Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 9 FRETTIR Fleiri telja einkaaðila hæfari en ríki til atvinnurekstrar Andstaða við sölu ríkisbankanna ALLS töldu 54% í skoðanakönnun Talnakönnunar að einkaaðilar væru hæfari til atvinnurekstrar en ríkið. Annað var hins vegar uppi á teningnum þegar spurt var hvort viðkomandi væri sammála því að ríkið seldi Búnaðarbankann og Landsbankann einkaaðilum. Nú töldu 43% að ríkið ætti ekki að selja bankana einkaaðilum. Skoðanakönnunin náði til 500 manna handahófsúrtaks úr síma- skránni og fór fram í lok janúar. Ovissa er um 4%. Annars vegar var spurt hvort viðkomandi teldi ríki eða einkaað- ila hæfari til þess að stunda at- vinnurekstur. Meirihluti, eða 54%, taldi að einkaaðilar væru hæfari til atvinnurekstrar en ríkið. Aðeins 7% töldu ríkið hæfara en 38% voru ekki viss í sinni sök. Sumir töldu það fara eftir aðstæðum en aðrir höfðu ekki myndað sér skoðun á málinu. Mesta trú á ríkinu hefur yngra fólkið, 30 ára og yngri, þar sem 11% töldu ríkið hæfast og þeir elstu, yfir sextugt _en 9% þeirra töldu ríkið færara. í Vísbendingu, vikuriti um viðskipti og efnahags- mál, kemur fram að þegar svörin eru greind eftir því hvað menn kusu í síðustu kosningum kemur í Ijós að stuðningsmenn þriggja flokka hafa nær sömu skoðun á þessu máli. Hjá Alþýðuflokknum, Sjálfstæðisflokknum og Þjóðvaka töldu 68-70% að einkaaðilar væru hæfari en 5-7% töldu ríkið færara til atvinnurekstrar. Trúaðastir á ríkið voru kjósendur Alþýðubanda- lagsins en 16% treystu ríkinu bet- ur en 34% einkaaðilum. Um 12% framsóknarmanna töldu ríkið hæf- ara en 42% þeirra drógu .taum einkaaðila. Minnsta skoðun á spurningunni höfðu stuðnings- menn Kvennalistans en 62% þeirra voru óákveðin, 7% töldu ríkið hæf- ara en 33% töldu reksturinn betur kominn í hondum einkaaðila. Ungir styðja sölu bankanna Afstaðan er á annan veg þegar spurt er hvort viðkomandi sé sam- mála því að ríkið selji Búnaðar- bankann og Landsbankann til einkaaðila. Þá eru flestir eða 43% á þeirri skoðun að ríkið eigi ekki að selja bankana. Jafnstórir hóp- ar, eða um 28%, segjast fylgjandi sölu og eru ekki vissir í sinni sök. Nú bregður svo við að þeir yngstu styðja söluna helst. Aðeins hjá fólki undir þrítugu voru fleiri fylgjandi sölu en á móti (36% á móti 30%). Fólk yfir sextugu vill hins vegar eiga ríkisbankana áfram en aðeins 12% þess vilja selja bankana en 56% eru á móti því. FOLK Fyrirlestur um fæðar- deilur og galdramál •HELGI Þorláksson, prófessor í sagnfræði, heldur jómfrúarfyrir- lestur í Háskóla íslands í dag, þriðjudaginn 20. febrúar, kl. 17.15 í stofu 101 í Odda. Nefnist fyrirlest- urinn Galdur og fæð, brennur og blóðhefnd. Helgi Þorláks- son var skipaður prófessor í sagnfræði 1. ágúst 1995. Hann hefur mest stundað rannsóknir á hagsögu miðalda og í seinni tíð á fæðardeilum og blóð- BLAZERJAKKAR FRA DANIEL D. VERÐ KR 23.600 NEÐSTVIÐ ■ »já 0 1® V DUNHAGA 1 S\ SÍMI 562 2230 Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14. Nýkomnir tvískiptir kjólar t tískuverslun Rauðarárstíg 1, sími 561 5077 VANDAÐAR BARNA MYNDA TOKUR : hefnd_ í þjóðveldinu og heimildar- gildi íslendingasagna. Ennfremur hefur hann skrifað um sögu 17. aldar. Galdramál voru lítt þekkt á þjóðveldisöld og fæðardeilur alveg úr sögunni á 17. öld. Helgi mun kanna hvort gagnkvæm tor- tryggni og spenna í samfélaginu hafi átt sér tvær ólíkar birtingar- niyndir, annars vegar sem fæðar- deilur á þjóðveldistíma og hins vegar sem galdur á 17. öld. Fyrir- lesturinn verður haldinn í stofu 101 í Odda og hefst kl. 17.15. Öllum er heimill aðgangur. - kjarni málsins! 10% afsláttur frá 10. til 25. febrúar Ljósmyndastofa Kópavogs Hamraborg 11 • Stmi 554-3020 Ljósmyndastofan Mynd Bæjarhrauni 22 • Sími 565-4207 Barna og fjölskyldu- -ljósmyndir Ámiúla 38 • Sími 588-7644 muniÖ að panta tímalega SVANNI Stangarhyl 5' Pósthólf 10210 130 Reykjavík Kennitala: 620388 - 1069 Sími 567 3718 Fax 567 3732 ÚTSALA - UTSALA Útsalan stendur enn Vekjum sérstaka athygli á dömusíðubuxum og herraskyrtum. 20% afsláttur af undirfötum og náttfötum. Opió virka daga frá kl. 10-18 • Laugardaga frá kl. 10-14. _MaxMara_ Við flytjum Síðasta vika útsölunnar Aukinn afsláttur Mari Hverfisgölu 52-101 Reykajvík - s. 562-2862 Utsölulok 15% Munið okkar góðu vörumerki calida PARÍSARbúðin Austurstræti 8, sími 551 4266 Nýtt útbob ríkisbréfa mibvikudaginn 21. febrúar 1996 Ríkisbréf, 1. fl. 1995, til 3 ára Útgáfudagur: Gjalddagi: Greiösludagur: Einingar bréfa: Skráning: Viðskiptavaki: 19. maí 1995 10. apríl 1998 23. febrúar 1996 100.000. 1.000.000, 10.000.000 kr. Eru skráð á Verðbréfaþingi íslands Seðlabanki íslands Ríkisbréf, 1. fl. 1995, til 5 ára Útgáfudagur: Gjalddagi: Greiðsludagur: Einingar bréfa: Skráning: Viðskiptavaki: 22. september 1995 10. október 2000 23. febrúar 1996 100.000. 1.000.000, 10.000.000 kr. Eru skráð á Verðbréfaþingi íslands Seðlabanki íslands Sölufyrirkomulag: Ríkisbréfin verða seld með tilboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisbréf að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboösins sé ekki lægri en 10 milljónir króna að nafnverði. Öll tilbob í ríkisbréf þurfa ab hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14:00 á morgun, mibvikudaginn 21. febrúar. Útboðsskilmálar, önnur tilboösgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 562 4070. GOTT FÓLK / SÍA - 464
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.