Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.02.1996, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Lundúnum. Morg’unblaðið. ATBURÐIR sl. viku sýna að enn er mikið verk óunnið við að brúa bilið á milli deiluaðila á Norður-írlandi. Alvar- legur ágreiningur hefur risið á milli breskra og írskra stjórnvalda um hvernig standa beri að því að koma á viðræðum allra flokka þar, en lykillinn að framþróun í málinu hefur legið í góðu sam- starfi ríkisstjómanna tveggja frá því að John Major, forsætisráð- herra Bretlands, og Albert Reyn- ^lds, þáverandi forsætisráðherra írlands, sendu frá sér sameigin- lega yfirlýsingu í desember 1994. Þeirri yfirlýsingu var ætlað að skapa möguleika á viðræðum allra flokka um framtíð Norður-írlands þar sem fundin yrði leið til þess að ná fram varanlegum friði í átökum sem eiga sér um 300 ára sögulegan bakgrunn og hafa kost- að stöðugar blóðsúthellingar und- anfarinn aldarfjórðung. Forsend- umar fyrir þessari sögulegu yfir- lýsingu sköpuðust eftir að Irski lýðveldisherinn (IRA) hafði lýst yfir vopnahléi í ágústlok sama ár. Morðið á pólitískum leiðtoga lít- illa klofningssamtaka IRA sem nefnast INLA (Irish National Lib- eration Army) á miðvikudaginn og átökin sem orðið hafa í kringum tilraunir félaga samtakanna til þess að veita honum hemaðarlega útför minna óneitanlega á það ástand sem ríkti á Norður-írlandi fýrir vopnahlé, en er jafnframt vitnisburður um þá spennu sem enn er til staðar í samfélaginu. Leiðtogafundi aflýst í heilt ár hefur krafa sambands- sinna (UUP og DUP), sem Major og stjóm hafa stutt heilshugar, um að Írski lýðveldisherinn afvopnist áður en pólitískir fulltrúar þeirra í Sinn Fein fái að taka þátt í sameig- inlegum viðræðum allra flokka um framtíð Norður-írlands, haldið aft- ur af framþróun í málinu. Margir töldu í haust að John Major, sem þó hefur náð lengst allra forsætisráðherra i þessu flókna máli, hefði málað sig út í horn með því að halda svo fast við þessa kröfu. Áherslumunur breskra og írskra stjórnvalda hef- ur allan tímann verið ljós, en sl. haust var greinilegt að gjáin á milli ríkisstjórnanna tveggja hafði breikkað og aflýsa varð ráðgerð- um leiðtogafundi Majors og Johns Bruton, núverandi forsætisráð- herra írlands, í nóvember eftir að ljóst var að þeir gátu ekki náð saman um hvernig standa bæri að sameiginlegum viðræðum allra deiluaðila. Á elleftu stundu, og kvöldið fyrir opinbera heimsókn Bills Clintons Bandaríkjaforseta til Bretlandseyja, náðist hins vegar samkomulag um að stefna að slík- um viðræðum fyrir febrúarlok og að koma á laggirnar þriggja manna alþjóðlegri nefnd undir for- ystu bandaríska öldungadeildar- þingmannsins George Mitehells, sem ætti að vera ráðgefandi og skoða leiðir í afvopnunarmálum. Nefndin tók þegar í stað til starfa Reuter BILL Clinton Bandaríkjaforseti ræðir við Gerry Adams, leiðtoga Sinn Fein, hins pólitiska arms |rska lýðveldishersins, í Washington á fimmtudag. Milliganga Clintons í deilunni um Norður- Irland hefur vakið vonir um að unnt reynist að tryggja friðinn en nú er ljóst að enn ber mikið í milli. Á John Major leik úr pattstöðunni? * Friðarþróunin á Norður-Irlandi strandar enn á málþófi um hvenær viðræður allra flokka geta