Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 31 Engar formlegar viðræður milli Flug- leiða og SL um sólarlandaferðir „Málamynda- beiðni fékk málamyndasvaru PÉTUR J. Eiríksson framkvæmda- stjóri markaðssviðs Flugleiða segir að ekki hafi farið fram formlega viðræður á milli félagsins og Sam- vinnuferða-Landsýnar um sólar- landaflug. „Framkvæmdastjóri SL sendi okkur málamyndabeiðni um leiguflug og fékk við henni mála- myndasvar," segir hann og vísar því á bug að sambandsleysi ríki innan Flugleiða, eins og fram- kvæmdastjóri SL gaf í skyn í Morg- unblaðinu á fimmtudag. Pétur segir að undanfarin ár hafí SL sent samsvarandi beiðnir til Flug- leiða og hafí forsvarsmenn félagsins lært í gegnum tíðina að lítil alvara sé að baki þeim að jafnaði, enda hafí þær aldrei leitt til umræðna. Neikvæð skírskotun óþörf „Seinast sendi framkvæmda- stjóri SL beiðni um flugvélar með ------»-♦ ♦------- ■ PIZZA 67 Keflavík verður tveggja ára þriðjudaginn 6. febrúar nk. Af því tilefni verður efnt til af- mælisveislu dagana 4., 5. og 6. febr- úar þar sem mikið veður um að vera. M.a. verður happdrætti með vinning- um af ýmsu tagi s.s ávaxtakörfur, ljósakort, myndbönd, pizzuvinningar og aðalvinningurinn er utanlands- ferð fyrir tvo með Flugleiðum. Einn- ig verður sérstakur litaleikur fyrir börnin. Ollum viðskiptavinum verður boðinn 20% afsláttur af pizzum og gildir afslátturinn bæði í veitingasal og í heimsendingu. Lína Langsokkur kemur á staðinn sunnudaginn 4. febrúar milli kl. 15 og 16 þar sem hún mun snara fram 32“ pizzu fýrir svanga krakka á aldrinum 4 til 10 ára sem koma með litaspjöldin sín í litaleikinn. 6. febrúar fær tíundi hver viðskiptavinur óvæntan glaðn- ing. sætafjölda sem hann veit að er ekki til hjá Flugleiðum. Ég kalla þetta málamyndabeiðnir og við þeim fær hann málamyndasvör. Þá sendir hann beiðni inn á símbréfi og fær svar á símbréfi með upplýs- ingum um verð og báðir aðilar vita að ekki stendur til að efna til við- ræðna,“ segir Pétur. Aðspurður um hversvegna menn ómaki sig með þessum hætti, búi engin alvara að baki, kveðst Pétur telja að ferðaskrifstofan vilji geta sagt í viðræðum við önnur flugfélög að hún hafi leitað til Flugleiða, enda sé góður siður að fá tilboð frá fleiri en einum aðila í hendur. „Framkvæmdastjóri SL gaf til kynna að hann gæti boðið upp á lægri fargjöld vegna þess að hann væri ekki í viðskiptum við Flugleið- ir, og þá varð að benda fólki á að SL er með samsvarandi fargjöld hjá Flugleiðum og þessi neikvæða skír- skotun til okkar því óþörf. Vilji framkvæmdastjórinn túlka það sem slæma meðferð við stóran viðskiptavin okkar, er það út af fyrir sig allt í lagi. Við eigum að hluta til í samkeppni og þá gustar um, og að hluta til í mjög góðu samstarfi og kappkostum að allt gangi vel í því sambandi," segir Pétur. Hann hafnar því að það halli á SL í samanburði við Úrval-Útsýn sem Flugleiðir eiga meirihluta í, og segir að þvert á móti hafi Flugleið- ir leitað eftir meiri viðskiptum við SL. „Fyrirtækið hefur hins vegar séð sér hag í að fara aðrar