Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.02.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Kaupþing vill kaupa bréf KAUPÞING Norðurlands hefur gert tilboð í hlutabréf Fram- kvæmdasjóðs Akureyrar í félaginu, en nafnverð þeirra er rúm 1,5 millj- ónir króna. Bæjarráð samþykkti á fundi í gær að heimila bæjarstjóra að semja um sölu bréfanna. Morgunblaðið/Kristján RÚSSNESKI sendiherrann og fylgdarmenn hans á fundi með Jakobi Björnssyni bæjarsljóra í gær. F.v. Árni Steinar Jóhannsson umhverfisstjóri, Júrí A. Resetov sendiherra, Jakob Björnsson bæjar- sljóri, Nikolai Piatkov sendifulltrúi og Sergei Guschin ritari. Sendiherra Rússlands í heimsókn á Akureyri Flugfélag Norðurlands Heimsókn frá Murmansk undirbúin Framkvæmdasjóður um sviðum, m.a. á sviði menningar- og menntamála en fyrst og fremst á efnahagssviðinu. Bæjarstjórinn á Akureyri hefur þegar . heimsótt Murmansk og það er áhugi fyrir því að borgarstjórinn í Murmansk endur- gjaldi þá heimsókn í sumar. I fram- haldi af þeirri heimsókn vonast ég til að Norðlendingar og Murm- anskbúar eigi eftir að eiga enn fjöl- breyttara samstarf á hinum ýmsu sviðum í framtiðinni," sagði Resetov. Kaup á rússafiski óeðlileg íslendingar hafa mikinn áhuga á að kaupa rússneskan fisk en Resetov sendiherra segir að þótt hann sé ekki á móti þeim viðskiptum, séu þau óeðlileg. „Fiskneysla í Rússlandi hef- ur farið minnkandi og Rússar eru neyddir til þess að flytja út fisk af ýmsum ástæðum, m.a. efnahagsleg- um. Ég vonast hins vegar til þess að í framtíðinni muni íslendingar veiða og framleiða fisk sem þeir geti selt til Rússlands. Rússar geta borðað miklu meira af fiski en þeir gera nú og Rússland e'r geysilega stór mark- aður,“ segir Resetov. Rússnesku gestirnir áttu einnig fund á Atvinnuskrifstofu Akureyrar- bæjar og í gærkvöldi var þeim boðið til kvöldverðar á Hótel KEA. Þar mættu m.a. fulltrúar ÚA, Samherja, Slippstöðvarinnar Odda, Iðnþróunar- félags Eyjafjarðar, KEA og atvinnu- fulltrúi Akureyrarbæjar. Heimsókn- inni lýkur í dag en áður munu rúss- nesku gestirnir funda hjá Iðnþróun- arfélagi Eyjafjarðar og fara í skoðun- arferð um Akureyri. Hagnaður um 30 milljónír HAGNAÐUR af rekstri Flugfélags Norðurlands var 30 milljónir króna á síðasta ári. Velta féiagsins nam um 300 milljónum þannig að hagn- aður er 10% af veltu. Eigið fé fé- Hættuleg gatnamót Tveir harðir árekstrar um helgina MJÖG harður árekstur varð á gatnamótum Hlíðarbrautar og Hörgárbrautar skömmu eftir há- degi á sunnudag. Þar lentu saman tveir bílar með þeim afleiðingum að annar þeirra kastaðist á þann þriðja sem beið á gatnamótunum og einnig á umferðarmerki. Þrjú 7-9 ára börn í einum bílnum voru flutt.til aðhlynningar á FSA. Eitt þeirra reyndist viðbeinsbrotið en hin tvö sluppu með mar og togn- un. Áreksturinn var mjög harður og þykir mesta mildi að ekki urðu frekari slys á fólki. Allir bílarnir þrír skemmdust mikið og voru óökufærir eftir áreksturinn. Þeir voru dregnir af vettvangi með kranabíl. Aðfaranótt laugardags varð harður árekstur á sömu gatnamót- um. Þá rákust þar saman tveir bílar og voru mennirnir þrír úr öðrum bílnum fluttir á slysadeild FSA til skoðunar. Helgina áður varð einnig harður árekstur á þessum sömu gatnamótum. Gunnar Jóhannsson rannsóknar- lögreglumaður segir að þessi gatna- mót séu ein af þeim hættulegustu í bænum. Þarna verði einna flestir árekstrar í bænum og einnig þeir hörðustu. Hann segir að til hafi staðið að setja upp umferðarljós á gatnamótunum en ekkert hafí orðið af því ennþá. Hins vegar hafi verið gerðar þar breytingar sem orðið hafi til batnaðar. lagsins í árslok var 111 milljónir króna. Aðalfundur félagsins var haldinn nýlega. Flugfélag Norðurlands stundar áætlunarflug