Morgunblaðið - 23.01.1996, Page 64

Morgunblaðið - 23.01.1996, Page 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVlK, SÍMI 669 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK NHK segir tilboð sitt í tryggingar FÍB þýða 30% lækkun 18.000 kr. lækkun á meðaliðgjöldum NHK Intemational, tryggingamiðl- un, var með lægsta tilboðið í öku- tækjatryggingar sem Félag ís- lenskra bifreiðaeigenda bauð út fyr- ir félagsmenn sína. Gísli Maack, hjá NHK á íslandi, segir að tilboð þeirra sé 30% undir meðaliðgjöld- um. Meðaliðgjöld af ökutækja- tryggingu era á bilinu 55-60 þúsund krónur. 30% lækkun frá því nemur á bilinu 16.500 til 18.000 krónur. Gísli segir að NHK og FÍB ætli að setjast niður og ræða þessi mál út í hörgul og kvaðst hann vonast til þess að samningar tækjust um að NHK sæi um ökutækjatrygging- ar félagsmanna FÍB. „NHK hefur haft þau áhrif sem það ætlaði sér á íslenska trygginga- markaðnum, það er að lækka ið- gjöldin og ogna íslendingum hlið út í Evrópu. íslensku tryggingafé- lögin hafa hafnað öllu samstarfi við okkur og þá verðum við að flytja tryggingarnar út,“ sagði Gísli. Hann sagði að það væri alveg ljóst að NHK þyrfti að setja upp meiri starfsemi hérlendis til þess að annast þessar tryggingar verði af samningum. „Verði þessi samningur að veru- leika, verður þetta gert þannig að tryggingataki geti farið á skrifstofu hér í Reykjavík og gengið frá sínum málum. Ég vona að allur íslenski markaðurinn komi á eftir því ég sé enga ástæðu fyrir því að íslendingar greiði hærri iðgjöld en Norðmenn, Danir eða Færeyingar," sagði Gísli. NHK er ekki vátryggingafélag heldur vátryggingamiðlari sem kemur á samningi vátryggingafé- lags og í þessu tilfelli FIB. Gísli vildi ekki upplýsa hvaða vátrygg- ingafélög stæðu að baki NHK Inter- national vátryggingamiðlaranum. Skandia á íslandi átti einnig til- boð í ökutækjatryggingar FÍB, en Friðrik Jóhannsson, forstjóri Skandia á íslandi, vildi ekki gefa upp í hverju tilboðið fælist. „Ég vil gefa FÍB tíma til þess að skoða þetta tilboð og vil því ekki tjá mig frekar um málið,“ sagði Friðrik. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Ær bera í hrútmánuði Blönduósi. Morgunblaðið. Á BÆNUM Bakka í Vatnsdal eru bornar þrjár ær og eru lömbin fjögur undan þeim. Fyrst bar Móra daginn fyrir gamlársdag tveimur lömbum, þá Grákolla síð- astliðinn mánudag og síðust bar Bauga á Antoníusmessu (17. jan- úar). Öll eru þessi lömb fædd í hrútmánuði en nafn þetta dregur mánuðurinn af árstíðabundnu atferli sauðkindarinnar. Hrút- mánuður, sem er þriðji mánuður vetrar, nefnist einnig mörsugur. Á myndinni má sjá þá Jón Bjarnason bónda á Bakka (t.h.) og Einar Pál Vigfússon kaupa- mann halda á afkvæmum þeirra Grákollu og Baugu en þetta munu að öllum líkindum vera fyrstu lömb ársins. Morgunblaðið/Kristinn Enn meiri flóðhæð í Reykjavík STÓRSTREYMT var í gær og í dag. Flóð- hæð var 4,43 metrar í Reykjavík upp úr kl. 7 í gærmorgun. Ekki er vitað til þess að nokkur skaði hafi orðið af og þakka menn það 1.017 millibara loftþrýstingi yfir landinu. Spáð var 4,60 metra flóðhæð í morgun en bryggjudekkið í Reykjavíkurhöfn er í 5,30 metra hæð. Spáð var sunnankalda og súld kl. 6 með um 1.005 millibara loftþrýst- ingi á suðvestanverðu landinu, að sögn Braga Jónssonar veðurfræðings. Utreikningar á sjávarhæð eru miðaðir við að meðalloftþrýstingur við yfirborð sjávar sé 1.013 millibör. Síðan er stuðst við þá þumalfingursreglu að við hvert millibar, sem loftþrýstingur lækkar, hækki flóðhæð um einn sentimetra. Meðalstórstraumsflóð í Reykjavík er fjórir metrar, en innbyrðis afstaða tungls og sólar veldur því að stórstraumsflóð er nú óvenju hátt. Aftur verður stórstreymi 19., 20. og 21. febrúar næstkomandi. 