Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 43 FRÉTTIR Björn Egill Arnbjörg Bjarnason Jónsson Sveinsdóttir Alþingismenn heimsækja Fljótsdalshérað MENNTAMÁLARÁÐHERRA, Björn Bjarnason, og alþingismenn- irnir Egill Jónsson og Arnbjörg Sveinsdóttir efna til fundar á Egils- stöðum miðvikudaginn 21. febrúar kl. 20.30. Á fundinum, sem verður haldinn í félagsheimilinu Valaskjálf, verður einkum fjallað um menntamál. Á fimmtudaginn verða skólar á Eg- ilsstöðum og í nágrenni heimsóttir eftir því sem tími leyfir. Bókasöfn á sjúkrahúsunum BÓKAHRINGRÁS Máls og menn- ingar hefst á öskudaginn og renn- ur ágóðinn af henni allur til bóka- safna Kvennadeildar Reykjavíkur- deildar Rauða kross íslands að þessu sinni. Öskudagurinn er hefð- bundinn fjáröflunardagur deilda Rauða kross íslands. Kvennadeild- in verður þrítug á árinu en sjálf- boðaliðar hennar hafa nánast frá upphafi annast bókaútlán á sjúkrahúsum í Reykjavík. í fréttatilkynningu segir að bókahringrásin felist í því að al- menningur komi með notaðar bækur í verslanir Máls og menn- ingar og færir Kvennadeildinni að gjöf. Bókagjöfin verður endurgold- in með 10% afslætti af öllum vör- um í verslunum Máls og menning- ar. Móttaka bókar hefst þriðjudag- inn 20. febrúar. Almenningur get- ur komið með gamlar eða nýlegar notaðar bækur, jafnt íslenskar sem erlendar, fullorðins- og barnabækur. Frá og með miðviku- deginum 21. febrúar getur svo hver sem er komið og keypt not- uðu bækurnar og styrkt eigið bókasafn um leið og hann leggur bókasafnihu á sjúkrahúsunum lið. Bækurnar verða seldar á 500 kr. kílóið og rennur ágóðinn að frádregnum virðisaukaskatti til bókakaupa Kvennadeildarinnar. Kvennadeildin ráðstafar svo að vild þeim bókum sem ekki hafa selst þegar bókahringrásinni lýkur að kvöldi mánudagsins 26. febr- úar. Gæðaátak á smurstöðvum Sjö stöðvar fá viðurkenningn SJÖ smurstöðvar fengu í fyrradag viðurkenningar vegna gæðaá- taks, sem Bílgreinasambandið, Félag íslenskra bifreiðaeigenda, Olís, Esso og Skeljungur standa að. Vonir eru bundnar við að framhald geti orðið á verkefninu svo að fleiri stöðvar bætist í hóp- inn, en í máli Hallgríms Gunnars- sonar, formanns Bílgreinasam- bandsins, kom fram að í nútíma samkeppnisþjóðfélagi væru kröf- ur fyrirtækja og viðskiptavina þeirra stöðugt að aukast og breyt- ast. Smurstöð, sem hlotið hefði viðurkenningu fyrir gæðaátak, hlyti að vera eftirsóttari til við- skipta en aðrar. Sífellt fleiri fyrirtæki eru að taka upp gæðakerfi, sem byggð eru á ýíhsum stöðlum til að auka samkeppnishæfnina á því sviði sem fyrirtækið starfar á. Bætt samkeppnisaðstaða, hátt þjón- ustustig, hæft starfsfólk og betri afkoma væru afleiddir þættir af hvers konar gæðakerfum, sem fyrirtæki nota til að stýra öllum þáttum starfsemi sinnar. Þetta ætti jafnt við um smurstöðvar eins og alla aðra þætti þjónustu sem fer fram innan bílgreinarinn- ar. Til þess að svara þessum kröf- um var myndaður samstarfshópur til að vinna að sameiginlegu gæðaátaki á smurstöðvum. Útbú- inn var sérstök átaksbók þar sem skráðar eru upplýsingar um alla þætti starfseminnar, svo sem um húsnæði, vinnuaðstöðu, aðstöðu fyrir viðskiptavini, búnað, tæki, þjónustusvið, hæfni og þekkingu starfsmanna, þjálfun starfs- manna, þekkingu á efnum og öðru sem notað er og selt ásamt öðru sem tengist starfsemi og þeirri þjónustu sem veitt er á smurstöðvum. Þá eru einnig sett- ar fram kröfur skráhingu um út- lit, merkingar og umgengni sem Morgunblaðið/Kristinn FULLTRÚAR þeirra sjö smurstöðva, sem fengu viðurkenningu fyrir gæðaátak. Frá vinstri: Magnús Jóhannsson frá Esso í Hafnarfirði, Egill Egilsson frá Bæjardekki í Mosfellsbæ, Snjólf- ur Fanndal Kristbergsson frá smurstöðinni Stórahjalla