Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 27
26 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 2 7 ------------ JKwjpniÞIjifetfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR TÍMINN, málgagn Framsókn- arflokksins, birti viðtal við Hjálmar Ámason, einn hinna nýju þingmanna flokksins, í fyrradag. í frásögn Tímans af þessu samtali segir svo: „Hjálmar Ámason, þing- maður Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi segir, að fram- komnar hugmyndir til breytinga á kvótakerfínu, sem hann og Magnús Stefánsson, þingmaður flokksins í Vesturlandskjördæmi hafa verið að velta fyrir sér, um kvótaleigu og takmörkun á frjálsu framsali afla- heimilda, hafí ekki verið ræddar í þingflokki Framsóknarflokksins né í öðrúm valdastöðum flokksins. Hann leggur áherzlu á, að engar formlegar ákvarðanir hafi verið teknar í þessum efnum innan flokksins heldur sé þarna um að ræða almennar hugmyndir, sem menn séu að ræða óformlega sín í milli . . . Hann vekur einnig at- hygli á því, að innan þingflokks sjálfstæðismanna séu til þingmenn, sem hugsa á svipuðum nótum og þeir Magnús. Enda sé allsheijar geijun í þessum málum innan allra flokka á þingi og skiptar skoðan- ir . . . Hjálmar leggur áherzlu á að eitthvað þurfí að gera í þessum efnum vegna þess hve mikil „ósátt og hiti“ sé meðal fólks út í núver- andi fyrirkomulag kvótakerfísins.“ í samtali við Tímann í gær segir Hjálmar Ámason, að „ef kvótinn verður aukinn á yfírstandandi flsk- Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson, Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. veiðiári, þá komi það sterklega til greina að ríkið leigi þá viðbót til útgerða". Þessi ummæli Hjálmars Áma- sonar sýna, svo ekki verður um villzt, að viðhorf eru nú að breyt- ast innan Framsóknarflokksins í þessu mikilsverða máli. í mörg ár hefur Framsóknarflokkurinn staðið nánast óskiptur að baki Halldóri Ásgrímssyni, núverandi formanni flokksins, í því að hafna öllum hug- myndum um, að útgerðin greiði fyrir afnot af fískimiðunum. Þessi breyttu viðhorf innan Framsóknarflokksins eru afar mik- ilvæg. Þegar svo er komið, að þrír stjómmálaflokkar, Alþýðuflokkur, Þjóðvaki og Kvennalisti hafa lýst fylgi við veiðileyfagjald í einhveiju formi og Alþýðubandalagið ber- sýnilega að nálgast sömu sjónar- mið skiptir þessi stefnubreyting einstakra þingmanna Framsóknar- flokksins veralegu máli. Hún þarf hins vegar ekki að koma á óvart. Skoðanakönnun, sú, sem Gallup gerði fyrir Samtök iðn- aðarins sýnir, að mikill meiri hluti íslenzku þjóðarinnar er þeirrar skoðunar, að taka beri upp veiði- leyfagjald. Athygli vakti að sama dag og skoðanakönnun Gallups var birt komu sömu tölur út úr inn- hringingum fólks til Stöðvar 2 í tilefni af umræðum í þætti Stefáns Jóns Hafsteins, Almannarómi, um þetta mál. Gallupkönnunin sýnir að um 65% þjóðarinnar telja að taka beri upp veiðileyfagjald. Alþingismenn fmna auðvitað þungann í þessu viðhorfl fólks og fundu það raunar mjög greinilega á framboðsfundum fyrir síðustu alþingiskosningar. Allur almenn- ingur gerir sér rækilega grein fyrir því, að í íslenzkum lögum er ákvæði, sem undirstrikar að fiskim- iðin era sameign þjóðarinnar. Fólk veit, að það getur ekki selt eignir annarra, það getur ekki veðsett eignir annarra og það getur ekki erft eignir annarra. En allt þetta er að gerast með fiskveiðikvótann. Sú staðreynd, að einstakir þing- menn Framsóknarflokksins eru reiðubúnir til að ganga opinberlega gegn þeirri