Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Ungir arkitektar LIST OG HÖNNUN Uafnarhúsid HUSAGERÐARLIST Arnór Skúlason, Ásdis Ingþórsdóttir, Ásmundur Hrafn Skúlason, Gunnar Stefánsson, Gunnlaugur Ó. Johnson, Hólmfríður Jónsdóttir, Hrefna Björg Þorsteinsdóttir og Jóhann Stefáns- son. Sýningu lýkur 25. febrúar. ÞAÐ hefur verið gildur og árviss viðburður undangengin ár, að setja upp kynningarsýningu á lokaverk- efnum nýútskrifaðra húsameistara í sýningarsal aðalstöðva Arkitekta- félagsins, Ásmundarsal. En vegna sölu húsnæðisins er sýningin nú haldin í Hafnarhúsinu, en þó ekki í hinum ágæta en illa nýtta sýning- arsal á jarðhæð, heldur er inngang- urinn í vesturendanum þar sem menn gengu fyrrum inn er þeir nálguðust bögglapóst frá útlöndum, en sjálf sýningin er svo á annarri hæð. Um er að ræða arkitekta, sem hafa lokið 'námi á síðustu tveim árum, suma glóðvolga. Koma frá ólíkum skólum á Norðurlöndum, í Bretlandi eða Bandaríkjunum, þar sem námsferillinn var nokkuð ólík- ur, einnig verkefnin og hátturinn hvernig kandidatamir nálguðust þau. Með nýju og frábrugðnu rými gafst að þessu sinni tækifæri til fjöl- þættari athafna, þótt fjarri sé að húsakynnin séu sérhönnuð í þeim tilgangi og því hefur verið slegið upp skiirúmum og andrúmið er nokkuð hrátt. En menn skulu ekki láta það aftra sér frá að skoða úr- lausnarverkin gaumgæfilega og helst fjölmenna á staðinn, því húsa- gerðarlist er það sem öllum kemur við. Einkum almenningi, sem að meiri hluta til er ofurseldur því að búa í andlausum íbúðasílóum og fer sú tilhneiging vaxandi frekar en hitt. Vil minna á að í einni blokk búa iðulega fleiri en í byggðarkjörn- um í dreifbýlinu hér áður fyrr, þar sem þróuðust sérstök og lífræn sam- félög sem mjög sjaldan á sér stað innan sílóanna. Ekki er það sök hinna ungu arki- tekta, en gjaman má minna á það hér, því aðal húsagerðar er lífræni þátturinn og menn gefa honum stöð- ugt meiri gaum í mótun húsa og Galdra- Loftur í Flensborg LEIKFÉLAG Flensborgar, eitt elsta leikfélag á landinu, frum- sýnir í kvöld leikritið Galdra- Loft eftir Jóhann Siguijónsson í Bæjarbíói. „Leikritið Galdra-Loftur var fyrst gefið út árið 1915 og hefur síðan verið eitt af okkar ástsælustu leikritum. Það fjall- ar um þá eilífu ósk mannsins að ná að beisla hið illa vald. Þetta leikrit var valið, ekki ein- göngu vegna sögu sinnar held- ur einnig vegna þess að aðal- persónur leikritsins eru á svip- uðum aldri og leikendur. í hartnær 20 ár hefur verið hefð fyrir því að halda eina leiksýningu á ári hveiju, Síðast sýndi leikfélagið leikritið „Don Juan“ í leikstjórn Hilmars Jóns- sonar við góðar undirtektir. Leikstjóri sýningarinnar Galdra-Loftur er Stefán Sturla Siguijónsson og hefst sýningin stundvíslega kl. 20. Miðaverð er 500 kr.,“ segir í frétt frá Flensborg. húsasamstæða. Þannig hafa fram- sæknir arkitektar leitað tii barr- okksíns að hugmyndum að fjölþætt- ari og lífrænni mótun og fjarlægst skókassaformið skelfilega, sem var fylgifiskur Bauhaus og funkisstíls- ins, hinnar svonefndu hagnýti- stefnu. Hlutverk arkitekta telst er svo er komið ekki eingöngu vera að koma fólki fyrir á sem hagkvæm- astan hátt, heldur opna grómögnum leið inn í líf þess og athafnir. Það á ekki einungis við um íbúðarhverfi heldur einnig vinnustað og athafna- svæði, en hérlendis er um eyðimörk að ræða og verksmiðjuhverfin hrá, óvistleg og nöturleg aðkomu. Til þess þarf að virkja hið lífræna í umhverfmu, gera það að hluta af mótuninni, ekki aðeins hvað útlínur landslagsins snertir heldur einnig jurtaríkið, gróðurlag og veðurfar á staðnum. Og umfram allt skal leitað til þess byggingarefnis, sem um- hverfið og landið býður upp á líkt og Eliel Saarinen, Gesellius og Lind- gren gerðu í Finnlandi í upphafi aldarinnar. Eero sonur Eliels hann- aði t.d. lífræn verksmiðjuhverfí í Bandaríkjunum um miðbik aldarinn- ar, sem eru óþekkt hér. Þetta er dregið fram hér vegna þess, að mér sýnist sem hinir ungu arkitektar hafí skilning á þessu og nálgist náttúruna og umhverfið í vaxandi mæli í stað þess að flytja inn hugmyndir sem sprottnar eru upp úr allt öðrum jarðvegi, valda sjónmengun og gróma umhverfið. Asmundur Hrafn Sturluson orðar það þannig: „Á tímum sýndarveru- leika verður maðurinn að þekkja raunveruleikann. Hið manngerða rými getur sýnt okkur það sem við sjáum ekki.