Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Utsala - bútasala Saumanámskeiðin hefjast 6. febrúar. Vefnaðarvöruverslunin textilhne Faxafeni 12, sími 588 I 160 ÚTSALA - ÚTSALA ÚLPUR — ÚLPUR með og án hettu Opið lau. 10-16. Mörkinni 6, sími 588 5518 Bílastæði við búðarvegginn Erum flutt af Laugavegi í Mörkina 6 - sími 588 5518 (við hliðina á Teppalandi). KYNNINGARMIÐSTÖÐ EVRÓPURANNSÓKNA Upplýsingatækni ESPRIT - IMPACT áætlanir ESB Kynningardagur að Hótel Sögu 7. febrúar kl.l2:00 Upplýsingatæknin er helsta áherslusviðið innan 4. rammaáætlunar ESB, sem tekur til allrar rannsókna- og tækniþróunarstarfsemi sem styrkt er af ESB. Með EES samningnum eiga íslendingar fullan aðgang að sjóðum sem hafa um 18. milljarða íslenskra króna til ráðstöfunar til sam- starfsverkefna á sviði upplýsingatækni. Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna er ætlað að upplýsa íslenska aðila á sviði rannsókna og nýsköpunar um þá möguleika sem 4. rammaáætlunin veitir þeim í formi styrkja til samstarfsverkefna. Þvf bjóðum við til há- degisverðarfundar í Ársal Hótel Sögu miðvikudaginn 7. febrúar kl. 12.00. Daeskrá: kl. 12.00 Ávarp - Bjöm Bjamason menntamálaráðherra. kl. 12.10 Matarhlé. Gestum er boðið upp á frían hádegisverð. kl. 12.30 Upplýsingatækniáætlun ESB - Óskar B. Hauksson, Iðntæknistofnun. kl. 12.40 Reynsla íslenskra fyrirtækja af ESPRIT - Ólafur Daðason, Hugviti hf. kl. 12.55 Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna - Sigurður Tómas Björgvinsson. kl. 13.05 IMPACT áætlun ESB - Harpa Halldórsdóttir SÍTF. kl. 13.15 Samstarfsverkefni og umsóknartækni innan ESPRIT áætlunarinnar. Sérfræðingar og fulltrúar úr atvinulífínu veita persónulega ráðgjöf um samstarfsverkefni og styrkjakerfi Evrópusambandsins á sviði upplysigatækni. kl. 14.00 Kynningunni lýkur. Fundarstjóri: Vilhjálmur Lúðvíksson framkvæmdastjóri RANNÍS. Sérstakur gestur: Rögnvaldur Ólafsson vísindafulltrúi íslands í Brussel. Skráning og nánari upplýsingar hjá Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna í Tæknigarði í síma 5254290 og 5254900. Einnig er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst til: stb@rthj.hi.is Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 5-50% afsláttur Stærðir 46-52. Úlpur og ullarjakkar á sértilboðií I DAG VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is SKAK limsjón Margcir Pétursson Svartur leikur og vinnur STAÐAN kom upp á Hoogovens mótinu í Wijk aan Zee sem lauk um helg- ina. Ivan Sokolov (2.665), Bosníu, var með hvítt, en heimamaðurinn Jeroen Pi- ket (2.570) hafði svart og átti leik. 27. - Bxh3! 28. gxh3 - Dxh3 29. Hxc6 - Rf4! 