stefnu í sjávarútvegs- málum, sem hefur ekki sízt verið kennd við þeirra eigin formann, Halldór Ásgrímsson, sem raunar ítrekar óbreytta afstöðu sína í sam- tali við Tímann í gær, getur valdið ákveðnum þáttaskilum í málinu. Auðvitað er blæbrigðamunur á framsetningu einstakra þing- manna. Hjálmar Árnason talar um þessi mál á nokkuð annan veg en t.d. þingmenn Alþýðuflokks, Þjóð- vaka og Kvennalista. Alþýðubanda- lagsmenn era einnig með sínar sér- stöku hugmyndir um útfærslu. Það sem máli skiptir hins vegar er, að í öllum tilvikum era þingmenn og talsmenn einstakra stjómmála- flokka að tala um það, að greiðsla komi fyrir afnot af hinni takmörk- uðu auðlind. Yfírlýsingar um stuðning við þetta grandvallaratriði hafa verið að berast úr öllum áttum undan- farna mánuði og misseri. í gær ít- rekar DV enn stuðning sinn í rit- stjórnargrein. Stuðningur við þessi sjónarmið er nú sterkur innan allra stjórnmálaflokka, innan útgerðar- innar sjálfrar, sbr. ræðu Áma Vil- hjálmssonar á aðalfundi Granda hf. sl. vor, hjá öflugum atvinnuvega- samtökum, svo sem Samtökum iðn- aðarins, og hjá fjölmiðlum. Afstaða almennings liggur fyrir í nýrri skoðanakönnun. Er nú ekki tímabært, að menn setjist niður og hefji vinnu við út- færslu á þeim hugmyndum, sem svo augljóslega njóta almanna- stuðnings? BREYTT VIÐHORF í FRAMSÓKNAR- FLOKKI HÖFUNDUR Hrafn- kötlu er fyrstogsíðast að segja tíðindi úr eig- in hugskoti. Hann er kristinn maður með áhyggjur af grimmd aldar sinnar sem hann rekur til heiðins hugsunarháttar og varar við í verkinu. Hefnd leiðir einungis til hefndar. Vegsummerki þessa sá hann allt í kringum sig og hann hefur sjálfur af því mestar áhyggjur. Það er ekkisízt athyglis- vert að hann telur sig ekki þurfa að fletta neina konu eða ástarævin- týri inní sögu sína til að fínna ein- hveijar sennilegar og spennandi forsendur glæpaverkanna einsog venjan var í blóðugustu sögunum, heldur telur hann sér nægilegt að halda sig við hroka og yfirgang höfðingjanna einsog hann upplifði þessa þætti mannlífsins allt í kring- um sig. Ástin er semsagt enginn aflgjafí sögunnar einsog í Gísla sögu, Gunn- laugs sögu og Laxdælu og illt getur hlotizt af ýmsu öðra en henni. Þessi afstaða lýsir auðvitað engu nema höfundi sjálfum og áhyggjum hans. Sturla Þórðarson hefði ekki getað skrifað Hrafnkels sögu. Við sjáum það á stílnum. Það vantar ljóðræn tilþrif í hann, þau era að minnsta kosti sjaldgæf og lýsa betur Brandi byskupi en Sturlu. Og svo hefði Sturla aldrei skrifað konulaust verk. Það er mikið af konum í ís- lendinga sögu. Og þær gegna býsna miklu hlutverki einsog í Njálu. Sag- an um Solveigu er stytzta og feg- ursta ástarsaga íslenzkrar tungu. Á því er enginn vafi að konur, sem koma við sögu í Sturlungu, hafa haft áhrif á per- sónugerð kvenna í Njálu, ekkisíður en fyrirmynda að karl- persónum má leita í þessari miklu og sam- settu sögu. Þangað hafa einnig ýmsir atburðir verið sóttir, s.s. brennan og víg Gunnars á Hlíðarenda. Höfundur þekkti svona kappa og atburði úr um- hverfi sínu. Hann skrifaði það inní sögu sfna með sama hætti og beina- mál Friðriks og Agnesar era fléttuð inní Heimsljós, en umtal um þennan beinauppgröft í Vatnsdalshólum grasseraði um svipað leyti og Lax- ness var að hugsa um Ljósvíkinginn og sögu hans. Beinamálið komst í algleyming sumarið 1934 og var því ferskur atburður í huga skálds- ins. Þá loks á þessum harmleik að vera lokið með því að sungið er yfír beinum sakamanna og þau grafín í vígðri