Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 4. FEBRUAR 1996
I DAG
BRIPS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
AUSTUR missir af tæki-
færi varnarinnar í þriðja
slag, en vestur heldur sagn-
hafa við efnið með snjöllum
mótleik síðar. Austur gefur;
enginn á hættu.
Norður
4 D6
¥ 743
♦ Á107
4 96543
Suður
¥ ÁKDGIO
♦ G82
4 ÁKIO
Vestur Norður Austur Suður
- - 1 spaði Dobl
Pass 2 lauf 2 spaðar 3 hjörtu
Pass 4 hjörtu Allir pass
Útspil; Spaðatvistur (þriðja
hæsta).
Austur tekur tvo slagi á
ÁK í spaða og skiptir síðan
yfír í laufgosa. Suður tekur
slaginn fegins hendi með ás
og spilar trompi þrisvar. Það
kemur í ljós að austur á tvö
hjörtu, en vestur þrjú. Nú
hyggst sagnhafí fríspila tvö
lauf til að sjá fyrir tíglunum
heima — tekur ásinn (austur
hendir spaða), og spilar
tíunni. En vestur finnur þá
snjöllu vöm að dúkka lauf-
tíuna! Sem þýðir að sagn-
hafi verður að spila tíglin-
um. Hann má gefa einn
slag, en ekki tvo. Hvemig
er best að fara í litinn?
Austur er upptalinn.
Hann á sexlit í spaða, tvö
hjörtu, eitt lauf og þar með
ijórlit í tígli. Og vestur er
þá með þrjá tígla. Þar með
kemur tvennt til greina: 1)
Spila litlum tígli á sjöu
blinds í þeirri von að vestur
sé með D9x eða K9x. 2)
Spila tígli á tíuna, en þá
verður austur að vera með
níuna (K9xx eða D9xx). í
síðara tilfellinu vinnst spilið
með kastþröng í vestur í
láglitunum. Austur getur
ekki spilað tígli um hæl
vegna níunnar, og spilar því
spaða. Sagnhafi trompar,
tekur síðasta trompið og
neyðir vestur tii að fara
niður á blankan tígulhónór.
Vestur Norður 4 D6 ¥ 743 ♦ Á107 4 96543 Austur
4 942 4 ÁKG1075
¥ 986 llllll y 52
♦ D43 111111 ♦ K965
4 D872 4 G
Suður 4 83 ¥ ÁKDGIO ♦ G82 4 ÁKIO
Vandamál sagnhafa er
að staðsetja tígulníuna.
Samkvæmt líkindafræðinni
er austur líklegri til að vera
með hana, því hann á fjóra
tígla, en vestur aðeins þrjá.
Leið tvö er því betri.
Arnað heilla
STJÖRNUSPA
Ijósm. Nýmynd Keflavík
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 15. júlí sl. í Innri-
Njarðvíkurkirkju af sr.
Baldri Rafni Sigurðssyni
Margrét Linda Asgríms-
dóttir og Rúnar Ágúst
Jónsson. Heimili þeirra er
í Hátúni 34, Keflavík.
Ljósm. Nýmynd Keflavík
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 29. júlí sl. í Ytri-
Njarðvíkurkirkju af sr.
Baldri Rafni Sigurðssyni
Helga Kristín Friðriks-
dóttir og Ástþór Ingason.
Heimili þeirra er á Gónhól
23, Njarðvík.
Ljósm. Nýmynd Keflavík
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 29. júlí sl. af sr. Sig-
fúsi Ingvasyni Hrafnhildur
Árnadóttir og Hafliði
Kristjánsson. Heimili
þeirra er í Columbia, South
Carolina, USA.
Ljósmyndast. Sigríðar Bachmann.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 25. nóvember sl. í
Fríkirkjunni í Hafnarfirði
af séra Einari Eyjólfssyni
Ágústa Hilmarsdóttir og
Valur Helgason. Heimili
þeirra er í Köldukinn 17,
Hafnarfirði.
