Morgunblaðið - 23.01.1996, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 23.01.1996, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 45 MINNINGAR HALLGRIMUR MAGNÚSSON + Hallgrímur Magnússon múrarameistari fæddist í Múlakoti í Lundarreykjadal 28. september 1915. Hann lést á Land- spítalanum að morgni 13. janúar síðastliðinn. Foreldrar Hall- gríms voru hjónin Magnús Sigurðs- son, bóndi í Múla- koti, f. 1883, d. 1953, og kona hans, Anna Einarsdóttir, f. 1879, d. 1968. Systir Hall- gríms, Anna, fædd 1914, lifir bróður sinn. Eiginkona Hallgríms var Björný Hall Sveinsdóttir, fædd 10. ágúst 1922 á Eiði í Garði. Hún lést 10. desember 1989. Hallgrímur og Björný eignuð- ust sjö börn. Þau eru Júlíana Erla, f. 1941, maki Örn Ingi- mundarson; Magnús Anton, f. 1943; tvíburarnir Þorleifur og Gunnar Sveinn, fæddir 1947, báðir látnir; Halla Helga, f. 1950, maki Sæþór L. Jónsson; Þorleifur Jónatan, f. 1953, maki Bergljót Sigvaldadóttir; Ast- ráður Elvar, f. 1959. Barnabörn Hallgríms eru 14 talsins og barnabarnabörnin sjö. Hallgrímur stundaði ýmis störf framan af ævi, en nam síðar múraraiðn. Hann lauk sveinsprófi 1949 og öðlaðist meistararéttindi 1952. Hallgrímur verður jarðsung- inn frá Laugarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. MIG langar til þess að minnast tengdaföður míns, Hallgríms Magn- ússonar múrarameistara, örfáum orðum. Hallgrímur fæddist í Múlakoti í Lundarreykjadal og ólst þar upp við algeng sveitastörf. Dalurinn var honum ávallt hjartfólginn og fór hann ófáar ferðirnar þangað upp eftir á efri árum. Þegar hann hleypti heimdraganum fór hann gangandi úr Borgarfirðinum til Reykjavíkur í atvinnuteit. Stundaði hann fyrst sjóróðra frá Grindavík og eignaðist fljótlega hlut í bát. Bátnum var siglt til Húsavíkur og hann gerður út frá Naustavík. Útgerðin varð þó enda- slepp því að bátinn rak á land eftir vélarbilun þar sem hann brotnaði. Um þessar mundir kynntist Hall- grímur verðandi eiginkonu sinni, Björnýju, en hún var ráðskona í Traðargerði þegar hann var í út- gerðinni. Þau giftu sig 22. mars . 1941 og settu bú saman í Reykja- vík. Fyrst bjuggu þau á Laugavegi 65, en keyptu síðan lítið hús við Asveg. Þar var alltaf opið hús fyrir hvetja þá er vantaði húsaskjól til lengri eða skemmri tíma, skylda sem vandalausa. Næst byggir Hall- grímur hús við Langholtsveg 188 og kaupir þá annað lítið hús sem stóð þar sem nú er Eikjuvogur. Þar var oft mannmargt, fjölskyldur í húsnæðisvandræðum og síðar heimilislausir Færeyingar. Þessu næst byggir Hallgrímur við Alfhólsveginn og í framhaldi af því reisir hann hin svokölluðu fram- sóknarhús sem verktaki. Einnig byggir hann þar þá steinaverk- smiðju sem síðar hýsti Kópa- vogsapótek. Tengdafaðir minn var mikilvirkur meistari í iðn sinni hér í Reykjavík. Hann reisti tugi húsá í borginni, ýmist sem meistari fyrir aðra eða á eigin vegum. Samgangur var mikill alla tíð milli fjölskyldu minnar og Hall- gríms, þar sem mjög kært var með þeim feðginum, konu minni og hon- um. Þau töluðu saman á hverju kvöldi eftir að hann varð ekkjumað- ur. Hallgi-ímur var ekki mannblend- inn og vandlátur á vini. Hann lagði mikið upp úr heiðar- leika og brýndi fyrir bömum sínum að segja alltaf satt en forðast ósannsögli. Hann hafði gaman af því að ferð- ast um landið. Mér eru ofarlega í minni fjöl- mörg ferðalög sem við fórum saman, t.d. í Landmannalaugar, Þórsmörk, á Snæfells- nes, auk óteljandi ferða í Borgarfjörðinn. Hall- grímur var víðlesinn um menn og málefni og fróður um sögu lands og þjóðar. Þegar tengdafaðir minn er horf- inn sjónum okkar og söknuðurinn er sár munu minningarnar mörgu og góðu um hann alltaf fylgja okk- ur. Örn Ingimundarson. í dag er kvaddur hinstu kveðju Hallgrímur Magnússon riiúrara- meistari. Hann