mold fyrir tilstuðlan miðils. Það er einsog skáldinu sé nóg boðið og hann snýr harmleikn- um uppí grátbroslegan gjöming, sem enginn annar stjórnar en Pétur þríhross Pálsson. Fornsögur hafa ekki farið varhluta af svona uppá- komum í samtíð höfundanna. í Heimsljósi verður Tjöm á Vatns- nesi að Sviðinsvík, Friðrik að Satan (úr Sigurður Natansson, en Natan Ketilsson hét sá myrti) og Agnes að Móeiður eða Mósu. Ef Sturla Þórðarson er höfundur Brennu-Njáls sögu — en þá tilgáfu hefur enginn hrakið með rökum — er hægur vandi að kynnast honum með því að lesa sig inní kjarna sög- unnar. Þar blasir við okkur maður sem einnig veit að hefnd leiðir af hefnd og minnir rækilega á, að skamma stund verður hönd höggi fegin. Þessi kristna áminning kem- ur heim og saman við annað sem Sturla skrifaði og þá ekkisízt kafl- ann í íslendinga sögu, þarsem treg- að er hlutskipti móðurkirkjunnar og aðför ribbalda höfðingjastéttar að henni. Sturla, sem telja má höf- und Kristni sögu, þráir málalok Njálu eftir allt blóðbaðið þarsem bræður hafa borizt á banaspjót og orðið hver annars banamenn, einsog lýst er í trúarkerfi víkinganna og hátindi skáldskapar þeirra, Völu- spá. Njála, sem fjallar einnig mjög um kristnitöku, er sprottin úr kvíða og áhyggjum manns sem þekkir þessi átök af eigin raun og biður öld sinni vægðar undir mildum væng kirkju sinnar. En griðin láta á sér standa. Samt er hið illa afl persónugert í kristnum manni, Merði Valgarðs- -eyni, og það útaf fyrir sig leiðir hugann að leikmanni, eða þeim höfðingjum sturlungaaldar sem stjórnuðu brennum og böðulsverk- um. Njála er ekki skrifuð i klaustri, það sjáum við af efni og stíl og þá ekkisízt af því jarðneska andrúmi stríðandi vígamanna sem leiðir hug- ann svo sterklega að samtímaum- hverfi höfundar. En þess er þá líka að minnast að afstaða heiðins manns, Valgarðs ins gráa, föður Marðar, hafði tekið sér bólfestu í kristnu hjarta hans og réð það úr- slitum — rétt einsog arfleifð heiðni og hefndar var samgróin rammka- þólsku umhverfi þessarar blóðugu aldar. M HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 3. febrúar TÖLUVERÐAR um- ræður hafa farið fram síðustu árin um ævi og verk Jóns Leifs. Hjálm- ar H. Ragnarsson, tón- skáld, hefur lagt grunn- inn að þessum umræð- um með rannsóknum og kynningu á starfsferli þessa merka tón- skálds, einn af helztu tónlistargagnrýnend- um Svía hefur átt dijúgan þátt í að vekja áhuga á verkum Jóns Leifs í Svíþjóð og víðar og nú síðast hefur kvikmyndin Tár úr steini, sem hópur íslenzkra kvikmynda- gerðarmanna undir forystu Hilmars Odds- sonar gerði, orðið til þess að beina at- hygli að tónskáldinu. Þessar umræður, sem fram fara áratug- um eftir lát Jóns Leifs, vekja hins vegar upp spurningar um það, hvemig við íslend- ingar stöndum að því að hlúa að þeim menningarverðmætum, sem verða til í samtíma okkar. Hversu mikið af þessum verðmætum fer í súginn, gleymist eða týnist vegna þess, að listamennirnir hafa ekki bolmagn til að koma þeim í þann umbúnað, sem tryggir varðveizlu þeirra og gerir þau jafnframt aðgengileg sam- tímamönnum og kynslóðum framtíðarinn- ar. Fram á síðustu ár hafa tónverk Jóns Leifs ekki verið aðgengileg íslenzkum al- menningi eða fólki í öðram löndum, sem hefði áhuga á að kynnast þeim. Nú hefur sænskt útgáfufyrirtæki hins vegar sett sér það metnaðarfulla markmið að gefa öll tónverk Jóns Leifs út á hljómdiskum. Nokkur þessara verka era komin út og við blasir, að íslenzkt menningarlíf