Morgunblaðið - 23.01.1996, Side 42

Morgunblaðið - 23.01.1996, Side 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ + Kristín Guð- mundsdóttir fæddist í Miðdal í Kjós 22. janúar 1907. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 17. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Þorláks- dóttir og Guðmund- ur Hannesson, ábú- endur í Miðdal. Kristin missti föður sinn sjö ára gömul og var komið í fóst- ur á Möðruvöllum í sömu sveit, til hjónanna Kristín- ar Olafsdóttur og Sigurðar Guðmundssonar og var hún hjá þeim til fullorðinsára. Hinn 4. apríl 1939 giftist Kristín eftirlifandi eiginmanni sínum, Magnúsi Axel Júlíussyni verkamanni, f. 26. júní 1909, og eignuðust þau þrjú börn. ELSKU amraa, þá ertu farin. Það var nokkuð víst hveijar fréttirnar yrðu þegar síminn hringdi kl. 7 að morgni sl. miðvikudags. Þó fregnin kæmi ekki á óvart, aðdragandinn hafði verið nokkur, var það erfið tilhugsun að amma væri farin. Viss- an um að hún hafði farið sátt og væri nú komin á betri stað hjálpaði þó til. Það var einn af föstu punktunum í tilverunni að heimsækja afa og ömmu á Hrafnistu þegar leiðin lá til Reykjavíkur. Áður höfðu þau búið í Breiðagerði í Reykjavík og átti ég þar alltaf víst húsaskjól. I æsku með foreldrum og systkinum, á unglingsárum með kunningjum Þau eru: 1) Guð- mundur Rúnar, f. 5.10. 1936, kvæntur Svanhildi Stefáns- dóttur og eiga þau fimm börn og fimm barnabörn. 2) Mar- grét Jóna, f. 2.1. 1940, gift Haraldi Einarssyni og eiga þau fimm börn og átta barnabörn. 3) Erna, f. 5.5. 1948, gift Gunnari Jak- obssyni og eiga þau fjögur börn. Kristín og Magnús bjuggu mestallan sinn búskap í Breiðagerði 8 í Reykjavík, en frá 1985 bjuggu þau í fjögur ár hjá dóttur sinni og tengda- syni í Hafnarfirði og síðustu sex árin á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför Kristínar verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. og seinna við hjónin. Þetta var bara svona, þama var mitt og okkar annað heimili. Þessu hefur sjálfsagt fylgt átroðningur en aldrei fundum við fyrir öðru en að við værum hjart- anlega velkomin, þeirra heimili stæði okkur opið. Mínar fyrstu minningar úr æsku eru úr Breiða- gerðinu. Við amma að reyta arfa úti í garði og afí að slá. Afi í eltinga- leik og að kitla okkur systkinin. Og svona var þetta áfram. Farandi sem unglingur í skemmtanaferðir til Reykjavíkur gisti ég í Breiða- gerðinu og oftar en ekki kunningj- arnirlíka. Afi og amma voru svo eðlileg og laus við þá fordóma og neikvæðni gagnvart unga fólkinu MINIMINGAR og nútímanum sem stundum ein- kennir þá sem eldri eru. Þetta var allt svo sjálfsagt og eðlilegt. Þeim þótti það sjálfsagt að unga fólkið vildi skemmta sér og komu fram við okkur eins og fullorðið fólk og jafningja. Einnig man ég eftir fyrsta skiptinu sem ég kom með mína þáverandi kærustu og núver- andi eiginkonu í Breiðagerðið. Henni var eins og öðrum einstak- lega vel tekið og gistum við að sjálf- sögðu þar. í hádeginu daginn eftir var kæst skata. Réttur sem þessi nýi gestur hafði aldrei bragðað og var því matarlystin eitthvað tak- mörkuð. Þó reynt væri að fela lyst- arleysið fór það ekki fram hjá ömmu því allt í einu leit hún á ungu kon- una og sagði ósköp rólega: „Gréta mín, á ég kannski að hræra handa þér skyr?“ Það var alltaf gott að vera í Breiðagerðinu. Þar völdum við hjón- in að trúlofa okkur og eigum við þaðan góðar minningar. Líklega er það mest að þakka væntumþykju afa og ömmu í okkar garð og ekki síður í garð hvors annars. Það er alltaf eitthvað sérstakt við eldri hjón sem náð hafa að viðhalda ást og væntumþykju og eru hvort öðru allt. Eftir að við fluttum af landi brott urðu heimsóknirnar strjálli en mér eru minnisstæð símtölin þegar amma hringdi í okkur því alltaf var fyrsta spurningin sú hvort við ætl- uðum ekki að fara að fjölga mann- kyninu. Og mikil var ánægja ömmu þegar hún, fyrst af fjölskyldumeðli- munum, loksins fékk fjölgunarfrétt- irnar. Sem