Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ VALUR iónatansson Valur hlaut viðurkenn- ingu SKÍ SKÍÐASAMBAND íslands hefur ákveðið að veita árlega einum iþróttíifréttamanni viðurkenningu fyrir góða umfjöllun um skíða- íþróttina. A föstudagskvöldið var kunngjört um val sambandsins fyrir keppnistímabilið 1994-95 og varð Valur Jónatansson íþróttaf- réttamaður á Morgunblaðinu, fyrstur til að hljóta þessa viður- kenningu SKI. Að sögn Benedikts Geirssonar, formanns Skíðasam- bandsins, er viðurkenning þessi hugsuð til að hvetja fjölmiðla til að fjalla meira og betur um skíða- íþróttina en gert hefur verið. SÓKNAR- NÝTING váP Lottó-keppnin i Noregi (SLAND V I RÚMENÍA Mðrk Séknir % L Mörk Sóknir % 8 24 33 F.h 11 24 45 16 24 66 S.h 12 24 50 24 48 50 AÍIs 23 48 48 7 Langskot 12 8 Gegnumbrot 1 3 Hraðaupphlaup 5 5 Hom 0 0 Lfna 3 1 VKi 2 •Vegna mistaka vantaði kortið hér að ofan í blaðið í gær með umfjöll- un um leik íslands og Rúmeníu á Lottó keppninni í handknattleik. ÍÞRÓTTIR KORFUKNATTLEIKUR / NBA Pippen stal senunni í leiknum sem beðið hafði verið með eftirvæntingu Fékk rými því allt snér- ist um „Magic“ og Jordan BEÐIÐ var með mikilli eftir- væntingu eftir því að stjörnúrn- ar Earvin „Magic“ Johnson og Michael Jordan mættust í leik Los Angeles Lakers og Chicago Bulls í NBA-deildinni ífyrrinótt. Það var hins vegar Scottie Pippen sem stal sen- unni í leiknum; skoraði 30 stig í 18. sigurleik Chicago f röð, 99:84, og Dennis Rodman tók 23 fráköst sem er met hjá hon- um í vetur. etta var í fyrsta sinn sem Jord- an og Johnson mætast í leik síðan í úrslitum NBA-deildarinnar 1991. Johnson sýndi engin tilþrif, gerði aðeins 15 stig í þær 32 mínút- ur sem hann spilaði. Sama má segja um Jordan, sem er stigahæsti leik- maður NBA-deildarinnar — með 30 stig að meðaltali í leik; hann gerði aðeins 17 stig. „Þetta var frábært. Ég vissi að leikurinn myndi snúast mest um Michael og Magic og því fékk ég meira rými,“ sagði Pippen. Chicago hafði mikla yfirburði í leiknum og náði mest 26 stiga forskoti þó svo að liðið léki án Luc Longley og Toni Kukoc. Þess má geta að Vlade Divac gerði aðeins tvö stig í leiknum fyrir Lakers. Chris Mills gerði 23 stig og Danny Ferry 22 fyrir Cleveland í auðveld- um sigri á Phoenix, 107:85. Cleve- land setti niður tíu þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik og jafnaði þar NBA-metið. Charles Barkley og Kevin Johnson gerðu 15 stig hvor fyrir Phoenix. Danny Manning lék fyrsta leik sinn fyrir Phoenix í næst- SKIÐI Seizinger vann KATJA Seizinger frá Þýskalandi sigraði í gærmorgun á heimsbikar- móti í bruni í Val d’Isere í Frakk- landi. Hún fór á 1 mínútu 41,70 sekúndum. Onnur varð Piccabo Street, Bandaríkjunum á 1.42,19 og þriðja Isolde Kostner frá Ítalíu á 1.42,24. um ár eftir meiðsli. Hann gerði 10 stig í þær 26 mínútur sem hann lék. Shaquille O’Neal skoraði 25 stig er Orlando vann Atlanta 108:95 á heimavelli. Liðið hefur ekki tapað 30 leikjum í röð í Orlando, eða síðan 14. mars á síðasta ári. Stacey Augmon var stigahæstur í liði Atl- anta með 21 stig. David Robinson og félagar hans í San Antonio sigruðu Minnesota 101:90. Robinson gerði 21 stig Chuck Person setti niður tvær mik- ilvægar þriggja stiga körfur á síð- ustu þremur mínútunum. Isaiah Rider var með 20 stig fyrir Minne- sota. Karl Malone fór á kostum í liði Utah sem vann LA Clippers 