“ Ennfremur: „Skynfærin eru lykl- ar okkar að raunveruleikanum." Þetta eru sannindi, sem mönnum voru ljós við upphaf húsagerðarlist- ar en fjarlægðust við upphaf iðnbylt- ingarinnar og breyttra lífshátta, mannfjölgunar, sívaxandi aðstreym- is fólks til þéttbýliskjamanna. Þetta áréttar Ásmundur Hrafn með tveim myndböndum og sýnir annað, andstæður elds og íss, en hitt leik ljóss, forma og skugga. Eru þau óvenju hnitmiðuð og lifandi fyr- ir augað og vísa til mikilvægis and- stæðna og umhverfís. Þá vakti hug- mynd Jóhanns Stefánssonar um þróun þorps og verksmiðju, atvinnu- og sjávarháttasafn, sérstaka athygli jSsassiSisaíiíeííi ' FRÁ sýningunni Morgunblaðið/Kristinn mína vegna þess hve þörfin á slíkum hugsunarhætti er brýn hér á landi, einnig tillaga að sjóminjasafni eftir Arnór Gíslason. í báðum tilvikum er um athyglisverðar hugmyndir að ræða sem ber að gefa fyllsta gaum. Þá var ég alveg upptendraður fyrir framan tillögu að búddhamiðstöð eftir Ásdísi Ingþórsdóttur, einkum fyrir fjölbreytni í náttúrulegu bygg- ingarefni. Fleiri úriausnarefni þóttu mér athyglisverð, en hængurinn á fram- kvæmdinni er sem áður hve erfitt er að nálgast viðgangsefnin þótt skýringarbækur liggi frammi. Viiji arkitektar virkja almenning og auka áhugann á lifandi húsagerðarlist, er upplagt að þeir auðveldi honum að setja sig í spor gerendanna með því að auka skilvirkni einstakra framkvæmda. Helst með kynning- arbækiingi, sem þarf alls ekki að kosta mikið umfram hugkvæmni og hugvit. Ekki er nóg að vera með eins konar myndskreytt nafnspjöld í yfirstærð ef menn vilja ná til fleiri en starfandi arkitekta. Hef tekið eftir því hve aðsókn á slíkar fram- kvæmdir er sáralítil. Vísa til þess hve slíkar sýningar eru tíðum lif- andi og vel að þeim staðið erlendis, þótt ekki sé mikið í þær borið. Módelsmíðin þótti mér ekki alltaf fullnægjandi, beri ég hana saman við það sem ég hef séð erlendis og ég saknaði fríhendisteikninga, sem voru svo stórt atriði í vinnsluferli hinna miklu arkitekta aldarinnar. Bragi Ásgeirsson Nýjar bækur Spurningar um efnahagsmál SIÐUSTU foi-vöð nefn- ist ný bók eftir Þorvald Gylfason. Höfundur spyr meðal annars: Hvers vegna eru laun á íslandi svona lág? Hvers vegna eru Norð- urlönd í kreppu? Af hveq'u stafar atvinnu- leysi? Getum við lært af nagvaxtarundrinu í Austur-Asíu? Og hvers getum við orðið vísari af umskiptum Austur- Evrópulandanna frá miðstjórn til markaðs- búskapar? Eigum við samleið með Evrópu? Eigum við á hættu að missa bezta fólkið burt? Hvað getum við gert til að snúa vörn í sókn og halda unga fólkinu heima? í kynningu segir: „Höfundur bók- arinnar fjallar skýrt og skorinort um efnahagsógöngur Islendinga und- anfarin ár og setur þær í samhengi Þorvaldur Gylfason við ýmsar veilur í inn- viðum efnahagslífsins, hagstjórn og hagstjórn- arfari heima fyrir og einnig við efnahagsþró- un í öðrum Iöndum.