Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 23 Páll telur að miklir möguleikar búi innan fyrirtækisins en til þess að nýta þá að fullnustu verði að breyta samkeppnisskilyrðum gagnvart mjólkuriðnaði. Áhugi er innan Sólar að framleiða bragð- bætta mjólkurdrykki og viðbit eins og smjör og smjörva og því var farið fram á við Osta- og smjörsöl- una og Mjólkursamsöluna (MS) að þær seldu fyrirtækinu mjólkuraf- urðir. Verðtilboðið töldu forráða- menn Sólar ekki í samræmi við það sem aðrar afurðastöðvar í mjólkuriðnaði greiða. Páll segir að þeim hafi til dæmis verið ætlað að greiða sambærilegt verð fyrir mjólk og ijóma og aðrir stórir við- skiptavinir MS sem fái vöruna í neytendapakkningum. Ætlun Sól- ar var hins vegar að keyra sjálfir fram og til baka tveggja tonna tank en láta.dæla á hann. „Við kærðum málið til fimm- mannanefndar og vorum boðaðir á fund. En hvaða mönnum mætum við? Þeim sömu og við vorum að þjarka við. Hvaða vit er í að setja lög um ríkisstýrða verðlagningu þar sem fulltrúar fyrirtækjanna sem lögin ná yfir, eru skipaðir í ráð sem stjórna því hvernig þeirra eigin vara er verðlögð?" spyr hann. „Við bíðum enn eftir svari fimm- mannanefndar vegna þessa máls.“ Eina vitið segir hann vera að fella ákvæði 5. kafla búvörulag- anna varðandi verðmiðlun í mjólk- uriðnaði úr gildi, í öllu falli hvað vinnsluþáttinn varðar. Sú hugsjón sem fram komi í lögunum gangi ekki upp. „Nú er verðmiðlun notuð til þess að jafna á milli vöruteg- unda, til dæmis að lækka smjörið fyrir jólin til að keppa við smjörlík- ið. Við höfum einnig sent Sam- keppnisstofnun bréf þar sem óskað er eftir áliti á því hvort framleiðsla ávaxatasafa í mjólkurafurðar- stöðvum standist samkeppnislög. Auk þess er varan framleidd með tækjum og í húsnæði sem niður- greitt hefur verið af ríkinu. Ekkert svar hefur borist en við bíðum spennt eftir að sjá álit samkeppnis- ráðs varðandi þetta mál.“ Páll nefnir enn eitt dæmi um baráttu fyrirtækisins við „landbún- aðarbatteríið" eins og hann nefnir það, en það er misheppnuð tilraun til að kaupa húsnæði og tæki Mjólkurbús Borgarness þegar það var úrelt sl. sumar. „Við teljum að í heildina þjóni það hagsmunum bænda að styrkja markaðsstöðu mjólkurafurða með auknu fram- boði frá fleiri fyrirtækjum á borð við Sól. Þess vegna skildum við aldrei af hveiju allir reyndu að koma í veg fyrir kaupin. Við réðum lögfræðing fyrir rúmu ári til að kanna lagalegar forsendur fyrir þeim og höfðum tekið upp viðræð- ur við menn innan stjómkerfisins löngu áður en þetta varð að fjölm- iðlamáli. Þegar síðan var skipt um ríkisstjórn eygðum við tækifæri til að koma aftur að málinu, en þá gerðist allt svo hratt og landbúnað- arráðherra skrifaði með miklum látum undir úreldingu mjólkurbús- ins.“ Gangur mjókurbúsmálsins Sól hf. sendi bréf til Ríkiskaupa 26. maí 1995 þar sem mótmælt var framkvæmdum á útboði vegna húseignar Mjólkursamlags Borg- firðinga og sérhæfðs búnaðar til mjókurvinnslu. Ríkiskaup svöruðu bréfínu 31. maí en Sól féllst ekki á þær skýringar. Vegna ábendinga í því bréfi um þátt landbúnaðar- ráðuneytisins fól fyrirtækið lög- manni sínum að ítreka mótmæli vegna framkvæmdarinnar. Voru landbúnaðarráðherra send bréf 14. júlí, 18. ágúst og 18. september án þess að Sól fengi við þeim nokk- ur viðbrögð. „Við höfum ekki enn heyrt frá ráðherranum þrátt fyrir að rúmir átta mánuðir séu liðnir frá fyrsta bréfi. Við teljum að land- búnaðarráðherra hafi brotið lög um opinber útboð, brotið reglugerð um úreldingu mjólkurbúa og stjórnsýslulögin,“ segir Páll. Hann bætir við að í fréttabréfi Kaupfé- „Við teljum að ráðherra hafi brotið lög um opinber útboð, brotið reglugerð um úreldingu mjólkurbúa og stjórnsýslulöginf“ segir Páll Kr. Pálsson. lags Borgfirðinga frá því í haust komi fram að ekkert tilboð hafi borist í hús Mjókurbús Borgfirð- inga þegar það var auglýst til sölu vegna úreldingar. „í fréttabréfinu kemur ennfrem- ur fram að eignimar verði áfram í eigu Kaupfélagsins og að verið sé að ganga frá samningum við landbúnaðarráðuneytið um þessi mál,“ bætir hann við. Hann bendir hins vegar á að lögin segi til um að bjóða eigi eignirnar út. „I ráðu- neytinu þegja menn hins vegar enn þunnu hljóði og janúar er að verða liðinn.