Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR „Á köldum klaka“ hlýtur lof í Belgíu Guðdóinlegiir gimsteinn „Á KÖLDUM klaka“, kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, fær hæstu einkun í belgíska vikublaðinu Humo. Myndin fær þrjár stjörnur af fjórum mögulegum hjá Alex Stockman, sem skrifar að hér sé á ferð „guðdómlegur gimsteinn“. Mynd Friðriks Þórs er nú sýnd í kvikmyndahúsum í Belgíu og að sögn Stockmanns er hún byggð á „langsóttum hugmyndum, en þær virðast ganga fullkomlega upp“. ísför Stockman kallar Friðrik Þór Jim Jarmusch íslands og aðalleikarann, Nagase, James Dean Japana. Gagnrýnandinn skrifar undir fyr- irsögninni „ísför“: ,,„Á köldum klaka“ er guðdómlegur gimsteinn, steyptur í frábærum víddum, fullur af geðslegu gamni og furðulegum skáldskap. Stundum mætti halda að andi rokkvíkinga [Finnans Aris] Kaurismákis, „Leningrad Cowboys“ ráfaði um í henni. Og þótt þessi ís- för muni ekki hleypa af stað bylt- ingu í gerð mynda af vegamynda- skólanum er ferðalagið fullkomlega þess virði. Auk þess er útilokað að mynd, sem vegsamar stórkostleg- asta bíl allra bíla, Citroén DS, með þessum hætti, geti verið vond mynd.“ MÁLVERK eftír Guðjón Bjarnason. Gamalt menntaskólagrín KVIKMYNDIR L a u g a r á s b í ó SKÓLAFERÐALAG „National Lampoon’s School Trip“ ★ Leikstjóri: Kelly Maikin. Handrit: Roger Kumble og I. Marlene King. Aðalhlutverk: Matt Frewer, Valerie Makaffey og Tommy Chong. New Line Cinema. 1995. BANDARÍSKU menntaskóla- myndirnar hljóta að vera búnar að syngja sitt síðasta með þessari ófyndnu endaleysu sem heitir Skólaferðalag. Hún segir frá hópi vandræðaunglinga sem ferðast til Washington að hitta sjálfan forset- ann og er jafn furðulega heimsku- leg og allar verstu myndirnar af þessari sort. Kannski helsti gallinn við myndina sé sá, fyrir utan vond- an gamanleik, að ekki er til í henni frumleg hugsun. Eins og venjulega er keyrt á þungarokki allan tím- ann, sem á að merkja einhverskon- ar uppreisnaranda unga fólksins, og samsetning hópsins er skelfi- lega kunnugleg. Þarna er dóp- hausinn sem veit hvorki í þennan heim né annan, feitabollan sem býr yfir óvenjulegum eyðilegging- armætti, venjulegi strákurinn sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna og gáfnaljósið sem á í erf- iðleikum með stelpur. Enginn af þessum persónum getur verið fyndin svo neinu nemur því allt sem þessir strákar gera hefur ver- ið gert hundrað sinnum áður bæði í betri og verri myndum. Gamanleikarinn Matt Frewer leikur skólastjórann sem heldur utan um hópinn og er allan tímann eins og festur upp á þráð. Hann sækir æstan leik sinn mjög til breska háðfuglsins John Cleese, er lék frábærlega stressaðan skólastjóra í „Clockwise“. Þannig er allt í þessari mynd fengið annar- staðar að. Bandaríska mennta- skólaskopið átti sitt blómaskeið um það leyti sem John Belushi lék í „National Lampoon’s Animal House“ fyrir hartnær tveimur ára- tugum. Skólaferðalagið er gerð í sama stílnum. Ekkert á að hafa breyst á öllum þessum tíma. Raun- in er auðvitað allt önnur. Myndin er aðeins dreggjarnar af löngu liðnu gamni. Arnaldur Indriðason Guðjón sýnir í Haugesund GUÐJÓN Bjarnason myndlistar- maður sýnir um þessar mundir í Haugesund Kunstforening í Nor- egi. Þetta er þriðja sýning Guðjóns á skömmum tíma í Noregi. Hann sýndi í Stavanger Kunstforening 1993 og Drammen Kunstforening 1995. A sýningunni í Haugesund eru rúmlega 20 málverk unnin á sl. ári og ein höggmynd. Við opnunina flutti Gystein Loge listfræðingur og safnstjóri Drammen Kunstforening ávarp þar sem hann fjallaði um list Guð- jóns. Síðar á árinu mun Guðjón taka þátt í samsýningu norrænna listamanna i Osló. Sýningunni í Haugesund Kunst- forening lýkur sunnudaginn 25. febrúar. Benjamín dúfa sigurstrangleg Berlín. Morgunblaðið. TVÆR íslenskar kvikmyndir voru frumsýndar á alþjóðlegu kvikmynda- hátíðinni í Berlín um helgina. Benj- amín dúfa keppir þar í barnamynda- flokki en Agnes er sýnd í Panor- ama, flokki úrvalsmynda. Töluvert hefur verið fjallað um myndirnar í þýskum fjölmiðlum en það þykir mikil viðurkenning fyrir íslenska kvikmyndagerð, að tvær íslenskar myndir skyldu hafa verið valdar til, sýninga á hátíðinni sem er ein sú stærsta í heimi. Á kvikmyndamarkaðinum þar sem kaupendur og seljendur kvikmynda hittast, verða að auki sex íslenskar kvikmyndir teknar til sýninga. Viðbrögð áhorfenda við Agnesi