verður margfallt auðugra að nokkram áram liðn- um, þegar þessari miklu útgáfu er lokið. Athygli manna hefur beinzt í vaxandi mæli að öðram merkum íslendingi nú seinni árin, sem er Vilhjálmur Stefánsson, landkönnuður. Fyrir jólin kom út bók um yilhjálm Stefánsson, sem Hans Kristján Ámason á heiður af að hafa gefið út, en umræður um afrek Vilhjálms hafa verið töluverðar síðustu árin, m.a. á Alþingi að framkvæði Hjörleifs Guttormssonar, al- þingismanns. Vilhjálmur Stefánsson skrif- aði fjölmargar bækur um könnunarferðir sínar á norðurslóðum, en einungis örfáar þeirra hafa verið gefnar út á íslenzku. Það liggur í augum uppi, að það skiptir máli fyrir menningararfleifð okkar að allar bækur þessa merka íslendings séu til á því tungumáli, sem var honum svo hjart- fólgið, að hann grét á gamalsaldri, þegar hann heyrði íslenzku talaða. En hver tekur að sér það mikla verk að þýða og gefa út ritsafn Vilhjálms Stefánssonar, sem telur nokkra tugi bóka? Á þessari öld höfum við eignast all- marga merka listmálara og myndhöggv- ara, sem hafa orðið þjóðinni hjartfólgnir. Myndir þessara listmálara eru til á íslenzk- um heimilum og söfnum og eitthvað í öðr- um löndum. Á liðnum áram og áratugum hafa komið út bækur, þar sem fjallað er um myndlistarmennina og birtar myndir af nokkram verkum þeirra. Nú hefur ný tækni skapað stórkostlega möguleika á að safna saman á einn stað myndum af öllum málverkum og höggmyndum þessa fólks ásamt texta um líf þess og störf og með upplýsingum um einstök verk. Hægt er að gefa þetta allt út á geisladiskum og gera meistaraverk þessara Iistamanna að- gengileg öllum þeim, sem vilja kynna sér þau með einum eða öðram hætti. En hver tekur að sér að fjármagna þetta mikla verk, sem í raun felur í sér varðveizlu á verulegum hluta þeirra menningarverð- mæta, sem til hafa orðið á íslandi á öld- inni sem senn er liðin? Hér hafa verið nefnd nokkur dæmi um einstaklinga, sem hafa varðað veginn í menningarlífi okkar. Áð sumu leyti hefur verið séð vel fyrir varðveizlu menningar- arfs tuttugustu aldarinnar og þá fyrst og fremst í útgáfu bókmenntaverka. Ritsöfn flestra höfuðskálda þjóðarinnar eru til og þótt þau séu ófáanleg í nokkur ár era þau alltaf gefin út á ný. Vafalaust er ástæðan fyrir því, að við eram bezt sett í þessum efnum sú, að við byggjum á langri hefð í bókaútgáfu. Sjálfsagt era einhver göt, sem þarf að fylla upp í, en ekki verður annað sagt, þegar horft er yfir öldina alla en að íslenzk bókaforlög hafí staðið sig nokkuð vel í að varðveita og tryggja aðgang að þessum hluta menningararfsins. Á undanfömum áratugum hafa stórvirki verið unnin í tónlistarflutningi á íslandi, sem full ástæða er til að halda til haga en era ekki aðgengileg almenningi nema að takmörkuðu leyti. Dæmi um þetta er flutningur Pólyfónkórsins um þriggja ára- tuga skeið á allmörgum meistaraverkum tónbókmenntanna. í einhveijum tilvikum hafa tónleikar Pólýfónkórsins verið gefnir út á hljómplötum og síðar diskum, en að mjög takmörkuðu leyti. Hins vegar era upptökur af flestum þessara tónleika til hjá Ríkisútvarpinu. í fóram þeirrar stofn- unar er að fínna gífurleg menningarverð- mæti. Hver tekur að sér að gefa þau út, þannig að þau verði aðgengileg öllum al- menningi? Útgáfa sam- tímaverka ÞAÐ SKIPTIR máli að rækta tengslin við þessa fortíð en ekki síður að hlúa að því, sem er að gerast í samtímanum og við vitum kannski ekki um nema að takmörkuðu leyti. Menn á borð við Jón Leifs og Pál ísólfsson eiga sína eftirkomendur. Hér hafa vaxið úr grasi merkileg tónskáld, sem samtíminn skilur kannski ekkert betur en samtími Jóns Leifs tónverk hans, sem höfð vora að háði og spotti að sumu leyti. Það er ekki nóg að semja tónverkin, það þarf að koma þeim á framfæri. Þau þurfa að vera aðgengileg fyrir þá, sem kunna að hafa áhuga á að flytja þau. M.