Morgunblaðið - 23.01.1996, Síða 36

Morgunblaðið - 23.01.1996, Síða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Miðstýring og meinsemdir Draumar og veruleiki Sigurður Guðmundsson, yfir- Iæknir fræðasviðs Landspítalans, ritar greinar tvær í Morgunblaðið 11. og 12. janúar undir heitinu „Stóru sjúkrahúsin milli steins og sleggju". í greinum þessum er mælt með sameiningu stóru sjúkra- húsanna og annarrar starfsemi lækna í eina stofnun. Sagt er að það hafi verið mjög misráðið fyrir einum og hálfum áratug að þjón- usta við utanspítalasjúklinga skyldi látin fara sem mest fram á stofum úti í bæ, en síður á göngudeildum sjúkrahúsa. Leiðari Morgunblaðsins hinn 14. tekur undir sameiningar- sjónarmið. Því ber að fagna, að málefnaleg umræða fari fram fyrir opnum tjöld- um og eru ofangreind skrif gott innlegg í þá umræðu. Sá sem þetta ritar er í verulegum atriðum ósam- mála skoðunum Sigurðar og leið- arahöfundar og hefur efasemdir um hagkvæmni miðstýringar heilbrigð- isþjónustu. Það hefur lengi verið draumsýn sumra, að allt starf ís- lenskra lækna fari fram á stofnun- um ríkisins af því að það muni leiða til aukins hagræðis, betri kennslu og aukinna vísindarannsókna. Þessi sýn, sem kemur m.a. fram í ofan- nefndum greinum, gefur tilefni til þess að tæpitungulaust sé fjallað um þann veruleika sem flestir ís- lenskir læknar sem stunda sér- fræðilega þjónustu búa við. Sá veru- leiki skýrir margt í þróun íslensks heilbrigðiskerfís, sem fyrir vikið er reyndar svo eftirsóknarvert og hag- kvæmt fyrir greiðsluaðila, að aðrar þjóðir gætu af okkur lært. Um eðli læknishjálpar Áður en lengra er haldið er nauð- synlegt að skýra hvernig læknar hugsa því heilbrigðiskerfíð byggir umfram allt á læknishjálp með eða án aðstoðar sérmenntaðra stoð- stétta. Sjúklingar leita sér læknis til þess að gæta heilsufarslegra hagsmuna sinna. Samband læknis og sjúklings byggir á fullum trún- aði á milli þessara tveggja aðila. Það er eiðsvarin skylda læknisins að vera málsvari sjúklings, að vernda heilsu sjúklings eins og best verður á kosið. Læknar starfa því ætíð fyrir sjúklingana en eru ekki varðhundar ríkissjóðs. Að sjálfsögðu eru það hagsmunir sjúkling- anna að ódýrustu eða einföldustu meðferðar- kostir séu valdir leiði þeir til sama árangurs. Læknar mega þó ekki láta fjárhagsleg sjón- armið þriðja aðila (tryggingafélags, ríkissjóðs) yfirbuga faglega dómgreind af því að þannig skapast trúnaðarbrestur, sem þjónar ekki bestu hags- munum sjúklinga. Með öðrum orðum verða sjálfar lækningamar Páll Torfi Önundarson að vera sjálfstæðar gagnvart kerf- inu. Læknar geta hins vegar sem ein- staklingar eða samtök starfað með tryggingum eða stjórnvaldi að því að ákveða hvaða þjónustu skuli veita og greiða úr tryggingasjóðum, t.d. hvort greiðslur fyrir glasa- fijóvgun skuli hafa forgang fram yfír meðferð við offítu eða háþrýst- ingsmeðferð. Læknar búa eðli máls- ins samkvæmt yfír yfirburða þekk- ingu sem stjómvöld verða að nýta sér til þess að gæta fyllstu hag- kvæmni. Þróun íslenskrar sjúkraþjónustu utan sjúkrahúsa Þar sem sjúklingar leita sér í flestum tilvikum læknis en