Morgunblaðið - 23.01.1996, Síða 37

Morgunblaðið - 23.01.1996, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 37 GREINARGERÐ A SKAÐABOTARETTUR AÐ ÞJÓNA LANDSMÖNNUM ÖLLUM EÐA KENJUM FÁRRA? myndi að sjálfsögðu kalla á skaða- bótakröfu á hendur ríkissjóði. 5. Að lokum er rétt að nefna að læknar starfa alltaf á eigin stofum. Vinnudeilur hafa að jafnaði ekki haft teljandi áhrif á stofurekstur sjálfstæðra læknastofa. Af því er mikið öryggi fyrir sjúklinga og sam- félagið í heild en vinnudeilur á stofnunum mennta- og heilbrigðis- kerfisins hafa valdið verulegum truflunum á undanfömum árum. Því stærri sem stofnunin er því af- drifaríkari verða vinnudeilur og því illgerlegra er að semja um kaup og kjör. Hvers vegna ekki miðstýring? Kostir betri nýtingar í skjóli mið- stýringar hljóma vel á prenti, en - því miður - er hætt við að hún leiði til spillingar og þess að ákvarðanir verði ekki teknar af réttum aðilum. Að minnsta kosti ekki á þann hátt sem beint liggur við í smærri rekstri. Hvers vegna er ekki með sömu rökum stuðlað að miðstýrðum ríkisreknum lögfræðistofum til að gæta réttar einstaklinga og fyrir- tækja, miðstýrðum tannlæknastof- um til að hindra „offjárfestingu í tækjabúnaði tannlækna" eða ríkis- reknum rakarastöðvum vegna þeirrar fjárhagslegu áþjánar sem hárVöxtur er? Svarið er það, að kostir einka- rekstrarins hafa þjónað einstakling- unum dyggilega á öllum sviðum. Læknisfræðin er þar engin undan- tekning. Hlutverk ríkisins í heil- brigðiskerfinu á ekki að vera rekstr- arlegt heldur að fjalla um gæði, stefnumótun og greiðsluþátttöku almannatrygginga í samvinnu við þá aðila sem bera ábyrgð á og vinna verkin. Höfundur er læknir á Landspítal- anum og situr í stjórn iæknaráðs Landspítalans. hljóm í eyrum. Mætir þá ekki sókn- arprestur, í valdi síns embættis, og framkvæmir athafnirnar. Um önnur hjónin veit eg ekkert, en hin, að þau brugðust sár við og létu óánægju sína í ljós við kirkjuvörð. Þetta læt eg nægja, því um reynslu fastráðins starfsfólks hlýtur það sjálft eða sóknarnefnd að greina. Ekki læðist að mér, að eg, anda- trúarpresturinn (á hvað trúa hinir? Eitthvað annað en skrifað stendur í Jóh. 4:24?), geti sannfært Þórð E. Halldórsson eða aðra þá, er vilja telja þjóð trú um,að gamall, argur, vanþakklátur prestur kunni ekki að meta blíðustrokur öðlings. Nota því orð séra Flóka í eftirmála kæru á hendur mér, 28.03.95, til siðanefnd- ar Prestafélagsins: „Um samskipti mín við fyrrverandi prest má lesa í meðfyjgjandi bréfi mínu til Presta- félags íslands frá því 1994, en þá var þolinmæði mín á þrotum.“ Hvað þar stendur, veit eg ekki, afritið var ekki birt mér, þá eg, 19. maí sl., var boðaður fyrir siðanefnd, til að taka í móti þökkum fyrir 40 ára samstarf innan Prestafélagsins. í fréttum útvarps er haft eftir séra Úlfari, formanni siðanefndar, að hann kannist ekkert við umrætt bréf. Orð hans vefa mér nýja gátu. Mál er að linni. Fullyrðingu Þórð- ar að skrattanum sé skemmt, læt eg hann, mér fróðari, um að dæma, hitt veit ég, að margur, er Lang- holtskirkju ann, grætur. E.S. Eg veiti því athygli, að mörg- um gengur illa að skilja orð mín um að Guð gangi framhjá sumum kirkjum, nenni ekki að koma þar við. Hvassyrt kannske, en takið þá fram Biblíuna, flettið upp á Matt- eusi tíunda kafla hefjið lestur á ell- efta versi og lesið allt að fimmt- ánda. Það fjórtánda hljóðar svo: Og sé sá nokkur, er ekki vill veita yður viðtöku, og ekki heldur hlýða á orð yðar, þá farið burt úr því húsi eða þeirri borg, og hristið dust- ið af fótum yðar.