Morgunblaðið - 23.01.1996, Side 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Ungt fólk, menntun
og rannsóknir
ÞEGAR ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks tók
við stjórnartaumunum
síðastliðið vor, var
gefin út stefnuyfirlýs-
ing stjórnarinnar. Nú
á nýju ári er ekki úr
vegi að rifja lítillega
upp loforðin sem þar
voru gefin, ekki síst
með tilliti til þeirrar
stefnu sem ríkisstjórn-
in birti í fjárlagagerð-
inni. Þar mátti nefni-
lega heyra annan tón
en þann sem gefinn
var í stefnuyfirlýsing-
unni. Einkum er þetta
ósamræmi að finna í menntamál-
um, þar sem ríkisstjórnin gaf lof-
orð um betri tíð og blóm í haga,
en eftir stendur Háskóli í.molum
og grunnskóli í fullkominni óvissu.
Menntun er mikils virði
Framtíð þjóðarinnar og sam-
keppnisstaða hennar á alþjóðavett-
vangi byggist að miklu leyti á góðri
menntun landsmanna og öflugu
rannsóknar- og vísindastarfi. í
stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinn-
ar virðist nokkurs skilnings gæta
á mikilvægi menntunar og þar er
það skilgreint sem eitt af markmið-
um ríkisstjórnarinnar að tryggja
öllum tækifæri til náms án tillits
til búsetu og efnahags. En ijárlög-
in bera ekki vott um framsækna
stefnu í þessum efnum og þrátt
fyrir auknar fjárveitingar til nokk-
Bryndís
Hlöðversdóttir
urra málaflokka í með-
förum fjárlaganefndar
er enn margt sem er
athugasemda vert.
Grunnskólinn
Enn er ekki séð fyr-
ir endann á kostnaðar-
þættinum varðandi
ííutning grunnskólans
til sveitarfélaga, þrátt
fyrir að lögunum um
grunnskólann sé ætlað
að taka gildi hinn 1.
ágúst 1996. Má þar
nefna réttindamál
kennara og ýmis mál
sem tengjast markm-
iðinu um einsetningu
skólanna innan sex ára frá gildis-
töku laganna. Nefndin um rétt-
indamál kennara hefur reyndar
skilað af sér sínum tillögum en
þegar þetta er skrifað er enn eftir
að sjá niðurstöður af vinnu í kostn-
aðarnefndinni. Það er reyndar með
ólíkindum hversu lengi þetta starf
hefur tafist og tvísýnt að það náist
að hnýta alla hnúta á tilsettum
tíma.
Nýsköpunarsjóður
námsmanna
I stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar-
innar segir að öflugt rannsóknar-
og þróunarstarf sé forsenda fram-
farasóknar í íslensku atvinnulífi
og geta líklega flestir tekið undir
það. Síðar í yfirlýsingunni segir
eftirfarandi: „Nýsköpunarsjóður
námsmanna verður studdur og
Wilhelm Norðfjörð
Hugo Þórisson
Upplýsingar og
skráning eftir
kl. 16.00 og
um helgar í
síma 562 1132
og 562 6632
FORELDRA OG BARNA
Nú er að hefjast námskeið þar sem foreldrum
gefst kostur á að kynnast og tileinka sér
ákveðnar hugmyndir og aðferðir í samskiptum
foreldra og bama þar verður m.a. fjaliað um
hvað foreldrar geta gert til að:
•aðstoða börn sín við þeirra vandamál.
*að leysa úr ágreiningi án þess að bcita valdi.
•byggja upp jákvæð samskipti innan
fjölskyldunnar.
Fræðsla
00 ráðgjöf s.f.
avaroc
OTRÚLEGA HAGSTÆTT VERÐ
LEITIÐ TILBOÐA
BYGGINGAVÖRUR
Þ. ÞORGRÍMSSON &CO
ÁRMÚLA 29 ■ PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK
SÍMI 553 8640/568 6100
Jltargtsiifrlftfeifr
- kjarni málsins!
Samkeppnisstaða og
framtíð þjóðarinnar
byggist á góðri mennt-
un landsmanna, segir
Bryndís Hlöðversdótt-
ir, öflugum rannsókn-
um og vísindastarfi.
þátttaka námsmanna í rannsókn-
arstarfi verður aukin.“ Svo mörg
voru þau orð, en hvetjar eru efnd-
irnar á fjárlögum? Framlag til
Nýsköpunarsjóðs námsmanna
stendur í stað frá árinu 1995, eft-
ir að það hefur verið hækkað um
5 milljónir króna í meðförum fjár-
laganefndar, en fjárlagafrumvarp-
ið gerði ráð fyrir að framlög til
sjóðsins yrðu skert úr 15 milljónum
í 10 milljónir. Samkvæmt tillögum
Stúdentaráðs Háskóla Islands er
fjárþörf sjóðsins 25 milljónir eigi
hann að standa undir hlutverki
sínu. Nýsköpunarsjóðurinn veitti
styrki til 150 verkefna sl. sumar
og úthlutanir eru til mjög fjöl-
breytilegra verkefna og eins og
nafngift sjóðsins bendir til er um
nýsköpunarverkefni að ræða.