húsmóðir var amnia heima- vinnandi eins og flestar konur af hennar kynslóð. Hún bar þess alltaf merki að hafa unnið erfiðisvinnu á unga aldri, of erfiða vinnu. Hún var slitin, m.a. mjög slæm í baki. Iðu- lega var hún bogin við vinnu sína heima við en studdi öðru hvoru hendi á eldhúsbekkinn og rétti sig upp. Aldrei heyrðist hún þó kvarta. Það er í raun merkilegt hve hún var lífseig. Oft hafði það hvarflað að mér eftir að kveðja hana núna seinni árin á Hrafnistu að nú sæi ég hana ekki aftur á lífi, en hún var seig hún amma og lét sig ekki fyrr en í fulla hnefana. Sjálfsagt hefur hún ekki viljað skilja afa eft- ir en svona fór þetta nú engu að síður. Elsku amma, takk fyrir allt og elsku afi, vonandi finnur þú huggun í sorg þinni. Lát huggast þú ástvinur hryggur! Nú hætti þinn grátur að streyma! Því dauðinn er leið sú er liggur til lífsins og ódáins heima. Nær bergstuðlar jarðríkis braka og básúnur englanna hljóma, mun alvaldur eign sína taka til yngingar, dýrðar og ljóma. (Þýð. Jón Helgason) Helgi. Það er ekki létt verk að kveðja hana Kristinu Guðmundsdóttur, því minningar eru margar á 26 ára tímabili og allar eru þær á einn veg. Hlýhugur og dugnaður voru hennar einkenni alla tíð og var hún síprjónandi því bamabörnin hennar þurftu að fá sína vettlinga, sokka eða annað. Kynni okkar hófust þeg- ar ég var á höttunum eftir yngri dóttur þeirra en þá bjuggu þau í Breiðagerði 8 í Reykjavík. Strax náðist gott samband milli okkar og ekki síst vegna þess að Kristín hafði alltaf skoðun á öllum málum og ekki alltaf sammála síðasta ræðu- manni og oft hafði hún betur. Hún var nefnilega mjög fróð um ýmsa hluti og vel lesin. Það kom líka vel í ljós þegar við fórum öll í ferð um hringveginn 1977, en sú ferð var mjög skemmtileg, og þá kom líka í ljós ferðaþrá hennar og ást og þekking á landinu, t.d. nöfn á fjöll- KRISTÍN G UÐMUNDSDÓTTIR um. Hún hafði ekki farið þetta áð- ur, bara lesið það í bókum, en var mjög minnug. Ljóðin og vísurnar sem hún kunni voru óteljandi, en hún var mikill ljóðaunnandi. Hún var líka sílesandi og stytti það henni stundir undir það síðasta. Það var okkur mikil ánægja þeg- ar tengdaforeldrar mínir fluttu til okkar á Klettagötuna, þá sérstak- lega börnum okkar að vita af ömmu og afa niðri og oft var farið niður að gá hvort amma væri ekki með gijónagraut og var hún ólöt að stjana í kringum þau, enda segja þau að hún hafi verið sú besta amma sem nokkur geti átt. Það má segja að andlát tengda- móður minnar hafi ekki komið á óvart, því sl. ár hefur heilsu hennar hrakað en við erum sennilega aldr- ei viðbúin dauðanum. Seinustu árin dvöldust Kristín og Magnús á Hrafnistu og undu hag sínum allvel, hún við handavinnu og lestur. Ofarlega er mér í huga þakklæti til allra sem starfa þar fyrir einstaka hjartahlýju og vin- semd. Að lokum bið ég góðan Guð að styðja og styrkja tengdapabba sem sér á eftir eiginkonu sinni eft- ir 60 ára samleið og voru þau alla tíð mjög samrýnd. Einnig votta ég börnum og barnabörnum samúð mína. Hafðu þökk fyrir allt. Gunnar P. Jakobsson. Elsku amma mín, ég vil þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Alltaf voruð þið afi til staðar, alltaf boðin og búin fyrir barnahóp- inn. Ég á svo margar yndislegar minningar um ykkur tvö í Breiða- gerðinu. Ég lítil stelpa að gista hjá afa og ömmu, fá að kúra á milli þeirra. Amma að hita kakó á sunnu- dögum og færa okkur í rúmið, það var sko toppurinn á tilverunni. Minningar um hlýju þeirra hvors til annars og annarra, þau tvö að leiðast út í búð, sitjandi saman fyr- ir framan sjónvarpið hönd í hönd. Þessar minningar og miklu fleiri á ég og geymi með mér. Elsku afi, missir þinn er mestur en við trúum því að ömmu líði vel getum laggað niður í þeim flestum Sendum i póstkröfu! Gott verð — Gæðaþjónusta ÍSETNING ÁSTAÐNUM Verslið hjá fagmanninum. ÐílavörubúSin FJÖÐRIN Skeifunni 2, sími 588 2550.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.