í Kópa- vogi, Þorsteinn Bragason frá smurstöðinni Garðabæ, Jón C. Sigurðsson frá Heklu, Þórður Ingimarsson frá smur- og hjól- barðaþjónustu Björns og Þórðar í Keflavík og ívar Ásgeirsson frá smurstöðinni Vogum við Knarrarvog i Reykjavík. hver smurstöð verður að uppfylla ásamt áætlunum um breytingar, endurbætur og annað sem telst til hagsbóta. Að uppfylltum kröf- um hlýtur smurstöðin sérstaka viðurkenningu þeirra aðila sem að átaksverkefninu standa. í átaksbókinni er sérstakur kafli þar sem fjallað er um kvart- anir og meðhöndlun þeirra. Þær kvartanir, sem kunna að berast, eru skráðar og síðan notaðar til þjálfunar starfsmanna til að koma í veg fyrir endurtekningu. Þá er einnig starfandi sérstök nefnd þeirra aðila sem að verkefninu standa. Starfsvettvangur þessar- ar nefndar er að fjalla um hvers konar kvartanir, sem kunna að berast frá viðskiptavinum, koma á sáttum og skera úr um ágrein- ingsmál, sem upp kunna að koma á milli aðila. VÁKORT Eftirlýst lcort nr.: Erlend kort: 4581 0981 2741 8138 4925 6550 0001 1408 AfgralOsluMlk. vinumlsgaat takltt ofangralnd kort úr umfortt og ■ondlttVISA (■landl Bundurkllppt. VERÐ LAIN KR. 5000,- fyrlr ott klófosta kort og viaa A vAgmt Vaktþjónustn VISA er opln allan j sólarlirinQlnn. Þangafi b«r aO ( tilkynna um gltttutt og atolln kort SlMI: 567 1700 Alfakakka 18-109 Roykjavlk ÞRÁTT fyrir ágæta færð var tilmliskynnt um 36 umferðaró- höpp til lögreglunnar um helgina. Fólk slasaðist í tveimur tilvikum. Á föstudag varð gangandi vegfar- andi fyrir manni á reiðhjóli í Kirkjustræti. Sá fyrrnefndi fékk höfuðhögg og var fluttur á slysa- deild með sjúkrabifreið. Þá þurfti maður að leita á slysadeild vegna áreksturs þriggja bifreiða á Miklu- braut við Stakkahlíð á laugardag. Tilkynntar líkamsmeiðingar voru þtjár talsins. Þær voru í öllum tilvikum minniháttar. Einn var fluttur á slysadeild eftir slagsmál á Lækjartorgi aðfaranótt laugar- dags. Annar var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þá var ölvaður maður handtekinn í Aust- urstræti um svipað leyti vegna slagsmála. Hann þurfti einnig að vista í fangageymslunum ásamt 42 öðrum sem lögreglan þurfti að hafa afskipti af vegna ýmissa mála um helgina. 14 grunaðir um ölvunarakstur Á tímabilinu voru 47 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Tveir þeirra óku hraðar en 100 km/klst. innanbæjar. Auk þess eru 14 ökumenn, sem afskipti voru höfð af, grunaðir um ölvunarakst- ur. Þrír þeirra höfðu lent í umferð- aróhöppum áður en til þeirra náð- ist. í öllum tilvikum var um eignar- tjón að ræða. í einu tilvika helgarinnar var bifreið ekið aftan á kyrrstæða vörubifreið eftir að hafa neitað að sinna stöðvunarmerkjum lögreglu. Eftir óhappið hlupu ökumaður og farþegi úr bifreiðinni. Farþeginn náðist strax, en ökumaðurinn var sóttur heim síðar. Báðir voru pilt- Ur dagbók lögreglunnar í Reykjavík Fíkniefni tekin á nokkrum stöðum arnir undir áhrifum áfengis. í ljós kom að þeir höfðu tekið húslykl- ana ófrjálsri hendi frá sofandi kunningja sínum, farið heim til hans, sótt bíllyklana og farið á bifreiðinni með fyrrgreindum af- leiðingum. Fátt var i miðborginni aðfara- nætur laugardags og sunnudags. Engir unglingar undir 16 ára aldri sáust þar á ferli. Þeir sáust ekki heldur á ferli annars staðar í borg- inni eftir að útivistartíma lauk. Fyrri nóttina þurftu lögreglumenn hins vegar að hafa afskipti af 6 ungmennum í sundlauginni á Sel- tjarnarnesi, en þau höfðu farið þangað inn í óleyfi. Það voru for- eldrar í foreldraröltinu, sem veittu veru þeirra athygli og létu vita. Haft var samband við foreldra ungmennanna og voru þau sótt. Hálfur inni, liálfur úti Sextán innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar um helgina. M.a. var brotist inn í bifreiðar við Lauga- veg, Árskóga, Arahóla, Mávahlíð, Álfaland, Blöndukvísl, Framnes- veg, Álfabakka, Ljósaland, Aust- urberg og við Hátún. Þá var brot- ist inn í geymslu húss við Mýrar- götu, geymslu húss við Álfheima 16. til 19. febrúar og þvottaaðstöðu húss við Snorra- braut. Á sunnudagsmorgun var komið að ungum manni, hálfum inn um glugga húss við Víðihlíð. Hann var fluttur á lögreglustöðina ásamt verkfærum sem hann var með. Fíkniefni á mörg-úm stöðum Aðfaranótt föstudags stöðvuðu lögreglumenn bifreið í Vestur- bergi. Við leit í henni fundust 5 grömm af amfetamíni falin undir gúmmímottu. Fimm aðilar í bif- reiðinni voru fluttir á lögreglustöð- ina til yfirheyrslu. Um svipað leyti handtóku lögreglumenn í eftirliti ökumann á bifreið í vesturbænum vegna gruns um fíkniefnamisferli. Á laugardagsmorgun lögðu lög- reglumenn hald á 35 grömm af hassi og tæki til neyslu í húsi við Bárugötu. Síðdegis á laugardag var maður handtekinn í Hátúni eftir að þýfi fannst í bifreið, sem hann á. I framhaldi af því fundust og tæki til fíkniefnaneyslu. Öku- maðurinn var eftirlýstur af lög- reglunni vegna gruns um nokkur óupplýst innbrot á Vesturlandi. Á sunnudag fundust efnaleifar og tæki til fíkniefnaneyslu í geymslu húss í Breiðholti. Við leit í einni íbúðinni fundust einnig efni og tæki. 57 handteknir, 52 sleppt Snemma á sunnudagsmorgun fóru lögreglumenn í hús við Tang- arhöfða og höfðu þar afskipti af 57 manns vegna gruns um fíkni- efnaneyslu. í flestum tilvikum var um að ræða ungmenni um og í kringum tvítugt. Við leit fundust á þremur þeirra nokkrir skammtar af amfetamíni, hassi og E-töflur. Þeir, ásamt tveimur húsráðendum, voru fluttir á lögreglustöðina til frekari yfirheyrslna. Síðan í jan- úar, eða frá því að lögreglan hóf aðgerðir sínar gegn þeim sem hafa fíkniefni í sínum fórum, hef- ur hún haft afskipti af á þriðja hundrað manns. Þar af hafa fíkni- efni fundist á tæplega 60 einstakl- ingum. Aðgerðum þessum mun verða haldið áfram með það að markmiði að stemma stigu við meðferð fikniefna eftir því sem kostur er. Foreldrar sem og aðrir eru beðnir um að vera mjög á varðbergi gagnvart þessum mál- um og gefa upplýsingar eða til- kynna grunsemdir þar að lútandi til lögreglu, annaðhvort beint eða í símsvara 569 9090. Beraði á sér kynfærin Á föstudag kom upp eldur í bifreið við Álakvísl. Slökkviliðs- menn slökktu eldinn. Þá var mað- ur fluttur á slysadeild eftir að hafa slasast á hendi í vél fyrirtæk- isins við Viðarhöfða. Hann var. að vinna þar við fótstiginn skurð- arhníf fyrir trélista þegar hann skarst á tveimur fingrum. Síðdeg- is var tilkynnt um ungan mann um tvítugt sem hafði berað á sér kynfærin fyrir framan tvær stúlk- ur í Skipasundi. Leit að manninum bar ekki árangur. Honum er lýst sem dökkhærðum og burstaklippt- um, í svörtum, þröngum gallabux- um og ljósri strikóttri peysu. Á laugardagsmorgun var til- kynnt um reykjarlykt frá íbúð við Gyðufell. Kviknað hafði í rúmföt- um út frá vindlingi. Sá sem í rúm- inu var náði að slökkva eldinn sjálfur en var fluttur með sjúkra- bifreið á Slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Tólf ára krakkar heimsækja lögreglu í febrúar og mars er öllum tólf ára bekkjum í Reykjavík, á Sel- tjarnarnesi og í Mosfellsbæ boðið í heimsókn á aðalstöð lögreglunn- ar. Lögreglan kynnir fyrir þeim starfsemi sína, m.a. eru rifjaðar upp reglur um hjólreiðar og al- mennt um umferð gangandi veg- farenda. Þá eru þeim kynntar regl- ur um útivist, sakhæfi og afleið- ingar helstu afbrota, s.s. við hnupli, þjófnuðum, skemmdar- verkum o.s.frv. Áætlað er að u.þ.b. 1.200 börn verði þessa aðnjótandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.