Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
M
FRÉTTIR
Umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkur
Oskert framlag
tíl listaháskóla
ekki sjálfsagt
ÞRÍHLIÐA viðræður standa nú
milli borgaryfirvalda, menntamála-
ráðuneytisins og Félags um rekstur
listaháskóla. Þetta kom fram í ræðu
borgarstjóra við síðari umræðu fjár-
hagsáætlunar fyrir árið 1996 sl.
fímmtudagskvöld. Fyrir um það bil
ári samþykkti Alþingi lög um list-
menntun á háskólastigi.
Borgarstjóri sagði það í sjálfu sér
góðra gjalda vert, „en hitt er verra
að fyrrverandi og núverandi
menntamálaráðherra virðast hafa
gengið út frá því sem vísu að þeir
fjármunir, sem nú fara úr borgar-
sjóði til reksturs Tónlistarskólans í
Reykjavík og Myndlista- og hand-
íðaskólans, myndu renna óskertir
til hins nýja listaháskóla," sagði
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri.
Hún sagði málið engan veginn
svo einfalt. Svo virtist sem lítill
gaumur hefði verið gefínn að eðli-
legri verkaskiptingu ríkis og sveit-
arfélaga. í lögunum sjálfum og
greinargerðinni, sem fylgdi frum-
varpinu, væri einnig mörgum
spurningum ósvarað. Nægði í því
sambandi að nefna hvemig draga
ætti mörkin milli tónlistamáms á
háskólastigi og tónlistamáms undir
því stigi og raunar einnig hliðstæð
mörk í myndlistamámi.
Minnihluti á svipuðum nótum
í rammaáætlun sjálfstæðis-
manna í borgarstjóm kveður við
svipaðan tón. Þar segir að við at-
hugun á rekstrarframlögum borg-
arinnar til tónlistarskóla hafí komið
í ljós að 25% nemenda em búsettir
utan Reykjavíkur eða em ekki á
gmnnskólaaldri. „Rammaáætlun
sjálfstæðismanna gerir ráð fyrir
breyttum framlögum Reykjavíkur-
borgar [til tónlistarskóla], sem fyrst
og fremst taka mið af framlögum
til gmnnskólabarna, búsettra í
Reykjavík, en skapar einnig svig-
rúm til stuðnings við ungt fólk á
framhaldsskólastigi, þótt það sé
ekki í sama mæli og verið hefur,“'
segir í rammaáætluninni.
Fylgstu meb í
Kaupmannahöfn
Morgunblabib
fæst á Kastrupflugvelli
og Rábhústorginu
2R0r0imhlabib
2R0r0imhlabib
-kjarai málsins!
_________________________________SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996
Greiðslur fyrir læknisþjónustu og heilsugæslu
frá 1. febrúar 1996
Heimilisiæknir og heilsugæslustöð: Koma á læknastofu á dagvinnutíma Almennt gjald: kr. 700 Lífeyrisþegar: kr. 300 *
Koma á læknastofu utan dagvinnutíma kr. 1.100 kr. 500 *
Vitjun læknis á dagvinnutíma kr. 1.100 kr. 400
Vitjun læknis utan dagvinnutíma kr. 1.600 kr. 600
Rannsóknir og greiningar: Krabbameinsleit kr. 1.500 kr. 500
Koma til röntgengreiningar eða rannsókna með beiðni kr. 1.000 kr. 300
Sérfræðingar og sjúkrahús:
Koma til samningsbundins sérfræðings, kr. 1.400 + 40% kr. 500 + 13.3%
á göngudeild, slysadeild eða af umfram- af umfram-
bráðamóttöku sjúkrahúss kostnaði kostnaði
*Börn og unglingar undir 16 ára (í öðrum tilvikum greiða þau almennt gjald).
ATHUGIÐ!
Þeir sem hafa verið atvinnulausir lengur en sex mánuði greiða eftir gjaldskrá
fyrir lífeyrisþega. Sýna þarf staðfestingu frá Atvinnuleysistryggingasjóði.
Ellilífeyrisþegar yngri en 70 ára greiða almennt gjald, nema þeir hafi verið
örorkulífeyrisþegar fram til 67 ára aldurs eða hafi óskertan ellilífeyri. Sýna þarf
skírteini sem send verða frá Tryggingastofnun í febrúar.
TRYGGINGASTOFNUNJE&RÍKISINS
HIRTU TENNURNAR VEL
— en gleymdu ekki undirstödunni!
■A'
af próteini, fosfóri, ýmsum B-vítamínum og gefur zink, magníum og fleiri efni sem eru líkamanum nauðsynleg. £§2 íslenskur mjólkuriðnaður
t