Morgunblaðið - 11.02.1996, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 11. FEBRÚAR 1996 B 5
skömmu síðar og var eftir Guðmund.
Hann hringdi og vildi fá mig í hlut-
verk. Þá var ég kominn í heiimikla
vinnu í prentinu og auk þess kominn
með heimili, konu og barn. Ég lauk
aldrei námi í leiklistarskóla. Það má
segja að ég hafí svo síðar þegar ég
kem inn í leikhúsið rúmum áratug
síðar fengið þá reynslu sem ég bý að
í dag.“
Sjónvarp, kvikmyndir,
Þorlákur þreytti, Sumargleðin
Og það er í lok áttunda áratugar-
ins að Magnús Olafsson er að slá í
gegn eins og sagt er. Hann fær auk-
in verkefni og ólík og orðstír hans fer
vaxandi. Og hann var allur á hreyf-
ingu þegar hann sat andspænis mér
við borðið í kaffistofu fyrirtækisins
og það vottaði fyrir ýmsum karakter-
um í andlitinu.
„Þegar ég gerðist útlitsteiknari á
Yísi kynntist ég ýmsu góðu fólki t.d.
Ólafi Ragnarssyni bókaútgefanda og
fyrrverandi aðstoðarritstjóra á blað-
inu og Áma Þórarinssyni sem var
ritstjóri Helgarblaðs Vísis og Óla
Tynes blaðamanni sem skrifaði pistla
sem hétu Sandkorn. Hafnarfjarðar-
brandaramir byrjuðu þama þegar við
Óli emm að vinna saman. Ég bjó þá
einmitt í Hafnarfirði sem þá var lítill
og afskekktur bær og Óli spurði mig
hvort hann mætti ekki nota Hafnar-
fjarðarbrandara og vildi að ég yrði
fuiltrúi Hafnfirðinga í þessu sem ég
samþykkti. Þeir koma úr þessari
smiðju hjá okkur Óla. Ólafur Ragn-
arsson vissi að ég hafði einhyern tíma
verið í leiklistinni. Hann var þá með
þætti í sjónvarpinu sem hétu Á vor-
kvöldi. Hann fékk mig til að koma
fram í þáttunum með bakpoka. Ég
átti sem sagt að fá að tjalda í garðin-
um hjá fólki. Svona falin myndavél.
Þannig byijaði þetta með grínið í sjón-
varpi. Þegar Árni Þórarinsson var
með Helgarblaðið stóð hann fyrir
uppákomum niðri í bæ. Hann lét mig
standa á kassa niðri á Lækjartorgi
með gjallarhorn og halda ræður til
að l'á viðbrögð fólks. Ég fór með
harmonikku og bauð fólki upp í dans.
Þetta var auðvitað gott myndefni fyr-
ir blaðið. Síðar var ég með í sjónvarps-
þætti með Friðfínni heitnum Ólafs-
syni og Bryndísi Schram og hún
spjallaði við okkur og við sögðum
brandara.
í þessum sama þætti var Ágúst
Guðmundsson sem var þá ungur kvik-
myndagerðarmaður og nýkominn
heim frá námi. Síðan hittumst við og
ég spyn - Á nú að fara að rífa upp
íslenska kvikmyndagerð? - Já, já, ég
ætla að reyna það, segir Ágúst hóg-
vær maður og lítillátur. Ef þig vantar
einhvem til að leika í kvikmynd, svona
fótatak í ijarska, þá máttu hringja,
sagði ég. Nú, hann hringir svo síðar
og býður mér hlutverk í stuttmynd
fyrir sjónvarp. Um það leyti sem
Hrafn Gunnlaugsson er að gera Óðal
feðranna sér hann rnig í þessari stutt-
mynd og segir: - Ég get alveg notað
þennan strák. Kallar síðan á mig í
prufu og ég fæ hlutverk í Óðali feðr-
anna. I þeirri mynd var Hólmfríður,
kona sem lék móður strákanna. Hún
var þá formaður Leikfélags Kópavogs
og leikfélagið er að setja upp gaman-
leik og það vantar mann í aðalhlut-
verkið sem er Þorlákur þreytti. Hún
spyr hvort ég vilji nú ekki koma í
prufu. Jú, ég var til í það og mætti
síðan í prufu, alveg að fara á taug-
um. Við lásum síðan verkið yfír
og þegar því er lokið spyr Guðrún
Stephensen leikstjóri hvort ég
treysti mér ekki í þetta. Jú, ég vildi
endilega vera með. Nú, leikritið var
frumsýnt og fékk mjög góða dóma.
Það var sýnt tvo vetur fyrir fullu
húsi og sýningar urðu áttatíu.
Síðari veturinn er ég svo kominn
í Sumargleðina. Raggi Bjarna kom
þarna ásamt konu sinni að sjá
Þorlák þreytta. Þau hjónin sátu
framarlega í salnum og ekki liðnar
nema tíu mínútur frá því að sýning-
in hófst að hann hnippir í konu
sína og segir ákafur: - Þessi skal
í Sumargleðina. Þarna er hann
kominn gaurinn. Þarna er hann sá
sem mig vantar. Framan af notaði
Raggi aldrei nafnið Magnús Ólafs-
son í auglýsingum heldur Þorlákur
þreytti en auðvitað var nafn mitt
þarna einhvers staðar. Úti á landi
heilsaði fólk mér alltaf þannig:
- Nei, sæll vertu Þorlákur þreytti!