ekki stofu, göngudeildar eða sjúkrahúss er það nokkuð ljóst að hagsmunir sjúklings eru þeir að geta kynnst lækni sem getur sinnt vandamálum hans hvort sem þörf er á innlögn á sjúkrahús eða ekki. Þegar alvarleg- ur sjúkdómur herjar er oft mikil- vægt að njóta sérfræðilegrar lækn- ishjálpar. Sé slík þjónusta veitt utan sjúkrahúsa getur hún verið á einka- rekinni stofu eða á göngudeild en mikilvægt er að sami læknirinn geti sinnt sjúklingnum innan og utan sjúkrahúss. Vegna framfara í sjúkdómsgrein- ingu og meðferð og vegna sífellds niðurskurðar á sjúkrahúsum er æ fleiri sjúklingum sinnt án innlagn- ar. Segja má að einkareknar stofur Iækna séu í stöðugri þróun til þess Hestaleigan Reynisvatni Viö efnum til verðlaunasamkeppni um nafn á folaldinu sem fæddist svo óvænt síðastliðinn aðfangadag. Folaldiö er hestur, rauður, tvístjörnóttur. Verðlaun eru kr. 25,000.- í peningum - og útivistardagur að Reynisvatni með veiði í vatninu og útreiðartúr fyrir fjölskylduna. Þátttakendur þurfa að senda tillögur sínar fyrir 1. febrúar n.k. til Ólafs Skúlasonar, hestaleigunni Reynisvatni, Laxalóni, 110 Reykjavík. Formaður dómnefndar er Örlygur Hálfdánarson bókaútgefandi. Komi fleiri en ein tillaga að sama nafninu verður dregið um vinningshafa. Reynisvatn, útivistarperla Reykjvíkur, fyrir alla fjölskylduna. að mæta þörf. Eins og títt er hafa einkaaðilar getað tekið skjótari ákvarðanir um slíka þróun, en hið mið- stýrða kerfí hefur setið eftir vegna innri árekstra og þess hve miðstýrð ákvarðana- taka er seinvirk. Jafn- framt hefur fram á síð- ari ár verið sátt um það að sjúkrahús væru fyrst og fremst til þess að sinna þeim sem geta ekki séð um sig sjálfír vegna veikinda. Því hafa læknar einkum sinnt á göngudeildum sjúklingum sem þarfnast sérstakrar meðferðar sem læknar telja ekki forsvaranlegt að veita úti í bæ, t.d. blóðgjöfum eða krabbameinslyfja- meðferð í æð. Heilbrigðisráðuneytið hefur á undanförnum árum mark- visst reynt að hindra þróun og vöxt einkarekinna stofa lækna í stefnu- mótun sinni. Dæmi um þetta eru heilbrigðisáætlun íslands, takmark- anir á sjálfstæðu starfi heimil- islækna og aðför ráðuneytisins að sjálfstæðum sérfræðilegum störfum með reglugerð um tilvísanaskyldu á sl. ári. Þrátt fyrir mótbyr vilja flestir sérfræðingar helst sinna ut- anspítalasjúklingum sínum á stof- um. Hvers vegna vilja læknar sjálfstæðan stofurekstur? Svarið er margþætt: 1. Flestir læknar hafa rekið sig á það að á einkareknum stofum vinnast verkin hraðar og unnt er að komast af með færra aðstoðar- fólk. Að auki geta læknar á eigin stofum tekið rekstrarlegar ákvarð- anir á skjótan og auðveldan hátt, en slíkt er læknum ekki gerlegt á sjúkrahúsunum. íslenskir læknar eru brenndir af hverfandi áhrifum lækna á stjórn ríkisrekinna sjúkra- húsa á Islandi. Sjúkrahúsin eru orð- in að miðstýrðum báknum þar sem markmiðin eru orðin óljós og stund- um í beinni samkeppni við læknana sem sjúkrahúsin byggja þó starf- semi sína á. Sumir hafa reyndar snúið þessu við og sagt að læknam- Kostir einkarekstrar nýtast fólki vel, segir Páll Torfi Önundar- son, o g telur læknis- fræðina enga