Aðrar innlendar
rannsóknir
Rannsóknarnámssjóður, Vís-
'indasjóður Rannsóknarráðs og
Nýsköpunarsjóður námsmanna
mynda ákveðna heildarmynd, sem
felur í sér alla möguleika ungs
fólks til þess að stunda rannsókn-
arstörf á íslandi. Ef sjóðirnir eru
skoðaðir saman þá kemur í ljós
að Rannsóknarnámssjóður fær út-
hlutað 20 milljónum á ijárlögum í
stað 25 milljóna árið áður og Vís-
indasjóður Rannsóknarráðs er
skorinn niður um 10 milljónir á
milli ára, eða úr 25 milljónum í
15 milljónir. Rannsóknarráð ís-
lands hefur bent á að niðurskurður
til sjóðanna grafi undan trúverð-
ugleika þeirrar stefnu sem lá til
grundvallar að stofnun Rannsókn-
arráðs íslands og að með niður-
skurðinum yrðu send mjög alvar-
leg, neikvæð skilaboð til ungs
hæfileikafólks og dregið úr áhuga
þess og möguleikum á að hasla sér
völl hér á landi.
Ungt fólk á íslandi í dag
Staðreyndin er sú að umhverfið
hér á landi er ekki alit of fýsilegt
fyrir ungt fólk sem kemur heim
úr námi, eða yfirleitt til að stunda
hér nám. Það hefur komið í ljós í
vetur að fólk sem kemur úr námi
á mjög erfitt með að eignast hús-
næði, og kemur þar til samspil
grejðslubyrðar námslána og hús-
bréfa. Að auki er atvinnuleysi ungs
fólks mjög mikið, einkanlega hjá
þeim sem taka þá stefnu að fara
ekki í skóla að loknu skyidunámi.
Aukin framlög til innlendrar
rannsóknarstarfsemi gætu bætt
heilmikið fyrir ungt fólk og eins
og Rannsóknarráð bendir á, aukið
líkurnar á því að fólk skili sér heim
úr námi og stundi rannsóknir sem
nýtast íslensku þjóðfélagi. Það er
í sjálfu sér jákvætt að rannsóknir
í samvinnu við önnur lönd séu
styrktar, en það er þó alltaf grund-
völlur þess að við getum nýtt það
fé sem við leggjum í rannsóknar-
samstarf við önnur lönd, að hlúð
sé að innlendum rannsóknum.
Þarna er óijúfanlegt samhengi á
milli.
Höfundur er þingmnður Alþýðu-
bandnlngsins í Reykjavík.
Til umhugsunar fyrir
friðflytjendur og
landkynningarfólk
Gefa á út dagskipun
um, segir Hallgrímur
Sveinsson, að hrósa
Dönum fyrir það sem
þeir gerðu vel við okkur.
Hallgrímur
Sveinsson
NÚ ERU uppi radd-
ir um að íslendingar
hafí hlutverki að
gegna í því að stilla
til friðar meðal stríðs-
hijáðra þjóða og
þjóðabrota. Þetta er
eflaust rétt. Ekki væri
lakara fyrir slíka frið-
fiytjendur að geta bent
á viðurkenndar stað-
reyndir úr sinni eigin
þjóðarsögu, máli sínu
til stuðnings.
En spyija má hvort
eitthvað sé það merki-
legt í sögu okkar að
nothæft teljist í slíkum
sáttasemjarastörfum á
erlendri grund. Sannarlega er það
svo. Hér skulu nefnd nokkur efnis-
leg atriði í þá veru.
1. Sjálfstæðisbarátta íslend-
inga fór fram án þess nokkru skoti
væri hleypt af og enginn var liflát-
inn. Söguleg og siðferðileg rök
voru þau vopn sem Jón Sigurðsson
og samheijar hans notuðu.
2. Á tímum Jóns Sigurðssonar,
voru sambærilegir menn og hann,
annaðhvort líflátnir, dæmdir í ævi-
langa útlegð eða fangelsaðir. Og
enn í dag eru slíkar aðferðir notað-
ar víða um heim. En hvernig hand-
léku Danir Jón Sigurðsson?