“ Jöfnun samkeppnisstöðu Varðandi framtíðaráform fyrir- tækisins segir Páll að aðalmálið sé að fá jöfnun á samkeppnisstöðu gagnvart mjólkuriðnaði. „Við byggjum rekstrarafkomu okkar á feitivörum og söfum. Aðalsam- keppnisaðilar okkar eru Osta- og smjörsalan, Mjólkursamsalan og afurðastöðvar í mjólkuriðnaði. Þessi fyrirtæki hafa möguleika á að framleiða allar okkar vörur en við getum ekki framleitt neinar vörur þeirra sem innihalda mjólk- urfitu, því við fáum ekki hráefni á samkeppnishæfu verði. Forsvars- menn þessara fyrirtækja sögðu í vor þegar við vildum komast inn í mjókuriðnaðinn að ekki væri þörf á fleirum þangað. Það kann vel að vera að framleiðslan sé næg en samkeppnin er engin.“ Páll bendir á að engin þörf hafi verið fyrir MS að koma með Tomma og Jenna-safa á markað, því nægur safi hafi verið fyrir. Engin þörf hafi heldur verið fyrir KEA að framleiða Frissa fríska af sömu ástæðu. „Að mínu mati hefur tilkoma Frissa fríska hins vegar leitt ýmislegt gott af sér eins og verðlækkun, heildarneyslan hefur aukist og við höfum þurft að læra hvernig á að takast á við erfiða samkeppni. Samkeppni er því af hinu góða. Mér er líka spurn hvort mönnum í mjólkuriðnaði þætti eðlilegt að ég gæti krafist þess af iðnaðarráð- herra að hann bannaði þeim að framleiða alla safa og vörur sem innihalda náttúrulegar olíur? Sem sagt allar vörur í samkeppni við mig? Sjálfum þætti mér slíkt hið mesta óráð.“ PaniP! 'óðndowÁ Viðtökurnar hafa verið frábœrar og okkur tókst að útvega 50 tölvur í viðbót á þessu kynningarverði CMC-486DX4/100 MHz meb 256 KB fíýtiminni (stœkkanlegl í 1 MB), 8 MB vinnsluminni (stœkkanlegt í255 MB), 540 MB harbdiski £-IDE (tvöföld stýring á móburborbi), 53 ÍRIO PCI skjákort 1 MB (stœkkanlegt í2 MB), 14" Full-screen S-VGA lágútgeislunarlitaskjár MPRII, hnappaborb meb íslenskum stófum, 3.5" 1.44 MB disklingadrit, tengiraufar 4 PCIog 415A 2 robtengi, 1 hlibtengi, stroumtnuloga mus, músamotta, Window. 3.11 og Dos 6.22 uppsett á vél, handbók og diskar fylgja. (stœkkanlegt í 1MB), 8 MB vinnsluminni (stœkkanleat í 255 MB), 540 MB harbdiski E-IDE (tvöföld stýring á móburborbi), SÍ TRIO PCI skjákort 1 MB(stœkkonlegtí2MB), 14'Full-screenS-VGAIógútgeislunarBtoskjár MPRII, innbyggt 4 hraba geisladril CD-ROM, 16 bita SoundBlaster- samhœft viooma hljóbkoit með tjarstýringu, 2 lausirMS-305 hátahrar 40W, hnappaborb meb innbrenndum íslenskum stöfum, 3.5" 1.44 MB disklingadrif, lengiraular 4 PCIog 4ISA, 2 rabtengi, 1 hlibtengi, I leikja- tengi (MIDI), stroumlínulaga mus, músamotta, Windows '9Sstandard uppsett á vél, handbók ásamt Windows '95 geisladiski fylgþ og 6 geisla- aiskaraöouki:Compton's NewCenturyEncyclopedia, SpeetrevR, Sports lllustmted 94, The Family Dodor/Dinosaur Safari, USA Today og CD Deluxe meb ÚS Atlas, World Atlas, Movis Beacon Teaches Typing og Chessmaster 4000. Einnig: BÓNUS ab andvirbi 19.900,- kr. BONUS; Þessi OmniPen- teiknitafla 6" x 6' ásamt teiknipenna, fyigir meb CMC- margmiölunartölvunum. ^ ^ Andvirbi hennar er rJ9.900,-krX Ágúst Einarsson framkvæmdastjóri Rafvers hf.: „ Við notum CMC-tölvur viö dagleg störf. Hér er verslun, ralvéla- verkstœði og við erum með alla almenna rafverktakaþjónustu. Á CMC-tölvurnar keyrum við okkar bókhald, útreikninga, ritvinnslu og tilboöagerð og þœr hafa reynst frábœrlega. Við mœlum hiklaust með CMC-tölvunum frá BónusRadíó." Grensásvegi 11 Sími: 5 886 886 Fax: 5 886 888 rrTIT gSElíOT TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA WM j RAQGREíÐSLUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.