Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ RANNSÓKNARMENN við Grenlæk taka sér pásu, f.v. Erlendur Björnsson bóndi á Seglbúðum, Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur, Gísli Sveinsson veiðivörður og Ólafur Birgisson kvikmyndatökumaður. FYRR Á árum bendir flest til að miklum mun meira hafi verið af sjóbirtingi í íslensk- um vatnakerfum en hin seinni ár. Mikið var af hon- um í stórvötnum Suð- urlands, s.s. Skaftár- og Kúðafljóts- svæðunum, Eldvatni, Tungufljóti, Þjórsá, Olfusá og Hvítá. Einnig var talsvert af sjóbirtingi í ýmsum ám á sunnanverðu Vesturlandi, einkum á sunnanverðu Snæfellsnesi, s.s. í Staðará sem fræg var fyrir stóra birtinga. Og vel þekktir voru stórir sjóbirtingar í ám á Vestfjörðum, sérstaklega á Barðaströnd. í ám í Húnavatnssýslu voru þeir aldrei ráðandi, enda sjóbleikja ein- kennandi á því svæði auk laxins, en sjóbirtingar voru þó alls ekki sjald- séðir og oft komu vænir fískar á land. Þegar austar dró á Norður- landi varð sjóbirtingur þó sjaldséð- ari. Á þeim slóðum er þó ein af meginsjóbirtingsám landsins í dag, Litlaá í Kelduhverfí, en það er önnur saga. Seinni árin er ljóst að sjóbirtings- stofnar hafa dregist saman á öllum þessum svæðum. Þeir sjást varla lengur norðanlands, utan í Litluá, og á Vestfjörðum og stórir sjóbirt- ingar Staðarár heyra að mestu sög- unni til. Fiskinum snarfækkaði í ám á Vesturlandi, í Hvítár/Ölfusárkerf- inu og einnig fækkaði fiskinum mik- ið í Þjórsá. Meginvígi hans var eftir sem áður í stórám austar á Suður- landi, þar eru sterkustu stofnarnir, en jafnvel þar virðist sem hallað hafí undan fæti. Ekki liggur fyrir tæmandi vitn- eskja um hvað hafí valdið þessum samdrætti margra stofna. Álþýðu- skýringar drógu óhóflegar veiðar til ábyrgðar, t.d. í Hvítá og Ölfusá þar sem gífurlegar veiðar voru stundað- ar árum saman í Kaldaðamesi og á Hrauni. Þá er vinsælt að kenna vor- veiði á sjóbirtingi um með þeim rök- um að sami fiskurinn verði ekki veiddur tvisvar og snjallara væri að leyfa honum að ganga óáreittum til sjávar og einskorða veiðarnar við síðsumar og haust er fiskurinn geng- ur aftur í ferskt vatn til að hrygna. En fiskifræðingar eru sammála um að slíkt sé sjaldnast eða aldrei við- hlítandi skýring þótt hún kunni oft að vera hluti af stærra dæmi. En síðustu tvö árin hefur sjóbirt- ingurinn rétt nokkuð úr kútnum. Jóhannes var þá sjálfur við rann- sóknir á sjóbirtingi austur í Grenlæk á vatnasvæði Skaftár í fyrra og seg- ir mikið magn af físki hafa verið á ferðinni. Víðar af slóðum sjóbirtings hafa þær fregnir borist að meira hafi verið af fiski en áður. Huliðsheimur • * ■ • . ingsins að opnast Sjóbirtingur, eða sjógenginn urriði, er ein- kennisfískur stóráa á austanverðu Suður- landi. Þrátt fyrir það hefur JÓHANNES Sturlaugsson við uppskurð á sjóbirtingi í Fitj- arflóði í Grenlæk í fyrra. Mælimerkinu var komið fyrir i kviðarholi fisksins og saum- að fyrir. ósköp lítið verið vitað um lífshætti hans. Viðamiklar tvískiptar rannsóknir hóf- ust á sjóbirtingi í fyrra. Öðrum hlutanum stýrir Jóhannes Sturlaugsson, líffræðingur hjáVeiðimálastofnun. Rannsóknir hans byggjast m.a. á notkun nýrrar tegundar rafeinda- merkinga við skráningu atferlis- og umhverfísgagna. Guðmundur.Guðjónsson ræddi við Jóhannes og forvitnaðist um fyrstu niðurstöður og hagnýti þeirra. Lítið vitað... Þrátt fyrir allt hefur afskaplega lítið verið vitað um Iífshlaup sjóbirt- ings og samspilun hans við umhverf- ið. Hann hefur verið afskiptur í rann- sóknum á kostnað laxins sem talinn hefur verið verðmætari fisktegund. Gott dæmi um vanþekkingu er sú trú furðu margra þrautreyndra stangaveiðimanna enn í dag að þeir séu að veiða nýgenginn sjóbirting í apríl og maí þegar hið sanna er að bjarti vorfískurinn er geldingur sem gekk í ána haustið áður og er á leið til hafs með eftirlifandi hrygningar- fiskum. Ymsar athuganir hafa þó verið gerðar á sjóbirtingi, bæði sunnan- Iands og í Borgarfírði, allra góðra gjalda verður, en mikið hefur vantað upp á í þekkingarbankanum og mörgum spurningum ósvarað. En nú skyldi bætt úr þessu. Jó- hannes lýsir rannsóknarverkefninu: „Verkefnið samanstendur af tveimur viðamiklum rannsóknarverkefnu. Sá hluti verkefnisins sem að mér snýr hefur það að meginmarkmiði að kanna gönguhegðun og vöxt sjóbirt- ings með notkun íslenskra rafeinda- merkja svokallaðra mælimerkja, en þau voru ýmist sett í kvið fiskanna eða á bak þeirra. Merki þessi mæla og skrá í minni tímatengdar upplýs- ingar um dýpið sem fiskarnir fara um í ferskvatni og sjó og einnig hita- stigið á því dýpi.