Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 1
108 SIÐUR B/C/D/E 29. TBL. 84. ÁRG. SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Refur drap fugla drottning- arinnar London. Reuter. SEINT ætlar erfiðleikum bresku konungsfjölskyldunn- ar að ljúka því nú hefur refur drepið heilan flokk flamingó- fugla sem voru hafðir til punts á völlunum við Buckingham- höllina í London. Það auðveldaði skaðvaldin- um verkið að vatn er frosið á fuglatjörnum hallarflatanna. Drap hann sex flamingóa en ljóst þykir að sá sjöundi hafi dáið úr losti er refurinn lét til skarar skríða. Talsmaður Elísabetar Bretadrottningar sagði að- spurður í samtali við Times í gær, að ekki yrðu fengnir nýir flamingóar í stað flokks- ins, sem refurinn útrýmdi, fyrr en sá ferfætti hefði verið veiddur. Reuter ÍBÚAR Chicagoborgar dúðaðir upp fyrir haus og halda treflum fyrir vitum vegna metkulda. 51 stigs frost á celcíus mælist í borginni Tower í Minnesotaríki Miðríki Bandaríkjanna í greipum helkulda Minneapolis. Reuter. HELKULDI setti allt líf úr skorð- um í miðríkjum Bandaríkjanna á föstudag og lítið lát var á kuldan- um í gær en búist er við að hlýni í dag, sunnudag. Skólum og fyrir- tækjum var lokað vegna grimmd- arfrosts og í sunnanverðu landinu leiddu frostvindar til ísingar á veg- um og rafmagnsbilana. Þá féll snjór að nýju og þakti mestan hluta ríkja við austurströndina. Kuldinn var mestur í bænum Tower í Minnesotaríki eða 51 stigs frost á celcíus. Þar með var 97 ára gamalt kuldamet slegið. Veð- urfræðingur útvarpsstöðvar í borginni skemmti hlustendum með því að blása sápukúlur sem frusu á flugi og brotnuðu eins og krist- alsglös er þær féllu til jarðar. I Chicago lýsti Richard Daley borgarstjóri yfir neyðarástandi vegna kulda en í fyrrasumar lýsti hann yfir neyðarástandi vegna mannskæðrar hitabylgju sem leiddi til andláts hundruða borg- arbúa. Á O’Hare-flugvelli var 26 stiga frost og fraus jarðvegur það djúpt að vatnsleiðslur sprungu. Þjóðvarðliðið til hjálparstarfa Vegna ástandsins í Mississippi lýsti ríkisstjórinn yfir neyðar- ástandi og kallaði þjóðvarðliðið út til hjálparstarfa. Ríkisstjóri Louisiana lokaði skólum og hvatti stóran hluta rík- isstarfsmanna til að halda sig heima vegna snjóa og rafmagns- leysis. I höfuðborginni Washington var ríkisstarfsmönnum gefið leyfi til að halda sig heima vegna snjó- komu sem olli umferðarörðugleik- um. Starfsemi opinberra stofnana lamaðist. í marga daga í janúar vegna fannfergis í borginni. Delta-flugfélagið hætti allri starfsemi á Atlanta-flugvelli síð- degis á föstudag á meðan á kulda- kastinu stendur. Þar sem víða annars staðar í landinu varð gífur- leg röskun á flugi vegna veðursins. Frostvindar leiddu til óvæntrar ísingar á vegum í sunnanverðu landinu frá Texas til austurstrand- arinnar. Urðu óteljandi umferðar- óhöpp á þessu svæði. Varað við frosti og flóðum á Flórída Hundruð þúsunda íbúa í sunn- anverðum Bandaríkjunum hírðust í kulda og rafmagnsleysi eftir að ísilagðar tijágreinar brotnuðu og slitu rafmagnslínur er þær féllu til jarðar. Þá voru íbúar Flórída varaðir við í fyrrakvöld og beðnir að búa sig undir frostkulda og hugsanleg flóð af völdum yfirvofandi felli- bylja. Búist var við að eitthvað drægi úr kuldanum í Bandarlkjunum í dag. Kolanámu- menn hætta verkfalli Moskvu. Reuter. SAMTÖK rússneskra kolanámu- manna aflýstu í gær verkföllum, sem staðið höfðu í aðeins tvo daga, eftir að Rússlandsstjórn hafði samþykkt áætlun um launa- greiðslur til námumanna sem margir hverjir hafa ekki fengið greitt kaup frá árinu 1994. Gangi greiðslur ekki eftir hóta samtökin nýjum verkföllum frá 1. mars. Stjórn samtaka kolaverka- manna, Rosúgleprof, samþykkti með sex atkvæðum gegn fimm að aflýsa verkfalli, að sögn Interfax- fréttastofunnar í gær. Peningar streyma til námufyrirtækja ■ Var sú ákvörðun tekin eftir að Víktor Tsjernomyrdín forsætisráð- herra undirritaði samkomulag um launagreiðslur á þessu ári að upp- hæð 10,4 trilljónir rúblna, jafnvirði 2,2 milljarða dollara eða 147 millj- arða króna. Þar á meðal eru greiðslur vegna vangoldinna launa að upphæð 400 milljarðar rúblna, jafnvirði 8,9 milljarða króna. Peningar tóku að streyma til kolafyrirtækja í gær og starfsemi hófst aftur í flestum námum en talið var að um 80% kolanámu- manna, sem eru um 750.000 tals- ins, hefðu tekið þátt í verkfallinu. Ríkisstjórn Borís Jeltsíns for- seta sætir auknum þrýstingi frá ýmsum starfsstéttum um launa- bætur. Kennarar og hermenn eru þar á meðal en búist er við að Jeltsín verði samningalipur hyggi hann á að freista endurkjörs í forseta- kosningunum í júní nk. Hefur hann nýverið lofað stúdentum og eftir- launaþegum auknum greiðslum í þeirri von að vinna stuðning þeirra. Varað við slæmum afleiðingum Vestrænir hagfræðingar hafa varað stórlega við auknum skuld- bindingum af þessu tagi og sagt að það muni kollsteypa fjárlögum rússneska ríkisins. Óljóst er hvort eða hvaða áhrif ákvörðunin úm launagreiðslur .til námumanna hefur á samninga um níu milljarða dollara efnahagsað- stoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. BÝSIU MBBBTl BIIKBMHIIIIIM 10 18 Hulidsheimur sjóbirtingsins aó opnast vmsnpníMviNRraJF Á SUNNUDEGI SÓLAR UPPRÁS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.