Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 9
FRETTIR
Fleiri telja einkaaðila hæfari
en ríki til atvinnurekstrar
Andstaða við sölu
ríkisbankanna
ALLS töldu 54% í skoðanakönnun
Talnakönnunar að einkaaðilar
væru hæfari til atvinnurekstrar
en ríkið. Annað var hins vegar
uppi á teningnum þegar spurt var
hvort viðkomandi væri sammála
því að ríkið seldi Búnaðarbankann
og Landsbankann einkaaðilum.
Nú töldu 43% að ríkið ætti ekki
að selja bankana einkaaðilum.
Skoðanakönnunin náði til 500
manna handahófsúrtaks úr síma-
skránni og fór fram í lok janúar.
Ovissa er um 4%.
Annars vegar var spurt hvort
viðkomandi teldi ríki eða einkaað-
ila hæfari til þess að stunda at-
vinnurekstur. Meirihluti, eða 54%,
taldi að einkaaðilar væru hæfari
til atvinnurekstrar en ríkið. Aðeins
7% töldu ríkið hæfara en 38% voru
ekki viss í sinni sök. Sumir töldu
það fara eftir aðstæðum en aðrir
höfðu ekki myndað sér skoðun á
málinu.
Mesta trú á ríkinu hefur yngra
fólkið, 30 ára og yngri, þar sem
11% töldu ríkið hæfast og þeir
elstu, yfir sextugt _en 9% þeirra
töldu ríkið færara. í Vísbendingu,
vikuriti um viðskipti og efnahags-
mál, kemur fram að þegar svörin
eru greind eftir því hvað menn
kusu í síðustu kosningum kemur
í Ijós að stuðningsmenn þriggja
flokka hafa nær sömu skoðun á
þessu máli. Hjá Alþýðuflokknum,
Sjálfstæðisflokknum og Þjóðvaka
töldu 68-70% að einkaaðilar væru
hæfari en 5-7% töldu ríkið færara
til atvinnurekstrar. Trúaðastir á
ríkið voru kjósendur Alþýðubanda-
lagsins en 16% treystu ríkinu bet-
ur en 34% einkaaðilum. Um 12%
framsóknarmanna töldu ríkið hæf-
ara en 42% þeirra drógu .taum
einkaaðila. Minnsta skoðun á
spurningunni höfðu stuðnings-
menn Kvennalistans en 62% þeirra
voru óákveðin, 7% töldu ríkið hæf-
ara en 33% töldu reksturinn betur
kominn í hondum einkaaðila.
Ungir styðja sölu bankanna
Afstaðan er á annan veg þegar
spurt er hvort viðkomandi sé sam-
mála því að ríkið selji Búnaðar-
bankann og Landsbankann til
einkaaðila. Þá eru flestir eða 43%
á þeirri skoðun að ríkið eigi ekki
að selja bankana. Jafnstórir hóp-
ar, eða um 28%, segjast fylgjandi
sölu og eru ekki vissir í sinni sök.
Nú bregður svo við að þeir
yngstu styðja söluna helst. Aðeins
hjá fólki undir þrítugu voru fleiri
fylgjandi sölu en á móti (36% á
móti 30%). Fólk yfir sextugu vill
hins vegar eiga ríkisbankana
áfram en aðeins 12% þess vilja
selja bankana en 56% eru á móti
því.
FOLK
Fyrirlestur um fæðar-
deilur og galdramál
•HELGI Þorláksson, prófessor
í sagnfræði, heldur jómfrúarfyrir-
lestur í Háskóla íslands í dag,
þriðjudaginn 20.
febrúar, kl. 17.15
í stofu 101 í Odda.
Nefnist fyrirlest-
urinn Galdur og
fæð, brennur og
blóðhefnd.
Helgi Þorláks-
son var skipaður
prófessor í sagnfræði 1. ágúst
1995. Hann hefur mest stundað
rannsóknir á hagsögu miðalda og
í seinni tíð á fæðardeilum og blóð-
BLAZERJAKKAR
FRA DANIEL D.
VERÐ KR 23.600
NEÐSTVIÐ ■ »já 0 1® V DUNHAGA 1 S\ SÍMI 562 2230 Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14.
Nýkomnir
tvískiptir kjólar
t tískuverslun
Rauðarárstíg 1, sími 561 5077
VANDAÐAR
BARNA
MYNDA
TOKUR
:
hefnd_ í þjóðveldinu og heimildar-
gildi íslendingasagna. Ennfremur
hefur hann skrifað um sögu 17.
aldar. Galdramál voru lítt þekkt á
þjóðveldisöld og fæðardeilur alveg
úr sögunni á 17. öld. Helgi mun
kanna hvort gagnkvæm tor-
tryggni og spenna í samfélaginu
hafi átt sér tvær ólíkar birtingar-
niyndir, annars vegar sem fæðar-
deilur á þjóðveldistíma og hins
vegar sem galdur á 17. öld. Fyrir-
lesturinn verður haldinn í stofu
101 í Odda og hefst kl. 17.15.
Öllum er heimill aðgangur.
- kjarni málsins!
10% afsláttur
frá 10. til 25. febrúar
Ljósmyndastofa Kópavogs
Hamraborg 11 • Stmi 554-3020
Ljósmyndastofan Mynd
Bæjarhrauni 22 • Sími 565-4207
Barna og fjölskyldu-
-ljósmyndir
Ámiúla 38 • Sími 588-7644
muniÖ að panta tímalega
SVANNI
Stangarhyl 5'
Pósthólf 10210 130 Reykjavík
Kennitala: 620388 - 1069
Sími 567 3718 Fax 567 3732
ÚTSALA - UTSALA
Útsalan stendur enn
Vekjum sérstaka athygli á dömusíðubuxum
og herraskyrtum. 20% afsláttur af undirfötum og náttfötum.
Opió virka daga frá kl. 10-18 • Laugardaga frá kl. 10-14.
_MaxMara_
Við flytjum
Síðasta vika útsölunnar
Aukinn afsláttur
Mari
Hverfisgölu 52-101 Reykajvík - s. 562-2862
Utsölulok
15%
Munið okkar góðu vörumerki
calida PARÍSARbúðin
Austurstræti 8, sími 551 4266
Nýtt útbob
ríkisbréfa
mibvikudaginn 21. febrúar 1996
Ríkisbréf, 1. fl. 1995,
til 3 ára
Útgáfudagur:
Gjalddagi:
Greiösludagur:
Einingar bréfa:
Skráning:
Viðskiptavaki:
19. maí 1995
10. apríl 1998
23. febrúar 1996
100.000. 1.000.000,
10.000.000 kr.
Eru skráð á
Verðbréfaþingi íslands
Seðlabanki íslands
Ríkisbréf, 1. fl. 1995,
til 5 ára
Útgáfudagur:
Gjalddagi:
Greiðsludagur:
Einingar bréfa:
Skráning:
Viðskiptavaki:
22. september 1995
10. október 2000
23. febrúar 1996
100.000. 1.000.000,
10.000.000 kr.
Eru skráð á
Verðbréfaþingi íslands
Seðlabanki íslands
Sölufyrirkomulag:
Ríkisbréfin verða seld með tilboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt
að bjóða í ríkisbréf að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboösins
sé ekki lægri en 10 milljónir króna að nafnverði.
Öll tilbob í ríkisbréf þurfa ab hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir
kl. 14:00 á morgun, mibvikudaginn 21. febrúar. Útboðsskilmálar, önnur
tilboösgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins,
Hverfisgötu 6, í síma 562 4070.
LANASYSLA RIKISINS
Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 562 4070.
GOTT FÓLK / SÍA - 464