Með Sumargleðinni er ég síðan til
1987. Þetta var skemmtilegur tími
og væri hægt að skrifa um hann
JÓLASVEINN við Alþingishúsið með Þorgeiri Ástvaldssyni.
Á FIJLLRI ferð í Sumargleðinni með Ómari og Bessa.
í GLENSI fyrir Vísi á Lækjartorgi sem kallinn á kassanum
en kassalaus og með gjallarhorn í staðinn.
heila bók. Þar varð til karakterinn
Prins Póló og lagið um hann sem
varð síðar einn helsti smellurinn á
útvarpsstöðvunum árið 1981.
Það var svo þegar Þorgeir Ást-
valdsson var hættur með okkur og
orðinn forstöðumaður Rásar 2 og
Kalli Möller kominn í staðinn að
við fórum saman og skemmtum
víða og Kalli sem undirleikari og
þá varð Bjössi Bolla til. Ég hélt svo
mikið upp á Steina og Olla og lék
Olla í frægri auglýsingu og náði
flestum töktum hans og eldra fólk-
ið hélt að þetta væri nýja myndin
með Steina og Olla í lit. Bjössi
bolla kom síðan víða fram, t.d í
Stundinni okkar og hann varð
óhemju vinsæll, það varð eins kon-
ar sprenging og Bjössi Bolla aðal-
númerið og hreinlega farið um allt
land og það varð nánast ailt vit-
laust.“
Jólasveinaævintýri
Magnús Ólafsson hafði gaman af
að rifja upp þegar þeir félagar, hann
og Þorgeir Ástvaldsson, brugðu sér
eitt sinn í jólasveinagervi:
„Þegar ég var á Dagblaðinu hér
um árið var ég beðinn að fara niður
á alþingi í jólasveinabúningi og Þor-
geir fór með mér og aðallega í þeim
tilgangi að færa alþingismönnum epli.
Nú, við bönkuðum uppá aðaldymar
og þingvörður kom til dyra snarvit-
laus: - Burt með ykkur, hrópaði hann
og hélt greinilega að við værum
drukknir að koma af hádegisbar. Við
gáfumst ekki upp. Ljósmyndari blaðs-
ins þurfti að fá myndir. Ég fór þá
bakdyramegin og ætlaði þar upp á
þingpallana. Koma þeir þá tveir eða
þrír þingverðir alveg btjálaðir. Þor-
geir var hálfmiður sín og segir:
- Hvað. Við erum að gera allt vit-
laust hérna. . - Nei, nei, segi ég.
Svona, prófum aftur við aðaldyrnar.
Verum kurteisir. Við bönkum þá aftur
FRUMRAUNIN í Pétri Gaut í
Þjóðleikhúsinu ásamt þeim
Erlendi Svavarssyni og
Arnari Jónssyni.
á aðaldyrnar. Kemur hann þá ekki
aftur þingvörðurinn. - Burt með ykk-
ur. Þið eruð engir jólasveinar, segir
hann og steytir hnefa framan í okk-
ur. Þá koma tvær lögreglubifreiðar
og átta lögregluþjónar að alþingishús-
inu. Ég er handtekinn og settur inn
í lögreglubifreið. Ég hló hátt þegar
komið var inn í lögreglubílinn og sagði
við lögreglumennina: - Strákar. Hvað
eruð þið gera? Það er hér ljósmynd-
ari frá Dagblaðinu og það koma
myndir af þessu í blaðinu á morgun.
Þeim var nú brugðið. Þeir fullyrtu
og hafa fullyrt að við höfum verið
drukknir. Það var bara alls ekki rétt.
Við vorum að þessu fyrir Dagblaðið.
Ég bauð bara þingmönnum epli. Þor-
geir var þá hjá ríkisútvarpinu á Skúla-
götunni og hann rauk upp eftir. Jón
Múli var á fréttavakt og einhveijir
fleiri. Fyrsta fréttin sem kemur í
kvöldfréttum klukkan sjö er að jóla-
sveinar hafí verið handteknir á al-
þingi. Svo hringdi blaðamaður frá
Morgunblaðinu heim þá um kvöldið
og spyr. - Er maðurinn þinn kominn
heim úr fangelsinu? Konan mín varð
auðvitað miður sín og áhyggjufull og
hafði ekki hugmynd um hvað var að
gerast og vissi ekki til þess að ég
hefði verið handtekinn. Síðan sagði
ég konunni frá því hvað hefði gerst
þegar ég kom heim skömmu síðar.