ö.o. það þarf að gefa þau út í prentuðu formi. í kvikmyndum, sem gerðar hafa verið um tónskáld fyrri tíma, fylgjumst við með baráttu þeirra fyrir því að fá verk sín gefín út og flutt. í flestum tilvikum er útgáfa verkanna forsenda flutnings. Og við undramst skilningsleysi samtíma- manna þeirra. Aðstaða íslenzkra tónskálda samtímans til þess að fá verk sín gefín út er litlu betri. Handrit að tónverkum þeirra er að fínna í hirzlum þeirra sjálfra, en fæst þeirra eru gefín út prentuð og þar með aðgengi- leg hugsanlegum flytjendum. Þar fyrir utan er auðvitað baráttan fyrir því að fá einstök verk flutt. Hvað halda menn, að mörg verka Jóns Leifs hafí verið flutt á íslandi?! En með því að verkin eru ekki gefín út nema að litlu leyti er töluverð hætta á því að þau fari í súginn, gleym- ist, týnist. Hér er starfrækt íslenzk tón- verkamiðstöð, sem á að gegna þessu hlut- verki að einhveiju leyti. En augljóst er að fjárhagslegt bolmagn hennar er svo tak- markað, að hún getur ekki sinnt þessu starfí nema í litlum mæli. Höfundur bókmenntaverks hefur tölu- verða möguleika á því að fá verk sitt gef- ið út. í versta falli getur hann gert það sjálfur á einfaldan hátt eins og tölvutækn- in býður nú upp á. Höfundur tónverks er verr á vegi staddur. Hugsanlegir kaupend- ur bókmenntaverks eru margfalt fleiri en kaupendur tónverks. Á hinn bóginn er það mikið verkefni að tryggja í fyrsta lagi útgáfu tónverka, sem íslenzk tónskáld semja og í öðru lagi flutning þeirra þann- ig að þau verði til á hljómdiskum. Við eig- um mikið af vel menntuðum og hæfum tónlistarmönnum. Mikil grózka og geijun er í tónlistarlífí á íslandi um þessar mund- ir. Þótt öllum líki ekki verk íslenzkra tón- skálda samtímans gefur augaleið hvað menningarlíf okkar væri auðugra og fyllra, ef verk þessara tónskálda væru flutt og gefm með reglulegum hætti út á hljóm- diskum. Hið sama á við um myndlistina. Það er mikið verk að safna saman myndum og upplýsingum um verk listmálara og mynd- höggvara, sem nú era látnir. Það er auð- í VETRARSTILLU VIÐ KLEIFARVATN Ljósmynd/Gísli Egill Hrafnsson veldara að fást við verk þeirra myndlistar- manna samtímans, sem hafa unnið sér sess og geta sjálfír átt veralegan þátt í að vinna eigin verk og upplýsingar um þau inn á geisladiska. Varðveizla menningarverðmæta á þann hátt, sem hér hefur verið gerður að umtals- efni, er ekki fyrst og fremst í þágu lista- mannanna sjálfra heldur þjóðarinnar allr- ar. Hún er í sjálfu sér áþekkt verk og þeir íslendingar unnu fyrr á öldum, sem skrifuðu íslendingasögurnar, svo og þeir, sem varðveittu handritin að þeim, þannig að þau komust í hendur síðari tíma manna til varðveizlu og úrvinnslu. Tæknin auð- veldar þetta verk nú. Aldamóta- heit ÞAÐ GETUR varla verið um deilt, að þetta verk þarf að vinna. En hver á að borga? Þótt á ýmsu gangi í sögu bókaforlaganna er reynslan sú, að þótt sum þeirra hverfí af vettvangi koma önnur í staðinn. Bókahefð- in er svo sterk á íslandi, að í megindrátt- um er útgáfa bókmenntaverka í góðum höndum. Þó er ólíklegt, að nokkurt bóka- forlag telji sig hafa fjárhagslegt bolmagn til að láta þýða og gefa út öll