3. Auðvitað áttu þeir alls kostar
við þennan drengilega og sjarmer-
andi mann ofan af Vestfjörðum á
íslandi. En þeir létu hvorki lífláta
hann, stinga honum í steininn né
senda hann heim til föðurhúsanna,
þrátt fyrir að oft væri hann þeim
óþægur ljár í þúfu. Þess í stað
báru þeir fyrir honum fulla virð-
ingu, útveguðu honum vinnu í ára-
tugi, aðallega við íslensku handrit-
in. Þeir opnuðu honum skjalasöfn
sín til fijálsra afnota og aldrei var
svo lítið í danska ríkiskassanum
að þeir gætu ekki borgað honum
kaupið hans!
Slík framkoma nýlenduveldis við
frelsisleiðtoga hjálendu sinnar er
umhugsunarefni. Líklega er hún
einsdæmi.
4. Við vorum svo lánsamir ís-
lendingar, að Danir hlustuðu á og
tóku að lokum mark á
sögulegum og sið-
ferðilegum rökum og
veittu okkur takmark-
aða sjálfstjórn þegar
árið 1874. Það var ein-
mitt á þeim tímum
sem önnur nýlendu-
veldi voru í óða önn
að bijóta undir sig
varnarlausar þjóðir
með blóðugum brandi,
sem ekkert höfðu til
saka unnið.
5. Nokkrum árum
eftir að íslendingar
lýstu yfir stofnun lýð-
veldis, á afmælisdegi
Jóns Sigurðssonar, af-
hentu Danir okkur þau þjóðarverð-
mæti íslands, handritin, en margir
telja að innihald þeirra sé það eina
sem réttlæti tilveru okkar sem
þjóðar.
Þótt við værum að vísu búnir
að jagast í þeim nokkuð lengi að
fá þessar bækur okkar aftur, bar
þeim engin þjóðréttarleg skylda til
þeirrar afhendingar.
Þetta vinarbragð er með fádæm-
um í samskiptum þjóða og jafngild-
ir því,að Bretar opnuðu British
Museum og afhentu til dæmis
Egyptum þjóðargersemar þeirra,
sem þar eru varðveittar á hæpnum
forsendum. Eða þá að Frakkar opn-
uðu Louvre og gerðu slíkt hið sama.
Dönsku stjórnmálamennimir
Viggo Kampmann, Jörgen Jörg-
ensen og Julius Bomholt, svo örfá-
ir séu nefndir, voru lykilmenn í
dönsku ríkisstjóminni við lausn
handritamálsins á sínum tíma og
tóku mikla, stjórnmálalega áhættu
við lausn þess. Ýmsir forystumenn
þjóðanna í dag gætu lært ýmislegt
af viturlegri afstöðu þessara ágætu
manna og fleiri slíkra, í því merki-
lega máli.
Þær skotheldu, sögulegu stað-
reyndir, sem hér hefur verið bent
á, eru fordæmi sem allar þjóðir
heims, sem em í svipaðri aðstöðu
og Danir voru í gagnvart íslend-
ingum á sínum tíma, gætu tekið
sér til fyrirmyndar í dag og lært af.
íslendingar eru gömul sagna-
þjóð. Því ætti það ekki að vera
ofverkið okkar að koma svo lær-
dómsríkum söguþáttum á fram-
færi, þar sem þörf er á að reyna
að koma vitinu fyrir menn. Borís
karlinn Jeltsín hefði ábyggilega
gott af slíkri uppfræðingu, svo
dæmi sé tekið, þó að vísu skuli
viðurkennt að tækifæri til slíkrar
sögukennslu eru ekki á hveiju
strái. En það sýnist vera vel til
fundið fyrir sendimenn okkar er-
lendis, hverju nafni sem þeir nefn-
ast, að hafa þetta á hraðbergi þeg-
ar þeir sjá sér leik á borði. Og það
sem meira er. Ríkisstjórnin ætti
beinlínis að gefa út dagskipun til
diplómata sinna um að Dönum
verði nú hrósað svolítið fyrir það
sem þeir gerðu vel í samskiptum
við okkur. Mörgum sýnist það sé
tími til kominn.
Betri landkynning en að benda
á ofangreindar sögulegar rósir í
hnappagati okkar gömlu „herra-
þjóðar“ virðist vandfundin fyrir
Islendinga. Að hrósa öðrum, ef
þeir eiga það skilið, er hveijum
manni heiður. í hörðum heimi, þar
sém frelsisbarátta margra þjóða
virðist enn í algleymingi, yrði tekið
eftir slíkum málflutningl, ef lag-
lega væri fram settur. I þessum
efnum megum við ekki láta það
villa okkur sýn, þó stjórn.Dana á
landi okkar hafi ekki alltaf verið
viturleg í tímans rás.
íslendingar hafa áður gert það
að boðskap sinum, að forystumenn
þjóða tali saman um vandamálin
og hlusti á söguleg rök, áður en
gripið er til vopnaðra aðgerða. Nú
þurfum við að rifja þessa taktík
upp. Við höfum reynsluna.
Höfundur er bóndi :í Hrnfnseyri.