Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.01.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 51 FRETTIR Ur dagbók lögreglunnar í Reykjavík í DAGBÓKINA eftir helgina eru færðar 336 bókanir. Af þeim eru 11 mál vegna afskipta lögreglu af mönnum er grunaðir voru um höndlun fíkniefna eða höfðu slíkt efni í fórum sínum. Allir lögreglu- menn beina nú athygli sinni í auknum mæli að fíkniefnatengd- um málum sem mótvægi við breytta skipan þeirra mála í sam- félaginu. Auk þess væntir lög- reglan aukinnar samstöðu á með- al almennings svo spyrna megi við þessum vágesti á sem flestum sviðum. Árangurinn mun væntanlega ekki láta á sér standa. Fíkniefni, þýfi og áhöld til fíkniefnaney slu Á sunnudagsmorgun handtóku lögreglumenn t.d. nokkra grun- aða fíkniefnasala þar sem þeir höfðu verið á ferð í bifreið á Höfðabakka. Leit var gerð á þeim og leitað var í bifreiðinni. Á ein- um farþeganum fannst ætlaður hassmoli, en auk þess fundust hlutir, sem talið er að sé þýfi úr innbrotum. Fólkið var allt fært á lögreglustöðina til yfirheyrslu. Fyrr um morguninn höfðu lög- reglumenn handtekið mann í Mjölnisholti með ætlað fíkniefni í fórum sínum. Þá fundust fíkni- efni á farþega í leigubifreið um morguninn. Á laugardagsmorgun gerðu lögreglumenn leit í húsi nálægt Snorrabraut. Á staðnum fannst ætlað fíkniefni, áh'öld til neyslu og hlutir, sem húsráðend- ur gátu ekki gert grein fyrir. Viðkomandi voru vistaðir í fanga- geymslunum. 33 umferðaróhöpp Tilkynnt var um 6 líkamsmeið- ingar, 11 innbrot, 11 þjófnaði og 11 eignaspjöll. Þá var tilkynnt um 38 umferðaróhöpp. Minni- háttar meiðsli á fólki urðu í 3 tilvikum. Á sama tíma höfðu lög- reglumenn afskipti af 44 öku- mönnum fyrir ýmis umferðar- lagabrot. Sex þeirra eru grunaðir um ölvunarakstur. Ekið var yfir fót á gangandi Afskipti höfð af fólki vegna fíkniefna 11 sinnum 19.-22. janúar vegfaranda á Bröttugötu aðfara- nótt laugardags. Hann var fluttur á slysadeild. Á laugardagskvöld var bifreið ekið á ljósastaur við Kringlumýrarbraut nálægt Sig- túni. Ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Suðurfelli. Um nóttina voru einn- ig tveir farþegar fluttir á slysa- deild með sjúkrabifreið eftir harð- an árekstur tveggja bifreiða á Fríkirkjuvegi. Fátt í fangageymslum Lögreglumenn veittu fólki 14 sinnum aðstoð ýmiss konar, s.s. við að opna læsta bifreið, koma fólki, sem hafði lokað sig úti, inn aftur, að flytja fólk, sem hafði átt í erfíðleikum, á milli staða, vegna veikinda, misnotkunar lyfja o.fl. Tuttugu og tvisvar þurftu lögreglumenn að fara á vettvang vegna hávaða og ónæðis frá fólki að kvöld- og næturlagi og sex sinnum var tilkynnt um ófrið á heimilum af ýmsum ástæðum. Vista þurfti 29 manns í fangageymslunum um helgina, en það telst tiltölulega fátt þegar á heildina er litið. Tilkynnt var um að stolið hefði verið varadekki af jeppabifreið þar sem hún var í Skjólunum. Rétt er að vekja athygli á að nokkuð hefur borið á því að und- anfömu að slíkum dekkjum sé stolið af jeppabifreiðum sömu tegundar. Um er að ræða Nissan Terrano. Athygli eigenda slíkra jeppa og reyndar annarra jeppa- eigenda er vakin á að gera ráð- stafanir er dugað geta til að draga úr líkum á þjófnuðum sem þessum. Lítið um unglinga í miðbænum Tiltölulega friðsælt var í mið- borginni aðfaranætur laugardags