20. febrúar er spáð 4,60 metra flóðhæð á ný. 20. mars verður flóðhæð um 4,40 metrar. Götur eins og Sæbraut og Eiðsgrandi eru í 6,8 metra hæð samkvæmt mælikerfi Sjómælinga, en gamlar götur eins og Póst- hússtræti og Austurstræti eru mun lægri. Lægstu niðurföll þar eru í 4,6 metra hæð. Máni ÍS virtist kominn upp á land á Grandagarði þegar flóð var mest upp úr kl. 7 í gærmorgun, en þá flæddi yfír bryggj- una. Sjö klukkustundum seinna sást rétt grilla í mastur bátsins þegar fjara var mest. 1,5% hækk- un bygging- arvísitölu VÍSITALA byggingarkostnaðar hækkaði um 1,5% frá desember til janúar, en það jafngildir 19% verð- lagshækkun á heilu ári. Ástæðan er 3% hækkun launa 1. janúar síðastlið- inn, en laun vega um helming í vísi- tölu byggingarkostnaðar. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið og nú frá því í marsmán- uði 1995, en þá var hækkunin milli ‘mánaða einnig 1,5% og ástæðan sú sama, launahækkun í kjölfar ný- gerðra kjarasamninga. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala byggingar- kostnaðar hækkað um 4,6% og síð- ustu þijá mánuði um 1,6% sem jafn- gildir 6,6% verðbólgu á heilu ári. Launavísitala desembermánaðar ■hækkar um 0,2% frá fyrra mánuði. Frá ársbyijun 1990 og til síðasta Breytingar á vfsitölu^ byggingarkostnaðarjm Breytingar siöustu 3 mánuöina C : umreiknaöar til ársbreytingar JFMAMJJÁSONDJ 1 995 ársfjórðungs í fyrra hefur vísitalan hækkað um 23,8%. Þar af hafa laun á almennum markaði hækkað um 20,9% samkvæmt upplýsingum Hag- stofu íslands, en laun opinberra starfsmanna og bankamanna hafa á sama tímabili hækkað um 28,3%. Lausn í sjónmáli í deilu röntgentækna TRYGGVI Ásmundsson læknir hefur tekið að sér að miðla málum í deilu röntgentækna, sem hættu störfum á Landspítalanum 1. des- ember sl., og stjómenda spítalans. Tryggvi sagði eftir fund deiluaðila í gær að hann teldi góðar líkur á að samkomulag væri að takast í deilunni. Fimmtán röntgentæknar hættu störfum eftir að stjómendur Land- spítalans tóku ákvörðun um að fella niður fasta yfirvinnutíma sem þeir höfðu fengið greidda. Röntgen- tæknamir litu svo á að ekki væri hægt að segja upp hluta af starfs- kjörum og þessi ákvörðun jafngilti uppsögn úr starfi. Spítalinn hefur fallist á að draga ákvörðunina til baka gegn því að tekin verði upp vaktavinna á röntgendeild Land- spítalans. Ekki hefur náðst sain- komulag um vaktakerfí. Fundur í dag Deiluaðilar sátu á fundum á föstudag og laugardag. í gær var aftur samningafundur og sagði Tryggvi eftir þann fund að hann teldi góðar líkur á að deilan væri að leysast. Deiluað- ilar munu koma saman til fund- ar í dag og er búist við að þá ráðist hvort sátt næst um þá lausn sem nú er til umfjöllunar. Ef samkomulag næst í dag er hugsanlegt að röntgentæknarnir mæti til vinnu á morgun. Rannsaka sauða- þjófnað LÖGREGLAN í Neskaupstað rannsakar meintan sauðaþjófn- að í Norðfirði. Um er að ræða fimm hrúta sem hurfu í haust. Þrír fullorðnir og tveir vet- urgamlir hrútar hurfu frá tveimur bæjum í Norðfirði. Þeirra var leitað í haust og vetur, meðal annars úr flugvél. Þegar leit bar ekki árangur kviknaði grunur um að hrút- arnir hefðu lent í frystikistu. Orðrómur um ákveðinn bæ í því sambandi varð til þess að hrútaeigendur báðu lögreglu að athuga málið. Bjarni Stefánsson sýslumað- ur vildi hvorki játa því né neita að sauðaþjófnaður hefði verið kærður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.