undan- tekningn í þeim efnum. ir séu í samkeppni við sjúkrahúsin með því að sinna þeim sjúklingum á eigin stofum sem ekki þurfa á innlögn að halda. Þetta vandamál stafar af því að verksvið sjúkrahúsa hefur ekki verið skilgreint í sam vinnu við lækna. Þegar harðnar á dalnum sækjast sjúkrahúsin eftir „auknum sértekjum" og fara með rikissjóð að bakhjarli í samkeppni við stofurekstur lækna. Sem dæmi má nefna að í tilvísanastríðinu upp- hófst skyndilega mikil uppbygging á göngudeild Landspítalans vænt- anlega með það fyrir augum að þangað flyttist stofurekstur lækna (sjúkrahúsið gæti hagnast á því að semja við læknana um að fá hluta greiðslu Tryggingastofnunar). Síð- an tilvísanakerfinu var frestað hef- ur sú uppbygging að mestu legið niðri. 2. Laun langflestra sjúkrahús- lækna eru svo lág að engin hvatn- ing er til þess að bæta á sig vinnu við utansgítalasjúklinga á göngu- deildum. Á þessu munu vera ein- hveijar undantekningar, sem stjómir spítalanna hafa komið á með greiðslum fyrir yfirvinnu sem ekki þarf að vinna eða með auka- greiðslum fyrir að vinna ákveðin verk í dagvinnutímanum. Sú mis- munun sem þarna er fyrir hendi hefur valdið tortryggni innan stétt- arinnar. Mismununin hefur jafn- framt kennt meirihluta lækna að það sé mikils virði að hafa sjálf- stæði. Það að bjóða ekki öllum mönnum í sambærilegum störfum sambærileg kjör hjá sama vinnu- veitanda kann ekki góðri lukku að stýra. Sjálfstæður stofurekstur veitir lækninum fjárhagslegt sjálf- stæði, sem er mikilvægt vegna lágra launa og óöryggis sem ríkir stöðugt á sjúkrahúsunum. Með öðr- um orðum byggir læknirinn upp starfsemi („praxís") í kringum þekkingu sína, en slíka starfsemi getur ekkert hús myndað því hús hafa ekki þekkingu. Sjúkrahús er þar sem læknir starfar. 3. íslenskir læknar eru vel kunnugir erlendum heilbrigðiskerf- um af eigin raun vegna sérmennt- unar austan hafs og vestan. Óháð því hvar menn hafa lært kjósa flest- ir hið íslenska afbrigði. 4. Ætla má að læknar eigi á hættu að tapa verulegum fjárfest- ingum í tækjum og húsnæði sé rekstrargrundvelli með stjómvalds- ákvörðun kippt undan eigin stofum lækna. Kerfisbreyting í þá átt Enn reynt að svara EG HAFÐI einsett mér að halda mig til hlés,- svara í engu penna- og talglöðum, sem telja sig knúna til að tjá sig í deilumálum Langholtssafnaðar, meðan Eiríkur Tóm- asson hrl. er að kanna mál. Taldi það sjálf- sagða kurteisi, - mál alvarlegri en ræna þá ánægjunni er á mér vilja beija, Jóni Stef- ánssyni, eða þá biskupi íslands. Geri mér þó fulla grein fyrir, að til- gangurinn er að leiða þá er nenna að lesa frá kjama máls, - það er samskiptum sóknarprests og starfsfólks kirkj- unnar. En lái mér hver sem vill, að eg get ekki orða bundizt, er alsaklaust fölk, Sjöfn Friðriksdóttir og Skúli Jón Sigurðsson, er enn á ný dregið inní leikinn, eins og gert er í grein, 14.1 sl., í Morgunblaðinu. Þau eiga það ekki skilið, enda sómakært fólk og sannleikanum trútt. Séra Flóki Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvellj og Rábhústorginu Sigurður Haukur Guðjónsson -kjarni málsins! vegur að þeim, 30.12.95, lýsir yfír