HÖGNIHREKKVISI
ORÐABOKIN
Að brjóta odd af oflæti sínu
Satt bezt að segja hefur
mér aldrei dottið annað
í hug en flestir kannist
við þetta orðtak og
merkingu þess. Halldór
Halldórsson, fyrrv. pró-
fessor, segir svo í ís-
lenzku orðtakasafni,
354. bls.: „Brjóta odd af
oflæti sínu „lítillækka
sig“. Orðtakið er kunn-
ugt úr fornmáli: llla hef-
ir Guðrún, dóttir mín,
brotit odd af oflæti sínu
ok legit hjá þér. ÍF XII,
154. Líkingin er dregin
af því, er vopn (bitjárn)
er gert ónýtt með því að
brjóta af því oddinn."
Að sjálfsögðu eru dæmi
um orðtak þetta í söfnum
OH og í ofangreindri
merkingu. Vel má hins
vegar vera, að hin upp-
runalega merking þess
sé ekki lengur öllum ljós.
Til þess virðist benda
auglýsing, sem birtist nú
fyrir jólin og bar fyrir
sjónir mínar ekki alls
fyrir löngu. Kom hún í
litlu auglýsingablaði,
sem kemur út á Norður-
landi. Ef taka á auglýs-
inguna alvarlega, verður
ekki annað séð en orð-
takið sé svo rækilega
misskilið, að full ástæða
er til að minnast á það [
í þessum pistli og benda I
á frummerkingu þess, ef
hún farið er að fyrnast
yfir hana hjá einhveijum.
I auglýsingunni segir m.
a. þetta: „Einnig er ég I
að bijóta odd af örlæti)
mínu og er farinn að
kynna nýju línuna fyrir
’96 vor....“ Trúlega hafa
viðskiptavinir skilið, við
hvað var átt, en samt ber
að vara við að fara svo
frjálslega með gamalt |
orðtak. - J.A.J.
ÍUV'-G____________________
,Eg get gert f>ad Qn þess> á&þö hveý/r/ný!"
S
VATNSBERI
Afmælisbarn dagsins:
Þú hefurgóða listræna
hæfileika ogkemur
vel fyrir þig orði.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Breytingar, sem þú hefur í
huga varðandi vinnuna, eru
mjög til bóta. Þú ert á réttri
leið. Vinafundur bíður þín í
kvöld.
Naut
(20. apríl - 20. maí) Iffö
Láttu ekki náskyldan ætt-
ingja flækja þig inn í per-
sónuleg vandamál sín. Þú
hefur nóg á þinni könnu og
ættir að hugsa um eigin hag.
Tvíburar
(21.maí-20.júní) 5»
Þér berast loks fréttir af fjar-
stöddum vini, sem þú hefur
ekki heyrt frá iengi. í kvöld
sækir þú mannfagnað með
ástvini.
Krabbi
(21.júní - 22. júlf)
Einhugur ríkir hjá fjölskyld-
unni, og þér gengur vel að
koma skoðunum þínum á
framfæri. Stutt helgarferð
gæti verið á dagskrá.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú þarft að vanda þig við
lausn á heimaverkefni áður
en þú nærð tilætluðum ár-
angri. Þér verður boðið í sam-
kvæmi í kvöld.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) M
Reyndu að gefa þér nægan
tíma í dag til að hugsa um
fjölskylduna. Svo átt þú góð-
ar stundir með ástvini þegar
kvöldar.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Þótt þú hafir ákveðnar skoð-
anir ættir þú að varast óhóf-
lega stjómsemi. Reyndu að
hlusta á það sem aðrir hafa
að segja.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Fjölskyldan vinnur vel saman
í dag og kemur miklu í verk.
Hugsaðu þig vel um áður en
þú tekur tilboði um vafasöm
viðskipti.