“ (Kristur er hér að tala við lærisveina sína. Útlegg- ingin var mín.) Höfundur er fyrrverandi sóknar- prcstur við Langholtskirkju. AÐ UNDANFÖRNU hafa nokkrir lögmenn ritað í Morgunblaðið, og gert að umtalsefni skaðabótarétt hér á landi. Hafa þessir lögmenn flestir verið í fámennum en fýrirferðarmikl- um hópi, sem gengið hefur undir heitinu „virtir lögmenn“. Hafa þeir mjög tjáð sig um efni og aðdraganda íslenskra skaðabótalaga og almennt um uppgjör á slysum, sem falla und- ir skaðabótarétt. Tilefni skrifa þeirra nú er stuðningur þeirra við tillögur um breytingar á skaðabótalögum, sem lagðar hafa verið fram í allsher- jarnefnd Alþingis. Ymsir aðilar hafa gert alvarlegar athugasemdir við efni tillagnanna, og að þær uppfylli ekki tryggingafræðilegar kröfur. Jafnframt hefur verið bent á, að verði farið að tillögunum muni slysa- bætur í ökutækjatryggingum hækka verulega. Tillögurnar mundu og hafa í för með sér mikla hækkun á kostn- aði við slysauppgjörin, einkum vegna þóknunar til lögmanna, en hún reiknast eins og alþjóð veit sem hlut- fall af bótafjárhæð. Vegna alls þessa mundu iðgjöld því hækka stórlega. Rúmsins vegna verður engan veg- inn unnt að gera skil nema fáum atriðum varðandi málefni þetta. Raunar hafa skrif lögmannanna allra og efnistök verið afar áþekk. Sumum atriðum í málflutningi þeirra hefur þegar verið svarað og mis- skilningur þeirra verið leiðréttur. Freistandi væri því að láta gott heita, og þreyta ekki lesendur Morgun- blaðsins frekar. Hins vegar er brýnt að almenningur fái gleggri mynd varðandi það, um hvað málefni þetta snýst í raun og veru. Því er þessi greinarstúfur ritaður. Úreltur skaðabótaréttur - margföldun bótakrafna Á árabilinu 1986 til 1991 varð hér á landi mikil aukning skráðra slysa á fólki í umferðinni. Slösuðum með tiltölulega litla áverka fjölgaði mjög, einkum varð geysileg fjölgun á svonefndum hálshnykksáverkum. Úr hófi keyrði á árunum 1989 og 1991, en þá varð margföldun slíkra tilvika. Áðalorsakir hálshnykksá- verka eru aftanákeyrslur. Aftaná- keyrslum fjölgaði lítið á þeim tíma, er hér um ræðir, og ekkert í líkingu við aukningu bótakrafna vegna háls- hnykksáverka. Er þessi „faraldur" reið yfir þjóðina var ekki við sett skaðabótalög að styðjast varðandi slysauppgjörin, heldur fyrst og fremst venjur og fordæmi, sem mót- ast höfðu við úrlausn dómstóla. Var gangur mála sá, að þeir sem lentu í slysi og vildu leita bóta vegna var- anlegrar skerðingar á vinnugetu, öfluðu sér örorkumats frá lækni, sem að mestu var byggt á fyrirfram- sömdum örorkutöflum. Var í þessum mötum engin tilraun gerð til að kanna raunverulegar fjárhagslegar afleiðingar áverkans, eða hvort var- anlegar afleiðingar yrðu yfirleitt nokkrar. Á grundvelli þessa örorku- mats reiknaði svo tryggingastærð- fræðingur út fjártjón viðkomandi. Með þessi ófullkomnu gögn í hönd- um kröfðust lögmenn síðan bóta úr hendi hins bótaskylda aðila eða eftir atvikum vátryggingafélags. Var hér iðulega um að ræða háar bótafjár- hæðir til hvers tjónþola, sem nánast samkvæmt lögmálum færibandsins voru metnir 10 til 20% varanlegir öryrkjar vegna t.d. hálshnykks- áverka. Fjöldi