Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 24
24 SUNNUÐAGUR 4. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIR/Regnboginn sýnir kvikmyndina Waiting to Exhale með þeim Whitney
Houston o g Angelu Basset í aðalhlutverkum. Myndin er gerð eftir metsölubók skáldkon-
unnar Terry McMillan og fór beint á toppinn í Bandaríkjunum þegar hún var frumsýnd.
KONUR
í KREPPU
WAITING to Exhale er
saga fjögurra vin-
kvenna sem allar
standa á einhverskonar tímamót-
um. Þær eru annaðhvort að
stofna til ástarsambanda eða
slíta þeim, en í sífelldri leit að
þeim eina rétta. Savannah
(Whitney Houston) hefur árum
saman beðið guð að senda sér
heiðarlegan mann, en í staðinn
hefur rekið á fjörur hennar hinn
ótrúa Lionel og hinn harðgifta
Kenneth. Bemadine (Angela
Bassett) beinir kröftum sínum
hins vegar að bráðlega fyrrver-
andi eiginmanni sínum sem hefur
yfirgefið hana vegna bókhaldara
síns. Fyrstu viðbrögð Bernadine
við þessu vekja ekki mikla kátínu
hjá slökkviliðinu því hún kveikir
í rándýrum fatnaði eiginmanns-
ins og bílnum hans á götunni
fyrir utan heimili þeirra. Þriðja
vinkonan er Robin (Lela Rochon)
sem er framakona í viðskiptalíf-
inu þar sem hún stenst flestum
snúning, en þegar karlmenn eru
annars vegar örlar lítið á heil-
brigðri skynsemi hjá henni.
Pjórða vinkonan er svo Gloria
(Loretta Devine) sem hefur verið
dugleg við að safna holdum upp
á síðkastið. Hjá henni er útlitið
ekki svo svart því um leið og
sonur hennar er á leiðinni til
Evrópu er hún að stofna til ná-
inna kynna við nágranna sinn,
en sem betur fer er hann hrifinn
af konum sem hafa eitthvert kjöt
utan á sér.
Waiting to Exhale er gerð eft-
ir samnefndri skáldsögu rithöf-
undarins Terry McMillan, en
sagan kom út í maí 1992 og fór
beint á metsölulista New York
Times og þar trónaði hún í 38
vikur. Sagan hefur selst í rúm-
lega 700 þúsund eintökum í
bandi og á þriðju milljón kilja
hefur selst, en sagan hefur setið
á toppi metsölulista á nýjan leik
eftir að kvíkmyndin var frum-
SAVANNAH (Whitney
Houston) hefur árum saman
beðið guð að senda sér heið-
arlegan mann.
sýnd í desember. Höfundurinn,
Terry McMillan, lauk prófi í
blaðamennsku frá háskólanum í
Berkeley og að því loknu stund-
aði hún nám í kvikmyndafræðum
við Kólumbíuháskóla. Fyrsta
skáldsaga hennar, Mama, kom
út 1987 og tveimur árum síðar
sendi hún frá sér aðra bók,
Disappearing Acts. Waiting to
Exhale er þriðja bók hennar en
sú fjórða sem kom út í fyrra
heitir A Day Late and a Dollar
Short.
Söngkonan og leikkonan
Whitney Houston fer með hlut-
verk Savannah og er þetta annað
kvikmyndahlutverk hennar, en
áður lék hún á móti Kevin Costn-
er í The Bodyguard. í þeirri
mynd söng hún sex lög og hlaut
hún Grammy verðlaunin fyrir
lagið I Will Always Love You. í
Waiting to Exhale syngur hún
tvö lög, en tónlist leikur veiga-
BERNADINE (Angela Bassett) kveikir í fatnaði eiginmannsins og
bilnum þegar hann yfirgefur hana.
GLORIA (Loretta Devine), sem hefur verið dugleg við að safna
holdum, ræðir málin við Bernadine.
mikið hlutverk í myndinni. Hún
hefur selt rúmlega 80 milljónir
hljómplatna og hlotið fímrn
Grammy verðlaun auk fjölda
annarra verðlauna fyrir tónlist
sína.
Houston hefur þegar leikið í
þriðju kvikmyndinni en það er
The Preacher’s Wife og í henni
leikur hún á móti Denzel Was-
hington. Leikstjóri myndarinnar
er Penny Marshall og er um
endurgerð myndar frá 1947 að
ræða. Sú mynd hét The Bishop’s
Wife og fóru Cary Grant og
Loretta Young með aðalhlutverk
í henni. Fyrir hlutverkið í mynd-
inni fær Houston 10 milljónir
bandaríkjadala í sinn hlut.
Hin 37 ára gamla Angela
Bassett sló í gegn svo um mun-
aði þegar hún fór með hlutverk
Tinu Turner í myndinni What’s
Love Got to Do With It árið
1993, en fyrir hlutverkið hlaut
hún Golden Globe verðlaunin og
Óskarstilnefningu sem besta
leikkona í aðalhlutverki. Bassett
ólst upp ásamt móður sinni og
systur í Saint Petersburg í
Flórída, og þegar hún var á
skólaferðalagi í Washington
kviknaði áhugi hennar á leiklist
þegar hún sá leikritið Mýs og
menn eftir sögu John Steinbecks.