“ Höfundur bókarinn- ar, Þorvaldur Gylfason, er prófessor í hagfræði í Háskóla íslands. Eftir hann eru ritgerðarsöfn- in Almannahagur (1990), Hagfræði, stjórnmál og menning (1991) og Hagkvæmni og réttlæti (1993). Markaðsbúskapur (1994) er einnig eftir hann ásamt tveim öðr- um norrænum prófessorum og hefur sú bók birzt eða mun birtast innan tíðar á 17 tungumálum, þar á meðal ensku, rússnesku og kínversku. . Háskólaútgáfan gefur út. Bókin er 240 bls. að lengd og kostar kr. 2.908. Blásið í sönglúðra TONLIST Laugarncskirkja KAMMERTÓNLEIKAR yerk fyrir lúðrakvintett eftir Jón Ásgeirsson, Pál P. Pálsson, Einar Jónsson, Oliver Kentish og Ríkarð O. Pálsson. PIP kvintettinn, Lauganieskirkju, laugardaginn 17. febrúar kl. 17. EF HAFT er í huga að hljóm- sveitarsaga Islendinga hófst með blæstri Lúðurþeytarafjelags Reykjavíkur á Þingvöllum 1874 (sé rétt með farið), má undrum sæta, hversu lítið hefur borið á íslenzkri málmblástursstofutón- list fram að þessu. Tóngreinin er að vísu ein sú yngsta meðal kammergreina, yfir 100 árum yngri en tréblásárakvintettinn, sem komst fyrst í tízku í París um 1810, og skýrir það að hluta, hversu tiltölulega hátt hlutfall af viðfangsefnum nútíma lúðra- þeytara skuli enn fengið frá verkum fyrir aðra hljóðfærahópa eða jafnvel úr píanóverkum. Tón- skáldin virðast þannig flest eiga eftir að uppgötva hina nýju kammergrein. Hér á landi hefur þeim að vísu verið vorkunn, þar sem langstarfandi kammerlúðra- hópar hafa til skamms tíma eng- ir verið. Nú kann að verða breyting á. A.m.k. tveir lúðrakvintettar - svo maður liðki til hið ólögulega orð „málmblásarakvintett" yfir áhöfnina 2 trompet, horn, bás- únu & túbu - hafa í seinni tíð kveðið sér hljóðs hér á mölinni: Hljómskálakvintettinn og Cor- retto kvintettinn, og nýjast á laugardaginn var blés PIP kvint- ettinn sína fyrstu opinberu tóna í Laugarneskirkju við dágóða aðsókn. Efnisskráin var alíslenzk, og líklega afrek út af fyrir sig í ljósi fyrrgreindra aðstæðna að hafa uppi á jafnmiklu innlendu efni. Eftir stuttan inngangsmars eftir undirritaðan, Intrada Reale, léku PlP-ingar - skammstöfunin út- leggst primus inter pares, fremstur meðal jafningja - Lúðrakveðju frá íslandi eftir Jón Ásgeirsson, En lurhálsning frán Island, vandað og velhljómandi lítið verk sem var óvenjulítt háð rótum greinarinnar annars vegar í lúðraköllum her- og veiði- manna, hinsvegar í stórborgar- tækifærismúsík 20. aldar. ís- lenzku þjóðlagastefin voru vinnslulega höfð í bakgrunni, rétt tæpt á Liljulaginu (enda þarf ekki mikið til að það þekk- ist), en verkið var því betur sam- antengt og mótað hvað heildina varðar. Intrada & Allegro Páls P. Pálssonar sór sig meira í ætt við alþjóðlegar (les: amerískar) rætur lúðrakvintettsins á þess- ari öld, er bera keim af glerhöll- um, kvikmyndum og björtum ljósum. Verkið var nokkuð kröfuhart fyrir flytjendur og ekki laust við að smáörður kæmu fram hér og þar, einkum hvað varðar hrynræna samstill- ingu, sem ekki verða kveðnar í kútinn nema með áralöngu sam- starfi. Hins vegar var inntónun kvintettsins góð, og mun honum og nýju kammerhópunum von- andi takast að reka endanlega slyðruorðið af íslenzkum málm- blæstri í vitund almennings, sem á rætur að rekja til misbreinna skólalúðrasveita. Eftir básúnuleikara hópsins, Einar Jónsson, var leikin fjór- rödduð barokkfúga, „EVW 1“, laglega skrifuð skólafúga, sem hefði skilað sér jafnvel enn betur með meiri útfærslu höfundar á frösun og dýnamík, að ekki sé talað um fleiri hiatusa eða öndunarstaði. Mörgum hættir framan af til að ætla að segja of mikið í einu. Sama átti við, í víðari skiln- ingi þó, í Divertimentói Olivers Kentish frá 1990/1995, þar sem hugmyndagróskan bar nokkuð heildina ofurliði og leiddi til þess, að ýmis ágætis uppátæki duttu á gólfið fyrir óþarflega lítið. Hinn skondni, Fellini-leiti miðkafli, Pezzo Italiano, var einna eftir- minnilegastur. Aðrir en undirritaður verða að dæma um eðli og endingarlík- ur Touché! eftir undirritaðan. Sem fyrr sagði lék PlP-kvintett- inn margt mjög vel, tónstaðan var hrein og dýnamísk mótun víða skemmtileg miðað við ekki eldri hóp en þetta. Mun hann án efa eiga eftir að vekja eftirtekt í beinu hlutfalli við þá vinnu sem hann kýs að leggja í listrænt samstarf. Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.