bótaskyldra umferð- arslysa hér á landi fór langt yfir það, sem tiðkast í þeim löndum, sem Islendingar bera sig saman við. Að auki nam kostnaður til sérfræðinga, ekki síst lögmanna, er tengdust upp- gjöri hvers máls, verulegum fjár- hæðum. Mál þessi öll voru því kom- in í hið mesta óefni, og sjálfsagt mest fyrir þá sök, að ekki var við skýr lög að styðjast í þessum efnum. Árétta ber í þessu samhengi, að til eru þeir, sem hafa hlotið mikil meiðsl af völdum hálshnykks og skerta vinnugetu til frambúðar. Brýnt var þó að staldra við og huga að raun- verulegri örorku í slysum af þessu tagi, þegar haft er í huga að 4 af hverjum 5, er slasast höfðu á hálsi, töpuðu ekki degi úr vinnu, og aðeins 0,5% þeirra, sem fengu hálshnykk, þurftu að leggjast á spítala. Kröfur um bætt vinnubrögð við uppgjör í stað þess að loka augunum fyr- ir þessari óeðlilegu þróun, og hækka bara vátryggingariðgjöldin og láta þannig almenning standa straum af þessu ófremdarástandi, var af hálfu vátryggingafélaganna, á faerlegan hátt og að svo miklu leyti sem lög leyfðu, tekið upp breytt og bætt verklag í sambandi við tjónsuppgjör. Gerðar voru kröfur um vandaðri gögn um áhrif slyssins á þann, sem fyrir því varð. Þá tóku félögin upp strangari kröfur varðandi sönnun og mat á fjártjóni vegna slysa en áður hafði tíðkast. Væri varanleg örorka metin 15% eða lægri, eða væri um að ræða hálshnykksáverka, skyldi tjón ekki gert upp fyrr en að liðnum þremur árum frá slysdegi, þannig að fremur mætti sannreyna að hinn slasaði hefði eða mundi bíða eitthvert fjártjón af áverkanum til lengri tíma litið. Vildi hinn slasaði ekki bíða í pennan tíma stóð honum til boða að ljúka málinu í samræmi við fastar fjárhæðir. Allt sannanlegt tímabundið tjón af völdum slyssins, t.d. beinn launamissir, var að sjálf- sögðu greitt hinum slasaða jöfnum höndum. Setning skaðabótalaga ótvíræð réttarbót Samhliða því að taka upp bætt verklag við uppgjör líkamstjóna var athygli stjórnvalda vakin á því, að á Islandi, einu Norðurlandanna, væri ekki við sett skaðabótalög að styðjast. Slík löggjöf væri nauðsyn- leg til að eyða réttaróvissu og fækka ágreiningsefnum. Á árinu 1993 sam- þykkti Alþingi loks almenn skaða- bótalög, áratugum síðar en á hinum Norðurlöndunum. Skaðabótalög nr. 50/1993 eru í flestu vönduð löggjöf. Með þeim er tekið upp einstaklings- bundið fjárhagslegt mat á varan- legri örorku, og að mestu horfið frá læknisfræðilegu örorkumati. Réttar- staða barna og heimavinnandi fólks var bætt. Reynt var að búa svo um hnúta, að bætur lentu hjá þeim, sem bætur bæri. Lögin bættu úr mikilli þörf hér á landi, þar sem ekki var við sett lög að styðjast. Þau eru sniðin að norrænum rétti, einkum þó dönskum lögum, er sett voru árið 1984. Þar sem vikið hefur verið frá efni danskra laga hefur það verið tjónþola í hag. Af norrænum skaða- bótalögum eru þau dönsku nýjust, og er af öðrum ríkjum horft til þeirra laga sem fyrirmyndar. Reynslan af skaðabótalögunum hér á landi er enn tiltölulega lítil. Fá vandkvæði hafa komið í ljós við framkvæmd skaða- bótalaganna. Við setningu laganna á sínum tíma var við það miðað að heildarbótagreiðslur í þjóðfélaginu ættu ekki að aukast. Ættu vátrygg- ingariðgjöld á einstaklinga og fyrir- tæki því heldur ekki að hækka vegna lagasetningarinnar. Bótagreiðslur ættu á hinn bóginn að