Tækifærið til að láta drauminn
rætast kom svo þegar hún hlaut
styrk til að stunda háskólanám
í Yale, en þaðan lauk hún meist-
aragráðu í leiklist. Að námi loknu
hélt hún til New York til að
freista gæfunnar og féllu henni
í skaut ýmis hlutverk á leiksviði.
Árið 1990 ákvað hún að reyna
fyrir sér í Hollywood og ekki
leið á löngu þar til henni bauðst
veigamikið hlutverk í myndinni
Boys N the Hood sem John Sing-
leton leikstýrði, en í myndinni lék
hún metnaðarfulla einstæða
móður. Þá tók við hlutverk eigin-
konu Malcolms X í samnefndri
kvikmynd sem Denzel Washing-
ton lék aðalhlutverkið í og hlaut
hún einróma lof gagnrýnenda
fyrir áhrifamikinn leik sinn í
þeirri mynd.
Aðrar myndir sem Bassett
hefur farið með hlutverk í eru
F/X, Kindergarten Cop, City of
Hope, Innocent Blood, Passion
Fish, Vampire in Brooklyn, Pant-
her og Strange Days sem Kat-
hryn Bigelow leikstýrir.
Frumraunin
FOREST Whitaker, leik-
stjóri Waiting to Exhale,
hefur fyrir löngu getið sér
orðstír sem hæfileikamikill
leikari sem tekist getur á við
hlutverk af ólíku tagi. Waiting
to Exhale er frumraun hans
sem kvikmyndaleikstj óra, en
hann hefur áður leikstýrt sjón-
varpsmyndinni Strapped sem
gerð var 1993 og fyrir hana
hlaut hann verðlaun á kvik-
myndahátíðinni í Toronto sem
besti nýi leikstjórinn það árið.
Whitaker er fæddur 15. júlí
1961 í Longview í Texas, en
hann ólst upp í Carson í Kali-
forníu og miðborg Los Ange-
les. í framhaldsskóla lék hann
með ruðningsliði og komst
hann i ríkisháskólann í Kali-
forníu á íþróttastyrk sem hann
hlaut. Síðar hlaut hann svo
styrk til náms við háskólann í
S-Kalifomíu, en þar lagði
hann fyrir sig nám í leiklist
og tónlist. Að því námi loknu
stundaði hann svo nám í
Drama Studio í London á sér-
stökum styrk sem hann hlaut.
Whitaker lék á sviði um gjör-
völl Bandaríkin og í London
og voru það helst dramatísk
hlutverk af ýmsu tagi sem
féllu honum í skaut.
Fyrsta kvikmyndahlutverk-
ið sem Whitaker áskotnaðist
var í myndinni Fast Times at
Ridgemont High sem gerð var
1982, en síðan hefur hann leik-
ið í rúmlega 20 kvikmyndum
auk þess sem hann hefur leik-
ið í sjónvarpsmyndum, og hef-
ur hann fengið ýmsar viður-
kenningar fyrir frammistöðu
sína. Hann vakti fyrst veru-
lega athygli þegar hann fór
með hlutverk jasstónlistar-
mannsins Charlie Parkers í
kvikmyndinni Bird sem Clint
Eastwood leikstýrði, en fyrir
túlkun sína á Parker hlaut
Whitaker verðlaun sem besti
leikarinn á kvikmyndahátíð-
inni í Cannes 1988 og einnig
var hann nefndur til Golden
Globe verðlaunanna fyrir hlut-
verkið. Þá hlaut hann ekki síð-
ur mikla athygli og viðurkenn-
ingu fyrir hlutverk sitt í Ósk-
arsverðlaunamyndinni The
Crying Game, sem Neil Jordan
leikstýrði (1992), en í henni lék
hann gíslinn Jody.
Meðal annarra mynda sem
Whitaker hefur leikið í eru
Blown Away, Platoon, Good
Morning Vietnam, Consenting
Adults, Stakeout, The Color
of Money, Johnny Handsome,
Diary of a Hitman, Body
Snatchers, Pret-a-Porter og
Jason’s Lyric. Auk þess að
leikstýra Waiting to Exhale á
síðasta ári lék hann í myndun-
um Species og Smoke, en um
þessar mundir leikur hann
með þeim John Travolta og
Robert Duvall í myndinni
Phenomenon.
Whitaker var í fyrstu hik-
andi þegar honum bauðst að
koma metsölubók Terry
McMillan á hvíta tjaldið og
fannst honum eðlilegra að
kona yrði fengin til að leik-
stýra myndinni, en boðskapur
sögunnar náði þó fljótt tökum
á honum. „Waiting to Exhale
er um sambönd fólks, um lífið
og ástina og sigur á erfiðleik-
um. Allt þetta höfðar jafnt til
karla og kvenna og snýst raun-
ar um það að reyna að komast
áfram og öðlast hamingju í
lífinu og taka réttar ákvarðan-
ir,“ segir hann.
Whitaker sá fyrir sér hvern-
ig spinna mætti saman sögur
kvennanna í Waiting to Exhale
með því að „finna tónlistina“
í lífi þeirra og hvemig þær
væru eins og kvartett. Þegar
hann hafði öðlast þessa sýn
ákvað hann að taka verkefnið
að sér og framleiðendur
myndarinnar hrifust sam-
stundis af því hvemig hann
hygðist koma sögu Terry
McMillan til skila.