30. Bd5 - Kh8 31. Hc8 - Rxd5 32. Rxd5 - Dg4+ 33. Kfl - Dxc8 (Svarta staðan er nú gerunnin) 34. Dd4 — Dh3+ 35. Ke2 - Hxe3+! (með tvo skiptamuni yfir er oft gott ráð að fóma öðrum til að einfalda úrvinnsl- una) 36. fxe3 — Dg2+ og svartur vann. Hraðskákmót Ileykjavíkur fer fram í dag kl. 14 í félagsheim- ili TR, Faxafeni 12. Skákkeppni stofnana og fyrirtækja hefst í næstu viku. A flokkurinn á þriðju- dagskvöld og B flokkurinn á miðvikudagskvöld. Skrán- ing og upplýsingar í símum TR 5681690 og 5813540 á kvöldin á milli 20 og 22. Til ríkis- stjórnarinnar Stjómin hefur hagldir ogtögl. Hinir skulu vita, hún vill skera naumt við nögl, niður sérhvem bita. Guðmundur Bjami Olafsson Óþörf bréf Á SAMA tíma og talað er um að spara alls staðar er lítið sparað í pappímum á Tryggingastofnun. Fólk sem orðið er 67 ára og er í launaðri vinnu fær ekki ellilífeyri frá Tryggingastofnun ef laun þess fara yfir ákveðna upphæð. Núna þegar fólk á að útfylla sínar skattskýrslur sendir Tryggingastofnun út bréf til þeirra sem ekki fá hjá þeim neinar greiðslur með þeim upplýsingum að í ákveðna reiti á skattaskýrslu skuli koma talan núll. Augljóst má vera að það fólk sem ekki fær greiðslur frá Tryggingastofnuninni veit það og myndi þ.a.l. ekki fylla út viðkomandi reiti í skattskýrslunni. Hér mætti spara bæði pappír, umslög, prentun, vinnu og póstkostnað. í FRÉTT í Dagsljósi 31. janúar sl. vom sýnd verk unnin úr íslensku grjóti. Fréttakona spjaliaði við tvo múrara og spurði þá hvar þeir hefðu fengið hugmyndina að búa til húsgögn úr gijóti. Svarið var að þeir hefðu fengið hugmyndina hjá manni sem væri búinn að vinna við þetta í nokkra áratugi. Ekki kom fram hver þessi maður var og fannst mér það sárt. Listamaðurinn sem var svo hugmyndaríkur var faðir minn, Marteinn Davíðsson. Hann er nýlátinn, 81 árs. Meirihluta ævi sinnar varði hann í að þróa möguleikana _ með íslenskt gijót. Útkoman var einstök fegurð. Til margra ára vom nemar í múraraiðn sendir á vinnustofu föður míns á Korpúlfsstöðum til að kynna sér verk og aðferðir hans. Nú hefur dóttursonur hans og nafni, Marteinn Sveinsson, tekið við þar og býr til borð og annað sem hann lærði hjá afa sínum. Þessir ungu múrarar eru örugglega duglegir en þeir fengu hugmyndina hjá föður mínum og hefðu því áttað geta þess. Ingibjörg Marteinsdóttir ÞETTA er skrýtið. Það stendur: Made in Taiwan. Pennavinir TUTTUGU og fimm ára Gambíumaður með marg- vísleg áhugamál: Demba Marong, St. Peter’s Metal Works, Lamin, P.O.Box 744, Banjul, Gambia. JAPÖNSK 25 ára kona með áhuga á ferðalögum: Momoyo Mizuguchi, Room 201 Coop-Maple, 5403-1 Shiratsuka-cho, Tsu-city, Mie-ken, 514-01 Japan. GHANASTÚLKA, 24 ára, með áhuga á ferðalögum, matargerð, tónlist o.fl.: Mabel Nanu Agyemen, P.O. Box 840, King Street, Cape Coast, Ghana. Víkveiji skrifar... GÓÐAR samgöngur, innan- lands og við umheiminn, eru mikilvægar í nútímasamfélagi. Það er erfitt að gera sér í hugarlund að ekki ýkja langt að baki var land- ið nánast vegalaust, brýr sárafáar, hafnir í nútímaskilningi þess orðs vart til og flugvellir að sjálfsögðu engir. Nú er öldin önnur. Og eftir að bundið slitlag var lagt á þjóðvegi landsins, vel flesta, aka menn ljúf- lega hvert á land sem er, utan hörðustu vetrarmánuði. Bundið slitlag er af nokkrum gerðum, m.a. steinsteypa, malbik og olíumöl. Víkveija finnst malbikið mýkst og bezt undir hjólum. En er það æski- legasti kosturinn, þjóðhagslega séð? Um það eru skiptar skoðanir. Fyrir skömmu var lögð fram á Alþingi þingsályktunartillaga þess efnis að samgönguráðherra beiti sér fyrir aukinni notkun stein- steypu til slitlagsgerðar þar sem umferð er meiri en fimm þúsund bílar á dag. Rök: 1) Meiri ending, minna viðhald. 