hækka og það verulega vegna þeirra, sem hlot- ið hefðu alvarlegri áverka og raun- verulega skerðingu starfsorku. Bæt- ur ættu þó að lækka til þeirra, sem hefðu orðið fyrir litlu sem engu lík- amstjóni. Allt bendir til þess að þetta markmið hafi náðst. Gagnrýni og samsæriskenningar Breytt verklag vátryggingafélag- anna við tjónsuppgjör var vissulega Þegar að því leið að skaðabótalögin kæmu til framkvæmda hér á landi tóku örfáir lög- menn að finna þeim ýmislegt til foráttu, seg- ir Sigmar Armannsson í greinargerð um málið. gagnrýnt af ýmsum lögfræðingum. Þegar að því leið, að skaðabótalögin kæmu til framkvæmda hér á landi, tóku einnig örfáir lögmenn að finna skaðabótalögunum og undirbúningi þeirra ýmislegt til foráttu. Kom það fjölmörgum í opna skjöldu. Almennt mun svo litið á í Danmörku, að dönsku skaðabótalögin, en þau eru fyrirmynd hinna íslensku sem áður greinir, séu í senn skynsamleg og réttlát löggjöf. Er ástæða til að ætla, að skoðun margra íslenskra lögfræðinga sé svipuð, a.m.k. þeirra sem kynnt hafa sér íslensku skaða: bótalögin að einhverju marki. í þessu sambandi má nefna, að Dóm- arafélag íslands lýsti fullum stuðn- ingi við frumvarpið til skaðabóta- laganna á sínum tíma. Um þetta leyti varð til mögnuð samsæris- kenning, sem lítill hópur lögmanna hefur síðan blásið rykið af annað kastið. Gengur hún í hnotskurn út á það, að allir, sem að setningu skaðabótalaganna hefðu komið, þ.m.t. ráðherra dómsmála, lagapró- fessor, sem samdi frumvarpið og stöku þingmenn hefðu gengið er- inda vátryggingafélaganna í máli þessu. Einnig væri í hópi málaliða vátryggingafélaganna læknar, sem skipaðir hefðu verið í Örorkunefnd, opinbera nefnd sem starfar skv. skaðabótalögum, og gefa skal álit um miska- og örorkustig. Gengu þessar „galdraofsóknir" svo langt, að skipan örorkunefndar var skotið til umboðsmanns Alþingis, sem gerði auðvitað ekki athugasemd við framkvæmd þessa máls. Ráðast fullar bætur af gangi himintungla og árstíðum? Sumarið 1994 skilaði þriggja manna nefnd álitsgerð til dómsmála- ráðherra, varðandi m.a. það hvort ástæða væri til að hækka margföld- unarstuðul í 6. gr. skaðabótalaga, en skv. þeirri grein laganna skal reikna bætur fyrir varanlega örorku með 7,5-földum árslaunum tjónþola margfölduðum með örorkustigi. Einn nefndarmanna taldi ekki ástæði til breytinga að svo komnu, en hinir tveir nefndarmanna vildu hækka margföldunarstuðulinn úr 7,5 í 10. Mundi það tryggja tjónþol- um „fullar bætur“. Undir það tóku virtir lögmenn. í nóvember 1995 skiluðu nefndarmennirnir tveir inn nýjum tillögum, og nú til allsherjar- nefndar Alþingis. Samkvæmt þeim á nú breytilegur margföldunarstuð- ull allt upp í 17 að leysa 7,5 stuðul- inn af hólmi. Þessi tillaga ásamt nokkrum öðrum breytingum á nú að tryggja tjónþolum „fullar b.ætur“. Enn tóku virtir lögmenn undir. Þetta eitt sýnir þó óvítrætt, að hugtakið „fullar bætur“ er engan veginn ein- hlítt, og er undrunarefni að þetta skuli kynnt á þennan hátt. Ymsir aðilar urðu til þess að benda á, að frá tryggingafræðilegum sjónarhóli væru tillögurnar hæpnar, og færðu fram rök fyrir því. Jafnframt voru tillögurnar haldnar þeim alvariega annmarka, að þeim fylgdi engin áætlun um fjárhagsleg áhrif, ef þær yrðu að lögum. Til að bæta úr þessu leitaði Samband íslenskra trygg- ingafélaga til tryggingastærðfræð- ings, og