina hættan að ESB- reglur dragi úr frelsi Helsinki. Reuter. FINNLAND er í fararbroddi ríkja Evrópusambandsins hvað varðar fijálsræði á fjarskiptamarkaðnum. Fijáls samkeppni ríkir til dæmis um rekstur GSM-farsímakerfis. Finnskir embættismenn segjast því engar ábyggjur hafa af nýjum reglum Evr- ópusambandsins um fijálsa sam- keppni í fjarskiptum, nema ef vera kynni að þær drægju úr því mikla frelsi, sem nú ríkir á þessu sviði í Finnlandi. „Við höfum haft ftjálslynda stefnu í fjarskiptamálum í tíu ár - miklu lengur en ESB-aðild hefur verið til umræðu," segir Harri Pursiainen, yfírmaður fjarskiptamála í finnska samgönguráðuneytinu. „Við munum viðhalda fijálsri samkeppni, svo lengi sem Evrópusambandið reynir ekki að draga úr henni.“ Opnir markaðir látnir óáreittir Pursiainen bætti því reyndar við að framkvæmdastjórnarmaðurinn Martin Bangemann hefði heitið Finn- um því er hann kom í opinbera heim- sókn til Finnlands í fyrra að hinar nýju reglur ESB myndu ekki skaða þá markaði, sem þegar hefðu verið opnaðir fyrír samkeppni. Um 80 fyrirtæki reka nú fjar- skiptaþjónustu af einhveiju tagi í Finnlandi. Samkeppni ríkir á öllum sviðum. Bæði ríkisfyrirtækið Telecom Finland og samkeppnisaðil- inn, FinnNet, sem nokkur minni fjar- skiptafyrirtæki standa að, mega eiga og reka eigin íjarskiptakerfi og hafa samið sín á milli um gagnkvæm af- not af hlutum fjarskiptakerfanna. „í Finnlandi hafa allir leyfishafar rétt til að reka eigið kerfi,“ segir Pursia- inen. Víða í Evrópu neyðast einka- rekin fjarskiptafyrirtæki til að leigja línur og búnað af ríkiseinokunarfyr- irtækjum. Samgönguráðuneytið hefur ný- lega veitt þremur fyrirtækjum leyfi til að reka kerfi fyrir DCS-síma, sem eru næsta kynslóð farsíma. Áfram í frjálsræðisátt Næsta skrefið í fijálsræðisþróun- inni á finnskum fjarskiptamarkaði er samþykkt frumvarps, sem lagt var fyrir þingið í nóvember, og lækkar enn frekar þröskuld þann, sem ný fjarskiptafyrirtæki þurfa að yfírstíga til að komast inn á markaðinn. Slak- að er á skilyrðum, sem uppfylla þarf til að fá leyfi til að reka fjarskipta- þjónustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.