verk Vil- hjálms Stefánssonar, svo dæmi sé nefnt. Þar þarf almanna stuðningur að koma til. Útgáfa á þýddum verkum ýmissa er- lendra stórskálda hefur aukizt mjög á seinni áram og orðið til þess að auðga menningarlíf okkar. Ein helzta forsenda þessarar útgáfu er sá stuðningur, sem felst í starfsemi hins svonefnda þýðingar- sjóðs. Hugsanlega er þar komin fyrirmynd að því, hvemig hægt er að stuðla að út- gáfu á verkum íslenzkra tónskálda, bæði samtímans og fyrri tíma og útgáfu á verk- um íslenzkra myndlistarmanna á geisla- diskum. Kannski hefði átt að breyta Menn- ingarsjóði í þessa átt í stað þess að leggja hann niður. Það er ekki fráleitt, að slíkur stuðningur gæti auðveldað tónskáldunum sjálfum að ná samningum við erlend forlög, sem sér- hæfa sig í útgáfu tónverka, um að gefa verk þeirra út og tryggja þá dreifíngu erlendis, sem er forsenda flutnings víða um lönd. Með sama hætti er hugsanlegt, þótt það skuli ekki fullyrt, að sambærileg- ur stuðningur gæti stuðlað að útgáfu geisladiska með verkum íslenzkra mynd- listarmanna. Á merkum tímamótum hefur þjóðin gefíð sjálfri sér gjafír. Þjóðarbókhlaðan var slík gjöf. Við slík tímamót hafa verið gefin fyrirheit um mikla fjármuni til land- græðslu. Nú er skammt í aldamót. Er ekki við hæfi, að íslenzka þjóðin strengi það aldamótaheit og gefi sjálfri sér þá gjöf við upphaf nýrrar aldar að leggja verulega fjármuni í að varðveita og koma á framfæri við sjálfa sig og aðra menning- ararfleifð tuttugustu aldarinnar? Tölvutæknin hefur skapað algerlega nýjar víddir í þessum efnum. Það sem áður var nánast óvinnandi verk er nú til- tölulega auðvelt, ef fjármunir era fyrir hendi. Við eigum vel menntað fólk á öllum sviðum til þess að taka að sér slík verk- efni. Þeir sem efast um, að það sé pening- anna virði að leggja fjármuni í varðveizlu menningarverðmæta, ættu að minnast orða viðskiptajöfranna, sem hingað komu fyrir nokkram árum til þess að kanna möguleika á stóriðju: Ef allar tölur eru sambærilegar á milli tveggja landa en annað hefur sinfóníuhljómsveit en hitt ekki, veljum við það land, sem hefur kom- ið á fót slíkri hljómsveit. Einhveijir kunna að segja sem svo, að margt af því, sem skáld og listamenn hafa látið frá sér fara sé ekki þess virði að það sé varðveitt. Og það er alveg rétt. Hins vegar sýnir reynslan með afgerandi hætti, að samtíminn er ekki bezti dómarinn í þeim efnum. Þetta hefur verið orðað svo, að ef Bach væri uppi á okkar dögum og boðaði til blaðamannafundar, mundu sennilega fæstir fjölmiðlar hafa séð ástæðu til að sinna því fundarboði, teldu hann ekki þess virði sem tónskáld. Það er mik- ill sannleikur í þessu. Einhveijir kunna að segja, að þetta sé einfaldlega of dýrt. Við veijum milljörðum í sameiginlegar þarfir á borð við Vest- fjarðagöng, svo dæmi sé nefnt. Hér skal ekki gerð nein tilraun til að meta hve mikla fjármuni þarf í umrætt verkefni. En við mundum komast langt með hluta þeirra fjármuna á fyrsta áratug nýrrar aldar. „Varðveizla menn- ingarverðmæta á þann hátt, sem hér hefur verið gerður að umtalsefni, er ekki fyrst og fremst í þágu lista- mannanna sjálfra heldur þjóðarinn- ar allrar. Hún er í sjálfu sér áþekkt verk og þeir ís- lendingar unnu fyrr á öldum, sem skrifuðu Islend- ingasögurnar svo og þeir, sem varð- veittu handritin að þeim, þannig að þau komust í hend- ur síðari tíma manna til varð- veizlu og úr- vinnslu. Tæknin auðveldar þetta verk nú.“ i'.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.