var það raunar sá hinn sami og höfundar tillagnanna höfðu leitað til í sambandi við tiltekna útreikn- inga vegna tillagna sinna. Niður- staða athugunar tryggingastærð- fræðingsins, sem vissulega var unn- in undir tímapressu, þar sem um- sagnarfrestur til allsherjarnefndar var skammur, voru ótvíræðar. Bætur vegna líkamstjóna í lögboðnum öku- tækjatryggingum einum mundu hækka frá gildandi rétti um 50%, sem að óbreyttu mundi leiða til um 30% hækkunar iðgjalda. Eftir að niðurstaða tryggingastærðfræðings- ins lá fyrir, hefur annar tillöguhöf- undurinn opinberlega ásamt títt- nefndum lögmönnum dregið aðferðir og niðurstöður tryggingastærðfræð- ingsins í efa. Jafnframt hafa þessir sömu aðilar nú komið fram með spurningar, sem í besta falli tengj- ast forsendum athugunarinnar og túlkun niðurstaðnanna, en í flestum tilvikum koma könnuninni ekki hið minnsta við. Er það sérstakt fagnað- arefni að þessir aðilar séu nú loks farnir að sýna því einhvern áhuga, hvað hugmyndir þeirra um stór- aukna skaðabótaábyrgð kunni að kosta einstaklinga og fyrirtæki í landinu m.a. í hærri iðgjöldum. Ann- ar tillöguhöfundurinn, Gestur Jóns- son, hefur raunar kvartað undan því í Morgunblaðinu að undirritaður hafi bréflega þann 21. desember sl. neitað honum um upplýsingar, sem hann hafi óskað eftir hjá SIT varð- andi athugun tryggingastærðfræð- ingsins, sem raunar var hluti um- sagnar SÍT til allsheijarnefndar. Kjarni máls er sá, að þessum um- beðnu upplýsingum var að sjálf- sögðu komið beint til formanns alls- heijarnefndar, þangað sem Gestur sjálfur hafði skilað tillögum sínum af sér. Var honum greint frá því í nefndu bréfi, og að þar gæti hann gengið að upplýsingunum. Þrátt fyr- ir ótrúlegustu reikningskúnstir til- löguhöfundar og lögmannanna standa niðurstöður tryggingastærð- fræðingsins enn óhaggaðar. Hitt er annað, að stjórn Sambands íslenskra tryggingafélaga hefur farið þess á leit við tryggingastærðfræðinginn að vinna frekar í þessu máli, m.a. á gruridvelli upplýsinga um fleiri slysatjón, sem gerð kunna að hafa verið upp að undanförnu. Þeim nið- urstöðum verður að sjálfsögðu kom- ið til allsheijarnefndar Alþingis um leið og þær liggja fyrir. Fulltrúar vátryggingafélaganna erú nefnilega þeirrar skoðunar, að alþingismenn og almenningur þurfi að hafa sem gleggstar upplýsingar varðandi alla þætti þess mikilvæga máls. Fáein orð að lokum Samband íslenskra tryggingafé- laga hefur bent á, að gagnrýni á skaðabótalögin hafi verið hörð og ekki alltaf málefnaleg. Brýnt sé hins vegar að góður friður skapist um þessi mál. Hefur SÍT því komið fram með þá tillögu, að allsheijamefnd og dómsmálaráðherra komi sér sam- an um að skoða þessi mál heild- stætt og faglega. Það starf verði falið hópi kunnáttumanna, bæði utan þings og innan. Verði niður- staðan sú, m.a. að teknu tilliti til allra bótaúrræða, sem til álita koma í þessu sambandi, að ástæða sé til að hækka heildarskaðabótagreiðslur í þjóðfélaginu eða á annan hátt að mæla fyrir um aukinn bótarétt af- markaðra hópa, sem helst þurfa á því að halda, á að taka slíka ákvörð- un vitandi vits. í þessu efni á hvorki við laumuspil né undanlátssemi við lítinn hóp hávaðasamra hagsmuna- aðila. Höfundur er lögfræðingur og framkvæmdastjóri Sambands ís- lenskra tryggingafélaga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.