“ Þessar rannsóknir Jóhannesar eru hluti af fjölþættu rannsóknarverk- efni sem hann stýrir og bera heitið „notkun mælimerkja við rannsóknir á fari og vexti laxfiska í sjó“. Það verkefni er stykrt af Rannsóknarráði íslands, en sjóbirtingshluta þess styrkja einnig framleiðandi merkj- anna, Stjörnu Oddi hf. og Veiðifélag Grénlækjar. Rannsóknirnar eru sem fyrr segir annar liður tvíþætts verkefnis, en fyrir hinum þættinum fer Magnús Jóhannsson fiskifræðingur í útstöð Veiðimálastofnunar á Selfossi. Þar er lögð áhersla á að safna miklu magni gagna um sjóbirtingsstofn Grenlækjar með hefðbundnum að- ferðum. Lögð er áhersla á þætti eins og vöxt fiska, aldurssamsetningu stofnsins, dánartölu, veiðiálag og sveiflur í stofnstærð. „Það er mjög mikilvægt að rann- sóknir þessar skuli reknar samhliða því á þann hátt stóreykst notagildi beggja verkefna og þekking á lífs- háttum og lífsferli sjóbirtings mun og hefur þegar stóraukist. Það er einmitt forsendan fyrir því að mark- mið beggja verkefna verði tryggt, að ná hámarksnýtingu fiskistofnsins samhliða fullum viðgangi hans“. Hvers vegna Grenlækur? „Grenlækur er aflasælust áa í sýslunni og reyndar aflahæsta urr- iðaveiðiá landsins 1994, en saman- tekt á aflatölum á landsvísu fyrir 1995 liggja ekki fyrir. Undangengin tvö ár hefur árlega verið landað á íjórða þúsund urriðum auk bleikju- aflans. Auk þess að skarta stærsta sjóbirtingsstofni landsins, er Gren- lækur ekki síður þekktur fyrir stór- vaxinn sjóbirting, en þar veiðast allt upp í 12-14 punda fiskar. Þetta til samans gerir Grenlæk að einhverri merkilegustu sjóbirtingsá veraldar og víst er að náttúrufegurðin eykur enn á vægi þess titils." Góðar heimtur Jóhannes er spurður út í fram- kvæmdina sjálfa og heldur áfram: „Vorið 1995 voru 44 sjóbirtingar mælimerktir í Fitjarflóðum Gren- læks, þeir lengdar- og þyngdar- mældir auk þess sem hreistursýni voru tekin til aldursgreiningar. Við veiðar og merkingar naut Veiðimála- stofnun dyggrar aðstoðar heima- manna og félaga í stangaveiðifélag- inu Ármönnum. Merktu birtingarnir voru á bilinu 36 til 66 sentimetrar, bæði fiskar sem höfðu hrygnt um veturinn og geldfiskar. Þeir voru allir að hefja sitt 6.-8. aldursár, en höfðu verið í læknum 3-5 ár áður en þeir gengu fyrst til sjávar og voru að fara í annað til fjórða sinn til sjávar. Endurheimtur á mælimerkjum voru góðar, í heild 50%. 14 fískar veiddust í vorveiði og var átta þeirra sleppt aftur til þéss að þeir gætu gengið til sjávar. Af þeim 38 fiskum sem þá gátu komist til sjávar með mælimerki í sér eða á, veiddust síð- an sjö á stöng í ágúst og september og einn til viðbótar í ádrátt í októ- ber, en það er 21% af sjógengna fisk- inum.“ Og hvers urðuð þið vísari? „Upplýsingarnar sem merkin söfnuðu síðasta sumar eiga sér ekki hliðstæðu í sjóbirtingsrannsóknum og þessi viðbótarvídd sem merkin hafa opnað varðandi gönguhegðun sjóbirtings hefur því strax bætt mjög miklu við það sem þekkt var um þessa fískitegund í sjó og varðandi göngur fiskanna úr og í sjó. Út frá þeim er hægt að skoða þessa þætti bæði í ferskvatni og í sjó og spann- aði lengsti ferillinn 4 mánuði. Niðurstöðurnar sýna, að í fersk- vatni heldur sjóbirtingurinn sig dýpra á daginn en að nóttunni og er það einkum áberandi hjá sjóbirt- ingum í kjölfar sjógöngu, sem komn- ir voru á efri veiðisvæðin þar sem meira er um hyiji. Gögn yfir vatns- hita ferskvatnsins sýna hve mikinn mun í hita fiskurinn getur verið að upplifa á tímabilinu í heild og innan sólarhringsins, en mesti munur á nóttu og degi gat numið hátt í 9 gráður á selsíus. I > t I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.