2) Minni erlendur kostnaður (olía er 11% af stofn- kostnaði malbiks). 3) Fleiri störf hérlendis við efnistöku, í sements- verksmiðju og steypustöðvum. 4) Minni eldsnejitisnotkun. 5) Minni efnamengun vegna slitryks. 6) Minni kostnaður við lýsingu, þar eð steypan er ljós en malbik dökkt. NÁTTÚRUVERND á vaxandi stuðning með þjóðinni. Vík- veiji sér í greinargerð með öðru þingmáli að efnistaka og ófrágengn- ar efnisnámur, sem skipta hundruð- um ef ekki þúsundum í landinu, valdi víða lýtum í landslagi, einkum í nánd þéttbýlis. Efnisnámur í Múla- sýslu einni saman munu um 400 talsins. í skýrslu eftirlitsmanns Náttúru- vemdarráðs um efnisnám á Austur- landi frá síðasta ári segir m.a.: „Ljóst er að drjúgur hluti þessara náma er ófrágenginn og sumar valda vemlegu lýti í umhverfinu. Taka ber fram að Vegagerðin hefur í seinni tíð lagt metnað sinn í að ganga sóm- samlega frá öllum stærri námum að notkun lokinni og sama gildir um Landsvirkjun. Ég tel mikla þörf á að gera samræmda úttekt á stöðu þessara mála í fjórðungnum og leggja mat á hvaða gera þurfi til að ástandið komist í viðunandi horf...“ Víkveiji hyggur að úttekt af þessu tagi þurfi að fara fram á höfuðborg- arsvæðinu og í umhverfi þess. xxx HENDA íslendingar milljörðum króna í sjóinn? Svo var spurt á Alþingi þegar rætt var um brott- kast undirmálsfisks á fiskveiðiflot- anum. Einn þingmaðurinn komst svo að orði: „Menn hafa vc-lt fyrir sér ýmsum tölum og heyrzt hafa tölur um 50 til 60 þúsund tonn sem lentu í sjónum aftur. Gefum okkur að ein- ungis 15 þúsund tonn af þessu magni næðust á land og þá gæti verið um að ræða 2 milljarða króna verðmæti sem aukningu í þjóðarbúið sem skapar fleiri störf, öryggi fyrir sjómenn og umfram allt meira fé til styrktar velferðarkerfi okkar." Annar þingmaður sagði: „Ég þakka ráðherra svör hans og ég fagna því að sett hefur verið í gang nefnd til að finna lausn á þessum vanda. Þetta er mikill vandi. Hér er um að ræða 5 til 10 milljónir króna á dag sem glatast..." Eðlilegt er að stjórnvöld hafni lausatökum í mikilvægu eftirliti með því að veiði- og vemdarreglum sé fylgt, þegar verðmætasta auðlind þjóðarinnar á í hlut. Annað mál er að veiði- og eftirlitsreglur verða að vera með þeim hætti að milljarða- verðmætum sé ekki hent út fyrir borðstokkinn. „Mikil verðmæti lenda í sjónum," sagði einn þingmaðurinn, „og mikil ósátt er um þennan þátt í fiskveiðstjórnunarkerfí okkar.“ Fiskveiðistjórnun er nauðsynleg, að mati Víkveija, og hefur skilað allnokkrum árangri, bæði að því er varðar síld og þorsk. En sníða þarf augljósa galla af fiskveiðistjómun- arkerfínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.