var afi eiginkonu minnar, írisar Arnardóttur. Ég kynntist Hallgrími fyrst haustið 1985 þegar við íris vorum í stuttri heimsókn hér á landi frá útlegð vorri í Svíþjóð. Hann var þá að mestu hættur í múrverki, en var að snudda hér og þar til þess að drepa tímann. Hallgrímur var at- hafnamaður af lífi og sál og átti erfitt með að sitja auðum höndum. Hann sneri sér að kanínurækt í smáum stíl, en varð nú ekki stór- auðugur á henni. Ekki held ég hann hafí fengið greitt öðruvísi fyrir ull- ina en í vöruúttekt, bolum og skyrt- um, sem flestar lentu á bökum ættingjanna. Minnti þetta eilítið á tímann þegar hann fékk borgað fyrir múrverk í málverkum. Mætti ætla að hann hefði gert fátt annað um ævina en að byggja fyrir list- málara því að málverkin þekja hvern veggflöt í húsakynnum hans, og fylla auk þess marga skápa og geymslur. Það veitti Halla ómælda ánægju að dunda sér við eitthvað á efri árum, athafnaþráin blundaði enn í honum þrátt fyrir að ellin væri formlega séð hafin. Á sínum yngri árum hafði hann tekið sér ýmislegt fyrir hendur, verið í útgerð og refa- rækt, svo að fátt eitt sé nefnt. Hann var séður í fjármálum allt fram á síðustu stund og lunkinn að ná hagstæðum viðskiptum, án þess þó að vera knúinn áfram af gróðavoninni. Vitneskjan um að kaupin voru góð nægði honum. Honum þætti það ábyggilega ekk- ert leiðinlegt að vita að athafnaþrá- in býr enn með afkomendunum og birtist með ýmsum hætti. Eftir að við íris fluttum heim tókust enn betri kynni með okkur Hallgrími. Hann var ánægður með það að dótturdóttirin skyldi hafa valið sér Borgfírðing fyrir manns- efni, enda Borgfirðingar afbragð annars fólks og hann á heimavelli þegar þeir voru annars vegar. Milli okkar sveitunganna ríkti fölskva- laus vinátta sem aldrei féll skuggi á. Kynslóðabilið margfræga var víðsfjarri í samskiptum okkar, við sátum tímunum saman og ræddum um borgfirskar ættir. Bömum mín- um var hann Ijúfur langafi, enda stafaði frá honum rósemd og hjarta- gæsku. Hallgrímur var fróður maður og sílesandi eftir að hann hætti að vinna. Oft hringdi hann í mig og viidi lána mér bækur sem hann hafði nýlesið og þótt merkilegar. Það veitti mér mikla gleði að sitja hjá honum, svæla vindla og fræðast um liðna tíma og fólk sem horfið er af sjónarsviðinu, en hann þekkti ömmubræður mína úr Norðurár- dalnum, sem ég kynntist aldrei sjálfur. Hann var stoltur af uppruna sínum, afkomandi Bjarna Her- mannssonar hreppstjóra, en frá honum er komin Vatnshornsætt. Eftirminnileg er ferðin sem við fórum saman í Borgarfjörðinn sum- arið 1991. Þá var staldrað við á öðrum hveijum bæ í Lundar- reykjadalnum og þegnar góðgjörðir. Ekki var síðra að fara með honum í Þjóðleikhússkjallarann að hlýða á kveðskap allsheijargoðans aðeins nokkrum vikum áður en sá sveitar- höfðingi féll frá. Við það tækifæri fór hann til Sveinbjarnar og þakk- aði fyrir sig og sína. Hallgrímur var hreinskiptinn við aðra, fastur fyrir, en hafði samúð með þeim sem minna máttu sín. Hann útvegaði húsnæðislausum þak yfír höfuðið og tók til sín menn í vinnu sem öðrum þótti ekki feng- ur í að hafa á sínum snærum. Á síðari árum var Hallgrímur slakur til heilsunnar og andlát hans var ekki óvænt, en kom samt ást- vinum hans í opna skjöldu, því að það er ætíð sárt að sjá á bak þeim sem hafa fylgt manni alla ævina. Síðustu jólin sín dvaldi hann á heim- ili tengdaforeldra minna. Þau hjónin önnuðust hann af aðdáunarverðri ræktarsemi og kærleika,. en létu ekki deigan síga fyrir stirfni og þvermóðsku gamals manns. Þá veit ég að Hallgrími þótti vænt um alúð- lega umönnun Helenu sonardóttur sinnar, sem sofín og vakin leit eftir afa sínum. Vinnulúinn öldungur hefur lokið lífsverki sínu og kveður. Ég kveð kæran vin sem mér þótti afar vænt um. Ættingjum hans öllum