Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens 115 J Mó /íð Fæ/?a þeiAf =\PöPPtZOeH PU4A FEPÞtNA V.L ENNt? Ljóska yfUpfrccwcLffajtL <mx> OJftá' S' QftL I V /6 CMirmÝdcrf Elsku amma, hvernig Mamma og pabbi hafa það Voff Og hundurinn minn iíður þér? gott, og ég og systir mín höf- hefur það ágætt. um það gott. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang:lauga@mbl.is Nútíma þrælahald Stutt martröð Frá Jóhannesi Þór Guðbjartssyni: ÁÐUR fyrr, þegar þrælahald var við lýði, byggðist það á því að ákveðinn aðili átti einstaklinginn og jafnvel alla fjölskyldu hans. Nútíma þrælahald byggist upp á því það eru lánastofnanir og bank- ar sem eiga einstaklinga og fjöl- skyldur þeirra. Þessa niðurstöðu fæ ég með þeirri einföldu aðferð að bera saman að- stöðu þessa fólks. Ef þræll ætlaði að stofna fjölskyldu og fá húsnæði þurfti hann leyfi húsbónda síns. Ef einstaklingur í dag ætlar að stofna fjölskyldu og fá húsnæði, þarf hann að fá leyfi frá einhverri stofnun (ríki og lánastofnun) til þess. Ef þræll ætlaði að skipta um dvalarstað, gat hann ekki gert það nema með leyfi eiganda síns. Ef skuldari ætlar að skipta um dvalar- stað getur hann það ekki nema með leyfi lánardrottins síns. Svona má lengi telja og ber það allt að sama brunni, það er að segja að einstaklingur sem vill koma þaki yfir sig og fjölskyldu sína, er lítið betur settur en þræll fyrri tíma. Ástæðan fyrir þessu er einföld;, vextir. Sá maður sem lætur glepjast af einhverri lánastofnun og tekur lán til húsnæðis eða annarra kaupa er orðinn fastur í neti sem hann á erfitt með að losna úr. Hann þarf að miða allar sínar gerðir við það að geta greitt af láninu og eru það aðallega vextir sem hann greiðir, því lánastofnunin er svo klók að setja kerfið þannig upp að það er næstum vonlaust að greiða lánið upp. Þá komum við að spurningunni hver á þessar lánastofnanir! Þar til fyrir nokkrum árum voru þessar stofnanir aðallega í eigu ríkisins, fyrir utan nokkrar minni einingar, svo sem sparisjóða og nokkurra minni banka. Nýlega komu upp hugmyndir um að selja ríkisbankana og skilst manni að þeir fái sem mest geta borgað. Ef við lítum svo á að við sem íbúar þessa lands eigum ríkisbank- ana getum við ályktað frá því sem fyrr er sagt, að við séum eigin þræl- ar. En ef stjórnendur þessa lands ætla að selja þessa banka og um leið selja okkur (skuldarana) með, þá segjum við stopp, hingað og ekki lengra. Það er ekkert annað en sjálfs- bjargarviðleitni að reyna að hafa áhrif á að bankarnir séu áfram í okkar eigu. Hvað var eina ráð þræls sem var seldur til eiganda sem hann líkaði ekki við eða var hrædd- ur við? Hann strauk. Er það ekki það sem við erum að horfa uppá núna? Heilu fjölskyldurnar flytja til annarra landa í von um betra líf. Er ekki betra að vakna núna og beija í borðið og reyna að hafa áhrif á þessi mál áður en við vökn- um upp við það að allt íslenska bankakerfið er komið í eigu fárra eigenda? Þar með geta þeir gert það sem þeim sýnist og þurfa ekki að taka tillit til neins nema eigin hags og þess að mjólka sem mest- an gróða úr bankanum án tillits til hagsmuna skuldara, það er að segja okkar. Svo er það líka spurningin: Hvaðan kemur fjármagnið til að kaupa bankana? Kemur það kannski frá atvinnurekendum? Ef svo er erum við nokkuð betur sett en þegar Danir réðu hér ríkjum og skömmtuðu okkur mjöl úr kreppt- um_ hnefa? Ég bara spyr. JÓHANNESÞÓR GUÐBJARTSSON, Hraunbæ 104, Reykjavík. Starf fyrir syrgjendur í Seltj arnarneskirkj u Frá sr. Solveigu Láru Guðmunds- dóttur: í ÁRSBYRJUN 1991 hófst á vegum Seltjarnameskirkju starf fyrir syrgjendur. Starfið er í þvi fólgið að ár hvert í byijun febrúar er boð- ið til opins umræðufundar um sorg og trú. I framhaldi af fundinum gefst fólki tækifæri til að skrá sig í umræðuhóp, sem takmarkast af 10 manns og stendur starfið yfir í 10 vikur. Stuðst er við bók sr. Karls Sigurbjörnssonar „Til þín, sem átt um sárt að binda“, en í henni eru tíu kaflar, sem lagðir eru til gmnd- vallar umræðunum í hópnum, sem þó einkennast af persónulegri reynslu þeirra, sem í hópnum eru. Nú Jiafa fimm hópar verið starf- ræktir, en sjötti hópurinn fer nú af stað. Því er boðað til opins fund- ar um sorg og trú í Seltjarnarnes- kirkju þriðjudaginn 6. febrúar kl. 20.30. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörns- son sjúkrahúsprestur á Landakots- spítala ræðir þar um sorg og sorgar- viðbrögð. Á eftir verður rætt um efnið auk þess sem kona úr sorgar- hópnum frá í fyrra segir frá reynslu sinni af starfinu. Að fundinum lokn- um tekur sóknarpresturinn sr. Sol- veig Lára Guðmundsdóttir á móti þeim, sem hyggjast skrá sig í hóp- inn, sem verður á þriðjudagskvöld- um í vetur og hefst þann 13. febr- úar. Seltjarnarneskirkja vill mæta þeim stóra hópi fólks, sem um sárt á að binda, með þessu starfi, sem er markvisst uppbyggingarstarf til að lifa við þann missi, sem syrgjend- ur hafa orðið fyrir í lífinu. SOLVEIG LÁRA GUÐMUNDSDÓTTIR, prestur í Seltjamameskirkju. AUt efni sem birtist 1 Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþyk(cja þotta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.