Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 43 FÓLK í FRÉTTUM Þorrablót Seltirninga NOKKUR hundruð manns skemmtu sér konunglega á þorra- blóti sem haldið var í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi síðastliðið laugar- dagskvöld. I gegnum árin hafa hin ýmsu félagasamtök í bænum haldið hvert sitt blót, en aðsókn mun hafa verið farin að minnka og í fyrra var brugðið á það ráð, undir for- ystu Brynjars veitingamanns í Veislunni, að gera tilraun til að halda eitt þorrablót sem félögin komu öll að. Gafst það svo vel að eins var staðið að málum nú. Hátt í sex hundruð manns munu hafa verið á blótinu að þessu sinni og nálægt hundrað á biðlista, en fengu ekki miða. Undir borðum talaði Katrín Pálsdóttir fréttamaður fyrir minni karla og Jón Hákon Magnússon framkvæmdastjóri fyrir minni kvenna. Hljómsveitin Papar lék svo fyrir dansi fram á rauða nótt. Morgunblaðið/Halldór PÉTUR Arnason, Helga ísaksdóttir og Guðný Einarsdóttir glöð í bragði eftir að hafa gætt sér á þorramatnum í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. ÁRNI Geir Sigurðsson, Soffía Arnarsdóttir og Unnur Steinsson skemmtu sér vel á þorrablóti Seltirninga. Johnson einn á ferð ►DON Johnson, hetjan góða úr þáttunum „Miami Vice“, á erfitt með að leyna frægð sinni á al- mannafæri. Jafnvel dökk sólgler- augu halda ljósmyndurunum ekki frá, en þessi mynd var tekin í sólinni í Kaliforníu fyrir skemmstu. Nú orðið er sjaldgæft að sjá Don án kærustunnar, Alex- öndru Kabi, en þau hittust á kvik- myndahátiðinni í Cannes síðast- liðið sumar. Kappklædd Welch ►RAQUEL Welch, leik- konan góð- kunna, var kappklædd í kuldanum í New York þeg- ar þessi mynd var tekin af henni fyrir skömmu. Þar er hún að vinna að kvik- myndinni „Central Park West“, en stutt er síðan sýningar á leikritinu „The Millionairess" hættu, þar sem hún var í aðalhlutverki. FOLK ( venjulegu rúmi er fjöldi gorma tengdur saman og mynda gegnheila heild. Aðeins Marshall rúmin eru með sjálfstæða gorma, þar sem hver stakur gormur aðlagar sig líkamanum og veitir hámarksstuðning og hvíld. Þessi frábæra hönnun, góður frágangur og fínasta damask áklæði veita Marshall rúmum sérstöu á markaðinum. Hæð rúmanna er gerð fyrir þínar þarfir. Fáanleg mjúk og millistíf. Marshallrúm handunnin frá 1899. Hágæða lúxusrúm á 25-30% kynningarverði. Verð frá kr. 59.000 Queen stærð, 153x203 cm. Bæklingur um svefn og val á rúmum liggur frammi í versluninni. 10% afsláttur af öllum fataskápum í janúar. Fataskápar """“Of 1% Mikið úrval - Þýsk glæsileg vara. U l | /U afsláttup Nýborgr# Ármúla 23, sími 568 6911. Opið kl. 14-17 sunnudag Ekki missa af tækifærinu, nú þegar eru 3 ferðir uppseldar Costa del Sol slær í gegn frá kr. 29.960 i sumar Viðtökurnar hafa verið hreint ótrúlegar við ferðum okkar til Costa del Sol í sumar. 300 kynningarsætin okkar seldust upp og nú bjóðum við 100 sæti til viðbótar á þessum hreint ótrúlegu kjörum. Costa del Sol var kosin af Evrópuráðinu hreinasta strönd Evrópu síðasta sumar og hér eru frábærir gististaðir í boði. Bókaðu strax til að tryggja bér besta verðið og sæti á meðan enn er laust. Verð kr. 29*960 Flug fram og til baka með sköttum. Verð kr. 39.532 Verð pr. mann m.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, 20. júní, 2 vikur, La Nogalera, með 10.000 kr. afslætti. Verð kr. 39.860 2 í íbúð í viku, 20. júní, La Nogalera, með 10.000 kr. afslætti. Innilalið í verði: Flug, gisting, íslensk fararstjórn, ferðir til og frá flugvelli etiendis, skattar. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð. Si'mi 562 4600. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.