bið ég blessunar og veit að hans verður sárt saknað. Hér við skiljumst og hittast munum á feginsdegi fira. Drottinn minn gefi dauðum ró og hinum líkn er lifa. (Úr Sólarljóðum) Ólafur Grétar Kristjánsson. Okkur langar að minnast ást- kærs afa okkar. Hann afí var ætíð hægur og svo- lítið sérlunda. Fyrstu minningar okkar um afa voru þegar við kom- um í heimsókn til hans. Þá var hann alltaf að tefla eða spila á spil og tók hressilega í nefið. Við höfð- um fljótt vit á því að trufla ekki afa þegar hann var að spila því að þá áttum við á hættu að vera kennt um tapið. Hann tók því ekki vel að tapa. Þegar við eltumst og fórum að hafa meiri samskipti við hann var það minnisstætt hve gaman hann hafði af ættfræði. Ef nýr fjölskyldu- meðlimur bættist í hópinn var hann ætíð spurður hverra manna hann væri. Þá fékk afi tækifæri til að kanna þessi nýju mið svo hægt væri að spjalla um þau í næsta fjöl- skylduboði. Okkur er það minnisstætt þegar við vorum á fermingaraldrinum og fengum handlangarastarf hjá hon- um í íhlaupavinnu á sumrin. Þá kynntumst við honum sem yfir- manni. Hann skipaði okkur harðri hendi og ekki mátti skorast undan þótt við værum barnabörnin hans. Hann bað okkur að skrifa vinnutím- ana niður, sem við og gerðum, en ekki vissum við að hann hafði það mjög nákvæmlega hjá sér einnig. Bókhaldið virtist alltaf vera í lagi þó það væri geymt í bijóstvasanum ásamt peningaseðlunum. Ætíð var borgað úr bijóstvasanum og það var undarlegt hve mikið komst þar fyrir. Ætíð hugsaði afí hlýtt til æsku- stöðvanna, Borgarfjarðarins. Á hveiju hausti íhugaði hann hve gaman væri að komast í réttir og nokkrar ferðir voru farnar. Stutt var í búmannseðlið í honum, sem sýndi sig í því þegar hann reyndi fyrir sér í refarækt á sínum yngri árum á Húsavík. Þá reyndi hann fyrir sér á efri árum í loðkanínu- rækt, en gekk ekki vel. í seinni tíð notuðum við þá að- ferð til að fá afa i heimsókn að hafa sætt brauð á borðum og sann- an íslenskan mat og oftast gekk það upp. Við kveðjum afa með söknuði og munum ætíð minnast hans. Arna Arnardóttir, íris Arnardóttir. Elsku langafí minn. Við systkinin urðum leið þegar við heyrðum að þú værir farinn frá okkur. En við vitum að nú ert þú hjá Guði og líður vel. Okkur þótti svo vænt um þig og við söknum þín mikið. Ég horfi oft á myndina sem var tekin af okkur við Múlakot þar sem við höldumst í hendur. Það var gaman þegar þú komst í heim- sókn því að þú varst svo hláturmild- ur. Við viljum segja bless við þig núna og biðjum góðan Guð að geyma elsku langafa okkar. Hildur Ólafsdóttir. ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 Erfidrykkjur Kiwanishúsið, Engjateigi lþ s. 5884460 ÍB^jMífMkjw Safnaðarheimili Háteigskirkju „ -f- i k Síml: M -— Wf | 551 1399 Erfídrykkjur Glæsííeg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og rnjög g(V> þjónusta Upplýsirigar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEHDIR BÍTU LIFTIJIIII Islenskur efniviður fslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. BiS. HELGASON HF ISTEINSMIÐ JA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 557 6677 t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, AUÐUR H. ÍSFELD andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði, 21. janúar sl. Haukur ísfeld, Kristfn G. l'sfeld, Aufiur Björnsdóttir og barnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkur, tengda- faðir, afi og langafi, ÞORVARÐUR R. JÓNSSON, Rauðalæk 22, Reykjavík, andaðist á heimili sfnu að kvöldi 18. janúar. Jarðarförin fer fram í Fossvogskapellu föstudaginn 26. janúar kl. 15.00. Inga Sigrífiur Ingólfsdóttir, Edda Þorvarfiardóttir, Hálfdán Henrýsson, Steinunn Þorvarðsdóttir, Rik de Visser, Ólöf Olla Þorvarðsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.