Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 21 LISTIR Morgunblaðið/Jón Svavarsson „í HEILD voru þetta glæsilegir afmælistónleikar og auðheyrt að kórinn er í góðu formi,“ segir meðal annars í dómnum. Glæsilegir afmælistónleikar MYNDSKREYTING í tímaritinu. Tímamót ljóðatíma- rits BANDARÍSKA ljóðatímaritið Visions International, 50. tölu- blað, er nýkomið út. I ritstjórn- argrein minnist ritstjórinn tíma- móta sem verða í sögu tímarits- ins með útkomu þessa heftis. Hann bendir á fjölbreytni ritsins og að það birti skáldskap frá öllum heimshornum. Meðal kunnra skálda sem eiga ljóð í heftinu eru Pulitzer-verðlauna- hafinn Louis Simpson. Norræn ljóð hafa oft birst í tímaritinu og skemmst er að minnast sérstakts heftis með norrænni ljóðlist. í nýja heftinu eru ljóð eftir Svíann Göran Sonnevi og Danann Henrik Nordbrandt. Birt eru ljóð eftir tvö íslensk skáld, Hannes Sig- fússon og Jóhann Hjálmarsson. Alan Boucher þýðir ljóð Hann- esar, en Hallberg Hallmundsson ljóð Jóhanns. Ritstjóri og útgefandi Visions lnternational er Bradley R. Strahan og póstfang ritsins er Black Buzzard Press 1110 Sea- ton Lane Falls Church, VA 22046. TONLIST Iláskólabíó SÖNGHÁTÍ Ð Karlakór Reykjavíkur hélt upp á 70 ára starfsafmæli og Karlakórinn Fóstbræður, Kvennakór Reykjavík- ur, Drengjakór Laugameskirkju, einsöngvaramir Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Sieglinde Kalimann, Signý Sæmundsdóttii-, Björk Jónsdóttir, Sigurður Bjömsson og Ásgeir Eiriks- son samfögnuðu þeim. Undirleikarar vom Anna Guðný Guðmundsdóttir og Svana Víkingsdóttir en stjómend- ur Margrét Pálmadóttir, Friðrik S. Friðriksson og Ami Harðarson. Laugardagurinn 17. febrúar, 1996. KARLAKÓR Reykjavíkur á sér merka sögu og á þeim tíma er Sig- urður Þórðarson tónskáld stofnaði kórinn, voru kórar nær einu tónlist- arstofnanirnar hér á landi, sem sáu um flutning á innlendri tónlist. Sig- urður var afkastamikið tónskáld og það var einmitt frumflutningur laga hans, svo og annarra tónskálda ís- lenskra, sem telja verður einn merk- asta þáttinn í framlagi Karlakórs Reykjavikur til íslenskrar tónmenn- ingar. Auk Sigurðar hafa Páll ísólfs- son, Jón S. Jónsson og Páll P. Páls- son stjórnað kórnum en stjórnandi hans nú er Friðrik S. Kristinsson. Hátíðina setti Bjarni Reynarsson formaður Karlakórs Reykjavíkur, en ávörp fluttu Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Guðrún Ágústsdóttir forseti borgarstjórnar, en kynnir var Einar Örn Stefánsson. Tónleikarnir hófust á ísland, ís- land, ég vil syngja, eftir Sigurð Þórð- arson, glæsilegu lagi, sem er eins konar einkennislag kórsins. Karla- kórstónlist frá Norðurlöndunum naut mikilla vinsælda hér á landi og var þessi gerð tónmenntar undir- staða bræðralagstengsla á milli nor- rænu karlakóranna og því fór vel á, að annað lag tónleikanna var frá Svíþjóð, Undir svörtu ioftum, og var söngur Karlakórs Reykjavíkur í báð- um lögunum merktur því besta sem einnkennt hefur söng kórsins frá upphafi. Ásgeir Eiríksson, bassi, félagi í kórnum, söng perluna Nótt eftir Árna Thorsteinsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir söng, einnig með kórnum, Draumlandið eftir Sigfús Einarsson og Heyrið vella á heiðum hveri eftir Björgvin Guðmundsson. Árni er efnilegur söngvari og söng „nóttina" vel og það þarf ekki að fara mörgum orðum um söng Sig- rúnar eða undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur, sem var frábær, sem og agaður og fallega mótaður söngur kórsins, undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Gestir þeir sem samfögnuðu Karlakór Reykjavíkur, voru Drengjakór Laugarneskirkju, er söng tvö lög undir stjórn Friðriks, og Karlakórinn Fóstbræður, undir stjórn Árna Harðarsonar, er söng af glæsibrag Ár var alda, íslenskt þjóðlag í meistaraútsetningu Þórar- ins Jónassonar. Saman sungu svo karlakórarnir báðir Brennið þið vitar eftir Pál ísólfsson og var það tignar- legur flutningur, sem Friðrik S. Kristinsson stjórnaði við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Síðasti gestakórinn var Kvennakór Reykjavíkur, undir stjórn Margrétar Pálmadóttur, er flutti Afmælisdikt Atla Heimis Sveinssonar og Kalliolle Kukkulaile, finnskt lag, og söng kórinn bæði iögin mjög vel og naut til þess undirleiks Svönu Víkings- dóttur. Einsöngvarar, sem auk Sigrúnar Hjálmtýsdóttur hafa starfað með Karlakórnum, sungu næst og skal þar fyrst nefna Sieglinde Kahmann, er söng Wien, du Stadt meiner Tráume. Næst komu fram Signý