hafist. og skilaði greinargerð sinni 24. janúar sl. þar sem m.a. var lögð áhersla á að krafan um afvopnun hryðjuverkasamtaka áður en við- ræður, sem pólitískum fulltrúum allra deiluaðila var boðið til, hæf- ust væri óraunhæf. Hún gæti að- eins orðið hluti af því sem ræða þyrfti enda vopn og ofbeldi til staðar bæði í röðum kaþólskra þjóðemissinna og sambandssinna. Margir fréttaskýrendur í Bret- landi töldu að breska forsætisráð- herranum hefði með þessu verið auðveldað að taka orð sín aftur og halda um leið haus í málinu. Sjálfur kaus Major hins vegar að einblína á einn lið Mitchell skýrsl- unnar sem kvað á um að almenn- ar kosningar fulltrúa í viðræðu- nefnd gætu verið ein leið til þess að stuðla að trausti á milli deiluað- ila og hjálpa til við að brúa illsætt- anleg sjónarmið. Áherslubreyting Það kann að virðast að með þessu hafi Major leikið úr einni pattstöðu yfir í aðra. Áherslan hafi einungis færst frá því að írski lýðveldisherinn afvopnist áður en viðræður hefjast yfir á það að þjóðernissinnar (Sinn Fein og SDLP) samþykki kosningar sem þeir hafa þegar lýst yfir að þeim séu á móti skapi og að sú krafa sé einungis til þess að lengja leið- ina að lausn í málinu. Þjóðemis- sinnar hafa bent á að sambandss- innum verði með þessu gefið of mikið umboð þar sem mótmæl- endasamfélagið sé mun stærra í landinu. Þeir benda á þá sögulegu staðreynd að þegar þing starfaði í Stormont frá 1921 til 1972 hafí sambandssinnar (mótmælendur) í krafti meirihluta síns mismunað þjóðernissinnum (kaþólikkum). Sú stjórnkerfislega tilhögun hafi ver- ið ástæða þeirrar borgarabylting- ar sem hófst árið 1969 og leiddi til blóðsúthellinga í 25 ár sem menn eru nú að reyna að binda endi á. Þessi leikur Majors hefur jafnframt skapað alvarlegasta ágreining sem upp hefur komið Reuter SIR Patrick Mayhew, Norð- ur-írlandsmálaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar (t.v.), ásamt Dick Spring, aðstoðarforsætisráðherra írlands, er sá síðarnefndi kom til fundar við breska ráðmenn í Lundúnum á fimmtudag. við írsk stjórnvöld frá því að friðar- umleitanirnar hófust fyrir einu og hálfu ári. Dick Spring, utanríkis- ráðherra Ira, hefur sagt að það sé í raun ekkert í pakkanum fyrir þjóðernissinna ef kosningar eiga nú að vera skilyrði fyrir viðræðum og á fundi sínum með Norður- írlandsmálaráðherra Breta, Patric Mayhew, sl. fímmtudag und- irstrikaði hann nauðsyn þess að viðræður gætu hafíst í lok febrúar eins og ákveðið hefði verið í sam- komulagi forsætisráðherra land- anna tveggja í desember. Pólitísk flétta? Á hinn bóginn má eins leiða lík- ur að því að leikur Majors hafí verið útreiknað bragð af hans hálfu til þess að styrkja pólitíska stöðu sína. Með jafnnauman meiri- hluta á þingi og raun ber vitni væri það pólitískt sjálfsmorð að ganga gegn vilja sambandssinna. Kosningar hafa verið lykilorð hjá David Trimble síðan hann tók við forystu í Ulster sambandssinna- flokknum sl. haust og það var því ef til vill happ Majors að Mitchell nefndin skyldi nefna þær sem einn lið í hugsanlegri lausn málsins. ímynd breska forsætisráðherr- ans sem leiðtoga hefur verið væg- ast sagt veik á köflum og pólitískt séð er ekkert sem hindrar það að Tony Blair, leiðtOgi breska