á frumsýningu voru jákvæð og upp- selt var á sýninguna í gær, mánu- dag.,Myndin hefur þó hlotið misgóða dóma í dagblöðum. í gagnrýni dag- blaðsins Suddetsche Zeitung í gær er myndin talin hafa komist í Panor- ama flokk vegna hagsmunatengsla þar sem hún er gerð í samvinnu við þýska framleiðendur. Það er ekki auðvelt að vera barn er yfirskrift barnamyndakeppninnar sem nú er haldin í fjórtánda sinn. Þrettán myndir keppa en veitt verða tvenn aðskiTin verðlaun fyrir bestu barnamyndina, önnur af UNICEF en hin af ellefu börnum á aldrinum tíu til fjórtán ára. í umfjöllun um barnamyndirnar í berlínska tímaritinu „Zitty“ er Benj- amín dúfa ásamt írsku myndinni Vinur minn Jói og dönsku myndinni Horfðu á mig fljúga, taldar hafa alla burði til að bera sigur úr býtum. Verðlaunin verða afhent þann 26. febrúar. Eftir frumsýningu gafst bíógest- um kostur á að spyija léikstjóra Benjamíns dúfu, Gísla Snæ Erlings- son nánar um myndina sem var sýnd með þýsku tali. Yngstu áhorfendurn- ir létu ekki á sér standa og spurning- unum rigndi yfir hann. Vinirnir Klaus og Jörgen sem báðir eru tólf ára, sögðu í samtali við Morgunblaðið að þeim hafi þótt myndin afskaplega góð en heldur hefðu þeir kosið að Baldur, ein af söguhetjum myndarinnar hefði ekki dáið. Ekki voru þeir einir um þá skoðun því þó mikið hafi verið klapp- að í lokin, voru þó nokkrir sem pú- uðu til að lýsa yfir óánægju sinni með dauða Baldurs. Gísli Snær út- skýrði að í raunveruleikanum geta þeir dáið sem síst eiga það skilið. Þegar hann var lítill hafi hann misst vin sinn og þá hafi hann orðið reiður því enginn hafi útskýrt fyrir honum dauðann. Um Berlínarbjörninn keppa að þessu sinni 29 myndir. Sigurstrang- legust þykir enn sem komið er mynd Emmu Thompson „Sense and Sensi- bility". Heiðursbjörninn fá að þessu sinni Jack Lemmon og Elia Kazan fyrir framlög sín til kvikmynda. Hátíðin stendur í tólf daga og lýkur 26. febrúar. Skítt með’a eftir Valgeir Skagfjörð LEIKFÉLAG Fjölbrautaskólans í Garðabæ frumsýnir í dag, þriðjudag, kl. 16 leikritið Skítt með’a eftir Valgeir Skagfjörð sem jafnframt samdi tónlistina. Leikritið fjallar um vinahóp unglinga og kemur inná þá erf- iðleika sem krakkar þurfa að horfast I augu við á þessum árum, t.d. vímuefni, ástir, sam- kynhneigð og foreldraeijur. Leikstjóri er Gunnar Gunn- steinsson. Verkið er sett upp í Bæjarútgerð Hafnarfjarðar (Hermóður og Háðvör). Sýning- ar verða fjórar talsins. Dansað við dauðann ALNÆMI er efniviður nýs ball- ets, sem konunglegi breski ball- ettínn sýnir í London í febrúar og mars. Ballettinn nefnist „Dansað við dauðann", en er kallaður „alnæmisballettínn“ i daglegu tali. Höfundur ballettsins er Matthew Hart og fjallar hann um þrjá menn, sem þjást af sjúk- dómnum. En sjúkdómurinn er ekki aðeins tekinn fyrir frá þeirra sjónarhóli, heldur er skyggnst í smásjánna og áhorf- endum sýnt þegar hin banvæna sýking á sér stað. Einn dansar- anna er í hlutverki alnæmisveir- unnar og um leið dauðans og á móti honum dansa hvítu blóð- kornin. Gagnrýnandi dagblaðs- ins The Independent kallaði þennan þátt „Stjörnustríð ónæmiskerfisins“ og fannst heldur kjánalegt. Á myndinni sést Jonathan Cope ásamt öðrum dönsurum i „Dansað við dauðann“. * Islenskur leikur í Noregi EINLEIKURINN „Þá mun eng- inn skuggi vera til“ sem fjallar um sifjaspell og afleiðingar þess, hefur nú verið sýndur 75 sinnum víða um land, og hefur aðstandendum leikþáttarins verið boðið að sýna hann á ráð- stefnu sem haldin verður dag- ana 20.-21. feb. í bænum Förde I Sogn og Fjordana I Noregi. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Kynferðisleg misnotkun á bömum" og að henni standa Kommunal opplæring og lög- fræðistofan Folkman. Þetta er stór ráðstefna þar sem allar stofnanir sem koma að þessum málum eru með erindi, s.s. barnavemdamefnd, lögreglan, kvennaathvörf og miðstöðvar fyrir þolendur kynferðislegrar mistnotkunar, sálfræðingar, læknar, dómarar og fleiri. Leik- þátturinn verður fluttur á sænsku, en norræna ráðherra- nefndin styrkti þýðinguna si. haust. Þá munu Islendingar I Ósló eiga þess kost að sjá leik- þáttinn mánudagskvöldið 26. feb. Leikþátturinn stendur fé- lagasamtökum, fyrirtækjum og framhaldsskólum hér heima, ennþá til boða. Upplýsingar fást hjá Kolbrúnu Emu Pétursdótt- ur leikkonu. LEIKENDUR í Skítt með’a sem frumsýnt verður í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.