undrun sinni á fljót- fæmi þeirra, - velja sér kjörprest eftir úr- eltum lögum (!); klerk- ur þyrfti þá líka að taka prófast sér á hné, því hann bendir á sömu lög og hjónin (!); séra Flóki tíundar og gæðin öll, sem hann hafi sýnt mér, fyrirrennara sín- um, margreynt að draga mig til starfa í kirkjunni (!). Greinar- höfundur, 14. jan sl., telur séra Flóka þarfn- ast hjálpar, hnykkir á, dregur saklaust fólkið og mig til leiks við strik í dagbók. Já, hver bannaði afnot af kirkjunni? Satt og rétt greinir hann frá, að eg bað kirkjuvörð að strika brúðkaupið út, þar sem af því gæti ekki orðið. Hinu sleppir hann, að fræða mig og aðra á því, við hvern eg talaði í síma, sagðist vera séra Flóki og neitaði. Þessu sleppir hann, enda fellur það ekki að myndinni er hann vill draga, segir þó auðvelt að sanna. Eg sé aðeins orð gegn orði. Naga mig hins vegar í handarbak að hafa verið svo bláeygur að muna ekki ráðleggingar þess starfsfólks, er hafði tjáð mér, að án vitnis ræddi það ekki mál við klerk sinn, gæti það skipt einhveiju síðar. Greinar- höfundur sleppir líka að segja frá, að sóknamefnd taldi sig knúna til að minna klerk á, eftir greinaskrif hans, að séra Árelíus stofnaði Líkn- arsjóð frú Ingibjargar Þórðardóttur, konu sinnar, árið sem hún lézt, og að Orgelnefnd kirkjunnar var skip- uð, áður en klerkur varð okkar hirð- ir. Já, kenni greinarhöfundur mér að sanna símtal, þá gæti eg vitnað í annað símtal frá 1992, er eg bað um að fá að skíra barn vina í kirkj- unni, fékk með þeim orðum, að í Margur, er Langholts- kirkju ann, grætur, seg- ir Sigurður Haukur Guðjónsson, sem hér svarar blaðaskrifum. þetta sinn yrði svo að vera, og síð- an reiðilestri um hvernig hann ætti að losna við mig úr kirkjunni, - Sigríður formaður sóknarnefndar við Kristján kirkjuvörð. Eg skildi hvorki upp né niður, því í samtali, á skrifstofu prests, árið áður, hafði hann tjáð mér, að sér að meina- lausu mætti eg vínna prestsverk, en muna jafnframt að hann væri sóknarpresturinn og sér bæri greiðslan, því hún væri hluti af brauði hans. Áfram héldu árekstrar, - próf- astar séra Jón Dalbú og séra Ragn- ar Fjalar geta vitnað um það; brúð- hjónin er greiddu klerki 3.000 kr. fyrir leyfi til að notast við mig við altari, er þeim var kært, líka. Eitt- hvað nagaði það samtal þó prest- inn, því upphæðina gaf hann síðar í Orgelsjóð, og þótti mér hann mað- ur að meiri. Messuþjónninn, Harald- ur Sigurðsson, getur vitnað um orð- skak klerks og heiðursvarða frímúr- ara, er voru að kveðja bróður í Langholtskirkju, um þessi heimsku- legu tákn, að dómi prestsins, er þeir stilla upp við útfarir sinna í kirkjum. Margt fleira mætti tína til, t.d. baráttu hans gegn vígslu séra Þórhalls Heimissonar til þjón- ustu í Langholtskirkju. Víst væri hægt að staðhæfa gegn þessum fáu dæmum, að minni eigin frekju sé einni um að kenna. Því kalla eg til afleysingarprest í veik- indaleyfí séra Flóka. Hún, prestur- inn var kona, hafði undirbúið tvenn brúðhjón fyrir hátíðastundir í kirkj- unni. Að stundunum kom. Prúðbúið fólk á kirkjubekkjum með orgel-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.