Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Námskeið um ævi, störf og list Bachs ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla íslands hefur nokkur und- anfarin ár efnt til námskeiða fyrir almenning um tónlistarefni. Hinn 12. febrúar hefst nýtt námskeið, sem nefnist Hátindar barokksins og meistari meistaranna, Johann Sebastian Bach, og er haldið í safn- aðarsal Hallgrímskirkju í samvinnu við Listvinafélag kirkjunnar. Leið- beinandi verður eins og þrjú undan- farin ár Ingólfur Guðbrandsson, söngstjóri og forstjóri, en hann er einna fróðastur íslendinga um ævi og list Bachs, og stjórnaði stórverk- um hans fyrir kóra og hljómsveit með Pólýfónkórnum um langt skeið, m.a. H-moll messu Bachs á 300 ára afmæli tónskáldsins 21. mars árið 1985, með hátíðartónleikum á veg- um Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói. Á árunum milli 1951- 1960 stundaði Ingólfur tónlist- arnám í Bretlandi, Þýskalandi og á Italíu og fór síðar margar tónleika- ferðir um Evrópu með Pólýfónkór- inn, hljómsveit og einsöngvara. Jafnhliða því að lýsa ævi Bachs og aðstæðum, sem höfðu afgerandi áhrif á tónsköpun hans, verða tón- dæmi flutt af hljómplötum/diskum af völdum verkum hans, veraldleg- um og kirkjulegum, sömdum af margs konar tilefni, flutt af úrvals einleikurum, hljómsveitum, ein- söngvurum og kórum. Má þar til nefna kafla úr sónötum fyrir ein- leiksfiðlu, selló, sembal, hljómsveit- arsvítur, þætti úr Brandenburgar- konsertunum sex, auk sýnishorna úr mótettum, kantötum, passíum, Magnificat og Messu í H-moll. Vissulega verður þarna fjallað um nokkrar helstu perlur tónlistarinn- ar. Efnið er aðgengilegt almenn- ingi, en ætti einnig að geta nýst tónlistarfólki vel. Þátttakendum gefst einnig kostur á ódýrri menn- ingarferð, pílagrímsför um slóðir Bachs, hina klassísku leið til Weim- ar, Leipzig, Dresden og Berlínar í lok maí um hvítasunnu undir leið- sögn Ingólfs Guðbrandssonar. Námskeiðið verður haldið í safn- aðarsal Hallgrímskirkju, suður- álmu, á mánudagskvöldum kl. 20.15-22.15 frá 12. febrúartil loka apríl. SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 17 för&anarmeistarinn Micheí Cofas og sngrtifræ&ingcirinn Hefga Sigarhjörnscfóttir kgnna oor- og samar/itina Pacific line á efirtöídam stöbam: Mánud. S.febrúar.: Snyríivöruverslunin Oculus, Austurstrœti 3, frá kl. 11.00-18.00 Þriðjud. ó.febrúar.: Keflavíkurapótek, Keflavik, frá kl. 11.00-18.00. Miðvikud. 7. Jeb.: Snyrtistofan Guerlain, Óðinsgötu 1, frá kl. 11.00-18.00. Fimmtud. 8. febrúar.: Snyrtivöruverslunin Sandra, Reylgavíkurvegi 50, Hafnarfirði, frákl. 11.00-18.00. Föstud. 9.febrúar.: Snýrtivöruverslunin Clara, Kringlunni 8-12, | frákl. 11.00-18.00. Laugard. 10. febrúar.: Snyrtivöruverslunin Ciara, Kringlunni 8-12, frá kl. 11.00-16.00. Guerlain paris fiantib fíma Sumardagurinn fyrsti er 5. apríl hjá SAS! Sumaráætlun SAS milli íslands og Kaupmannahafnar hefst 5. apríl næstkomandi. í Kaupmannahöfn gefst farþegum kostur á tengiflugi samdægurs um allan heim en einnig er tilvalið að dvelja í Kaupmannahöfn áður en lengra er haldið. Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína eða söluskrifstofu SAS. M/S4S SAS á íslandi - valfrelsi í flugi! Laugavegl 172 Sími 562 2211 YDDA F42.94 / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.