Sæmundsdóttur og Sigurður Björns- son er sungu dúettinn Schenkt man sich Rosen in Tirol og lauk þessum þætti, sem Páll P. Pálsson stjórnaði, með tvísöng Signýjar og Bjarkar Jónsdóttur, en þær fluttu Die Schwestern eftir Brahms. Flutning- ur þessara listamanna var í þeim gæðaflokki er sæmir atvinnusöngv- urum, en undirleikari var sem fyrr Anna Guðný Guðmundsdóttir. Lokaþáttur afmælishátíðarinnar var samsöngur Karlakórs Reykjavík- ur og eldri félaga. Páll P. Pálsson stjórnaði ísland ögrum skorið og Nú hnígur sói, en lokaverkið var Þér landnemar eftir Sigurð Þórðarson og þvj stjórnaði Friði;ik S. Kristins- son. í heild voru þetta glæsilegir afmælistónleikar og auðheyrt að kórinn er í góðu formi og nýtur þar til góðrar söngstjórnar, enda mun ýmislegt vera í bígerð, bæði varð- andi tónleika og hljóðritanir. Karla- kór Reykjavíkur á inni hjá hlustend- um sínum þakkir fyrir góðan söng í 70 ár'og þar með fylgja árnaðarósk- ir um glæsilega söngvaframtíð. Jón Ásgeirsson Skyld’ann hanga þurr? LEIKLIST S n ú ö u r o g S n œ 1 d a VEÐRIÐ KLUKKAN ÁTJÁN OG HÁTTATÍMI Veðrið klukkan átján eftir Henning Nielsen og Háttatimi eftir Philip Johnson. Leikstjóm Sigrún Val- bergsdóttir. Lýsing Kári Gíslason. Leikmynd og búningar hópurinn. Sýnt í Kisinu, Hverfisgötu 105. Laug- ardagur 17. febrúar. EF mér væri boðið að finna leik- verk fyrir hóp þar sem meðalaldur leikenda væri 75 ár mundi ég af- þakka og segja að ég væri að fara á fund í Áfengismálavarnarnefnd Nesjayallafjarðar. En það gera ekki allir. Á laugardaginn var frumsýndi leikfélag eldri borgara, Snúður og Snælda, tvo einþáttunga, Veðrið klukkan átján og Háttatíma. Veðrið klukkan átján, eftir Dan- ann Henning Nielsen, var þýtt sér- staklega fyrir Snúð og Snældu, af Sigrúnu Valbergsdóttur. Á dönsku heitir verkið Vejrmollen, eða Veðra- myllan í beinni, þurri þýðingu, sem það var; rifrildi um hvernig veðrið var. Rifrildið var í raun bara milli tveggja persóna, hinar fjórar voru viljalausir taglhnýtingar .sem tóku bara mark á „síðasta ræðumanni", einsog oft vill verða. Verkið er allegóría um leiðitaman múg, skoðanamyndun og vanhugs- aða uppreisn sem endar á sama stað og hún hófst, hlutverkin voru það eina sem höfðu breytzt. Búningar og förðun voru mjög svipaðir búningum og förðun franskra látbragðsleikara, svört jakkaföt og kúluhattur utan um pappírshvít andlit. Allir voru eins, aðeins skyrtur og hanzkar voru mis- munandi litir. Ég verð að segja að mér fannst handahreyfingar Fjólu- blárrar aðeins of ýktar, þær drógu athyglina frá orðræðu hennar. Var það kannski tilgangurinn? Háttatíminn var meira sérsniðinn fyrir eldri leikarahóp; yngsta persón- an var 49 ára bæld dótlir. Hann var um konu sem var við það að slökkva á sínu daglega lífi og ætlaði að leggjast ! rúmið, af þv! hún var að verða sjötug. Móðir hennar hafði gert það, og amma, 'og til.að eltá hefðina- þá varð hún sjálf að gera það líka. Hún sagð- ist heyra raddir: „tíminn líð- ur/rúmið bíður“. Er hægt að finna fáránlegri afsökun til að hætta að lifa? Hvað er langt síðan Parthenon, Meyjarhofið í Aþenu, varð sjötugt? Sá sem þýddi verkið hefur verið svo heillaður af höfundi Njálu að hann lét hvergi nafns síns getið. Meira var lagt í leikmynd og bún- inga þar en í Veðrinu, enda erfitt að hafa hana einfaldari en þar; stóll, fatahengi og sex regnhlífar. Þetta voru hvort tveggja skemmtileg verk og þau skildu líka eitthvað eftir sig. Af tveim góðum þótti mér Veðrið vera betra; það býður upp á meiri „eftirþanka" þeg- ar heim kemur. Ljósmynd/ívar Þórhallson ' LEIKENDUR í Háttatíma. Ég komst reyndar aldrei í „leik- húsfílinginn" minn. Það var nefni- lega ekkert skilti með myndavél með rauðu striki yfir og þ.a.l. var ég dreginn út úr heimi leikhússins af flassljósi sem, með vissu millibili, lýsti upp salinn. Það hlýtur að vera hægt að finna annan tíma til mynda- töku, en einmitt frumsýningu. Annars skemmti ég mér vel og tek ofan fyrir þessu sex ára gamla leikfélagi, eða öllu heldur, tæki ég ofan ef ég gengi með hatt. Heimir Viðarsson PARKETSLÍPUN Sigurðar Ólafssonar Við gerum gömlu gólfin sem ný Sími: 564 3500 - 852 5070 FERMINGARMYNDATÖKUR SVIPMYNDIR Hverfisgötu 18, sími 552 2690 Stretsbuxur kr. 2.900 Konubuxur kr. 1.490 Miki& úrval af allskonar buxum Opið ó laugardögum • LOWARA mmm DÆLUR Gæðavara, mikið úrval, hagstætt verð, örugg þjónusta. = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 91-624260 ARGUS/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.