Þetta var á sunnudegi og daginn eft-
ir, mánudag, kom stór forsíðumynd
í blaðinu og fyrirsögn: Hurðaskellir
og Stúfur handteknir á alþingi og
heil opna með myndum.“
Af nógu er að taka þegar farið er
yfir fjölbreyttan feril Magnúsar. Hann
hefur t.d. leikið í fjórtán kvikmyndum
og nú síðast í Ágnesi og verður í
veigamiklu hlutverki í Djöflaeyjunni
sem Friðrik Þór byijar að taka upp
síðari hluta febrúarmánaðar.
Fæddur
kvikmyndaleikari
Guðný Halldórsdóttir kvikmynda-
leikstjóri segir um kynni sín af Magn-
úsi Ólafssyni: „Það er ekki út í bláinn
að Magnús leikur í allflestum kvik-
myndum sem gerðar eru hér á landi.
Hann er fæddur kvikmyndaleikari,
bæði er hann einstök týpa og hefur
tileinkað sér miðilinn, hann verður
að persónunni sem hann leikur,
áreynslulaust. Svo er hann gersam-
lega ófeiminn við kvikmyndatökuvél-
ina og líður vel í návist hennar. Hann
er jafnvígur á grín og alvöruleik, - ég
fékk tár í augun yfír leiknum hans i
Agnesi um daginn. Við Maggi vorum
óaðskiljanleg þegar við gerðum Karla-
kórinn Heklu. Einu sinni vorum við
að taka upp í ákaflega virðulegu
óperuhúsi í Þýskalandi. Við vorum
að bíða og bíða, sem er stór liður í
kvikmyndagerð. Maggi var í kjólföt-
um og vildi þar af leiðandi nýta tím-
ann í eitthvað. Ég espaði hann upp
í að fara upp á svið, dró frá tjöldin
og þarna stóð hann í öllu sínu veldi
á þessu flotta sviði og þrumaði
„Hagavaginn“ og allir hættu að bíða
og góndu á hann. Ég sé mest eftir
því að hafa ekki kveikt á upptökuvél-
inni og sett þetta síðan á internetið
og jafnvel lengra ef það væri hægt,
því þetta var óborganlegt atriði."
Er það orginalinn eða
eftirherman?
„Eins og ég kemst alltaf í gott skap
við að sjá þá félagana Gög og Gokke
á mynd kemst ég líka í gott skap
við að hitta eða sjá Magnús Ólafs-
son“, segir Ómar Þ. Ragnarsson en
þeir Magnús hafa starfað mikið sam-
an um dagana. „ Það þarf raunar
ekki annað en að minnast á hann
til þess að brúnin lyftist. Þetta helg-
ast af mörgu. í fyrsta lagi brölluðum
við það í Sumargleðinni að skop-
stæla Gög og Gokke, og þar var nú
Maggi aldeilis í essinu sínu. Maður
vissi stundum ekki hvort maður var
að leika á móti originalnum sjálfum
eða eftirhermunni. í öðru lagi fór
stórgamanleikarinn Haraldur Á.
Sigurðsson með mig komungan í
fyrsta ferðalagið til að skemmta á
landsbyggðinni á héraðsmótinu heilt
sumar og var því hálfgerður guðfað-
ir minn á þessu sviði. Magnús minnti
mig mjög á Harald í Spanskflugunni
og Þorláki þreytta og var ekki leiðum
að líkjast, og þess vegna eiga þeir
Haraldur heitinn og Magnús alveg
sérstakan sess í huga mínum sem
góðir og skemmtilegir félagar og
vinir í sérstökum þyngdarflokki.
Ég sá Magnús fyrst, svo að ég
muni, í markinu hjá FH í 1. deild í
Islandsmótinu og það var mjög eftir-
minnilegt. Það fór kliður um salinn
þegar Magnús kom í markið og
menn spurðu: Eru þeir að grínast?
Hvaða fíflagangur er þetta? Eru
þeir nú alveg að spila út? Svona
gera menn ekki í 1. deild. En and-
stæðingar FH hlógu ekki lengi.
Magnús hreinlega lokaði markinu.
Hvað eftir annað buldu þrumuskotin
á honum því hann stóð alltaf á rétt-
um stað. Sérstaklega er eftirminni-
legt þegar hann varði fyrsta skotið.
Það heyrðist „pomm!“ svo að glumdi
um allan salinn þegar Magnús stökk
fyrir skotið svo að boltinn buldi á
bumbunni á honum. Salurinn lá í
hlátri, en andstæðingar FH gnístu
tönnum. Síðan kynntumst við betur
á vettvangi skemmtanaiðnaðarins
og Magnús er einn minn besti vin-
ur, tryggðatröll í öllum skilningi.
Hann er áhugasamur, víkingur dug-
legur, og búinn ótviræðum hæfileik-
um á sínu sviði. Það er ævinlega
upplyfting fólgin í samskiptum við
hann og ég vona að ég eigi eftir að
njóta þeirra sem lengst", segir Ómar.
Óhætt er að segja að Magnús Ól-
afsson er hamingjusamur maður og
lánsamur að eiga samhenta fjöl-
skyldu. Kona hans er Elísabet Sonja
Harðardóttir og bömin eru Hörður,
hinn kunni knattspyrnumaður hjá FH,
Rósmundur, Sonja Maggý og Hjalti
Freyr.