leiðir. Tengsl okkar við Úrval-Útsýn eru lausriðin og við lítum á fyrirtækið sem hveija aðra ferðaskrifstofu, og SL hefur notið margvíslegra fargjalda sem Úrval-Útsýn hafa ekki,“ segir Pét- ur. FRÉTTIR Dagbók frá Kairó MEÐAN heimilisfólkið bíður eftir að fá mat sinn er sem betur fer alltaf bein útsending frá Jóhannesarborg; þar er keppt um þátttökurétt á Ólymp- íuleikunum. Áhugi á fótbolta er mikill hér eins og um alla heims- byggðina og þeir sem ekki eiga sjónvarp fara í heimsóknir til kunningja eða sitja á kaffihús- um, þar sem má að vísu ekki bera fram neinar góðgerðir. En menn gleyma sér um stund og lifa sig inn í leikinn. Mér skilst að Nígeríumenn hafí verið taldir hvað sigur- stranglegastir eða mundu a.m.k. vera til alls vísir. Svo drógu þeir lið sitt út úr keppn- inni á síðustu stundu. Alls konar skýringar eru gefnar á því hér. Ein er sú að Suður-Afríku- menn hafí ekki getað sannfært þá um að þeir gætu tryggt ör- yggi þeirra almennilega. Hin aðalskýringin, og sú trúlegri að mínu viti, er þó sú gagnrýni sem þeir hafa sætt hvort sem er hér í álfunni eða annars staðar eftir að þeir líflétu kunnan andófs- mann og fleiri andstæðinga stjórnarinnar. Nígeríska stjórn- in er æf yfír þessari gagnrýni og hefur svarað fullum hálsi þessum gagnrýnisröddum. En hvað sem er nú um það: Egyptar segjast eiga besta liðið í allri keppninni og virtust áður en hún byijaði ganga út frá því sem gefnu að þeir mundu fara létt með andstæðingana sem í þeirra riðli eru Kamerúnar, Suð- ur-Afríkumenn og Angólar ef ég man rétt. Þeim tókst að sigra Angóla í fyrsta leiknum - en ekki með almennilegum mun þó og eru þegar farnir að hund- skammast út í þjálfarann. Áfallið mikla varð í leiknum við Kamerún sem vann með sannfærandi mun. Það hafði ekki nokkur maður húmor fyrir því þegar ég talaði af léttúð um þennan leik. Þeir fullyrtu að þetta væri allt þjálfaranum að kenna. Ég horfði á þennan leik Fót- bolti á föst- unni Fótboltakeppni Afr- íkuríkja, sem stendur yfír í Jóhannesarborg þessar vikurnar, er mikil himnasending á föstunni núna, skrifar Jóhanna Kristjóns- dóttir, og styttir jafn- vel henni stundirnar. í sjónvarpinu af því egypskir kunningjar mínir sögðu að þar myndi ég sjá Egypta mala Kam- erúna. Ég sá ekki betur en ástæðan fyrir tapinu væri sú að Egyptar brenndu af, létu veija eða skutu eitthvað allt annað en á markið í mörgum góðum tækifærum. Kamerúnar skutu vissulega sjaldan en þeir voru gleggri að sjá hvernig ætti að skora. En við þessa fótboltakeppni geta menn sem sagt dundað sér fram að kvöldmat nú í föstu- mánuðinum. Ýmsir fá sér auka- bita undir svefninn, vakna klukkan hálfsex um morguninn og borða til að geta fastað til sex um kvöldið. Trúaðir taka þetta hátíðlega og eru mjög stoltir af sínum föstumánuði. Auðvitað skyldi maður ekki gera lítið úr föst- unni og allra síst hjá einlægum múslimum. En óneitanlega hvarflar að mér stundum að reykingabannið yfir daginn sé þeim erfiðast, enda eru arabísk- ir karlmenn miklir reykinga- menn. Um daginn var ég að tala um ýmis hljóð og