122:113. Hann gerði 27 stig, tók 15 fráköst og átti 10 stoðsending- ar. John Stockton lék einnig vel, gerði 31 stig og átti 11 stoðsending- ar. Terry Dehere var með 31 stig fyrir Clippers, sem hefur tapað fjór- um síðustu leikjum og átta af síð- ustu níu. Washington Bullets vann Port- land 113:97 og var þetta þriðji sigur liðsins í röð. Juwan Howard var stigahæstur með 26 stig og tók átta fráköst. Rod Strickland var með 20 og Clifford Robinson 19 stig fyrir Portland sem tapaði þriðja leiknum í röð. Rik Smits var með 31 stig og Reggie Miller 21 er Indiana vann Boston 116:108. Todd Day gerði 22 stig og Dana Barros 19 fyrir Boston, Golden State vann Toronto 114:111 þar sem Joe Smith gerði 28 stig. Damon Stoudamire var at- kvæðamestur gestanna með 25 stig. NBA-deildin Leikir aðfararnótt laugardags: Indiana - Boston........116:108 Oriando - Atlanta........108:95 Washington - Portland....113:97 Cleveland - Phoenix......107:85 San Antonio - Minnestoa ....101:90 Utah - LA Clippers......122:113 Vancouver - New Jersey....84:93 Golden State - Toronto..114:111 LA Lakers - Chicago.......84:99 Reuter EARVIN „Magic“ Johnson í baráttunni undir körfu Chicago í fyrrinótt. Michael Jordan er fyrir aftan hann en þetta var í fyrsta skipti sem þeir mættust í NBA-leik síðan vorið 1991. BORÐTENNIS Kjartan Brierm hefur leikið vel í dönsku úrvalsdeildinni í vetur Hefur sigrað í þremur af síðustu Qórum leikjum KJARTAN Briem, margfaldur íslandsmeistari í borðtennis, leik- ur með liðinu Bronshoj í dönsku úrvalsdeildinni. Með góðri frammistöðu undanfarið hefur hann náð að tryggja sér fast sæti í liðinu. Kjartan er búinn að spila með Bronshoj í rúm þrjú ár. Honum var ekki stillt upp í aðalliðið í byijun yfirstandandi keppnis- tímabils, en stóð sig þokkalega í leikjum með varaliðinu. Hann fékk svo tækifæri til að spreyta sig í aðalliðinu í leik gegn Bronderslev, einu sterkasta liði deildarinnar, í sjöundu umferð. Bronshoj tapaði 8-2, en Kjartan stóð vel fyrir sínu og vann annan leikinn. Bronshoj endaði í neðri hluta úrvalsdeildarinnar og verður því að keppa við þrjú önnur lið um að halda sæti sínu í deildinni. Staða þessara fjögurra liða er þannig að Esbjerg hefur 4 stig eftir 2 leiki, VRI 2 stig eftir 1 leik, Olstykke 1 stig eftir 2 leiki og Bronshoj rekur lestina með 0 stig eftir 1 leik. Leikur Bronshoj sem tapaðist var á móti Esjberg og hélt Kjart- an sæti sínu í byijunarliðinu. Hann sigraði í báðum sínum leikj- um og var nálægt því að tryggja Bronshoj jafntefli í tvíliðaleik. Þá vannst fyrsta lotan, 21-8, en þrátt vfyrir yfirburðastöðu í annarri lotu, 16-11, tapaðist leikurinn. Þurfum þrjú stig úr tveimur næstu leikjum „Vonir okkar um að halda okk- ur í deildinni felast í að ná jafn- tefli gegn VRI og sigra Olstykke í næstu leikjum," segir Kjartan. „Ef það gengur eftir spilum við líklega á móti því liði sem hafnar í öðru sæti af þessum íj'órum lið- um um sæti í deildinni að ári.“ Leikur Bronshoj og Olstykke fer fram í dag, en í gær átti Bronshaj að leika gegn VRI. Að lokum segist Kjartan vera í fínu formi og æfa mjög vel. Ef svo fer fram sem horfir má búast við spennandi keppni á Islandsmót- inu, sem haldið verður 23. til 24. mars, en þá ætlar Kjartan að spila með. KJARTAN Briem er búinn að tryggja sér fast sæti í úrvalsdeildarliði Bronshoj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.