Verka- mannaflokksins, geri tilraun til þess að vinna Ulster sambands- sinna á sitt band bregðist Major trausti þeirra. Þrátt fýrir að Sam- bandssinnaflokkurinn hafi reynst líflína íhaldsmanna í mörgum málum á þingi undanfarið er næsta öruggt að stjórnin getur ekki treyst á stuðning þeirra skil- yrðislaust m.a. hvað varðar stefn: una í Evrópusambandsmálum. í því pólitíska ástandi sem nú ríkir virðist styrkur Ulster sambands- sinna einmitt fólginn í því að hvorki íhaldsflokkurinn né Verka- mannaflokkurinn geti treyst né vantreyst þeim. Það gæti því allt eins ógnáð stöðu Majors að Verka- mannaflokkurinn skuli styðja stefnu hans í Norður-írlandsmál- inu í öllum meginatriðum. Þetta er staðreynd sem var endanlega staðfest þegar talsmaður Verka- mannaflokksins í þessum mála- flokki, Kevin McNamara sagði af sér sl. haust, vegna ágreinings hans við forystu flokksins. Hann hafði verið stuðningsmaður sam- einaðs írlands á sama tíma og Tony Blair talaði um að virða yrði vilja allra íbúa Norður-írlands þegar tekin yrði ákvörðun um framtíðarstjórnskipulag þar. Forskot íhaldsmanna Sögulega séð hefur Major hins vegar forskot, sem byggir á ákveðnu trausti á milli Ihalds- flokksins og Ulster sambands- sinnaflokksins og það gæti nýst honum ef hann heldur rétt á spil- unum. Tíminn er hins vegar tak- markaður ef málið á að koma honum til góða í þingkosningum í Bretlandi sem fram fara í síð- asta lagi fyrri hluta næsta árs. Takist honum hins vegar að koma á móts við þjóðernissinna nú, sem virðist ekki útilokað, án þess að styggja sambandssinna gæti lokaleikurinn leitt til Nóbelsverð- launa og hugsanlega styrkt ímynd leiðtoga sem dansað hefur krappan dans á undanförnum misserum. Qrand Oh^rokee LTP árq, 1996 BÍLASALAN SKEIFAN Skeifunni 1 1 , simi 568 9555. Bíllinn er nýr og fullbúinn meji ollu því beáta serh Cherokee býður upp á. Kohl lofar Frakka fyr- ir að nálgast NATO MUunchen. Reuter. HELMUT Kohl kanslari Þýskalands lofaði í gær þá ákvörðun Frakka að taka aukinn þátt í starfi Atlants- hafsbandalagsins (NATO) og sagði að það ætti eftir að verða til að styrkja möguleika Evrópuríkjanna til að taka við auknum skyldum innan bandalagsins. Kohl sagði hins vegar, að tilraun- ir Evrópusambandsríkjanna (ESB) til þess að skapa sér sérstöðu í varnarmálum mætti þó á engan veginn verða til þess að grafa und- an varnarsamstarfinu við Bandarík- in sem væri og yrði áfram Iykilat- riði fyrir öryggi og stöðugleika Evrópu. „Evrópuríkin verða í framtíðinni að vera í stakk búin að takast á við einstök verkefni á sviði varnar- mála í samráði við NATO,“ sagði Kohl á árlegum fundi sérfræðinga á sviði varnarmála í Munchen. „Ég fagna því sérstaklega, að Frakkar skuli hafa afráðið að vinna að endurnýjun og umbótum á NATO á vettvangi bandalagsins og taka þátt í hernaðarsamstarfi. Skil- virkni Evrópuríkjanna á vettvangi bandalagsins mun eflast við það,“ sagði Kohl. Árið 1966 drógu Frakkar sig út úr hernaðarsamstarfi NATO sem samkvæmt hefð hefur lotið stjórn Bandaríkjamanna. Nú hefur Jacqu- es Chirac Frakklandsforseti til- kynnt að breyting verði þar á en setur sem skilyrði að Evrópuríkin verði þar jafningjar Bandaríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.