stafi sem eru ekki á arabísku en aftur yfirdrifð af öðrum. Er ekki úr vegi að geta O-hljóðsins aftur sem er ekki til í málinu. Þar með mætti kannski draga þá ályktun að maður sem heitir Ömar heiti bara MAR og tilviljun réði hvort hann héti Emar, Imar, Umar eða Amar. Eins og til dæmis Omar Shar- if. En Omar er ekki skrifað með 0. Það er skrifað með stafnum æin. Almennt útlit hans er £, . í byijun orðs er hann svona í laginu svipaður í miðju orði. Ef orð endar á æin þá er hann aftur á móti áþekkur upp- runalegri lögun = £, . Þessi stafur er mjög skrítin blanda af æ-e-a og jafnvel vottar 'fyrir veiku o-hljóði. Það er altjent gott að þeir Omar Sharif og nafnar hans eiga sinn staf jafnvel þótt hann heiti ÆIN og alls ekki 0 og mér sé enn fyrirmunað að ná þessu hljóði af nokkru viti. Og ekki geta allir státað af því að nafnið þeirra sé borið kórrétt fram af næstum 1,5 milljörðum manna. Háskóli Islands Endurmenntunarstofnun European Software Process Improvement Training Initiative ESPITI er átak á vegum ES til að bæta hugbúnaðargerð í Evrópu. Námskeiðin eru niðurgreidd af ES. r Utflutningur hugbúnaðar - markaðir, aðferðir og reynsla Námstefna Útflutningur á tölvuvæddum fiskvinnslutækjum og hugbúnaði nemur nú hátt á ann anmilljarð króna á ári. Stærstu útflytjendurnir halda fyrirlestra á námsstefnunni.' Námstefnustjóri er Oddur Benediktsson, Háskóla íslands. Dreifing og sala hugbúnaðar á netinu. Samningar, einkaleyfi, OEM-samningar. Markaðsaðstæður eftir löndum. Gæðastjórnun, uppsetning og rekstur kerfa úr fjarlægð. Þróun hugbúnaðar til útflutnings. Fjármögnun hugbúnaðar til útflutnings. Hugbúnaður og upplýsingasamfélagið. Mismunandi form starfsemi erlendis. (Upplýsingar á Vefsíðu: http://www.rhi.hi.is/-oddur/spi/espiti/export.html.) Friðrik Skúlason; Jóhann P. Malmquist, Softís; Lárus Ásgeirsson, Marel; Snorri Guðmundsson, EJS; Páll Hjaltason, Hugbúnaður; Pétur Blöndal, Fjarmiðlun; Risto Nevalainen, Tieke og Vilhjálmur Þorsteinsson, íslensk forritaþróun. Staður: Norræna skólasetrið á Hvalfjarðarströnd. 8.-9. feb. Rútuferð frá Tæknigarði 8. feb. kl. 8.15 og komið til baka 9. feb. kl. 17.00. 9.800 kr. (ferðir og upphald innifalið). Bætt hugbúnaðargerð byggð á sjálfsúttekt samkvæmt nýjum stöðlum Námskeiðið er byggt á væntanlegum ISO stöðlum sem nú er verið að ljúka við að semja. Þessir staðlar hafa verið nefndir SPICE (Software Process Improvement and Capability Etermination) staðlamir. Þeir eru samdir í þeim tilgangi að smá hugbúnaðarfyrirtæki, eigi síður en stór, geti nýtt þá til að bæta aðferðir í hugbúnaðargerð til þess að framleiða betri hugbúnað með lægri tilkostnaði. (Upplýsingar á Vefsíðu: http://www.rhi.hi.is/-oddur/spi/espiti/spisprog.html). Risto Nevalainon, Lic. Tech., forstjóri Information Technology Development Center, Helsinki, og Oddur Benediktsson, prófessor Háskóla íslands. 12.-13. feb. kl. 8.15-16.00. 9.000 kr. Skráning og nánari upplýsingar í síma 525 4923. Fax: 525 4080. Tölvuóstur: endurm@rhi.hi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.