og sunnudags. Fyrri nóttina þurfti að handtaka mann vegna ölvunar og annan vegna líkams- meiðingar. Þá höfðu lögreglu- menn afskipti af 4 unglingum og færðu þá í athvarf ÍTR. Haft var samband við foreldra ungling- anna og þeir sóttir. Mjög lítið hefur borið á unglingum í mið- borginni undanfarið misseri svo og yfirleitt utandyra eftir að úti- vistartíma er lokið. Síðari nóttina sáust unglingar ekki í miðborg- inni. Um 2.500 manns voru þar þegar flest var, en ekki var talin ástæða til að hafa afskipti af fólki. Aðfaranótt laugardags hafði maður á brott með sér verðmæt- an rusladall úr húsi við Skúla- götu. Lögreglumenn stöðvuðu manninn skömmu síðar á bifreið og færðu hvort tveggja á staðinn aftur. Logandi rusli kastað inn um glugga Eldur kom upp í sæng í rúmi í íbúð við Laufrima að morgni laugardags. Talið var að logandi rusli hefði verið kastað þar inn um opinn svefnherbergisglugga. Rannsóknarlögregla ríkisins hef- ur málið til rannsóknar. Á laugardag var maður hand- tekinn á Njarðargötu. Hann var klyfjaður þýfi úr verslunum í nágrenninu, aðallega fatnaði. Lögreglumenn á Suðvestur- landi ætla á næstunni að huga sérstaklega að búnaði ökutækja. Jafnhliða því geta ökumenn átt von á að þurfa að svara nokkrum spurningum í tengslum við könn- un sem unnið er að þá daga. Vestnorræn mál á Rask-ráðstefnu ÍSLENSKA málfræðifélagið og Málvísindastofnun Háskóla ís- lands efna til hinnar árlegu Rask- ráðstefnu 27.-28. janúar 1996 í Odda, stofu 101. Þetta er 10. ráð- stefnan í þessari ráðstefnuröð sem kennd er við danska málfræðing- inn Rasmus Kristján Rask (1787- 1832). Rask var brautryðjandi í málvís- indum og tók sérstöku ástfóstri við íslenska tungu. Aðalefni Rask- ráðstefnunnar er að þessu sinni vestnorræn mál og saga þeirra (íslenska, færeyska, norska, hjalt- lenska). Ráðstefnan í ár er með viða- mesta móti. M.a. er boðið sérstak- lega til landsins 6 fræðimönnum; Michael Bames frá Lundúnum, Helge Sandoy frá Björgvin, Kjart- ani G. Ottóssyni frá Osló, Laurits Rendboe frá Óðinsvéum, Sten Vikner frá Stuttgart, Eivind Wey- he frá Færeyjum og auk þeirra flytja erindi 5 innlendir fræði- menn; Kristján Árnason, Guðrún Kvaran, Ásta Svavarsdóttir, Hösk- uldur Þráinsson og Eiríkur Rögn- valdsson. Alls verða fluttir 11 fyr- irlestrar. Leita vitna að slysi RANNSÓKNADEILD lögreglunn- ar í Hafnarfirði óskar eftir að ná tali af sjónarvottum að alvarlegu umferðarslysi sem varð í bænum klukkan rúmlega 11 síðastliðinn föstudag. Móts við bensínstöðina, sem er á mótum Reykjanesbrautar, Lækjargötu og Hlíðarbergs rákust saman flutningabíll og fólksbíll og er ökumaður fólksbílsins stórslas- aður. Lögreglan vinnur að rannsókn á tildrögum slyssins og óskar eftir að ná tali af öllum sjónarvottum, m.a. vegna óvissu um stöðu um- ferðarljósa á gatnamótunum þegar slysið varð. Vinningstölur 20. jan. 1996 1 • 4 *6»9» 10*19*23 Vinningstölur 22. jan. 1996 3*5»6*8*9*10 *23 Eldrí úrslit á símsvara S68 1511 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1.5 4.362.613 ■Plús 90.080 3. 4af 5 86 9.030 4.: 3.077 580 Heildarvinningsupphæö: 7.374.253 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR þeir hagsýnu kaupa fermingargjöfina núna o o ! fN ! Ln r>i o m í 4 \! • I ff A H I f iliMIBl m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.