Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 25 Róttækar umbætur á bandaríska skattkerfinu ofarlega á baugi Washington. Reuter. Repúblikanar vilja einn „flatan“ skatt Gerry Mulligan látinn New York. Reuter. JAZZISTINN Gerry Mulligan lést á heimili sínu í Darien í Connecticut-ríki árla á laugar- dag eftir langvarandi veikindi. Hann var á 69. aldursári. „Jazz-tónlistin hefur séð á bak miklum listamanni,“ sagði Reed Mulligan, einkasonur saxófónleikarans er hann skýrði frá andláti föður síns. Mulligan var tónskáld og hljómsveitarstjóri og markaði nýja stefnu í jazzi ásamt Miles Davies seint á fimmta ára- tugnum, svokallaðan „Cool Jazz“, eða „svalan" jazz. Meðal kunnustu verka hans eru Jeru, Boplicity, Venus De Milo og Godchild. Mulligan fæddist í New York-borg og ólst upp í Fílad- elfíu. Strax á táningsaldri samdi hann tónlist fyrir út- varpshljómsveitir og eftir að hann fluttist til New York 1946 samdi hann í fyrstu tón- list fyrir trommuleikarann Gene Krupa. Mulligan stofnaði 10 manna hljómsveit árið 1951 en öðlaðist þó fyrst verulega frægð árið eftir hann stofnaði kvartett þar sem Chet Baker lék á trompet. Mulligan hélt áfram að koma fram opinberlega meðan heilsa entist og lék hann síð- ast í nóvember um borð í far- þegaskipinu Queen Elizabet II í einni ferð þess yfir Atlants- hafið milli Southampton og New York. Að sögn sonar hans taldi Mulligan sig hafa staðið á hátindi ferils síns er hann lék með Baker í Carnegie Hall í New York árið 1974. Gerry Mulligan lék í Há- skólabíói sem gestur Listahá- tíðar sumarið 1994. PARKETSLÍPUN Sigurðar Ólafssonar Við gerum gömlu gólfin sem ný Sími: 564 3500 - 852 5070 Námskeið sem gefa forskot: TivuNámskeið fyrir 10-16 ára Þrjú gagnleg námskeið sem veita ungmennum forskot í skólanum og búa þau undir stöif á 21. öldinni! Láttu þitt bam njóta þess nýjasta og skemmtilegasta!! 36 kennslustundir, kr. 15.900,- stgr. Grunn-. framhalds- og forritunamámskeið ■ Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuráðgjof • námskelð • utgáfa Grensásvegi 16 • sími 568 8090 hk 960217 Raðgreiðslur Euro/VISA NEFND á vegum bandaríska Repú- blikanaflokksins hefur hvatt til al- gerrar uppstokkunar á skattkerfinu. Vill hún, að núverandi kerfí verði lagt af og í þess stað tekinn upp „flatur skattur“, sama skattprósenta fyrir alla. Jack Kemp, formaður nefndarinnar og fyrrverandi fulltrúadeildarþing- maður, sagði þegar hann kynnti til- lögurnar, að leggja ætti núverandi kerfi niður með öllum sínum flóknu frádráttarliðum og ólíku skattþrepum en þau geta verið á bilinu 15 til 40%. „Núverandi kerfi er ekki viðbjarg- andi. Það er ótrúlega flókið, hræðilega dýrt, eyðileggjandi fyrir efnahagslífíð og umfram allt ranglátt," sagði Kemp. Aukinn meirihluti samþykki skattbreytingar Nefndin nefnir ekki hver skattpró- sentan eigi að vera en til að ekki sé eilíflega verið að hringla til með hana þá leggur hún til, að samþykki tvo þriðju hluta þingmanna þurfi til að hækka hana. Eftir að repúblikanar höfðu lagt fram þessar tillögur boðaði Richard Gephardt, leiðtogi demókrata í full- trúadeildinni, til blaðamannafundar og gagnrýndi þær harðlega. Sagði hann, að með þeim væri verið að gera hina ríku ríkari á kostnað milli- stéttarinnar auk þess sem fjárlaga- hailinn myndi aukast um 300 millj- arða dollara, 19.500 milljarða ísl. kr. Gephardt hefur sjálfur sett saman áætlun um „flatari skatt“ og segir, að samkvæmt henni myndu 75% bandarískra skattgreiðenda aðeins greiða 10% skatt af tekjum sínum. Ríkisstjórnin andvíg Ríkisstjórn Bills Clintons forseta hefur sýnt lítinn áhuga á flötum skatti og Lawrence Summers að- stoðarfjármálaráðherra vísar honum alveg á bug. Bob Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeild, segist hlynntur flötum skatti svó fremi hann auki ekki á fjárlagahallann en umbætur á skatt- kerfinu eru það mál, sem er efst á baugi í forkosningabaráttu repúblik- ana. Útgefandinn og auðkýfingurinn Steven Forbes hefur lagt mikla áherslu á það og hann leggur til, að 17% skattur verði á öllum tekjum. Isafjörður á beinni braut... Aukin þjónusta Eimskips á ísafirði Frá og með 23. janúar geta ísfirðingar og aðrir Vestfirðingar fagnað því að fyrri áfangi hins nýja flutningakerfis Eimskips hefur tekið gildi. Nýja kerfið hefur í för með sér aukna þjónustu við ísfirðinga - en Strandleiðin opnar þeim greiða leið til Færeyja, Bretlands og meginlands Evrópu. Sterkari samkeppnisstaða _ vnkomudagar Með þessum breytingum á Mán. Reykjavik þjónustu Eimskips við þéttbýlisstaði þií. Isafjðrður I um landið mun samkeppnisstaða Mtð. Akureyn . , , . Fim. 1 Eskifjörður fyrirtækja styrkjast verulega. Flutn- Fös ; pgShm" ingstíminn frá ísafjarðarhöfn til Lau. í...~ erlendra hafna styttist um 1 - 3 daga. sunTj_______ Auk þess er nú unnt að flytja inn Mán-. Imrnin9_ham , , _ Þri. Rotterdam vorur fra Bretlandi og meginlandi Mið.' Rotterdam Evrópu beint til ísafjarðar. nm. j Strandleiðin hefur í för með sér F°s. j______ umtalsverða kosti fyrir viðskiptavini —------- Eimskips um allt land og með henni Mán Reykjavjk eflist samkeppnisstaða íslands. Þri | tsafjörður- ji „Nýja flutningakerfið mun styrkja samkeppnisstöðu Simi 456 4555 • Fax 456 4553 ÍMfjörSur Viðkomudagar Mán. Reykjavik Þri. ! isafjörður Mið. I Akureyri Fim. ] Eskifjörður Fös. t Þórshöfn Lau. j Sun. Mán i.j Immingham Þri. j Rotterdam Mið. , | Rotterdam Fim. Fös. ; Lau. Sun. Þri. ] fsafjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.