til 9 staða innan- lands og til Kulusuk á Grænlandi. Auk áætlunarflugsins hefur félag- ið með höndum víðtækt leiguflug bæði innanlands og til útlanda. Fjöldi farþega í áætlunarflugi var svipaður og árið áður eða um 23.500. Þá voru flutt um 315 tonn af vörum og pósti. Aukning í leiguflugi Talsverð aukning varð í leigu- flugi en sú starfsemi félagsins á verulegan þátt í góðri rekstraraf- komu. Sjúkraflug voru 117 talsins á liðnu ári auk þess sem 17 sjúk- lingar voru fluttir í börum með áætlunarvélum félagsins. Brott- farir frá Akureyri til útlanda voru að meðaltali annan hvern dag á síðasta ári auk utaniandsflugs frá öðrum flugvöllum. Flugfélag Norðurlands á 5 flug- vélar með sæti fyrir samtals 75 farþega auk smærri flugvéla sem aðallega eru notaðar til flug- kennslu. Að meðaltali unnu um 30 starfsmenn hjá félaginu, en vegna árstíðabundinna verkefna voru þeir flestir yfir sumarmánuð- ina eða 40, þar af 18 flugmenn og 8 flugvirkjar. Viðhaldsdeild Flugfélags- Norð- urlands hlaut á síðasta ári svo- nefnda JAR 134 vottun sam- kvæmt samræmdum staðli evr- ópskra loftferðaeftirlita og sinnir deildip. öllu viðhaldi á flugvélum félagsins og fyrir nokkra aðra flugrekstraraðila. SENDIHERRA Rússlands á íslandi, Júrí A. Resetov, kom í heimsókn til Akureyrar í gær, þar sem hann átti m.a. fund með Jakobi Björnssyni bæjarstjóra. Á fundinum með bæjar- stjóra var m.a. farið yfir dagskrá vegna fyrirhugaðrar vinabæjarheim- sóknar frá Murmansk í sumar. Með Resetov í för voru Nikolai Piatkov sendifulltrúi og Sergei Guschin ritari. Borgarstjórinn í Murmansk hefur lýst yfir mikium áhuga á því að heim- sækja Akureyri og ræða möguleika á frekari samskiptum og slíkan áhuga er einnig að finna á Akur- eyri. Júrí A. Resetov sendiherra seg- ir að Murmansk sé með vinabæjar- tengsl við margar borgir og eru sum- ar þeirra mjög stórar. Hann kom að undirbúningi þess að Murmansk og Akureyri tóku upp vinabæjarsam- band á sínum tíma. „I vinabæjarsambandi eiga borgir og bæir í sameiginlegu starfi á ýms- Morgunblaðið/Kristján Fundur og þorrablót hjá Úvegimannafélagi Worfturlands Útvegsmannafélag Norðurlands boðar til félagsfundar föstudaginn 23. febrúar 1996 á Hótel KEA, Akureyri, kl. 16.00. Paqskrái Ástand og horfur helstu nytjastofna. Gunnar Steifánsson, Hafrannsóknastofnun. Úthafsveiðar - nýir möguleikar? Jóhann Á. Jónsson, Pórshöfn og Pétur Örn Sverrisson, LÍÚ. , Onnur mál. _________ Útvegsmannaféiag Noröurlands stendur íyrir þorrablóti á sama staö og hefst það kl. I 9.30. Niður á strönd að tína blóm „VIÐ viljum fara niður á strönd að tína blóm,“ sögðu vinkonurnar Helga Sif, Aldís Dagmar og Arney sem allar erú á Hlíðarbóli þegar þær voru spurðar hvað þeir helst vildu gera en til stóð að fara ut og viðra sig dálítið með fóstrunni Höllu Pálsdóttur. Hópurinn fór niður í Sand- gerðisbót og þar var hægt að finna svolítið af fölnuðum vall- humli og stráum. Loðnufrysting hjá SUA gengur mjög vel LOÐNUFRYSTING er í fullum gangi hjá fyrirtækinu SÚA hf. á Seyðisfirði og eru um 20 starfs- menn Útgerðarfélags Akur- eyringa hf. að vinna þar ásamt um 10 heimamönnum. SÚA hf. er í eigu ÚA og hlutafélagsins Sam- leiðar. Björgólfur Jóhannsson, fjár- málastjóri ÚA segir að loðnufryst- ingin gangi mjög vel, svo og hrá- efnisöflunin. SÚA hefur fryst um 60 tonn á sólarhring frá því vinnsl- an fór í fullan gang fyrir um hálf- um mánuði. Unnið er á 8 tíma vöktum allan sólarhringinn. „Við erum að ná okkur þarna í mjög dýrmæta reynslu og starfs- fólk UA kann vel við sig á Seyðis- firði,“ sagði Björgólfur. SÚA leig- ir frystihús SR-mjöls á Seyðisfirði og fær að auki flokkaðar loðnuaf- urðir til frystingar frá fyrirtækinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.