Bogmaöur
(22. nóv. - 21. desember)
Taktu enga endanlega
ákvörðun varðandi breyting-
ar í vinnunni. Ræddu málið
fyrst við þína nánustu.
Hvíldu þig í kvöld.
Steingeit
(22. des. - 19.janúar)
Þú áttar þig fljótt á náunga,
sem reynir að blekkja þig í
dag, og lætur ekki hafa þig
að fífli. Sinntu fjölskyldunni
í kvöld.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) dk
Hæfiæleikar þínir og skyn-
semi auðvelda þér lausn á
viðkvæmu vandamáli innan
fjölskyldunnar, sem stendur
einhuga saman.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Þú hittir einhvern, sem þú
hefur ekki séð lengi, og sam-
an takið þið mikilvæga
ákvörðun. Mikið verður um
að vera þegar kvöldar.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
vísindalegra staðreynda.
ÚTLEIGA MEÐ Q C3 ÁN
VEITINGA
HRINGDU 0(3 FÁS U
NÁNARI UPPLÝSINGAR
O (3 VIÐ EEFU M
ÞÉR tilbdð
PLÝSINGAR í SÍMA
568 52,06
FAX: 555 4 5 B 4
VEISLUSALUIL
FÓSTBRÆÐRA
FÓSTBRÆÐRAHEIMIUNU, LANGHDLTSVEGI 109-1 1 1
NÁMSKEIÐ FYRIR BYRJENDUR í MlKAELSFrÆÐUM
VILTU ÞEKKJA SJALFAN ÞIG ?
Á þessu fróðlega og skemmtilega sjö vikna námskeiði
ninar margvísli
skoða þátttakendur ninar margvíslegú persónugerðir sem
eru ÉG og ÞÚ og samferðafólk okkar. Þeir læra að
persónuleikinn er settur saman úr mörgum hlutum eins
og púsluspil og æfast í að þekkja hinn fjölbreytilega
byggingarstíl mannsins. Enginn nefur efni á því að vita
ekki hvernig personuleiki hans sjálfs er samsettur. Og
ekki er síður mikilvægt að þekkja byggingarstíl maka síns,
bama og annarra náinna samstarfsmanna.
Mikael fræðslan er einföld og hagnýt þekking fyrir fólk
sem vill ná auknum þroska og víðsýni og öolast meira
umburðalyndi í sínu daglega nfi. Einnig svarar Mikael
fræðslan mörgum áleitnum spurningum um lífið og
tilgang þess.
Kennt verður á þriðjudagskvöldum kl. 20:00 í kjallara Carpe Diem
að Rauðarárstíg 18, Reykjavík.
Námskeiðið byrjar 6. febrúar og því lýkur 19. mars.
Leiðbeinandi verður SIGRUN BOUIUS.
Nánari upplýsingar og skráning er hjá:
KLASSÍKehf. • Stmi:5881710 • Bréfsími:5881730 •Netfang: sigrun@h>.is
Framtalsaðstoð
- skatttrygging
Get bætt við einstaklingum með og án reksturs.
Innifalin í gjaldtöku er svonefnd skatttrygging,
en hún felst í því að framteljandi hefur með einu
gjaldi í upphafi greitt fyrir:
1. Framtalsaðstoð.
2. Skattútreikning.
3. Svör við hvers konar fyrirspurnum
frá skattyfirvöldum
4. Kærur til skattstjóra og æðri yfirvalda.
5. Munnlegar upplýsingar um skattamál
viðkomandi allt áriö 1996
Upplýsingar, tímapantanir og frestbeiðnir veittar á
skrifstofu minni kl. 09.00-17.00 alla virka daga.
Notaðu tækifærið og tryggðu þér áratugareynslu
undirritaðs meðan færi gefst. Sanngjarnt. verð.
Skattaþ j ónustan sf.
Bergur Guðnason hdl. - Lögskipti,
Suðurlandsbraut 52, 108 Reykjavík,
sími 568 2828 - fax 568 2808.